Pressan - 10.11.1988, Page 25

Pressan - 10.11.1988, Page 25
Fimmtudagur 10. nóvember 1988 25 ROKK PRESSAN STRAX Ragnhildur Gísladóttir á brjóst- unum, Egill Ólafsson nakinn að of- an spilar á þverflautu, Jakob Magnússon svífur í lausu lofti íklæddur hvítri skikkju með hljóm- borð í kjöltunni. Þingvellir í bak- sýn, Öxarárfoss og risaeðlur í Almannagjá, laufskrúð og fram- andi dýr allt i kring. Þannig lítur umslag plötunnar Eftir pólskiptin út í fáum dráttum. Það má Iíka svo sannarlega segja að tónlistarleg pólskipti hafi orðið hjá Strax með þessari plötu. Hér er skipt um stefnu og í stað maskínutónlistar með hljóðgervla og trommuheila í aðalhlutverki er nú komin tónlist sem styðst við frumhljóðfæri rokk- tónlistar; bassagítar, rafmagnsgítar og trommur úr viði, ekki plasti. Eftir pólskiptin er æði fjölbreytt plata og á henni eru lög allt frá keyrslurokki (Dínasár) til léttra dægurflugna a la Stuðmenn (ís- lenskir þjóðhættir), enda er lagið eftir Stuðmanninn og síldartón- skáldið Valgeir Guðjónsson. Reyndar er samankominn á Pól- skiptunum aðalkjarninn úr „gömlu“ Stuðmönnunum, þ.e.a.s. Valgeir, Jakob, Egill og Sigurður Bjóla, sem á textana í lögunum ís- landströlli og Niður Laugaveg. Einnig kveðja sér hljóðs tveir texta- höfundar sem ekki hafa látið fara frá sér dægurlagatexta fyrr, þau Steinunn Þorvaldsdóttir og luftgít- armaðurinn Sjón. Textar þeirra eru mjög skemmtilegir og höfða sterk- lega til ímyndunaraflsins. Reyndar má segja um alla texta Pólskipt- anna að þeir eru uppfullir af fjör- ugu ímyndunarafli, en umfjöllun- arefni plötunnar er einmitt fyrir- bærið pólskipti og afleiðingar þeirra fyrir landslýð. Tökum dæmi: „Aðeins lengur/ antilópur í apal- hrauni/ aðeins lengur/ fannhvíta strönd/ aðeins lengur/ snjóhvít börn í strápilsum/ mæður ganga um berbrjósta í lendaskýlum/ lauga sig í hver“ (Aðeins lengur). Eða hvað finnst ykkur um þetta: „Ef þú ert í fýlu/ skaltu bara fara og brynna fílnum/ og gáðu hvort það/ eru komin einhver egg/ hjá krókódílnum/ ...þú veist hvað ég/ met hina íslensku þjóðhætti mik- ils“ (íslenskir þjóðhættir). En nóg um texta. Það er ákaflega gleðilegt að heyra þá tónlistarþróun sem nú virðist vera í gangi hjá Strax. Þau fengu til liðs við sig þrjá út- lendinga, Englendingana Alan Murphy á gítar, Preston Ross Heyman á trommur og Bandaríkja- manninn Busta Jones, sem plokk- aði bassann eins og svertingjum er einum lagið. Samstarf þessara þriggja rokkara og Strax-parsins, Jakobs og Ragnhildar, hefur greini- lega gengið upp, því um Pólskiptin blása ferskir vindar, allt frá sýrðu plötuumslaginu til síðasta Iags. Ég ætla ekki að gera upp á milli ein- stakra laga en vil aðeins segja að þau eru öll mjög áheyrileg, hljóð- færaleikur pottþéttur og útsetning- ar vandaðar. Það eina sem ég finn að plötunni er að stundum hættir Ragnhildi til að fara fullhátt í söngnum og reyna fullmikið á radd- böndin. Annars kemur hún vel út á heildina litið. Þetta er að mínu mati langbesta plata