Pressan - 10.11.1988, Side 12
12
Fimmtudagur 10. nóvember 1988
!JÁ ALÞJÓÐLEGU STÓRFYRIRTÆKI
Ólafur Jóhann styðst við reynslu sína
sem framkvcemdastjóri hjá japanska
stórfyrirtœkinu SONY í fyrstu skáld-
sögu sinni. Yfirmenn fyrirtækisins
eru sagðir óhressir meðýmsar lýsing-
ar hans og íhuga að stöðva útgáfu
hennar með lögbanni.
„Ég hef lítið heyrt um
þetta og trúi ekki öðru en
bókin komi út.“
í lok næstu viku er væntanleg á markað fyrsta skáld-
saga Ólafs Jóhanns Ólafssonar rithöfundar, sem eins og
mörgum er kunnugt starfar einnig sem framkvæmda-
stjóri hjá SONY-stórfyrirtækinu í Bandaríkjunum.
Bókin, sem ber heitið Markaðstorg guðanna, kemur út
hjá Vöku/Helgafelli ef allt gengur að óskum. Þær
fregnir hafa nefnilega borist frá höfuðstöðvum SONY
í Bandaríkjunum að háttsettir ráðamenn þessa alþjóð-
lega risa íhugi að setja lögbann á bókina vegna þess að
hún afhjúpi, að þeirra mati, ýmis innri mál fyrirtækis-
ins.
Þá hefur sú saga einnig borist að
vestan að Ólafur Jóhann taki
ákveðna áhættu með því að gefa
þessa bók út og geti búist við að
verða sagt upp hjá fyrirtækinu.
PRESSAN hefur ekki fengið
þetta staðfest en við bárum þessi
mál undir Ólaf Jóhann og útgef-
anda hans, Ólaf Ragnarsson hjá
Vöku/Helgafelli.
Ólafur Jóhann Ólafsson starfar
sem framkvæmdastjóri nýjunga-
sviðs hjá japanska stórfyrirtækinu
SONY í Bandaríkjunum. Hann býr
í San Francisco en hefur einnig
skrifstofu hjá SONY í New York.
Þrátt fyrir að vera aðeins á þrí-
tugsaldri hefur Ólafur Jóhann
komist undralangt í viðskiptalífinu
i Bandaríkjunum og sem háttsettur
yfirmaður í þessu alþjóðlega fyrir-
tæki þarf hann að vera á sífelldum
ferðalögum á milli heimsálfa á ráð-
stefnur og fundi. Þess á milli stund-
ar hann ritstörf og kom fyrsta bók
hans út fyrir tveimur árum. Voru
það smásögurnar Níu lyklar, sem
hlutu góða dóma og þóttu benda til
að á ferðinni væri upprennandi rit-
höfundur. Þess má geta að Ólafur
Jóhann er sonur Ölafs Jóhanns
Sigurðssonar rithöfundar, sem Iést
fyrir skömmii.
í skáldsögunni Markaðstorgi
guðanna byggir Ólafur Jóhann
mikið á reynslu sinni af alþjóðlegu
viðskiptalífi en bókin spannar vítt
svið og gerist jöfnum höndum á ís-
landi, í Bandaríkjunum og Japan. í
kynningu bókaforlagsins segir að
hún fjalli um nútímamanninn i
firrtum heimi, freistingarnar sem á
vegi hans verða og stöðugt endur-
mat hans á stöðu sinni.
Til stendur að gefa bókina einnig
út erlendis og eins og fram kemur í
viðtalinu við Ólaf Ragnarsson
bókaútgefanda hafa þeir þegar haf-
ist handa við þann undirbúning.
Gefur augaleið að alþjóðlegt við-
fangsefni og lýsingar úr nútíma við-
skiptaiífi Olafs Jóhanns eiga að
geta fallið framagjörnum lesendum
vel í geð. Bókin er sögð bæði spenn-
andi aflestrar og vandað bók-
menntaverk.
,,V0NA AÐ ÞAÐ VERÐI
EKKERT VESEN,“
segir Ólafur Jóhann
Ólafsson, rithöfundur og
framkvæmdastjóri
nýjungasviðs SONY í
Bandaríkjunum.
Ólafur Jóhann segisl lítið vilja
gefa út á sögur um að SONY vilji
korna í vegfyrir útgáfu bókarinnar.
„Það erþó nokkuð fjallað umýmsa
atburði í viðskiptalífi hérna í bók-
inni þó það sé skýrt tekið fram í
upphafi hennar að þetta sé skáld-
verk, “sagðihannþegar PRESSAN
hringdi til hans þar sem hann var
staddur í New York.
