Pressan - 10.11.1988, Page 5

Pressan - 10.11.1988, Page 5
Fimmtúdagur 10. 'nóvember ið88 PRESSAN ræðir við nokkra einstaklinga um þá erfiðu lífsreynslu að verða gjaldþrota. Þeir, sem verða gjaldþrota, missa ekki bara allar eigur sínar. Þeir einangrast líka og líða sál- arkvalir vegna dómhörku annars fólks — og oft bœtir eigin sektarkennd ekki líðanina. Aðrir g/íma þar að auki við reiði og biturleika í garð ýmissa aðila, sem tengjast gjaldþrotamálinu. í síðasta mánuði var stofnað hér á landi félag gjaldþrota einstakl- inga. Vakti það mikla athygli — kannski ekki síst sökum þess að um svipað leyti mynduðu sparifjáreig- endur með sér samtök. Þarna voru andstæðurnar í þjóðfélaginu sumsé lifandi komnar. Þeir, sem eiga meira en þeir þurfa til daglegs brúks, og þeir, sem eiga ekkert. Báðir þessir þjóðfélagshópar hafa hingað til haft afar hægt um sig. Eiginlega verið í felum. Það hefur ekki þótt viðeigandi að flíka því að maður eigi fjármuni í bönk- um eða öðrum ávöxtunarstofnun- um — hvað þá að maður hafi „farið á hausinn", eins og það er stundum nefnt. Gjaldþrota einstaklingar og jafnvel heilu fjölskyldurnar hafa nánast lokað sig inni í niðurlæg- ingu og skömm og sumir m.a.s. flutt af landi brott í kjölfar slíks skip- brots. Þetta virðist þó vera að breytast með tilkomu hinna nýstofnuðu samtaka gjaldþrota -fólks. Þar er unnið að því að skapa vettvang fyrir þessa aðila til að hittast, styrkja hver annan og miðla öðrum af reynslu sinni á sama hátt og margir aðrir hópar hafa gert með góðum árangri. Slík stuðningssamtök hafa t.d. reynst vel fyrir krabbameins- sjúklinga, alkóhólista og fórnar- lömb sifjaspells, svo dæmi séu tek- in. Samkenndin í slíkum hópi á ef- laust einnig eftir að gera mörgum gjaldþrota manninum lífið léttbær- ara. Að öllum líkindum veitir síður en svo af því, þar sem það getur ekki verið neitt grín að missa allar eigur sínar og draga jafnvel fjöl- skyldu og vini með sér í fallinu. ÞAKKLÁTUR FYRIR AÐ FADIR MINN VARD EKKI VITNI AÐ ÞESSU PRESSAN sló á þráðinn til Grét- JÓNÍNA LEÓSDÓTTIR ars Kristjónssonar, stofnanda sam- taka gjaldþrota fólks, sem þekkir af eigin raun þá tilfinningu að standa pppi slyppur og snauður, með almenningsálitið á móti sér. Hann var spurður að því hvernig líðan hans hefði verið, þegar ljóst varð að gjaldþrot yrði ekki umflúið. „Þetta tók náttúrulega mjög á mig, svo ekki sé meira sagt. Mér leið óskaplega illa og lengi gat ég ekki talað um þetta við nokkurn mann. Ég er alinn upp við það að menn eigi ávallt að standa í skilum og borga það, sem þeim ber. Þess vegna var áfallið gífurlegt. Faðir minn var t.d. sú manngerð, sem stóð jafnt við töluð orð og væru þau undirritaðir samningar. Ég þakkaði því Guði fyrir að hann var ekki lengur á meðal okkar, þegar ég varð gjaldþrota. Honum var þá a.m.k. hlíft við að verða vitni að þessu. Ég var afar heppinn að því leyti að fjölskyldan stóð með mér eins og einn maður og studdi mig ómet- anlega. Það var líka mitt lán að taka ekki fjöldann allan af fólki með mér í fallinu, eins og margir lenda í. Þó kom þetta illilega niðri á syni mínum, sem var skráður fyrir fyrir- tækinu með mér. Það gerði ég í þeim tilgangi að ekki færi á milli mála að hann hefði lagt fé í þetta, ef eitthvað kæmi nú fyrir mig. En strákurinn missti íbúðina sína af þessum sökum. Þessi reynsla hefur verið hræði- lega erfið, en núna er ég allur að hressast. Ég er að