Strax til þessa og greinilegt að hljómsveitin, eða réttara sagt dúett- inn, er á réttri leið. Eftir pólskiptin DEFUNKT RISAEÐLAN VANN Enn og aftur máttu tón- leikagestir láta sér lynda að bíða langtímum saman eftir að auglýstar hljómsveitir byrj- uðu að spila. Hvers vegna í ósköpunum geta tónleikar aldrei byrjað á réttum tíma hérlendis? Það var ekki einu sinni spiluð tónlist til að hafa ofan af fyrirgestum í Tunglinu sl. fimmtudagskvöld, 3. nóvember. Þess vegna brugðu margir þeirra, sem voru mætt- ir til þess að hiýða á Risaeðl- una og Defunkt, á það ráð að drepa tímann með því að sötra áfenga drykki stíft og kom það nokkuð niður á tónleikunum seinna meir, þ.e.a.s. þegar Defunkt loksins byrjaði að spila. En það var Risaeðlan sem hitaði upp fyrir Defunkt. Risaeðlan hefur vakið tals- verða athygli að undanförnu vegna tónlistarinnar, óvenju- legrar samsetningar liðs- manna og hljóðfæraskipunar. Framherjar Risaeðlunnar eru tvær eldhressar stelpur, Magga sem spilar á fiðlu og Dóra sem spilar á saxófón. Þær skipta söngnum jafnt á milli sin og syngja yfirleitt báðar í lögum sveitarinnar. Bakvið sig hafa þær svo trommarann Tóta, fyrrum Vonbrigða-meðlim, ívar bassaleikara og Sigga á gítar. Þetta var í fyrsta skipti sem undirritaður heyrði í Risaeðl- unni og verð ég að segja að þetta er í einu orði sagt mögn- uð sveit. Þvílíkan galsa og spilagleði minnist ég ekki að hafa séð hjá íslenskri hljóm- sveit. Tónlistinni á ég erfitt með að lýsa eftir fyrstu hlust- un, en ég vil geta þess að sam- spil Dóru og Möggu var oft á tíðum stórskemmtilegt. Áhorfendur voru greinilega ánægðir með Risaeðluna og létu ánægju sína óspart í Ijós, enda ástæða til. Risaeðlan er engri annarri hljómsveit lík. Magnað fyrirbæri sem von- andi á eftir að verða ennþá magnaðra. Eftir langt hlé var svo kom- ið að aðalnúmeri kvöldsins, jasspönkfönk-sveitinni Defunkt frá Nevy York. „Við elskum ísland," byrj- aði Joe Bowie á að segja á skemmtilega bjagaðri íslensku og í kjölfar þessarar yfirlýs- ingar kom lagið Eraserhead af nýjustu plötu þeirra, In America. Reyndar var meirihluti lag- anna sem Defunkt flutti af þeirri plötu, en eldri lögum var einnig skotið inn á milli. Fram- an af virkaði Defunkt fremur vel á mig og Joe Bowie, andlit sveitarinnar, virtist vera í fínu formi, hoppandi og skopp- andi um sviðið, blásandi í básúnuna af miklum krafti þegar svo bar undir. En tromp- etleikarinn John Mulkerin virkaði hins vegar mjög þreytt- ur á milli þess sem hann blés í „prumpetið“. Hann er feikna kraftmikill trompetleikari en hann virtist ekki njóta sín til fullnustu þarna í Tunglinu. Aðrir meðlimir stóðu sig með stakri prýði og má ég til með að geta stórglæsilegs gítarfor- spils Tomas Doncker í byrjun Iagsins Smooth Love. Samt fannst mér að þeir væru að spila þarna eingöngu til að spiia en ekki hafa gaman af því. Þess vegna verð ég að segja að Defunkt olli mér viss- um vonbrigðum og um klukk- an hálftvö var hljómsveitin enn að spila. Þá