Pressan - 10.11.1988, Side 26

Pressan - 10.11.1988, Side 26
26 Fimmtudagur 10. nóvember 1988 Islenskur handknattleikur félagsliða hef- ur varla verið yfir meðallagi síðustu árin. fSLENSKUR HANDBOLTI OG VINIR HANS: VONBRIGÐIOG RANGHUG- eftir Ágúst Borgþór Sverrisson _ Ihvert sinn sem minnst er á handbolta kemur upp í hugann lyktin i Laugar- dalshöllinni, sem ég l'ann fyrst í vitum mér á barnsaldri eins og margir aörir, um leiö og ég var leiddur inn í ævin- týraheim handboltans: Þessi einkennilega blanda af tréilmi af fjölunum og eimi af hreinum svita leikmanna. i huga margra er þessi lykt tengd órjúfanlegum böndum við ótal gleðistundir í þessu skritna húsi, sem einu sinni var risastórt en fer nú sífellt minnk- andi með árunum — ekki síst eftir að menn hófu að ræða byggingu annarrar og miklu stærri hallar... Á meðan Laugardalsvöllurinn hefur verið vettvangur vonbrigða og niður- lægingar, þar sem íþróttaáhugamenn eru sí- fellt minntir á smæð þjóðarinnar, hefur höll- in á næstu grösum verið vettvangur glæsi- legra sigra. I þessari höll, sem gerir vetrar- kvöldin að heitum minningum, hefur lífið stundum verið dálítið eins og í dagdraumum, þar sem óraunhæfustu óskir rætast. Það er enda svo að í fáum málum er þjóðin eins kröfuhörð og viðvíkjandi þeirri íþrótt sem í þessu húsi er stunduð. Við erum góðu vön... íslandsmótið, sem nú fer í hönd, er háð i skugga vissra vonbrigða sem hugsanlega gætu haft áhrif á áhuga almennings og jafn- vel getu leikmanna. Hér er vitaskuld átt við barlóminn sem kirjaður hefur verið vegna frammistöðu landsliðsins á Ólympíuleikun- um. Að mínum dómi hefur þetta svartagalls- raus keyrt um þverbak og er á sumum bæjum hlaðið vanþekkingu og misskilningi. Stað- reyndin er nefnilega sú, að staða íslendinga í alþjóðahandkanttleik er ennþá afar sterk, tölulega séð. Vegna þess hve gífurlega stór hluti þjóðarinnar fylgist með handbolta- landsliðinu eða „strákunum okk- ar“, eins og þeir eru kallaðir þegar vel gengur, eru í hópi handboltavina nokkuð margir sem í raun hafa lítið vit á íþróttinni og bera því minna skynbragð á það styrkleikakerfi og keppnisfyrirkomulag sem notað er. Aðeins er til tvenns konar einkunn í liuga þessa fólks: a) strákarnir sigruðu; b) strákarnir töpuðu. Þessi einstrengingslega tvíhyggja þeirra sem ekki nenna að fylgjast almennilega með er að sumu leyti sök iþrótta- fréttamanna, sem tönnlast hafa á hugtökun- um a- og b-þjóð, ofnotað þau og rangnotað. Þetta er orðið eins konar spursmál um gæfu eða glötun, að vera a-þjóð eða b-þjóð. í mín- um huga eru hinar eiginlegu b-þjóðir þær sem ekki munu vinna sér þátttökurétt í næstu a-keppni í b-keppninni á næsta ári. Noregur og Frakkland eru dæmigerðar b-þjóðir sið- ustu árin. Evrópuþjóðir sem vanalega keppa í a-heimsmeistarakeppni og eru þar með a- þjóðir eru annars vegar þær, sem halda sér í hópi 6 hinna efstu á Ölympíuleikum, og hins vegar þær, sem bætast við eftir b-keppnina í febrúar (íslendingar verða án efa þar í hópi). í a-heimsmeistarakeppni leika 16 sterkustu^ lið heims af 128, en Islendingar eru nú skráðir númer 8 í heiminum. Það er engin ástæða til að gráta þessa stöðu. Sex bestu þjóðir heims eru ekki í þeim sér- flokki sem oft er ýjað að. Staðreyndin er sú að fyrir utan sérstöðu Sovétmanna, sem hafa á að skipa langbesta landsliði heims, er næsta lítill munur á 10 til 12 sterkustu þjóðunum. T.d. hafa V-Þjóðverjar, sem taka þátt í b- keppninni, oftast sigrað Svía sem náðu 6. sætinu á Ólympíuleikunum og íslendingar burstuðu Tékka í síðustu viðureign þjóðanna, en Tékkar eru nú meðal hinna 6 efstu. I keppni hinna bestu ríður á að vera í topp- formi á réttum tíma (þetta hljómar nú eins og mjólkurauglýsing) og hafa að auki heppnina með sér. Þetta mistókst íslendingum og Spánverjum í Seoul, tveimur frábærum lið- um, og þetta mistókst V-Þjóðverjum og Rúss- um í Sviss 1986. Klisjurnar