rísa upp úr þessu og farinn að vera með kjaftinn uppi. Stofnun samtakanna hefur átt sinn þátt í því, þó ég hefði lík- lega aldrei ýtt þeim úr vör, ef ég hefði vitað hve mikil samskipti við fjölmiðla fylgdu í kjölfarið. Mig grunaði ekki hvað þetta hefði í för með sér. Ég hélt heldur ekki að þetta yrðu svona fjölmenn sam- tök... Viðbrögðin hafa verið með ólikindum. En þessu fylgja útgjöld, sem félagarnir eiga að sjálfsögðu ekki auðvelt með að taka á sig. Þar er um að ræða heilmikinn síma- kostnað, frímerkjakaup og annað. Þetta hefur þó gefið mér margt í staðinn og í gegnum samtökin hef ég kynnst því að vandamál mitt er ósköp lítið miðað við það, sem aðrir þurfa að glíma við. Sumir fé- hann. Ég er um þessar mundir að reyna að manna mig upp í að fara til vinnuveitanda míns og segja hon- um frá því hvernig komið er fyrir mér. Sú hugsun er nefnilega stöðugt í huga mér hvað myndi gerast, ef þessi aðili kæmi inn og hreytti ef til vill einhverjum ónotum í mig fyrir framan alla. lagarnir standa frammi fyrir gífur- legum vanda og draga jafnvel marg- ar fjölskyldur með sér. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að skilja hvernig Iíðan þeirra er.“ EINS OG AD SÖKKVA í PYTT Næst hafði PRESSAN samband við konu, sem rak lítið fyrirtæki. Það var tekið til gjaldþrotaskipta fyrir rúmum tveimur árum. Hún tók vel í þá bón að lýsa þeirri reynslu. „Þessi rekstur, sem ég var með, varð smám saman óviðráðanlegur og sú stund kom að ekki var um annað að ræða en gjaldþrot. Svo hörmulega vildi hins vegar til að á sama tíma var manninum mínum sagt upp vinnu, sem hann hafði verið í um áratuga skeið. Þetta tvennt skapaði því gífurlegt álag og varð til þess að eiginmaður minn varð andlega veikur. Hann þurfti á hjálp að halda og var þess vegna lagður inn á geðdeild, þar sem hann þurfti að dvelja í nokkurn tíma. Það veit þó í rauninni nær enginn í fjölskyldunni um gjaldþrotið. Ég hef t.d. aldrei sagt foreldrum ntín- um frá þessu og engum af systkin- um mínum. Ég var það lánsöm að sleppa við að draga aðra fjöl- skyldumeðlimi með mér í fallinu, því ég væri ekki uppistandandi ef svo hefði verið. Mér finnst óskiljan- legt hvernig fólk kemst í gegnum þá martröð. Það er nógu erfitt að hrökkva við í hvert sinn, sem maður mætir einhverjum á götu sem tap- aði á viðskiptum við mann, þó ekki sé um nákomna ættingja að ræða. Einn aðili, sem tapaði á viðskipt- um við mig, vinnur m.a.s. í næsta húsi við núverandi vinnustað minn. Ég hef ekki enn mætt honum, en það er óskaplega óþægilegt að geta hvenær sem er átt von á að hitta Þegar hafa hátt á annað hundrað manns gengið í samtök gjaldþrota einstaklinga. Samtökin hafa, eðli málsins samkvœmt, ekki úr miklum fjármunum að moða til að setja auglýsingar í blöð, en forráðamenn þeirra telja að félagarnir vceru orðnir enn fleiri ef svo vœri. Þess vegna er ekki úr vegi að benda á að menn geta haft samband við Grétar Kristjónsson í síma 92- 15826. lnnst inni veit ég mætavel að ógæfan helltist ekki yfir okkur hjónin vegna þess að við værum svo vondar manneskjur. Þetta er hlut- ur, sem getur komið fyrir ofur- venjulegt fólk. Hvorugt okkar hefur t.d. farið út í óreglu eða neitt slikt. Það á heldur ekki við um ann- að fólk, sem ég þekki og hefur lent í því að verða gjaldþrota. Og ekki hefur farið svona fyrir okkur af þeim sökum að við höfum lifað

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.