Pressan - 10.11.1988, Side 15

Pressan - 10.11.1988, Side 15
Fimmtudagur 10. nóvember 1988 15 spáin í þessari viku: vikuna 13. október — 19. nóvember (21. nwrs — 20. upril) Þér finnst þú ekki alveg i toppformi þessa dagana. Þaö er þó engin ástæöa til aö hafaof stóraráhyggjur þvi með tim- anum kemstu yfir þetta. Mörg vandamál munu einfaldlega leysast af sjálfu sér. Þreytan sem þér þykir hafa sest aó I skrokknum á þér mun hverfaog þú fyllist orku til nýrra verka. Þessi vika sýnist gæfurik fyrir þá sem hafa hugsaö sér aó stofnaheimili og rómantíkin liggur i loft- inu, sérstaklega i endann á vikunni. (21. apríl — 20. mai) Þú getur horft fram á veg með eftir- vaentingu, því mjög óvæntir atburðir eru i þann mund að gerast. Rómantikin þlómstrar. Hafirðu innilegan áhuga er góður möguleiki á að þú komist i ferða- lag. Gættu hinsvegar þess að allur undir- búningur sé rækilegur og grundaður til hins ýtrasta. » <21. nwí— 21. jiiní) Ekki leggja á herðar þinar of þungar þyrðar um þessarmundir. Þaðgetur kpm- ið sér illaþegar til lengri timaer litið. í til- finningalifinu ættirðu að öðlast nýjan kraft og aukið andríki sem gerir að verk- um að þú getur framkvæmt áætlanir þínar. Stuttur kunningsskapur við ákveðnamanneskju getur farið að skipta meiramáli en þú sást fyrir. 'r<22. jitní — 22. jiili) Þetta verður annasöm vika og i miðju annrikinu munu liklegast alls kyns smá- atriði fara óskaplega i taugarnar á þér. Eitthvað sem þú hefur varla hugsaó um áður. Reyndu að gleyma þessum smá- atrióum og einbeita þér þess i stað að vinnunni. Gerirðu það muntu uppskera, en kannski ekki alveg á þann hátt sem þú hefur gert þér í hugarlund. Mestu máli skiptir um þessar mundir að slappa af og hvilast, þvi í nánustu framtíð verða gerðar til þin mikiar kröfur sem munu reyna mjög ádugnað þinn og úthald. Gættu þin að vanmeta ekki ákveðið verkefni sem þér verður falið fljótlega. Þettaverkefni geturskipt sköp- um fyrir fjárhagsmál þín. <#£ . (23. ágúsl — 23. sepl.) Láttu hverskyns róg sem vind um eyru þjóta en taktu þess í stað ákvarðanir út frá eigin sannfæringu og þekkingu — ef ekki getur vikan orðið stormasöm með tilliti til skoðanaágreinings við náinn vin. Gerðu allar framtiðaráætlanir af mikilli vandvirkni þannig að þú getir sem best tryggt þig gegn óvæntum fyrirbærum. Dísa (f. 1.3.29) 1. APPOLLÓLÍNAN: Þetta er mikil tilfinningakona og hún er alllistræn. Það er eins og möguleikar hennar í lífinu hafi fyrir alvöru fariö að myndast eftir 35 ára aldur. Þessvegnageturveriðað hún sé gæfusamari sem miðaldra og eldri kona en á sinum yngri árum. '(24. sepl. — 23. ukl.) Samband þitt við manneskju sem hef- ur verið, og er, þér nákomin mun breytast þar sem þú verður fyrir vonbrigðum með hana. Þetta mun valda þér miklu hugar- angri. Mundu samt aömest af þvi sem áf- laga fór má gera gott aftur ef þú reynir að skilja og fyrirgefa. ' (24. okt. — 22. nóv.) Sem stendurer rétti timinn til aö segja við ákveðna manneskju, sem þú hefur mikinn áhuga á, það sem þig hefur lengi langað að færa i tal. Vertu ekki hræddur við að láta til skarar skriða þvi þér verður tekið af fuilum skilningi. Margt bendirtil að þú sért á leiöinni inn i gott timabil og lánsamt og það mun á margan hátt setja mark sitt á tilveru þína. /23. nóv. — 21. des.) Þig hefur lengi þyrst i tilbreytingu og nú litur út fyrir að hún sé á leiðinni. Það kemur i Ijós hvort þú geturvirkilegastað- iðáeigin fótum. Manneskjasem þú hittir af tilviljun mun leiða þig á nokkrar villi- götur. (22. des. — 20. jumiur) Skoðun þin á ákveðnu máli gengur þvert á skoðun meirihluta þess fólks sem þú þekkir. Láttu þaó ekki hafa áhrif. Haltu fast vió þitt. Ef ekki þá muntu tapa virðingu annarra og sjálfstrausti þinu. Nokkrar breytingar i einkalífinu eru óumflýjanlegar, en þaö sjálfstraust sem skapast vegna þessara