gafst ég upp og yfirgaf Tunglið. ■ RISAEÐLAN býður upp á rokk, reggí og léttar dægurflugur. EP fær sjö krókódíla af tíu í einkunn. ■ SNIGLA- BANDIÐ Sniglabandið, hljómsveit Bif- hjólasamtaka lýðveldisins, er að ég held fyrsta íslenska hljómsveitin sem gerir plötu sem ekki er ætluð til almennrar markaðssetningar. Plat- an sent ég er að tala unt heitir því jafnréttislega nafni Til hvers þarf maður konur? Þegar ég fékk plöt- una hjá Skúla Gautasyni söngvara tók hann það skýrt frarn að titill plötunnar væri ekki settur fram í neikvæðunt tilgangi og ekki hugs- aður sem niðrandi fyrir það kyn sem hér um ræðir. „Og ég vil drulluntalla, drullu- malla, drullumalla, drullumalla í rigningunni." Þetta er úr millikaflanum í fyrsta lagi plötunnar, Þríhjóli. Þar birtast okkur ntyndir úr hugskoti smá- stráks sem á þá ósk heitasta að eign- ast þríhjól með stórum sturtupalli. Hvaða strákur kannast ekki við þessa þrá? Sannarlega fyndið lag, einskonar barnalag, og af söng Skúla að dæma mætti ætla að hann væri bara fjögurra ára smápjakkur í drullupytti einhvers staðar úti í bæ. „Ég vild’ég ætti hólka, ég vild’ég ætti hest, ég riði heim á búgarð- inn...“ Hólka-Polka, sveitasöngur ársins að mati undirritaðs, kannski sam- inn til heiðurs Hallbirni. Enn fyndnara lag en Þríhjól og með ekta „kántrý“-fiðluleik sem Ásta Ósk- arsdóttir sér um. Já, sveitatónlist getur verið skemmtileg, svona endr- um og sinnum. — Or sveitatónlist yfir í bifhjólarokk eins og það gerist best, Lítrarokk: „Inn á milli konu- læra lauma ég mér þegar lítrinn log- ar í klofinu á mér.“ Texti Lítrarokksins myndi af sumum verða flokkaður sem karl- rembutexti og ekki mjög ákjósan- legt innlegg í kvenréttindabarátt- una, ef hún er til ennþá. Engu að síður er lagið ágætt, hrátt og kraft- mikið, rétt eins og Sniglarnir og far- artækin sem þeir þeysa um á. Björg- vin Ploder trommari syngur lagið og á sinn þátt í að gæða það því hráa yfirbragði sem er einkennandi. Þetta er náttúrlega líka spurning um hversu mikið vikomandi tón- smíð er unnin, mér heyrist svona á plötunni að hún hafi verið gerð á stuttum tíma og ekki nostrað nóg við lögin. Þetta hafa Sniglarnir kannski viljað, það er ekki ósenni- legt. Síðasta lag Til hvers þarf maður konur?, Ruggustóll, er eitt værðar- legasta og letiþrungnasta lag sem undirritaður hefur heyrt: „Eg eyði tímanum í ruggustól og horfi á Iífið líða hjá. “ — Gæti verið hugsað sem ádeila á letingja þessa lands, en lag- ið líður a.m.k. áfram með hraða dýrsins sem hljómsveitin kennir sig við, ekki er laust við að mann syfji. Lagið á kannski líka að vera vöggu- vísa???!!! Humorinn hélt mér hins- vegar vakandi. Ruggustóll, letilag ársins. Til hvers þarf maður konur? er svo sannarlega ekkert tímamóta- verk í sögu íslenskrar rokktónlistar, en á henni eru samt fjögur hin nett- ustu lög. í þeim heyrir maður a.nt.k. að húmorinn er í lagi hjá Sniglunum. Ef þú, lesandi góður, rekst á Snigil úr Sniglabandinu ein- hvers staðar þá væri ekki svo