Pressan - 14.10.1988, Blaðsíða 21

Pressan - 14.10.1988, Blaðsíða 21
Föstudagur 14. október 1988 21 LDR A Rokkhljómsveitin Gildran sendi frá sér í síðasta mán- uði aðra breiðskífu sína og ber hún heitið Hugarfóstur. í nóvember eiga meðlimir Gildrunnar, Birgir Haralds- son, söngvari og gítarleikari, Karl Tómasson trommu- leikari og Þórhallur Árnason bassaleikari, 10 ára sam- starfsafmæli. Því má með nokkrum sanni segja að hljómsveitin standi á tímamótum. Rokkpressan spjall- aði við Gildruna um nýju plötuna og fleira sem henni tengist, beint eða óbeint. — Gætuð þið sagt mér frá tilurð Hugarfósturs? „Hugarfóstur var tekin upp í mars og apríl á þessu ári í Stúdíó Stemmu. Upptökum stjórnuðu Gunnar Smári og Diddi fiðla. Plat- an átti að koma út í maí og hlutir voru mjög jákvæðir í sambandi við útgáfu og slíkt. Steinar bauð okkur mjög góðan samning, sem við skrif- uðum undir. En í maí varð Birgir fyrir því óhappi að fingurbrjóta sig. Þetta gerðist eftir tónleikana með Uriah Heep, en þar vorum við ein- mitt byrjaðir að kynna efnið af plötunni. Því urðum við að fresta útgáfu til september, en nú er plat- an sem sagt komin út.“ — Og er útkoman í samræmi við hugmyndir ykkar í upphafi? „Já, og báðar plöturnar, Huldu- menn og þessi, breyttust því sem næst ekkert í stúdíói. Við vorum með báðar plöturnar svo til klárar þegar við byrjuðum upptökur. Það er ekkert lag á Hugarfóstri sem ekki er eins og það átti að vera. Platan er mjög nálægt því sem við vorum búnir að hugsa okkur.“ — Nú eigið þið áratugar sam- starfsafmæli í nóvember? „Rétt er það og okkur finnst mjög gaman að því. Sennilega verð- ur haldin stórveisla af tilefninu. Við erum ekki að þessu til þess eins að geta sagt að við höfum starfað sam- an í 10 ár, málið er að þetta hefur bara gengið upp. Og á þessu tíma- bili eru 10—12 menn búnir að starfa með okkur. En árið 1985 ákváðum við að við þrír skyldum bara starfa saman, verða tríó. Fram að þeim tíma hafði líf okkar sem tónlistar- manna snúist um æfingar og aftur æfingar. Einn kannski hætti og þá þurfti að fá annan í staðinn sem þurfti að æfa upp. Við ákváðum að þetta gengi ekki svona lengur og höfum starfað saman þrír eftir það. Hlutirnir eru líka byrjaðir að ganga.“ — Nú eru tvær breiðskífur að baki. Finnst ykkur mikill munur á þeim? „Höfuðmunurinn er sá að á Fóstrinu eru fjögur róleg lög en fimm rokkarar. Á Huldumönnum voru hins vegar eintóm rokklög. Hugarfóstur er að okkar mati miklu yfirvegaðri plata.“ — Er það viljandi gert? „Mikil ósköp! Þetta var allt skipulagt frá upphafi. Sjáðu til, það er svo mikið af hljómsveitum sem taka upp 12—15 lög og svo er bara valið. í sjálfu sér er ekkert athugavert við það, en vegna þess að við erum fátækir og allt það æfðum við 15 lög en völdum síðan níu á plötuna." — Var einhver munur á vinnu- brögðunum í Stemmu núna miðað við upptökurnar á Huldumönnum? „Sáralítill, nema að því undan- skildu að núna eyddum við meiri tíma í hljóðblöndun þannig að „sándið" er betra. Og þegar við lít- um til baka þá vorum við bara í mjög góðum „fílíng“ í Stemmu. Við vorum að vinna með mönnum sem við