Pressan - 10.11.1988, Page 6
HHPf 'cifHrncv'So Olr 'ii»n^hii^rnmi^
Fimmtudagur 10. nóvember 1988
55
Ef ég væri ekki á
lyfjum væri ég
eflaust kominn á
Klepp eða búinn að
fremja einhvern glæp
á sjálfum mér eða
öðrum
þessu dæmigerða lífi nýríks fólks.
Það er engin slík skýring á málinu.
Þetta er bara nokkuð, sem gerist, og
maður ræður ekki fram úr. Það er
sama þó maður berjist með klóm
og kjafti og allir séu boðnir og bún-
ir að hjálpa. Öll aðstoð er nefnilega
vonlaus, þegar staðan er orðin
þannig að maður tapar tugum þús-
unda á degi hverjum! Þetta er eins
og að sökkva hægt og sígandi ofan
í einhvern pytt, sem maður kemst
ekki upp úr.
GLEYMI ÞESSU EKKI EINA
MÍNÚTU
Það, sem fór verst með mig, voru
fordómar þjóðfélagsins gagnvart
fólki í okkar stöðu. Ég var t.d. mik-
ið á varðbergi, þegar ég mætti þar
sem stofnfundur samtaka gjald-
þrota einstaklinga var haldinn. Ég
fylgdist með fólkinu fara inn og
gætti þess að ganga ekki í salinn
fyrr en nákvæmlega á þeirri mín-
útu, sem fundurinn átti að hefjast.
Ég ætlaði sko ekki að vera fyrst á
staðinn, enda kveið ég því ógurlega
að þurfa að horfast í augu við allt
þetta fólk.
Það var ekki fyrr en á hólminn
var komið að ég fann til samkennd-
arinnar með öllu fólkinu, sem hafði
liðið alveg sömu sálarkvalir og ég.
Þá hugsar maður „guð minn góður
hvað þetta fólk á bágt“, því margir
eru enn verr staddir en við. Sumir
eru með ung börn og hafa ekki
fengið vinnu, fyrir utan að hafa
orðið þess valdandi að nákomnir
ættingjar standa á götunni.
Núna reyni ég auðvitað að horfa
fram á veginn, en ég get ekki gleymt
þessu. Ekki eina minútu. Við erum
líka í stöðugri baráttu. Baráttu við
að klóra okkur fram úr vandanum.
Maður byrjar nefnilega ekki á
neinu núlli eftir gjaldþrot, eins og
margir virðast halda. Það er svo af
og frá. Ég veit ekki um eitt einasta
tilfelli í samtökunum, þar sem fólk-
ið er ekki með fleiri milljónir á bak-
inu. Alltaf er eitthvað, sem situr eft-
ir af skuldum. Maður er búinn að
semja við einhverja, sem voru
manni góðir, og verður að standa
við ákveðnar skulbindingar. Yfir-
leitt eru upphæðirnar upp á margar
milljónir og maður fær engin lán
eða fyrirgreiðslu út af þessu.
Þetta eru hin erfiðustu mál og
lausn þeirra felst bara í vinnu og
aftur vinnu. En þá má heldur ekk-
ert bregðast. Ég má t.d. ekki til þess
hugsa ef ég eða maðurinn minn
myndum veikjast og þurfa að vera
frá vinnu. Við værum þar með búin
að vera! Hver einasti dagur er
mikilvægur fyrir fólk í okkar stöðu
og við verðum að sjálfsögðu að
spara alla hluti. Maður fer ekkert út
í búð og kaupir steik í matinn eða
neitt slíkt. Það kemur ekki til
greina. En við erum geysilega lán-
söm, þrátt fyrir allt. Við fengum
notalegt húsnæði, þó það sé að vísu
afskaplega þröngt vegna þess hve
mörg við erum í heimili. Og krakk-
arnir okkar hafa látið sér þetta
lynda. Þau sætta sig við þrenging-
arnar og taka þeim aðdáunarlega.
Það er ekkert verið að kvarta og
kveina og það hefur létt okkur
hjónunum lífsbaráttuna meira en
orð fá lýst.
VILDI EKKI VAKNA AD
MORGNI..
Það grípur mann mikið öryggis-
leysi, þegar maður fer frá því að
vera í tiltölulega góðum efnum og í
það að missa allar eigurnar. Það er
öryggisleysið, sem leggur mann í
rúmið og veldur því að maður getur
ekki samið, sótt um vinnu eða yfir-
leitt staðið beinn í baki. Og þessi
reynsla er sár.
