Pressan - 14.10.1988, Side 25

Pressan - 14.10.1988, Side 25
Föstudagur 14. október 1988 Hrífunesmálið 25 HEIFTUDUGAR DEILUR í SKAFTÁRTUNGU í síðasta mánuði barst Kjartani Jónssyni, lögreglu- varðstjóra í Reykjavík, afrit af bréfi sem ríkissaksóknari sendi sýslumanni Vestur-Skaftafellssýslu fyrr í sumar. í bréfinu lýsir saksóknari því yfir að hann telji ekki ástæðu til frekari aðgerða í kærumáli á hendur nokkr- um aðilum í Skaftártunguhreppi vegna meints skjala- fals. Málið snýst um jörðina Hrífunes í Skaftártungu, kærendur voru þau Hrífunessystkini, fyrrnefndur Kjartan og Þórunn, húsfreyja í Hrífunesi, auk Gunnars Jónssonar, lögfræðings og frænda þeirra systkina. Kærðir voru Þórarinn Sigurjónsson, fyrrv. alþingismað- ur, Laugardælum, Sigurður Ævar Harðarson, bygging- armeistari í Vík, uppalinn í Hrífunesi, Hörður Davíðs- son, forstöðumaður elliheimilisins Heiðarbæjar á Kirkjubæjarklaustri, Hanna Hjartardóttir, kennari á Klaustri, og Siggeir Björnsson, hreppstjóri í Holti. Kæran var til komin vegna ótak- markaðs umboðs sem Árni Þ. Jóns- son, skráður eigandi Hrífuness og bróðir Þórunnar og Kjartans, á að hafa veitt Þórarni og Sigurði Ævari til að sjá um allar eigur sínar í Hrífunesi. Umboðið var skrifað 12. febrúar á þessu ári. „Þetta var fals- umboð,“ segja Hrífunessystkinin. Benda þau á að Árni hafi ekki ritað undir umboðið og hann hafi ekki haft hugmynd um hvað þarna átti sér stað vegna þess að hann sé langt leiddur af heilarýrnun. í kjölfar þessa kröfðust ættmenni Árna að hann yrði sviptur fjárræði „til að koma í veg fyrir að þeir sem hafa með blekkingum komist yfir skjal- ið noti það til að komast yfir eigur Hrífunessystkina“. Einar Oddsson, sýslumaður í Vík, hélt aukadómþing í apríl sl. vegna kröfunnar um fjárræðis- sviptingu og var þar lögð fram nið- urstaða tveggja sérfróðra lækna um heilsufar Árna, þar sem segir að hann þjáist af heilabilun og megi rekja sjúkdómseinkennin 5—6 ár aftur í tímann. Komust læknarnir að þeirri niðurstöðu að Árni væri ófær um að gæta fjárhagslegra hagsmuna sinna. Niðurstaða dóm- þingsins varð sú að fjárræðissvipt- ingarkrafan var tekin til greina. Fór þá Kjartan fram á að vera skipaður lögráðamaður Árna bróður síns en því var hafnað og skipaði sýslu- maður Fannar Jónsson, viðskipta- fræðing á Hellu, fjárhaldsmann Árna. Þrátt fyrir niðurstöðu læknanna hafa rannsóknarlögregla og ríkis- saksóknari ekki séð ástæðu til að hefja opinbert sakamál vegna „um- boðsins". Og fyrir nokkrum vikum fengu Hrífunessystkinin annað skjal í hendur sem Hörður Davíðs- son, forstöðumaður elliheimilisins, ritar undir fyrir hönd Árna. Þar eru Sigurði með afsali afhentir tveir hektarar úr landi Hrífuness. Skjalið er dagsett 23. júlí á síðasta ári. Allt þetta mál hefur valdið miklum deil- um á milli ættmenna Árna annars vegar og sveitunga hans hins vegar. Kærur hafa gengið á víxl og að sögn Kjartans, sem farið hefur í farar- broddi fyrir systkinin, hafa þau þrautreynt allar leiðir dómskerfis og ráðuneyta án árangurs. Við skul- um skyggnast undir yfirborð Hrífu- nesmálsins og líta á atburðarásina sl. tvö ár. ÁSÓKN í HRÍFUNESLANDIÐ Hrífunes hefur verið í eigu sömu ættar í heila öld og kom það í hlut Árna Þórarins að taka við búinu sem skráður eigandi og ábúandi eftir föður sinn, Jón Pálsson. Árni, f. 1916, bjó í Hrífunesi allt þar til hann fékk vist á elliheimilinu á Kirkjubæjarklaustri um mitt ár 1986. Árni hefur alla tíð verið ógift- ur og barnlaus. Önnur núlifandi Hrífunessystkini eru Kjartan Jóns- son, f. 1918, lögregluvarðstjóri í Reykjavík frá árinu 1943, og Guð- ríður Þórunn, f.1920, húsfreyja í Hrífunesi. Kjartan hefur varið öll- um sínum frístundum í Hrifunesi og stutt búið með ráðum og dáð með fé, vinnu og aðdráttum í