Pressan - 10.11.1988, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 10. nóvember 1988
21
starf mánaðarins
Viltu
verða
leiðsögumaður
eða fararstjóri?
Marga dreymir um ævintýra-
leg feröalög í hópi góðra sam-
feröamanna. Fyrir fólk, sem
dreymir slíka drauma, gæti
starf leiösögumanns eóa farar-
stjóra verið hiö eina rétta. Ef
þú hefur góöa þekkingu á
a.m.k. einu tungumáli ööru en
íslensku og staðgóöa þekk-
ingu á landi okkar og þjóö eða
öörum þjóðum gæti þetta
einmitt verið starf fyrir þig.
Leiðsögumenn vinna viö far-
arstjórn innanlands og þurfa
aö afla sér réttinda til aö geta
sinnt starfinu. Fararstjórar aft-
ur á móti sinna fararstjórn er-
lendis og þurfa venjulega ekki
að sitja á námskeiði, nema
ferðaskrifstofurnar haldi þau
fyrir starfsfólk sitt.
Ferðamálaráö íslands heldur
aö jafnaði námskeiö fyrir leiö-
sögumenn annað hvert ár.
Slíkt námskeiö var haldið í
fyrra. Til er sérstök reglugerð
(130/1981), sem fjallar um þessi
aó þátttakendur hafi stúdents-
próf eöa hliðstæóa menntun.
Víkja má frá þessari reglu aö
fenginni umsögn Félags leið-
sögumanna (5. gr.).
Allir umsækjendur fara í viö-
töl þar sem tungumálakunn-
átta, framkoma, reynsla í feróa-
mennsku, hæfileikar til hóp-
stjórnar og tjáningar eru könn-
uð. Námstími er frá septem-
berlokum til loka apríl, nokkur
kvöld í viku hverri. Um miðjan
námstímann eru síöan haldin
próf og aftur í lok timabilsins.
Prófin eru bæöi munnleg og
skrifleg og tekin á því eöa
þeim tungumálum, sem nem-
andi vill sérhæfa sig í. Þeir,
sem Ijúka prófi, eru þar meö
orðnir leiðsögumenn meö rétt-
indi til að fara meö hóp fólks
út um allt land og veita upplýs-
ingar um nánast hvaö sem er.
Leiðsögumannsskírteini gildir
í 5 ár í senn og endurnýjast
sjálfkrafa hafi viðkomandi unn-
tímann, frá miðjum júli fram i
miðjan ágúst. Fáireru í þessu
starfi sem heilsársstarfi, al-
gengast er aó fólk vinni viö
þetta í 1—2 mánuöi á sumri.
Þar af leiðandi er í starfinu
fólk, sem hefur annað starf að
aðalstarfi, s.s. skólafólk og
kennarar. Annars er í Félagi
leiðsögumanna fólk úr nánast
öllum starfsgreinum, því það
færist i vöxt að beðið sé um
sérstakar ferðir, t.d. fuglaskoð-
unarferðir eöa jöklaferðir, svo
dæmi séu tekin, og þurfa leið-
sögumenn að hafa þá sérþekk-
ingu, sem um er beðið.
Ferðir eru mislangar, allt frá
tveimur klukkustundum upp í
tuttugu daga, og fjöldi i hóp
getur verið allt frá einum og
upp í sextíu, eða rútu af
stærstu gerð. Laun eru svo-
kallað jafnaðarkaup, þ.e.a.s.
það er sama á hvaða degi er
farið, kaupiö er það sama.
Mánaðarlaun eru, miðað við 40
Með mikilli vinnu er
hœgt að ná allt að
árslaunum á þremur
mánuðum.
námskeið. í 2. gr. reglugeröar-
innar segir að á námskeiðun-
um skuli kennd undirstöðu-
atriði um: a) Sögu landsins og
þjóðmenningu, jaröfræði, nátt-
úrufræði, þjóðfélagsleg mál-
efni, bókmenntir og listir. b)
Þau landsvæöi, sem ferða-
menn heimsækja, og þær ferö-
ir, sem í boði eru fyrir ferða-
menn. c) Þróun ferðaþjónustu,
skipulag ferðamála, skyndi-
hjálp, starfsreglur og tæknileg-
ar leiðbeiningar í leiðsögu,
framsögn og notkun talkerfa.
Námskeiðin eru opin þeim,
sem eru íslenskir ríkisborgarar
og orðnir 20 ára og hyggja á
vinnu við leiðsögn eða farar-
stjórn feröamanna. Æskilegt er
ið a.m.k. 15 dagsverk að jafn-
aði árlega á þessu timabili,
annars skal hann sækja endur-
hæfingarnámskeiö.
Andrés Guðmundsson hjá
Félagi leiðsögumanna sagði,
þegar blaðamaður spuröi hann
um atvinnutækifæri, aö þau
væru misgóð og færu eftir þvl
hvaöa tungumál væru sérgrein
leiðsögumanns — eða lögmál-
inu um framboð og eftirspurn.
