Pressan - 10.11.1988, Síða 18

Pressan - 10.11.1988, Síða 18
18 Fimmtudagur 10. nóvember 1988 sjúkdómar og fólk Bólgna táin hans Kára OTTAR GUÐMUNDSSON LÆKNIR Hressilegur en haltur Hann haltraði inn á stofuna til mín einn eftirmiðdag um vor. Á listanum mínum stóð, að hann héti Kári B. og væri 65 ára gamall. Kári B. hafði aldrei komið til mín áður og samkvæmt sjúkraskránni kom hann sjaldan til lækna stöðvarinn- ar. Hann hafði komið nokkrum ár- um áður vegna slæmsku og sýking- ar í olnboga en annars stóð næsta fátt um Kára í skránum. Kári var liðlega byggður, grannholda og kvikur í hreyfingum, hressilegur og virtist mun yngri en fæðingarárið sagði til um. Hann var klæddur í gráan frakka og bláleitar bUxur, í fjólublárri skyrtu með rautt slifsi. Hann var enn á loðfóðruðum breiðum kuldaskóm þótt komið væri fram i apríl og veður öll ákaf- lega mild. — Hvað er að? spurði ég, þegar við höfðum Romið okkur fyrir og virt hvor annan fyrir okkur um stund. — Ég er svo djöfull kval- inn í annarri löppinni, sagði Kári, og orðinn alveg draghaltur. Ég sem aldrei hef kennt mér neins meins t fótunum, en núna getur maður varla gengið lengur og alls ekki hlaupið á eftir stelpunum. Kári brosti breitt og blikkaði mig um leið. Hann var með gulleitar eigin tennur. — Ertu vanur að hlaupa á eftir þeim? spurði ég, alvarlegur í bragði. — Stelpur eru það dásam- legasta sem til er, sagði Kári og lygndi aftur augunum. Þegar ég er hættur að horfa á eftir kvenfólki og dreyma um það á nóttunni, þá máttu fara að láta smíða utan um mig kistuna. — Hvað ertu hár? spurði ég. — Svona 176 sentimetr- arsagði Kári, af hverju?— Égætla bara að punkta þetta hjá mér, svona upp á lengdina á kistunni, ef ég skyldi þurfa að panta hana ein- / hvern tímann. Hann hló aftur og sagði: Nei til þess kemur nú ekki í bráð. — Ertu ekki giftur? spurði ég. — Marggiftur, sagði Kári, en einhleypur eins og er. Bólgin tá — Hvað ertu búinn að vera lengi svona? spurði ég. — Þetta byrjaði í fyrri viku, svaraði Kári. Skyndilegir verkir í annarri stóru tánni og hún fór að bólgna upp. Þetta hafa verið djöfull miklir verkir, mér hefur stundum fundist ég ekki þola sæng ofan á tánni, svo kvalinn hef ég ver- ið á nóttunni. Annars er þetta að lagast en mér fannst að ég ætti að fara til Iæknis vegna þessa. Pabbi gamli hafði eitthvað svipað í tánni, hann fór með þetta til hans Guð- mundar heitins læknis, sem var hérna einu sinni, og Guðmundur sagði þetta vera þvagsýrugikt, sem hann kallaði ríkra manna gikt. Bólgan var aðallega í táliðnum og húðin yfir heit og blárauð. Hann kveinkaði sér við snertingu á táliðn- um en sagðist þó vera eitthvað betri en þegar þetta byrjaði. Ég leitaði að bólgum í öðrum liðum en fann ekki. Kári sagðist líka vera hálf- slappur, hann fengi oft hroll og um tíma hafði hann verið með hita. Skoðunin leiddi ekkert annað í Ijós afbrigðilegt en smáhækkun á blóð- þrýstingi, svo ég sagði Kára að fara í aftur og hann gerði það. í sjúkra- sögunni og persónusögunni kom ekkert nýtt fram. Hann sagðist þó hafa fengið svipað kast með liðverk í tánni fyrir nokkrum árum en þá hefði þetta gengið yfir af sjálfu sér og hann ekki leitað Iæknis. Kári hafði verið með eindæmum heilsu- hraustur um ævina og greinilega mikill kvennamaður. Hann hafði verið kvæntur þrisvar og átti 5 börn með þessum konum. Hann hafði unnið mikið um ævina, bæði til sjós og lands, en var núna húsvörð- ur í einhverjum skólanum. Rannsóknir og lyf — Já, sagði ég, þetta er senni- lega þvagsýrugikt, en við verðum að gera rannsóknir á þér til að sanna það. — Ætlarðu ekki að gefa mér neitt við þessu? spurði hann.— Jú, ég gef þér hérna giktarlyf, eða bólgueyðandi lyf, sem heitir Naproxene, til að draga úr sársauk- anum. Síðan kemurðu á morgun í blóðprufu og við tölum saman aft- ur eftir nokkra daga um framhald- ið. Kári fór við svo búið og kom í blóðprufuna daginn eftir og ég hitti hann þá á göngunum og við köst- uðum kveðju hvor á annan. — Ég er miklu betri, sagði hann og brosti breitt. Blóðrannsóknin sýndi veru- lega hækkun á svokallaðri þvag- sýru auk þess sem hann var með hækkun á hvítum blóðkornum og sökkhækkun. í þvaginu var smá- vottur af eggjahvítu en annað var eðlilegt. Nú þurfti ekki framar vitn- anna við. Kári var greinilega með þvagsýrugikt, eins og hann hafði reyndar grunað sjálfan. Guðmund- ur heitinn læknir hafði kallað sjúk- dóminn ríkra manna gikt, en