Auðvitað er alltaf aðdragandi að
því að fólk verði gjaldþrota, en
maður er ávallt að berjast. Þegar
allt er komið í þrot gefst maður hins
vegar endanlega upp og þá er allt
búið. Maður gerir slíkt ekki bros-
andi. Eins og ég sagði fór maðurinn
minn á sjúkrahús og bæði gengum
við til sálfræðings. Við vildum gera
allt til að þetta bitnaði ekki á hjóna-
bandinu, því við höfðum ekkert
55
nema hvort annað. Við bárum þetta
ekki á torg, heldur vorum eiginlega
í felum.
Okkur Iangaði samt til að taka
þátt í lífinu, enda bæði kát og mikið
fyrir að blanda geði við annað fólk.
Það var þó nokkuð, sem við leyfð-
um okkur ekki. Við vorum hrædd
um að fólk færi að spyrja um
óþægilega hluti og einnig er erfitt
að hlusta á umræður um það, sem
maður hefur sjálfur fengið að
reyna. Hlusta á kunningja sína
segja frá „aumingjaskap" einhvers,
sem hafi „spilað rassinn úr buxun-
um“ og annað i þeim dúr. Við slíkar
setningar fáum við sting í magann
og verður hreinlega illt. Svo við er-
um áfram bara tvö ein með þetta
mál. Tölum einvörðungu um þetta
hvort við annað, án þess að aðrir
komi þar inn í.
Þetta breyttist að vísu svolítið,
þegar við eignuðumst stuðning í
samtökunum. Ég tók að mér að
hringja í fólk, sem boða átti á fund,
og það var bitur reynsla. Það var
bitur reynsla. Alveg hræðileg Iífs-
reynsla. Sumir grétu í símanum og
kona nokkur sagðist t.d. ekki vilja
vakna um morguninn. Það var ólýs-
anlegt að hlusta á þetta. En allir,
sem lenda í þessu, komast að lokum
í þrot. Sálin gefst upp. Og þá fer
maður að hugleiða sjálfsvíg. Ég
held, að við eigum það flestöll sam-
eiginlegt.
Eftir að ógæfan dynur yfir erum
við líka flest afskaplega auðsæran-
leg og viðkvæm. Margar einhleypar
konur lenda þess vegna í klónum á
alls konar lýð. Þær missa alla sjálfs-
virðingu og fyllast sjálfsfyrirlitn-
ingu, enda er ekki um að ræða
neina félagslega hjálp fyrir fólk í
þessari stöðu. Á endanum eru þess-
ar konur líka búnar að vera. Þær
eiga sér ekki viðreisnar von. Og þá
koma sjálfsvígin til sögunnar. Þær
sjá ekki fram úr vandanum og eng-
inn styður við bakið á þeim.
Á þessu stigi gera einstæðu kon-
urnar hvað sem er. Allt þeirra líf
hefur gjörbreyst, félagsleg staða
orðin önnur, heimilislífið stundum
orðið óbærilegt og þær stimplaðir
aumingjar. Þær eiga kannski ekki
einu sinni fyrir mjólkurpotti. Þess
vegna leiðast margar þeirra út i allt
mögulegt. Ég held, að svona hafi
verið ástatt fyrir mörgum konum,
sem lagst hafa til sunds niðri í ein-
hverri fjörunni og síðan ekki sög-
una meir. Og ég skil þær mjög vel!
Ég hugsaði þetta oft. Vildi ekki
þurfa að vakna að morgni..."
HEF VERIÐ KEYRÐUR NIDUR
AF LYFJUM
Næsti viðmælandi okkar var
karlmaður af Suðurnesjum. íbúð-
arhús hans var selt á uppboði fyrir
tíu dögum og líðan mannsins því að
vonum ekki upp á marga fiska.
„Síðastliðið hálft ár hefur verið
hrein martröð, enda hef ég eiginlega
verið uppdópaður allan þann tíma.
Ég hef verið keyrður niður af lyfj-
um. Ef það hefði ekki verið væri ég •
sjálfsagt kominn inn á Klepp eða
búinn að fremja einhvern glæp á
sjálfum mér eða öðrum.
Aðdragandinn hefur verið lang-
ur, en húsið var bara selt fyrir rúmri
viku, svo það er ekki allt komið í
ljós enn varðandi þetta mál. Maður
horfði smám saman á þetta hrynja.
Ég tala hins vegar ekkert um þetta
við fólk, því maður reynir að halda
55
55
svona nokkru leyndu eins og áfeng-
issýki og öðru, sem þykir ekki vera
fólki til framdráttar.
Auðvitað hefur maður snúið sér
til ýmissa aðila í von um aðstoð, en
það hefur ekki gert mikið gagn.
