Pressan


Pressan - 10.11.1988, Qupperneq 11

Pressan - 10.11.1988, Qupperneq 11
Fimmtudagur 10. nóvember 1988 11 PRESSU í^íotendur gervitunglasjón- varps fá vænan viðbótarskammt á næstunni þegar ASTRA-sjónvarps- tunglinu verður skotið upp í byrjun desember. Á hnettinum verða fyrst í stað 16 nýjar sjónvarpsrásir sem allar munu nást hér á landi. Þarna verða nokkrar rásir fjölmiðlarisans Ruperts Murdock, sérstök íþrótta- rás, skemmtiþáttarás, kvikmynda- rás o.s.frv. Að vísu munu einhverjar stöðvar senda út ruglaða dagskrá, en diskaeigendur sjá auðveldlega við því. Það er nefnilega hægur vandi að verða sér úti um afruglara á Bretlandi, eins og gert hefur verið til að ná sendingum frá ECS 1- hnettinum, sem íslenskir diskaeig- endur hafa notfært sér undanfarin tvö ár. Margir munu t.a.m. vera nreð afruglara vegna sjónvarps- sendinga frá Filmnet, en nú munu rétthafar hafa fengið lögfræðing til að vinna að því að finna ólöglega afruglara á þá stöð og hefur hann sent diskaeigendum bréf þar sem hann varar við þessari ólöglegu af- ruglun. Það þykir hins vegar með öllu óvíst hvort frekar verður hægt að sporna við ólöglegri horfun á gervitunglasjónvarp og sífellt eykst magnið, því með tilkomu ASTRA gefst íslendingum kostur á að sjá a.m.k. 25 sjónvarpsrásir beint „úr útlenskum ómenningarruslakist- um“, eins og Sverrir Hermannsson orðaði það einhverju sinni í menntamálaráðherratíð sinni... | — ing Alþýóusambands Aust- urlands verður haldið um helgina. Áður hefur verið vikið að því í PRESSU-molum að nýr formaður kunni að taka við á þinginu. Sig- finnur Karlsson í Neskaupstað hefur enn ekki gefið út afgerandi yfirlýsingu unt að hann muni AFSLATTUR RÝMING ARSAL A!! Viö eigum nokkra MAZDA 626 árgerö 1988, sem viö seljum í dag og næstu daga meö VERULEGUM AFSLÆTTI: Fullt verö VERÐ NÚ Þú sparar 2 stk. 4 dyra LX 1.8 L 5 gíra/vökvast. 826.000 710.000 116.000 5 stk. 4 dyra GLX 2.0 L sjálfsk./vökvast. 956.000 844.000 112.000 3 stk. 5 dyra LX 1.8 L 5 gíra/vökvast. 845.000 725.000 120.000 5 stk. 5 dyra LX 1.8 L sjálfsk./vökvast. 903.000 773.000 130.000 5 stk. 5 dyra GLX 2.0 L sjálfsk./vökvast. 989.000 852.000 137.000 2 stk. 5 dyra GLX 2.0 L sjálfsk./vökvast. m/álfelgum og sóllúgu 1.088.000 945.000 143.000 1 stk. 5 dyra GTi 2.0 L 16v 5 gíra/vökvast. m/álfelgum og sóllúgu 1.134.000 968.000 168.000 2 stk. 2 d. Coupe GLX 2.0 L sjálfsk./vökvast. 959.000 839.000 120.000 - 1 stk. 2 d. Coupe GLX 2.0 L sjálfsk./vökvast. m/sóllúgu 999.000 870.000 129.000 3 stk. 2 d. Coupe GTi 2.0 L 16v 5 gíra/vökvast. m/álfelgum og vindskeiöum 1.100.000 954.000 146.000 1 sTk. 2 d. Coupe GTi 2.0 L 16v 5 gíra/vökvast. m/álfelgum, vindskeiö og sóllúgu 1.170.000 998.000 172.000 Þetta eru án efa bestu bílakaup ársins. Tryggið ykkur því bíl strax!! " OPIÐ LAUGARDAG FRÁ KL. 10-5. BILABORG H.F. FOSSHÁLSI 1.SÍMI6812 99 hætta, en ef svo fer er talið líklegast að Sigurður Ingvarsson, sérfræð- ingur ASA í bónusmálum, verði kjörinn. Sigurður er varaformaður Árvakurs á Eskifirði, en