formi fóðurs, véla og efnis. Hann á nú sitt lögheimili i Hrífunesi og dvelst þar að mestu óskipt yfir sumartímann. Þórunn hefur búið í Hrífunesi alla ævi og helgað foreldrum sínum og Hrífunesbúinu líf sitt í einu og öllu. Hrífunes er víðlend jörð og vel fallin til sauðfjárbúskapar. Þar Hrifunes hefur verið í eigu sömu ættar í heila öld. Kjartan Jónsson hefur sótt um ábúðarrétt á jörðinni en handhafar umboðsins segjast hafa allan rétt til að ráðstafa eignum i Hrifum standa nú tvö íbúðarhús, sam- komuhús sem reist var á stríðsárun- um, söluskáli sem þjónar vegfar- endum á milli Víkur og Kirkjubæj- arklausturs og allstórt fjárhús fyrir um 500 fjár. í skýrslu sem Kjartan gaf í tilefni rannsóknar vegna fyrrnefndrar kæru segir að oft hafi Hrífunes- menn mátt sæta ásókn í land og eignir þeirra. Orðrétt segir í skýrslu Kjartans: „Falsumboösárásin er í rauninni ekkert glænýtt fyrirbæri, hvað snertir Hrífunesmenn, þ.e. fyrst og fremst okkur systkinin, börn Jóns Pálssonar og Elínar Árnadóttur í Hrífunesi. Til dæmis nefni ég ásókn Álftveringa í land okkar sunnan Hólmsár, sjá nánar hæsta- réttarmál frá árinu 1984, sömuleið- is beina líkamsárás á bróður minn aldraðan af hendi Emils í Múla í Skaftártungu og fleiri dæmi mœtti nefna, sem ég tíunda ekki á þessu stigi málsins. “ FUNDURí FÉLAGSHEIMILINU Víkur nú sögunni aftur til hausts- ins 1986 eða skömmu eftir að Árni fékk vist á elliheimilinu Heiðarbæ vegna vanheilsu og ótímabærrar öldrunar. Hefur skólastjórinn á Kirkjubæjarklaustri þá samband við Kjartan vegna fyrirspurnar skattstofu viðvíkjandi skattfram- tali Árna. Sagði skólastjórinn að ekki væri til neins að ræða þessi mál við Árna. í framhaldi af þessu áttu þeir tal saman, Kjartan og Einar Oddsson sýslumaður, sem jafn- framt er yfirfjárráðandi, um mál- efni Árna. Spurði sýslumaður hvort þau systkinin gætu ekki fengið lög- fræðing sér til ráðuneytis. Varð að samkomulagi að leita til dr. jur. Gunnars Jónssonar lögmanns, en hann og Kjartan eru systkinabörn. Eftir viðræður við Gunnar urðu all- ir málsaðilar ásáttir um, að ekki væri hætta á, að Árni stofnaði fjár- munum sínum í neina hættu, þar sem hann virtist gjörsamlega áhugalaus um öll fjárhagsleg mál- efni sín og bjó nú í vernduðu um- hverfi elliheimilisins. Þótti því engin ástæða til að Kjartan tæki sérstaklega að sér fjárhaldsmálefni Árna en næstu mánuðina varð Kjartan þó sá sem í raun var leitað til sem málsvara Hrífuness. Um veturinn 1986—87 lögðu Haukur Sigurjónsson og Herdís Erna Gústafsdóttir (stjúpdóttir Vals Oddsonar, oddvita hreppsins) fram ósk um að taka Hrífunesjörð- ina á leigu. Valur er sagður hafa sótt mál þetta fast en þegar þau Hrífu- nessystkini og Gunnar lögmaður fengu pata af því að jarðanefnd og hreppsnefnd hefðu leigusamning um Hrífunes undir höndum settu þau sig alfarið á móti samningnum og vísuðu m.a. til þess að þar væri ekki gert ráð fyrir annarri greiðslu fyrir leiguna en með viðhaldi mannvirkja og umsjón með gögn- um og gæðum jarðarinnar. Var því næst ákveðið að efna til fundar í Félagsheimilinu í Skaftár- tungu um sumarið til að ræða Hrífunesmálið og leigu jarðarinn- ar. Þótti Skaftártungumönnum þá eðlilegast að snúa sér til Kjartans og hélt hann á fundinn ásamt dr. Gunnari, Jóni Elvari, syni sínum og eigandasöluskálans á Hrífunesi, og Eigandi Hrífunes- jarðarinnar handsal- aði allsherjarumboði og afsali á jörðinni til tveggja sveitunga sinna án vitundar œttmenna. Lœknar töldu eiganda jarðar- innar ófœran um að gœta fjárhagslegra hagsmuna sinna vegna veikinda. Ætt- ingjarnir létu svipta hann fjárrœði og segja það gert til að fyrirbyggja ásókn ut- anaðkomandi manna í Hrífunesjörðina. Kcerur hafa gengið á báða bóga.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.