kynntumst í fyrra og þekkj- um þá þal. vel. Þetta var allt mjög yfirvegað, small mjög skemmtilega saman." — Þácr það hin klassíska spurn- ing; tónlistaráhrif, hvaðan koma þau? „Þau koma náttúrlega úr plötu- söfnunum okkar sem innihalda vel að merkja mikið af þungarokki og öðru rokki. Aðaláhrifin koma úr þungarokkinu en úr öðru rokki líka. “ — En nú eru ekki mjög mikil þungarokksáhrif á plötunni, þetta er meira í hefðbundnum stíl. „Það örlar aðeins á þeim í laginu Heiðinni en fyrir utan þaðeru þessi Iög bara rokklög og fyrir okkur er þetta bara rokk og ról. Gildran er ekki þungarokkshljómsveit eins og margir halda.“ — Er eitthvað sem ykkur finnst vera séreinkcnni á Hugarfóstri? „Ekki nema það að á henni gef- um við rólegum lögum tækifæri. Það höfum við aldrei gert áður og við vildum prófa það núna.“ — Sýnir þetta að þið séuð að mýkjast? „Það gerir það og Hugarfóstur er miklu mýkri plata en Huldumenn þó svo rokklögin á henni séu í raun ekkert mýkri en huldumannarokk- ið. Rólegu lögin mýkja hana upp og gera aðgengilegri fyrir stærri hóp. Til dæmis geta foreldrar okkar hlustað á lag eins og Værð án þess að segja: „Slökktu á þessu helv... gargi.“ Samt er þetta ekki nein sölubrella hjá okkur. Okkur lang- aði einfaldlega að hafa þetta 10 ára gamla lag eftir Birgi á plötunni." — Hugarfóstur, var platan búin að vera það lcngi? „Það má segja það, því á henni eru Iög á öllum aldri; 10 ára gamalt lag, þriggja ára og lög þaðan af yngri. Nafnið kom hins vegar til þegar fornvinur okkar og textahöf- undur, Þórir Kristinsson, kom með texta með þessu nafni 4 mánuðum áður en við fóruni í stúdíó. Textinn er hans hugarfóstur en lögin okkar liins vegar. Þannig að okkur fannst þetta mjög viðeigandi.“ — Vel á minnst, tcxtahöfundur- inn. Væri hægt að fá að vita einhver nánari deili á honum? „Hann byrjaði að starfa með okkur þegar við vorum að gera Huldumenn. Þarátti hanrtallatext- ana og þeir voru jafnframt það fyrsta sem birtist eftir hann á prenti. Þórir hefur fengist við ljóðagerð alveg frá því hann var smápolli og okkur finnst textarnir hans alveg meiriháttar, langtum betri en þegar við vorum að bram- bolta við að semja við þungarokkið okkar. Það voru ekki glæsilegar rit- smíðar. Við erum oft spurðir út í textana hans Þóris því þeir eru ekki alveg eins og textar sem maður býst við í rokktóniist. T.d. er töluverð rímfræði í þeim. Fólki finnst þetta mjög skrýtið en við erum hæst- ánægðir með þá.“ — Á plötuumslagi stendur: „Það hefst víst allt með seiglunni." Eru þetta einkunnarorð plötunnar? „Já, það er rétt hjá þér, þetta eru einkunnarorð hennar. Þetta á sér samt sögu. Þannig var að það komu tvö nöfn til greina á fyrstu plötuna okkar, Seigla og Huldumenn. Okkur fannst síðara nafnið meira viðeigandi því við vorum hálfgerðir huldumenn í tónlistarheiminum. En svo kom Þórir með texta sem hét Seigla og þá ákváðum við að þetta skyldu verða einkunnarorð Hugar- fósturs vegna þess að það er hrein og klár seigla að við skulum ennþá starfa saman. Það sem hefur haldið okkur gangandi er jákvæð „krítík“ sem við höfum fengið í gegnum árin.