Pressan - 10.11.1988, Side 9

Pressan - 10.11.1988, Side 9
Fimmtudagur 10. nóvember 1988' Sala togaranna í Keflavík 9 r Kvóti Keflavikurtogaranna, tVðalvikur og Bergvíkur, eykst um 1.200 tonn þegar þeir fara til Sauðárkróks. Hafa haldið uppj atvinnu fyrir 100 manns, sem ef til vill munu mæla göturnar þar sem atvinnuástandið í fiskvinnslu á Suðurnesjum er afar bágborið um þessaryuindir. Sala tveggja Keflavíkurtogara þyðir atvinnuleysi 100 manns. Sambandið sleppur úr rekstrarkreppu í Keflavik. Losnar við taprekstur og kemur fótunum undir Hraðfrystihús Keflavíkur. Byggðasjónarmiðin látin róa. Fór Byggðastofnun út fyrir sinn verkahring? Forsætisráðherra í klemmu. Samvinnuhreyfingin er að víxla togurum milli lands- hluta um þessar mundir. Tveir togarar úr Keflavík, Aðal- vík og Bergvík, fara til Sauðárkróks en í stað þeirra kemur einn togari, Drangey. Um leið og þetta gerist afgreiðir Byggðastofnun lán til Skagfirðinga upp á 35 milljónir króna og veitir þar með samvinnuhreyfingunni peningalán til að færa skip og kvóta milli fyrirtækja innan hennar. Neitar á sama tíma að samþykkja eindregin tilmæli þingmanna Reykjanes- kjördæmis um að fresta málinu og neitar algerlega að lána Eldey, útgerðarfélagi Suðurnesja, fé til að kaupa annan togarann til að halda honum og þar með kvóta hans á Suðurnesjum. Á síðustu 4 árum hafa 17.000 tonn af kvóta verið seld burt af Suðurnesjunum og þegar allt er meðtalið lætur nærri að aflaverðmæti upp úr sjó fyrir EINN MILLJARÐ hafi horfið á sama tíma. BAKGRUNNUR Fyrir tveimur árum, um það leyti er Alþýðuflokkurinn í Keflavík tók þar völdin eftir frækilegan kosn- ingasigur þar sem flokkurinn náði hreinum meirihluta, var samþykkt af hálfu bæjaryfirvalda að taka þátt í hlutafjáraukningu í Hrað- frystihúsi Keflavíkur. Alþýðuflokk- urinn hafði haft það á stefnuskrá sinni fyrir bæjar- og sveitarstjórn- arkosningar að standa þyrfti betur að baki sjávarútvegnum en gert hafði verið. Alþýðuflokkurinn var ekki fyrr sestur við stjórnvölinn en forráðamenn Hraðfrystihússins leituðu eftir því að flokkurinn stæði við orð sín. í framhaldi af þessu var hlutafé fyrirtækisins aukið um 85 milljón- ir. Keflavíkurbær lagði fram tæp- lega fjórðung þess fjár, 20 milljón- ir. Hugmyndir bæjarstjórnar- manna voru þá fyrst og fremst að styðja við fyrirtækið þannig að það héldist gangandi og aflaverðmætið héldist innan bæjarfélagsins. SÍS lagði fram 60 milljónir. Kaupfélag Keflavíkur lagði síðan fram afgang- inn, eða 5 milljónir. Um leið varð Landsbanki íslands við þeim til- mælum að skuldbreyta skamm- tímalánum í langtímalán. Þetta var árið 1986 þegar bullandi góðæri ríkti í landinu, verð á afurðum er- lendis var hátt og allt benti til að blómleg tíð væri framundan í ís- lenskum sjávarútvegi. Góðærið varði hinsvegar ekki lengi. Eins og öllum er kunnugt lauk því snarlega án þess að menn hefðu lagt fyrir nokkuð af því sem aflaðist á þeim tíma og skyndilega fóru fyrirtæki að tapa og tapa. Verð á sjávarafurðum féll á erlendum mörkuðum. Hraðfrystihús Kefla- víkur tapaði miklu fé og þrátt fyrir þá gríðarlegu hlutafjáraukningu og ► EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.