Lögfræðingur hjá einum ríkisbank-
anum sagði t.d. við mig: „Ég gef þér
engan frest. Okkur munar ekkert
um að kaupa fleiri íbúðir!" Það
varð nú ekki til þess að lyfta manni
upp, enda beinlínis sagt til að brjóta
fólk niður.“
ÞAÐ VARD ,,HREINSUN“ í
VINAHÓPNUM
Jónas Þór Jónsson kjötiðnaðar-
maður varð gjaldþrota fyrir nokkr-
um vikum. Um það leyti birtust við-
töl við hann í fjölmiðlum og var
hann því spurður hvort það hefði
verið meðvituð ákvörðun að fara
ekki í felur með stöðu mála.
„Þetta þróaðist nú þannig að ég
komst ekkert undan því að vera í
fjölmiðlum á þessum tíma. í raun
gerði það málið — á því stigi — enn
verra að vera þannig fyrir opnum
tjöldum. Þegar ég áttaði mig á því
að ekki varð aftur snúið tók ég
ákveðnastefnu, einsog éghef ávallt
gert á breytingatímum í lífi mínu.
Ég ákvað sem sagt að reyna að fara,
í gegnum þetta eins og maður. Láta
það t.d. ekki hafa áhrif á mig, þó ég
vissi að Pétur og Páll úti í bæ væru
að skemmta sér yfir óförum mín-
um.
Ég hef ekki þurft verulegan
stuðning frá ættingjum og vinum
út af þessu máli, enda hef ég ekki
verið mikið fyrir að bera mín
vandamál á borð annarra. Þetta
verður heldur aldrei umræðuefni
innan fjölskyldu minnar. Ég legg
það ekkert á fólkið. Halla mér frek-
ar að þessum nýstofnaða félags-
skap. Stærsta verkefni samtakanna
snertir líka eflaust þessa hluti. Þau
sameina fólkið og eru vettvangur
umræðu um þetta, þar sem fæstir
geta eflaust rætt málin mikið innan
fjölskyldunnar. En það þarf líka
mikinn kjark til að koma í þennan
félagsskap. Það hafa t.d. nokkrir
aðilar, sem ég þekki persónulega,
hringt í mig og verið að „hlera“.
Þeir þora ekki að koma í samtökin,
nema vita eitthvað um þau áður.
Sporin eru sem sagt þung, en þau
geta orðið léttari, þegar menn sam-
einast.
En þessi lífsreynsla hefur orðið til
þess að hreinsa hressilega til í því,
sem maður kallaði „vinahóp" hér
áður fyrr. Hann hefur grisjast mjög
rækilega.
Ég er farinn að vinna aftur af
fullum krafti. Það er nefnilega
langt síðan ég komst að því að vinn-
an heldur manni gangandi — sér-
staklega á erfiðleikatímabilum í líf-
inu. Það hefur enginn drepist af því
að vinna vel og mikið, svo ég ákvað
að láta gjaldþrotið hafa sem minnst
áhrif á mig hvað það varðar. Það er
bara dauðadómur að Ieggjast undir
sæng og draga upp fyrir haus. En
því er ekki að neita, að þetta tekur
á mann. Það er alveg á hreinu.“
ÞRJÁR FJÖLSKYLDUR FARA
í SVAÐIÐ MED OKKUR
Hjónin Anna Jakobsdóttir og
Ingvar Hjartarson urðu gjaldþrota
fyrir þremur árum „vegna þess að
við fórum eftir því, sem aðrir sögðu
okkur“, eins og þau segja. í samtali
við PRESSUNÁ sagði Anna m.a.
eftirfarandi:
„Þetta byrjaði allt árið 1983, þeg-
ar fjárhúshlaðan okkar á Stökkum
á Rauðasandi brann. Við byggðum
nýja hlöðu og komum ágætlega út
úr því dæmi, en síðan var okkur
sagt að við fengjum ekki lengur að
framleiða í gamla fjósinu okkar,
því það fullnægði ekki nauðsynleg-
um kröfum. Jörðin er mjög góð,
svo við spurðum þá aðila, sem áttu
að vita þetta, hvort það kæmi til að
kvóti yrði settur á Vestfirðina. Þau
svör, sem við fengum, voru öll á
þann veg að það yrði aldrei gert
sökum sérstöðu þessa svæðis. Við
hugsuðum málið í marga mánuði
og alltaf fengum við sömu svörin.
Okkur væri fullkomlega óhætt að
fara út í fjósbyggingu.
Loks réðumst við því í að byggja
stórt fjós, en nokkru eftir að það
var risið var okkur tilkynnt að við
mættum einungis framleiða 30 þús-
und lítra. Það var hins vegar bara
fjórðungur af því, sem við þurftum
að framleiða. Við urðum að fá 110
þúsund lítra til að fjósið stæði und-
ir sér.