Samkvæmt upplýsingum
Andrésar gefur Félag leiðsögu-
manna út leiðsögumannatal,
sem ferðaskrifstofur hagnýta
sér. Einnig stendur félagiö fyrir
atvinnumiölun yfir sumarmán-
uðina. Mesti annatími leið-
sögumanna er yfir hásumar-
stunda vinnuviku, sem svarar
kennaralaunum (kr. 50—60.000).
Vinnutimi er mislangur eins og
sjá má, en reiknað er með að í
lengri ferðum sé vinnutíminn á
dag 11—12 stundir eftir þvi
hvort um er að ræða hótelferö
eða tjaldferö. Með mikilli vinnu
er hægt að ná allt aö árslaun-
um á 3 mánuðum og getur þá
vinnutimi veriö afar langur. Má
e.t.v. lita á starfiö sem vertíö,
bæöi ( launalegum sem vinnu-
legum skilningi, að sögn
Andrésar.
En er starfið eins spennandi
og þaö lítur út fyrir að vera?
„Já, ef fólk hefur gaman af því
að vinna með fólki. Starfiö er
mjög víötækt og því oft mjög
spennandi. Að vísu getur það
verið mjög mismunandi. Stór
hluti starfsins er að hafa milli-
göngu fyrir ferðamennina, ef
þeir hafa ekki þekkingu á því
tungumáli sem talað er. Hér á
landi er það frábrugðið starfi
erlends leiðsögumanns að því
leyti aö landið allt er sérgrein,
en ekki ákveóin svæði eða
borgir eins og í öðrum lönd-
um. Af því sést hve fjölbreytt
það er.“
Andrés hefur reynslu af leið-
sögumannsstarfinu hérlendis
sem erlendis og sagði að mik-
ill munur gæti verið þar á. Það
væri t.d. gjörólíkt að fara með
íslendingum til Danmerkur, þar
sem þeir eru margir hverjir
hagvanir og þekkja til málsins,
eða aö fara með þeim til Italíu,
lands sem er mun meira fram-
andi. „Annars eru íslendingar
orðnir afar ferðavanir og þar af
leiðandi veraldarvanari og
þekkja betur takmörk sín,“
sagði Andrés að lokum.
Andri Ingólfsson, forstjóri
Útsýnar, veitti blaðamanni fús-
lega upplýsingar um starf far-
arstjóra erlendis. Til að sinna
þvi starfi þarf fólk að hafa
góða tungumálakunnáttu og
staðgóða þekkingu á því landi,
sem starfað er í, — fyrir utan
lipurö í framkomu og hæfileika
til að geta stjórnað hópum og
liðsinnt eins og þörf krefur.
Námskeið hafa verið haldin, en
eru ekki skilyrði. Umsækjend-
ur eru fjölmargir um fáar stöð-
ur, fara í viðtöl og á grundvelli
þeirra eru þeir ráðnir. Nokkuð
erfitt er því að komast að sem
fararstjóri erlendis, eins og
gefur að skilja. Aðspurður
hvers vegna svo margir sækt-
ust eftir starfinu sagði Atli að
fólk héldi að hér væri um mjög
spennandi starf að ræða og
oft hefðu margir rangar hug-
myndir um það. Það kæmi
jafnvel fyrir að fólk, sem búiö
hefði erlendis og talaði vel
tungumál viðkomandi lands,
héldi að það væri nóg til að
geta sinnt þessu starfi, en
eins og fram hefur komið er
það af og frá. Vist getur starfið
verið spennandi og yfir þvi er
viss Ijómi, en þvi fylgir sömu-
leiöis afar mikil vinna og
ábyrgð, sem fæstir gera sér
grein fyrir.
Launin kvað hann vera á bil-
inu 50—80.000 kr. á mánuði.
Húsnæði er frítt, sömuleiöis
feröir. Vinnutimi er langur og
strangur ( 4—5 mánuði á ári.
Ekki taldi hann starfiö henta
giftu fólki með börn, vegna
þess hve vinnutimi getur veriö
langur og óreglulegur. Flestir
sem sinna þessu starfi eru
einhleypir, eöa e.t.v. barnlaus
hjón.
Sam sagt: Hérna er um aö
ræöa starf, sem höfðaö getur
til margra, sem eru vel að sér I
tungumálum og haldnir sterkri
ferðalöngun. En hafa verður i
huga að það er ekki nóg. Menn
verða að vera tilbúnir að axla
mikla ábyrgö, hafa gaman af
að vinna með hópi fólks, fyrir
hóp fólks og hafa unun af að
vinna mikið. Aðal góðs leið-
sögumanns/fararstjóra gætum
við e.t.v. sagt að sé umburðar-
lyndi og lipurö í framkomu,
fyrir utan þekkingu á slnu
sviði.
eftir Guðrúnu Axelsdóttur