það var vegna þess að eitt sinn var því trúað að sjúkdómurinn stafaði fyrst og fremst af of miklu kjötáti auk púrtvínsdrykkju. Mjög margir konungbornir og stórfrægir menn hafa haft þennan sjúkdóm, menn eins og Loðvík 14di, Newton, Milton og Benjamín Franklin, sem mögulega hefur haft áhrif á þessa nafngift. Þvagsýrugikt stafar af of miklu magni þvagsýru í blóðinu og virðast þvagsýrukristallar falla út í liðunum og mjúkvefjum og valda þar þessum dæmigerðu sárindum. Sjúkdómurinn leggst fyrst og fremst á karlmenn, er ættgengur, og bráður verkur í stóru tá er ein- kennandi. . Þegar sjúkdómurinn hefur staðið lengi getur sjúklingur- inn fengið smáhnúða í mjúkvefi og auk þess geta menn fengið einkenni frá nýrum, bæði nýrnasteina og nýrnabilun, sem stafa af þvagsýru- kristöllum. Lyfjameðferð við þvagsýrugikt Þegar Kári kom svo aftur til mín leið honum miklu betur. Ég sagði honum að hann væri með sama sjúkdóm og Guðmundur heitinn læknir hefði talið föður hans með. Meðferðin væri lyf til að draga úr þvagsýru í blóðinu. Til þess vildi ég nota lyf sem héti Allopurinol eða Zyloric, en auk þess mætti nota annað lyf í sama tilgangi sem héti Probenicid en ég veldi heldur Zyloric. Auk þess vildi ég gefa hon- um áfram þessi giktarlyf (Naprox- ene) sem hann væri með til að ná niður bólgunni í liðnum. Hann hlustaði vel og spurði svo: Heyrðu, hafa þessi lyf einhver aukaáhrif? Verð ég nokkuð náttúrulaus af þessu? Ég sagði: Nei, það held ég ekki. Þú heldur bara þínu striki i kvennamálunum en kannski verð- urðu að spyrna með hinum fætin- um svona fyrst um sinn. — Spyrna hvað? spurði Kári, maður kann nú fleiri en eina stellingu! Hann brosti breitt og við kvöddumst. Næstu mánuðina fylgdist ég með Kára og hann tók Zyloricið sitt og ekki bar á neinum köstum upp frá því. Hann fór reglulega í þvagskoðun en allt virtist í lagi með nýrun. Síðast þeg- ar hann kom hafði hann gift sig í 4ða sinn og Ijómaði allur. — Hún féll alveg fyrir mér þegar ég sagðist vera með ríkra manna gikt, sagði hann og kvaddi og gekk brosandi á braut, kvikur sem fyrr. — Fátt er svo með öllu illt að ekki megi nýta það til veiöa, sagði ég spekingslega við sjálfan mig og kallaði á næsta mann. Reimleikar i birtunni Það er skammt stórra högga á milli hjá Hrafni Gunnlaugssyni, líkt og fyrri daginn. Um svipað leyti og hann frumsýnir nýjustu hreyfimynd sína, í skugga hrafns- ins, sendir hann líka frá sér ljóða- bók sem ber nafnið Reimleikar í birtunni. Með góðfúslegu leyfi útgefanda, Vöku-Helgafells, birt- um við tvö kvæði úr þessari bók og myndskreytingu sem gerð er af Agli Eðvarðssyni. Um tilurð fyrra kvæðisins, Frumsýningar, skrifar Hrafn: „Ljóðið er ort 4. febrúar 1984, að kvöldi frumsýningardags kvik- myndarinnar Hrafninn flýgur.“ En um það síðara, Páskar: „Ort vorið 1988, rétt eftir páska. Um páskana lauk ég við að klippa myndina í skugga hrafnsins. Kveðjustundin með því verki var runnin upp og ég fann að ég hafði lagt af stað til móts við óþekkt öfl, án þess að ráða vegferð minni sjálfur." Póskar Skammdegið grúfir yfir ég gœti sofið í örmum þínum allan veturinn en um páskana skipast veður í lofti vatnið hríslast um fölbláar œðar og ýfir upp sárin Ég vakna eins og flugan í gluggakistunni hamarsslög fyrir eyrum og sótthiti í birtunni ennþá syngur fuglinn í krosstrénu þunga og þú kallar að innan: hvers vegna yfirgefurðu mig Gráar sólir hnita hringa yfir borginni þótt þú grátir og gnístir tönnum er upprisan óumflýjanleg Treystu ekki augum þínum jafnvel María Magdalena hélt að Kristur vœri kirkjugarðsvörður þegar hann kom út úr gröfinni Frumsýning Langt er síðan hann gekk út á vegleysurnar Nú getur hann ekki lengur munað hvernig er að vera glaður Samt brosir hann vandlega við gestunum og tínir fram viðeigandi hlátra (Á árum áður var svo auðvelt að rata Vceri enginn vegur lagði hann nýja vegi) Hér við hraðbrautina bíða áfjáð augu og væntingar í hverju brosi Hann leitar djúpt inn í sig en getur ekki samglaðst sjálfum sér Nú er hjartað tómur salur Samt eru bekkirnir fullskipaðir Fagnaðarlætin ómenguð Hann horfir á andlitin og reynir að finna til Þau færa honum aðeins spurningar: hvaðan er ég kominn hvert er ég að fara En sviðsetningin er stöðugt að verki Áður en varir villist hann út úr salnum sér sögur og sagnir rísa úr öskunni og veit að Engrar undankomu er auðið

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.