Hrafnkel! A. Jónsson er sem kunnugt er for- maður. Hrafnkell er varaþingmað- ur Sjálfstæðisflokksins og situr nú á þingi. Hann er sagður ætla að dvelja í Reykjavík á meðan þing sambandsins fer fram... Þ ingmenn geta stundum haft húmor eins og annað fólk. Jón Sæmundur Sigurjónsson krati er sagður einn þeirra sem leyna á sér. Hann á til að umskíra hlutina og er m.a. eignuð ný nafngift á þing- flokki Sjálfstæðisflokksins. Sá virðulegi þingflokkur mun í hópi ýmissa þingmanna vera kallaður „Hornaflokkurinn". Skýringin er sú að Þorstcinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, situr alltaf úti i horni í þingsalnum. Eins þykja aðrir félagar Þorsteins í þing- flokknum vera svolítið mikið úti í horni, eða liafa sig lítið í framnri á þinginu. „Hornaflokkurinn" skal hann því heita... Cfl ^MNðallundur Rótar ht. verður haldinn í lok þessa ntánaðar. Líkt og hjá öðrunt alvörufyrirtækjum er reksturinn erfiður þessa dagana og kentur nt.a. i lilut aðalfundar að taka á vandanum. Rótin skuldar um 3 milljónir króna, sem er nokk- urn veginn sá kostnaður sent lagt var upp með. Þegar hefur verið gripið til samdráttaraðgerða svo sem styttingar dagskrár. Útsend- ingar hefjast nú ekki fyrr en eftir hádegi og stöðugildum liefur verið fækkað niður í tvö og hálft. Mikið frjálsræði hefur ríkt hjá Rót fram að þessu, svo mikið að sumir vilja kalla anarkisma. Á aðalfundinum nrun m.a. verða tekið á þessu meinta meini Rótarinnar... lestir kannast við fréttaritarann kjarnyrta Kristin R. Ólafsson í Madrid. Hann hefur nú þýtt bók eftir einn virtasta rithöfund Spán- ar, Sela, og verður hún gefin út fyrir jólin af bókaútgáfunni Vöku- Helgafelli... L ■ Mið blómlega leikhúslíf á ís- landi hlýtur að nálgast heimsmet miðað við títtnefnda höfðatölu. Nú hefur Bandalag íslenskra leikfélaga ákveðið að helga næstkomandi laugardag, þann 12. nóvember, áhugaleiklistinni um land allt. Til- gangurinn er m.a. sá að efla innra starf leikfélaganna og kynna starf- semi þeirra. Félögin munu vekja athygli á starfsemi sinni með ýmsu móti þennan dag. Ungmennafélag- ið íslendingur í Borgarfirði frum- sýnir t.d. leikritið „Um hið skyndi- lega, átakanlega og dularfulla hvarf brúðhjónanna...“, sem Hákon Waage leikstýrir. Og í Reykjavik standa Grínleikhúsið og Hugleikur fyrir kaffisölu með óvæntum uppá- komum á Galdra-Loftinu, Hafnar- stræti 9... að verður sífellt meira áber- andi að ísland er að nálgast nafla alheimsins. Erlendir stórfjölmiðlar hafa ekki einungis áhuga á okkur í tengslum við leiðtogafundi, kven- forseta, eldgos, hvali eða kvenna- lista. Núna hafa reykvískir hundar komið okkur í heimspressuna, því stórblaðið International Herald Tribune greindi í frétt fyrir skömmu frá þeim gagnmerku kosningum sem haldnar voru í höfuðstað landsins um áframhaldandi dvalar- leyfi þeirra innan borgarmarkanna. Island er því að færast inn á kortið, nema þetta sé dæmi um svona voðalega gúrku hjá þeim þarna úti...

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.