„Ég vil voða lítið segja um þessar
sögur, “ segir hann aðspurður um
hvort SONY vilji fetta fingur út í
útgáfu bókarinnar. „Ég œtia bara
að vona að það verði ekkert vesen
með þetta, því það er skýrt tekið
fram að þetta séskáldverk. Þetta er
skáldverk þó maður styðjist náttúr-
lega við umhverfi og veðurfar og
fótgöngulag manna o§ annað sem
maður hefur kynnst. Eg hef annars
mjög lítið heyrt um þetta og trúi
ekki öðru en bókin komi út síðar í
mánuðinum. Ég er bjartsýnismað-
ur, “ segir hann.
Ólafur Jóhann segir að þegar sé
byrjað að vinna að undirbúningi út-
komu bókarinnar erlendis en segir
alltof snemmt að ræða um það á
þessu stigi.
Hann segist ætla að koma til ís-
lands i lok mánaðarins vegna út-
komu bókarinnar. Hann er búsett-
ur skammt fyrir utan San Francisco
en hefur skrifstofu bæði í New York
og San Francisco og ferðast viku-
lega á milli.
„Maður er við skriftir á kvöldin
og næturnar og eitthvað punktar
maður líka hjá sér á ferðalögum,
því fyrir þann sem skrifar er þetta
líf eins og að fara á sjó og fiska. Það
er því ágætt að nota tímann á ferða-
lögum til að þenkja og hugleiða. Ég
ætla að lofa þessari bók að komast
út áður en ég fer samt af alvöru að
hugleiða næstu bók. Upp úr ára-
mótunum fer maður svo að punkta
eitthvað hjá sér aftur,“ segir Ólaf-
ur.
„EKKI ÁSTÆÐA FYRIR
SONY AÐ STÖÐVA
BÓKINA,“
segir Ólafur Ragnarsson
hjá bókaforlaginu
Vöku/Helgafelli.
„Ég vona að þetta reynist aðeins
vera einhverjar sögusagnir og tel
ekki nokkra ástœðu til að SONY
fari að blanda sér í útgáfu þessarar
bókar. Fyrst og fremst vegna þess
að þetta er skáldsaga og persónur í
henni eiga sér ekki neina stoð í
veruleikanum. Þetta er tekið skýrt
fram fremst í bókinni, “ segir
Ólafur Ragnarsson bókaútgefandi í
samtali við PRESSUNA.
„Þessi bók er alls ekki lýsing á
starfsháttum þessa tiltekna fyrir-
tækis þrátt fyrir að aðalpersónan
vinni hjá japönsku stórfyrirtæki í
Bandaríkjunum. Bókin spannar
miklu víðara svið og er fyrst og síð-
ast um nútímamanninn í víðu sam-
hengi og gerist hér á landi, í Japan
og í Bandaríkjunum. Inn í þennan
söguþráð fléttast allt mögulegt og
ég held að það megi alls ekki tengja
hana neinu einu fyrirtæki eða
ákveðnum aðila, hún er miklu víð-
feðmari en svo.“
Ólafur segir að í þessari bók tak-
ist Ólafi Jóhanni að búa til spenn-
andi söguþráð í bók sem um leið sé
bókmenntaverk. „Ýmsir höfundar
erlendis hafa verið að reyna að ná til
mikils fjölda lesenda án þess þó að
slaka á bókmenntalegum gæðum.
Þetta tekst Ólafi og það hefur vakið
athygli þeirra sem hafa gefið okkur
umsagnir um bókina,“ segir hann.
Ólafur vill lítið segja um útgáfu
bókarinnar erlendis en kveðst þó
eiga von á að af því verði. „Við höf-
um orðið varir við áhuga fyrir
henni erlendis, m.a. í tengslum við
kynningu á bókasýningunni í
Frankfurt. Þessi bók ætti ekki síður
að höfða til nútímafólks annars
staðar á hnettinum en á íslandi og
að mínu mati er þetta ein albesta
skáldsaga sem komið hefur út hér á
landi á síðustu árum og höfundur-
inn maður framtíðarinnar í þessari
grein,“ segir Ólafur.
„Hvað varðar sögusagnir um að
SONY íhugi að stöðva bókina held
ég að slíkt verði aldrei að raunveru-
leika. Það er auðvitað óvenjulegt að
svo háttsettur starfsmaður í svona
stórfyrirtæki fari að skrifa skáld-
sögu en mér finnst þessar sögusagn-
ir mjög furðulegar og trúi því ekki
að SONY ætli að koma í veg fyrir
útgáfu bókarinnar,“ segir hann.