Við fórum í landbúnaðarráðu-
neytið og báðum um leiðréttingu á
þessu, vegna þeirra fullyrðinga sem
við höfðum áður fengið frá þeim og
urðu þess valdandi að við réðumst í
bygginguna. Þetta streð stóð árin
1986 og 1987. Við vorum í stöðugu
sambandi við Sveinbjörn Dagfinns-
son ráðuneytisstjóra og Jón Helga-
son ráðherra, sem fundu ágæta
lausn á þessu dæmi. Þeir ætluðu að
láta Jarðakaupasjóð kaupa jörðina
og leigja okkur hana til 99 ára og
voru búriir að semja við kröfuhafa
um helmingslækkun á skuldinni.
Allir gengu að því, nema einn aðili.
Það var stofnlánadeildin. Og þess
vegna var þetta dregið til baka viku
áður en uppboðið fór fram!
Við stóðum því ráðalaus uppi og
gerum enn. Það síðasta,.sem gerst
hefur í málinu, er að við báðum um
að þær skuldir, sem ættingjar okk-
ar væru ábyrgðarmenn fyrir, yrðu
a.m.k. greiddar upp. Það tengjast
þessu þrjár aðrar fjölskyldur, vegna
ábyrgðar sem aðilar innan þeirra
gengust í fyrir okkur. Og þær fara
með okkur niður í svaðið, ef gengið
verður að okkur, því við eigum nátt-
úrulega ekki neitt, eftir að við
misstum jörðina. Við höfum sent
ráðuneytinu Iista yfir þessar upp-
hæðir og um daginn hringdi
tengdamóðir mín þangað til að
grennslast fyrir um þetta. Þá vorum
við nýbúin að vera fyrir sunnan, en
þau svör sem hún fékk voru mjög
ókurteis. Henni var sagt, að þetta
væri tóm vitleysa úr okkur. Þeir
hefðu aldrei ætlað sér að gera
nokkurn skapaðan hlut í málinu!
Við höfum leitað á náðir ýmissa
í þessu sambandi. T.d. Matthíasar
Bjarnasonar, Þorvaldar Garðars
Kristjánssonar, Einars Guðfinns-
sonar og margra fleiri. En það hef-
ur ekkert komið út úr því, svo útlit-
ið er svart.
VERST ÞEGAR RÖRNIN
VERDA VITNI AD ÖLLU
SAMAN
í fyrrahaust fórum við af jörð-
inni og fluttum á Tálknafjörð.
Maðurinn minn vinnur auðvitað
eins og þræll og sjálf vinn ég á dag-
heimili hálfan daginn og svo í fiski
frá klukkan eitt til sjö á kvöldin.
Við erum með tvö lítil börn, þriggja
og fjögurra ára, sem eru á leikskóla
allan daginn. Klukkan fimm sækir
barnapía þau og gætir þeirra þang-
að til ég kem úr vinnunni um sjö-
leytið.
Við erum í leiguhúsnæði, sem
Húsnæðismálastjórn á, en það var
boðið upp skömmu eftir að við
fluttum inn. Eftir það höfum við
staðið í bréfaskriftum í tilraun til að
fá það leigt áfram, en ekkert svar
hefur borist. Það ríkir því mikil
óvissa á heimilinu...
Við hjónin erum náttúrulega
orðin slypp og snauð og lítið meira
hægt að taka af okkur, en foreldrar
mannsins míns og fjölskyldur
tveggja systkina hans eiga líka yfir
höfði sér að missa allt sitt. Þetta
hefur þó ekki sett skugga á sam-
skipti okkar, þar sem tengdafólkið
hefur staðið eins og klettur með
okkur. Það veit jafnvel og við hvað
um er að ræða og hvaða þrauta-
ganga þetta hefur verið. Annað
ótengdara fólk finnst mér hins
vegar ekki hafa nokkurn skilning á
þessu. Við áttum t.d. töluvert erfitt
uppdráttar, þegar við fluttum hing-
að til Tálknafjarðar — a.m.k. hvað
varðar það, sem að mér snýr. Fólk
hérna virðist vera mjög lokað og
mér fannst það ekkert vilja tala við
svona manneskjur eins og okkur.
Þetta er kannski vitleysa, en mér
fannst þetta vera þannig... En ég
veit að þetta er af mörgum talinn
hreinn og beinn aumingjaskapur,
sem það er svo sannarlega ekki.
Heimsóknir lögfræðinganna
hafa samt verið það versta. Þeir
taka ekkert tillit til þess þó lítil börn
séu á staðnum, sem horfa upp á allt
saman. Maður veit ekkert hver rétt-
ur manns er gagnvart þessum aðil-
um, því hér úti á landi eru engir ráð-
gjafar, sem hægt er að leita til. Slíka
aðstoð þarf að sækja suður og fólk,
sem stendur í svona hlutum, hefur
ekki peninga í það.“ ■
Sonur minn missti
íbúðina sína vegna
gjaldþrotsins hjá
mér