Pressan - 10.11.1988, Blaðsíða 2

Pressan - 10.11.1988, Blaðsíða 2
2 Fimmtudagur 10. nóvember 1988 Guðmundur Einarsson, framkvæmdastjóri Alþýðu- flokksins, hélt fertugsaf- mœli sitt hátíðlegt I fyrri viku. Nokkrir nánir banda- (lags)menn og vinir Guð- mundar, allt karlmenn (til að storka landsfundi Kvennalistans), sóttu Guð- mund heim, afhentu honum gjafir og fluttu hátíðarrœð- ur. Að loknum rœðuhöldum, hestaskál og veisluföngum var haldið í sérstaka rútu- ferð um höfuðborgina og nágrenni. Þetta var sýnis- ferð um ævislóðir Guð- mundar og var afmælis- barnið bæði fararstjóri, kynnir og þulur. Milli lýs- inga á uppvexti, skóla- göngu, húsnæðismálum, pólitískum ferli og störfum voru sungin létt lög í anda liðinna áratuga. Rútuferðin bar heitið „Á söguslóðum sómamanns", en var síðar um kvöldið skírð upp á nýtt: „Magical Mystery Tour“. Að sjálfsögðu var PRESSAN til staðar og smellti nokkrum Ijósmynd- um af. Jón Ásbergsson, forstjóri Hagkaups, afhenti afmælis- barninu, fyrir hönd nokkurra vina, sérstakan spegil- stand fyrir verölaunabikara fyrir gæðing afmælis- barnsins. Gæðingurinn heitir„Rifandi gangur". Garðar Sverrisson, blaðamaður með meiru, horfir á. Eftir afmælissöng var haldið til rútu. Þórður Ólafsson og Stefán Benediktsson halda á kælitösku með kampavíni. Ingólfur Margeirsson ritstjóri á milli þeirra, gagnrýninn á svip. „Hann á afmæli i dag!“ sungu veislugestir fuilum hálsi. Frá vinstri: Guðmundur Einarsson, Þóröur Óiafs- son, Garðar Sverrisson, Ólafur Jónsson, Jón Ásbergs- son, Stefán Benediktsson og Jón Bragi Bjarnason. I sýnisferðinni um slóðir sómamannsins Guðmundar Einarssonar var lagið tekið með innlifun. Ingólfur Margeirsson handfjallar gítarinn í undirleik meðan allir syngja með sínu nefi nema Stefán Friðfinnsson (standandi), sem söng annan bassa. velkomin i heiminn 3. Lokaði augunum og hló. Ný- fæddur íslendingur sem ekki læt- ur sér allt fyrir brjósti brenna. For- eldrarnir heita Dagný Þórólfsdótt- ir og Jóhann Tómasson. Stúlkan litla fæddist i fyrradag og var 49 sentimetrar að lengd og 12 og Vi mörk að þyngd. Pressan minnir alla nýbakaða foreldra á að þeir geta fengið birta mynd af barn- inu sínu í blaðinu. ef þeir senda okkur Ijósmynd. Heimilisfangið er: PRESSAN. Ármúla36, 108 Reykjavík. V.'t. •»; 1. Þessi ungi snáði sem pirir augun og setur totu á munninn sinn er sonur þeirra Arndísar Höllu Ásgeirsdóttur og Baldurs Gunnarssonar. Þeim fæddist drengurinn 5. nóvember og hann var stór og pattaralegur, 53 senti- meírar að lengd og vó 16 merkur. 4. Undrandi barnsaugu. Stór. Til- heyra syni þeirra Halldóru Magnúsdóttur og Magnúsar Gunnarssonar. Fæddur 7da nóv- ember. Lengd: 53 sentimetrar. Þyngd: 17 merkur. Stór islenskur karlmaður. 5. Þessi strákur heitir Axel. Búinn að fá nafn þó hann sé ekki nema rétt kominn til að vera. Móðirin ku vera af frönsku bergi brotin, Ann Sigurjónsson, faðirinn íslending- ur, Gunnar Kr. Sigurjónsson. 13 merkur að þyngd. 50 sentimetrar að lengd. 9. Engin einustu svipbrigði. Þreytt lítil stúlka sem sefur. Guðbjörg Halldóra Ólafsdóttirog Þorvarður Einarsson eiga hana þessa og hún var 12 og V2 mörk að þyngd, lengdin hinsvegar 50 sentimetrar. Skrýtið hvað litlar stúlkur eru oft 12 og V2 mörk. Kannski kjörþyngd fagurra kvenna við fæðingu? 10. Þessi litla hnáta fæddist þeim Elinu V. Þorsteinsdóttur og Agli Egilssyni þann 23. siðasta mánað- ar. Hún er lítil og nett en um leið ósköp krúsidúlluleg. Hún vó 10 merkur og var 46 sentimetrar aö lengd. 2. Ástu Þorleifsdóttur og Jóni Gunnari Hilmarssyni fæddist þessi litla dóttir 6. nóvember. Hún herpti sig svolitið framan i Ijós- myndarann en hvað um þaö. Stúlkan vó 12 og V2 mörk og mældist 50 sentimetrar. 6. Þessi unga stúlka er útlend- ingsleg. Dökk. Enda foreldrarnir franskir. Þau Laurence og Jean Francois Fiévet. Sú stutta, la petite (eða eitthvað svoleiðis), var 54 sentimetrar og 3.560 grömm. 11. Hér er Eyjapeyi og hallar undir flatt. Veröur ábyggilega góður lundaveiðimaður þegar hann stækkar. Þessj drengur er sonur þeirra Hrefnu Ó. Erlingsdóttur og Jónasar Þórs Sigurbjörnssonar og fæddist á Sjúkrahúsinu i Eyj- um 27da dag októbermánaðar. Hann vó 3.920 g og mældist 52 sentimetrar. Hvorki meira né minna. 12. í siðustu PRESSU gerðum við þér Ijótan grikk og biðjum þig af- sökunar. Myndin af þér víxlaðist við mynd annarrar stúlku. Þú ert dóttir Karenar Tómasdóttur og Péturs Guðmundssonar og fædd- ist 27da október. * v 8. Opinmynntur bendir maðurin á það sem honum er ókunnug Stubburinn sem hér sést er soni Kolbrúnar ívarsdóttur og Þói Þórarinssonar. Hann var stór. 1 merkur að þyngd og 54 sentimet ar að lengd. 13. Og ekki fórum við betur með þig. Biðjum sömuleiðis afsökun- ar. Þú ert dóttir Lindu Gunnars- dótturog Kolbeins Konráðssonar og fæddist 27da október. 7. Yfirbragð heimspekingsins. Ró, yf irvegun. Stúlka sem fæddist þeim Hönnu Guðmundsdóttur og Ágústi Einarssyni nýverið. Hún var 14 merkur að þyngd og 52 sentimetrar að lengd.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.