“ — Hafa komið slæm tímabil hjá Gildrunni? „Það versta sem yfir okkur hefur dunið er þetta enska ævintýri sem við lentum í árið 1985. Það gekk mjög nærri hljómsveitinni og var virkilega erfitt tímabil.“ BLOMSTRANDI — Segið þið mér aðeins nánar frá því. „Sumarið ’85 fórum við til Eng- lands til að slappa af og skemmta okkur. í leiðinni ætluðum við i stúdíó í Sheffield og taka upp níu þungarokkslög, bæði vegna þess að það var ódýrt og eins af því að okk- ur langaði til þess. Þar kynntumst við upptökustjóra að nafni Mark Estdale og hann varð mjög hrifinn af því sem við vorum að gera. Þess vegna sagðist hann vilja gera eitt- hvað meira með okkur. Við trúðum þessu varla en málin þróuðust þannig að sumarið ’86 kom hann hingað til lands og þá tókum við upp grunna að tveimur lögum sem við kláruðum síðan úti. Að því loknu sagöi hann að það væru mjög miklar líkur á að við fengjum samn- ing. Sú varð líka raunin og við skrif- uðum undir hoppandi kátir og héldurn heimleiðis bókstaflega í „skýjunum“. Síðan sendi hann okkur þrjú prufueintök af plötunni sem átti að heita „Good Balance”. Þá tóku við endalausar hringingar og vesen, ekkert gerðist. Eftir rúmt ár fengum við nóg og hættum þessu bara. Þá ákváðum við að gera ís- lenska plötu. Þetta var áfall fyrir okkur þvi það var allt klárt, meira að segja umslagið á plötuna." — En snúum okkur aftur aö Hugarfóstrinu. Er eitthvert lag á henni sem ykkur finnst bera af? „Eiginlega ekki, en við erum mjög stoltir al' laginu Heiðinni, sem okkur finnst töluvert mögnuð laga- smíð. Það tekur um átta mínútur í flutningi og okkur finnst skemmti- leg stígandi í því. Almennt erum við mjög montnir af þessari plötu og núna eru hlutirnir byrjaðir að ganga almennilega, eftir mikið basl og eitt það súrasta epli sem nokkrir tónlistarmenn hafa bitið í, þ.e.a.s. enska plötudæmið.“ — A textablaðinu, sem er óvenjuvandað, stingur tvennt í aug- un; Buddah og Skeiðhúsfélagið. Hvað er þetta? „Buddah er listamannsnafnið á manninum sem teiknaði umslagið á „Good Balance". Það umslag var stórkostlegt listaverk sem enginn á sennilega nokkurn timann eftir að sjá. Skeiðhúsafélagið er hins vegar félagsskapur sem á aðsóknarmet á tónleika Gildrunnar. Þessir sjö drengir mættu á tónleika hjá okkur fjögur kvöld í röð. Þetta er ekki hestamannafélag heldur hörðustu stuðningsmenn Gildrunnar.“ — Og núna eruð þið að spila á fullu og kynna plötuna, ekki satt? „Jú, jú, við erum búnir að spila stíft eftir að platan kom út, bæði hér á höfuðborgarsvæðinu og úti á Iandi. Spiluðum m.a. mjög góðan konsert á Akranesi þar sem allt varð bókstaflega vitlaust. Gaman að því. Næsta fimmtudagskvöld verðum við svo með konsert í Duus-húsi, einnig eru Vestmannaeyjar á dag- skrá.“ — Þannig að Gildran er blómstrandi núna? „Já, Gildran er blómstrandi og er orðin að því sem við vildum að hún yrði. Við njótum, að við höldum, töluverðrar virðingar en erum ekki endilega efstir á vinsældalista, okkur er líka alveg sama um það. Kannski lifir hljómsveitin bara lengur fyrir vikið. Það viljum við miklu frekar.“ ■

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.