vit- laust að plata út úr honum eintak, þó ekki væri nema vegna söfnunar- gildisins. Til hvers þarf maður kon- ur? fær sex snigla af tiu í ein- kunn. ■ LÝÐUR Loks þegar droparnir fara að falla/ finn ég að álagið of mikið er/ Hausinn og hendurnar hálfbognuð halla/ herbergið snýst eins og ólg- andi hver/ Hjartað í brókunum hoppar og skoppar/ helvítis treyjan er rennandi blaut/ og loks þegar bunan úr blöðrunni stoppar/ blað- skellist kellingin inn eins og naut. Það dettur fáum nema Vest- manneyingum í hug að setja svona hárnákvæntar klósettferðalýsingar á plötu og ég á svolítið erfitt nteð að skilja tilganginn með þessu öllu saman. Hálfsubbulegt, ntaður finnur næstum lyktina! Þetta er eitt erindanna úr laginu Klósettraggý og núna er Bob Marley sennilega búinn að snúa sér við í gröfinni, blessaður karlinn. Aldrei söng hann um sínar klósettferðir, enda meiri líkur á að hann hafi bara migið beint á „grasið” á henni Jamaíku. Lýður Ægisson (bróðir Gylfa „sjúddírarírei") sentur alla textana á þessari plötu sinni, Lómurinn Iævís, sem hann gefur út og dreifir sjálfur (aumingja maðurinn!!!). Satt best að segja veit ég ekki hvort hann hugsaði þessa plötu fyrir almenning eða vini, vandantenn og Hrekkjalómana (en Lýður ku vera einn af burðarásum þess ágæta fé- lagsskapar). A.m.k. hef ég ekkert gaman af því að hlusta á hann biðla til kærustunnar (Bónorðið) eða syngja um Þjóðhátíðina (Á þjóðhá- tið). Lýður dregur upp fallega og saklausa glansmynd af ástandinu á hátíð þessari, en lætur skuggahlið- arnar ósnertar. „Þegar dalurinn skreytingum skart- ar/ þangað skundar hver halur og snót/ Myndast þar minningar bjartar/ er mæla sér elskendur mót/ Þá er Ijúfustu löngunum sval- að/ leyndasta óskin er skýr..“ Ekki er sungið mikið um þá sem eiga allsendis óbjartar minningar frá þessari „hátíð“ eða bara alls engar, af ástæðum sem ekki verða tíundaðar hér. Svo yrkir Lýður líka um mömmu sína og ömmu: „Ég fagna því mamma hve frá- bær þú ert/ þó fimmtíu ár séu liðin / síðan hún amma svo indæl og sperrt/ ákvað að tæma á sér kvið- inn“ (Ég sendi þér vina). Þetta kallar maður sko að koma beint að hlutunum, en má ég nú heldur biðja um eitthvað klúrt í staðinn fyrir þessa væmni, það er miklu nær eðli íslendinga! Það sem bjargar plötunni naum- lega fyrir horn er hljóðfæraleikur- inn, sem er að mestu leyti hnökra- laus, enda fékk Lýður til samstarfs við sig atvinnumenn í faginu, s.s. hljómsveit Magga Kjartans. Pálmi Gunnarsson á einnig sinn þátt í björguninni en hann syngur einmitt lagið sem heyrst hefur á opinberum vettvangi af plötunni, Pæld’íðí. Annars er Lómurinn lævís eins og rækjusamloka, sem gleymst hefur að setja rækjurnar í. Maður borðar hana í þeirri von að finna rækjurn- ar. Svo þegar maður kemst Ioks að því að engar eru rækjurnar, þá fýk- ur í mann og maður bölvar fram- leiðandanum í huganum. Spurning til Lýðs að lokum: Hvernig í ósköpunum hljómar tippaískur?H

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.