breytinga mun verða þér og þinu lifi til góðs. Ut Jí f*t(21. junúur — 19. febrúur) Sjóndeildarhringurinn er fullur með óvænta atburói. Gættu þess að auka- atriði hafi ekki of mikil áhrif, einbeittu þér að aðalatriöunum — það er ákaflega mikilvægt að nýta tímann vel. Þú ættir ekki að leggja um of trúnað á slúðursög- ur og skalt alls ekki segja neinum þær sem þú heyrir. (20. febriiur — 20. inurs) Starf þitt krefst einmitt um þessar mundir mikillar einbeitni og nákvæmni. Þessvegnaermjögóheppilegt að tilfinn- ingaflækjur blandist þar inn í þar sem þær geta virkað lamandi á starfsorkuna. Hinsvegar er möguleiki á skjótri lausn vandamála. pressupennar Skóla-hvað? Til hvers eru skólar? Er einhver sem getur svarað þessari spurningu einn, tveir og þrír og veit nákvæm- lega til hvers hann ætlast af skólan- um? Ekki ég í það minnsta, en mig langar hins vegar að velta þessu máli aðeins fyrir mér. í grunnskólalögunum (sem við tókum að sjálfsögðu upp frá vel- ferðarríkjum hinna Norðurland- anna þegar þau voru að gefast upp á þessu kerfi) stendur að hver og einn eigi að fá kennslu við sitt hæfi? Hvað þýðir það í raun? Er því framfylgt í íslenska grunn- skólanum og þá á hvern hátt? Lítum ögn nánar á það. Nemandi hefur skólagöngu sex ára (stundum fimm því sum börn eru „greindari“ en önnur og þeim er flýtt eins og það nú heitir og margir vilja heldur flokka undir metnað foreldra en hæfni barnsins) og þessari skóla- skyldu lýkur á 16. aldursári. En hvað gerist á þessum tíma? Flestir færast bekkjardeild úr bekkjardeild eftir því sem árin líða, en hvað hafa þeir numið, hverjar eru kröfurnar? Þurfa nemendur að standast einhverjar lágmarkskröfur t.d. í Iestri og stærðfræði til að fær- ast úr einni bekkjardeild í aðra? Hafa nemendur fengið kennslu við sitt hæfi? Nei, enda er það ómögu- legt, í það minnsta þar sem hóp- kennsla er og fjöldi nemenda á bil- inu 20—27 og eins ólíkir námslega og félagslega og þeir eru margir. Hvernig gengur þetta þá fyrir sig? Ójú, nemendur færast á milli bekkjardeilda ár frá ári, óháð því hvort þeir hafa náð tökum á því sem til var ætlast, en til hvers var þá ætl- ast, spyr einhver? Ég set þá lág- markskröfu að nemandi t.d. í 11 ára bekk hafi náð tökum á Iestri, kunni að lesa og skilji þann texta sem hann les. Hvernig á sá hinn sami að geta íesið, skilið og numið íslands- sögu, náttúrufræði og nýja tungu- málið dönskuna ef hann getur ekki skilið og lesið móðurmál sitt? Hvað er námsmat og í hverju felst það, hvaða gildi hefur námsmatið? Er námsmat samræmt innan skól- ans þar sem fleiri en einn kennari kennir í bekkjardeild? Veit það ein- hver? Nei, gott fólk, þessu getur enginn svarað og vill sjálfsagt eng- inn svara og hvers vegna ekki? Jú, vegna þess að við firrum okkur öll ábyrgð, ábyrgðarleysið er ríkjandi í skólakerfinu eins og alls staðar annars staðar í þessu þjóðfélagi. Og við vitum það líka öll að ef vandinn er fyrir hendi á ekki að taka á hon- um, það er lenska í íslensku sam- félagi. Við veltum boltanum á undan okkur endalaust af því að það er sársaukafullt fyrir einhvern ef á er tekið. Er skólakerfið þá vandamál? Já, svara ég hiklaust, vegna þess að það setur engar kröfur um kunn- áttu fyrr en við lok grunnskólans og ætlast þar með til að allir séu eins þrátt fyrir öll fögru orðin um kennslu o.s.frv. við allra hæfi. Nú segir einhver: Þetta er ekki rétt, við erum með sérkennslu fyrir marga nemendur. Þá spyr ég hvers konar sérkennslu, fyrir hvern er sér- kennslan í grunnskólanum? Er hún til að laða fram hæfileika þeirra sem hennar njóta eða er hún til að halda áfram að troða námsefni í nemendur sem ekki geta numið þetta sama námsefni í almennri bekkjardeild? Ójá, í flestum tilvik- ufn er það svo og kannski ekkert nema gott um það að segja, en hef- ur þetta skilað árangri, hefur nem- endum tekist að nema námsefni á þennan hátt? Er þetta tímabundið eða heldur nemandi áfram ár frá ári í slíkri sérkennslu án árangurs, en færist samt sjálfkrafa áfram milli bekkjardeilda? Af hverju er ekki hægt að horfast í augu við þá staðreynd að bóklegt nám, hversu auðvelt sem öðrum kann að finnast það, er sumum nemendum ofviða? Því þrátt fyrir aukna sérkennslu frá ári tii árs held- ur nemandi áfram upp allan grunn- skólann án þess að geta Iesið texta og skilið hann, sem er þó grunnur- inn að öllu öðru bóklegu námi. Hverjum er greiði gerður með slíku fyrirkomulagi, nemendum, foreldr- um, kennurum, þjóðfélaginu, ég bara spyr? Segir þetta okkur þá sögu um námsferil nemandans að hann hafi fengið kennslu við sitt hæfi? Nei, en hvað er til ráða? Ég tel að skólakerf- ið verði að endurskoða og það sem fyrst áður en allt er komið í óefni. Eg veit vel að þetta er viðkvæmt mál fyrir marga, en það er engum greiði gerður með því að byggja upp falsvonir og fyrir hvern eru þær? Ég held að skólakerfið verði að setja kröfu um lágmarkskunnáttu í bóklegum greinum og efla sam- hliða verkmenntun innan grunn- lófalestur 2. TILFINNINGALÍNAN: Þetta er listhneigð kona, þó hún sé kannski ekki beinlinis listræn eða listakona. Hún erskyldurækin í öllum framkvæmdum, starfi og stefnu. Konan er líka með hlýtt hjarta, en þarf hins vegar oft að láta skynsemina ráða tilfinningamálum sinum. Með árunum dregst hún meira inn I sjálfa sig. Jafnvel gæti hún þá fariö að þroska áhugamál, sem tengjast ef til vill skriftum. Konan hefur þurft að fórna sér mikið fyrir aðra, en hún hefur mikið hugrekki og úthald. 3. SATÚRNUSARLÍNAN: Þessi kona gæti verið mjög trú- hneigð, en henni hættir við öfgum eins og að vera of föst fyrir í trú- málum eða skoðunum almennt. Hún erlikamikil skapkonaog getur verið ákveðin. FÆÐINGARDAGURINN: Þetta er kona, sem hefur þurft aö sigla á milli skers og báru í lifinu. Helst hefur hún þó viljað fara með friði. 4. LÍFSLÍNAN: Það eru líkur til þess að konan hafi skilið eða orðið ekkja og það hafa orðið miklar breytingar í lífi hennar á bilinu frá fimmtugu og til svona 61 árs aldurs. Þegar líða fer á ævi konunnar er ekki ótrúlegt að hún helli sér út ! félagsmál eða eitthvert starf tengt opinberum aðilum. skólans til að mæta þörfum þeirra sem ekki geta numið hið bóklega og þeirra sem slíka menntun kjósa frekar. Nú hugsar einhver: Hún er hlynnt röðun þessi, hún vill flokk- unina „góðir“, „sæmilegir“, „slakir". Þvi svara ég játandi, því ég tel það einu raunhæfu leiðina. Ég trúi því líka að á þann hátt og að því tilskildu að verkmenntun verði aukin búum við til manneskjulegri skóla. Ég hef aldrei verið hlynnt því að kennt sé á miðlungsplani og þar fyrir neðan þegar í hópnum eru nemendur á hæfnisbilinu frá A—Ö, svo dæmi sé tekið. Þeir sem eru hæfir til að tileinka sér námsefnið hafa nefnilega hingað til setið á hakanum í skólakerfinu, þeim hefur verið haldið niðri og á sömu ferð og hinum sem seinni eru til. Þeir pluma sig eins og það nú heitir, hinir ekki, þess vegna er áherslan á þá. Er það sanngjarnt? Ef svo er, gagnvart hverjum, hinum sem seinni eru? Fá þá þeir sem auðvelt eiga með að tileinka sér námsefnið kennslu við hæfi? Svari nú hver fyrir sig. Og hvað hefur slíkt kerfi sem okkar í för með sér? Það þýðir aukna sérkennslu úr grunnskóla yfir í framhaldsskólana og síðan ef til vill áfram, hversu hlálegt sem það kann nú að virðast. Þetta hefur með öðrum orðum í för með sér rústun íslensks skólakerfis og al- mennrar menntunar í þessu landi og ef til vill það sem sumir geta ekki liðið — fjölgun einkaskóla sem gera kröfur um lágmarkskunnáttu og áttið ykkur á því að fjöldi for- eldra er tilbúinn að greiða fyrir slíka þjónustu. Og hvar standa þá ríkis- reknir skólar?

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.