um a-gæðaflokk og b-gæðaflokk eru því augljóslega villandi. Allan þennan áratug hefur ríkt slá- andi misvægi milli frammistöðu landsliðsins og styrkleika íslenskra félagsliða. Upp úr 1980 fór lands- liðið í mikinn öldudal og var tals- vert lægra skrifað en nú. Eftirminnilegustu hrakfarir liðsins voru í b-keppninni í Frakk- landi 1981 er Iiðið hafnaði í 8. sæti (í rauninni tvöfalt verri staða en 8. sæti á Ólympíuleik- um) og tapaði m.a. fyrir Frökkum og Israels- mönnum. Árangur í næstu b-keppni var litlu betri og ísland hélt áfram að vera fyrir neðan 16 sterkustu liðin. Á þessum árum töldu margir að Iandsliðið léki langt undir getu og vísuðu þá til frammistöðu félagsliðanna í Evrópukeppninni. Hvað eftir annað komust íslensk lið í undanúrslit og einu sinni komust Valsmenn alla leið í úrslit (með sama þjálfara og var að leiða landsliðið í glötun). Sigur vannst á liðum frá Ungverjalandi, Svíþjóð, Spáni, Júgóslavíu og fleiri risum á meðan landsliðið steinlá fyrir þessum þjóðum, allt þar til mynd fór að komast á þjálfun Bogdans (hann var ráðinn 1983). Síðustu þrjú árin hefur landslið okkar hins vegar verið í sér- flokki á meðan hallað hefur undan fæti i deildarkeppninni. íslenskur handknattleikur félagsliða hefur varla verið yfir meðallagi síð- ustu árin og að sama skapi hefur árangur í Evrópukeppni ekki verið góður, en nú í haust kastaði tólfunum með niðurlægingu gegn norskum liðum. Það þætti saga til næsta bæjar ef lið frá Spáni eða V-Þýskalandi töp- uðu fyrir Norðmönnum, svo miðað sé við jafningja okkar í íþróttinni. Iblaðaskrifum um handbolta undan- farið hafa vegið salt vonbrigði með landsliðið og góðar vonir um íslands- mótið. Á meðan Breiðablik og FH voru að tapa fyrir Norðmönnum birtust greinar um að 1. deildin á íslandi væri nú ein sú sterkasta í heiminum. Þetta er mikil fiar- stæða, reist á endurkomu landsliðsmanna sem leikið hafa erlendis síðustu árin. En nokkrir sterkir einstaklingar eru alls ekki nóg til að mynda sterka og jafna deild á borð við Bundesliguna v-þýsku, svo dæmi séu tekin, en ýmislegt bendir til að dæmigert íslenskt 1. deildarlið jafnist á viö 2. deildarliðí V-Þýska- landi. Þá er engan veginn tryggt að landsliðs- mennirnir sýni sínar bestu hliðar á íslands- mótinu, því þeir eru þreyttir eftir áralangt streð með landsliðinu auk þess sem b-keppn- in er framundan eftir áramót. í huga þeirra sem grannt fylgjast með ís- lenskum handbolta og láta sér annt um lands- liðið ætti sterkari deiidarkeppni vegna endur- komu leikmanna, sem þegar hafa náð há- marki í íþróttinni, ekki að vera tilefni til gleði. Það sem máli skiptir er uppkoma nýrra leik- manna, sem eru verðugir arftakar núverandi landsliðsmanna. Þannigeru íslandsmótið og landsliðið vitanlega samofin mál og til lengri tíma litið getur engin þjóð átt sterkt Iandslið án sterkra félagsliða. Áð þessu verðum við að hyggja, ef eðlileg endurnýjun á að geta átt sér stað í landsliðinu. Vissulega eru margir ungir leikmenn núna vænlegir til afreka, en þó get- ur tíminn einn leitt raunverulega getu þeirra í ljós. Hitt er víst að af gæðum íslensks hand- bolta síðustu árin og frammistöðu í Evrópu- keppni getum við engan veginn gengið að sterku framtíðarlandsliði vísu. í þessu sam- bandi er þarft að hafa í huga ummæli Alfreðs Gíslasonar í viðtali við íþróttablaðið nýverið. Þar lét hann í ljósi efasemdir um þá stefnu að láta félagsliðin sífellt sitja á hakanum þegar landsliðið er annars vegar. — Slíkt ber vitni um skammsýni og getur haft slæm áhrif á þróun landsliðs framtíðarinnar. Engu að síður er ekki ástæða til svartsýni i málefnum íslensks handknattleiks, öðru nær. Árangur landsliðsins síðustu ár er næg ástæða til að ætla að góðir tímar séu í vænd- um sem endranær. Ovissan um handbolta- landsliðið, sem vissulega liggur í loftinu, hef- ur líka sínar góðu hliðar. Hún er spennu- vekjandi og fyllir tilhugsunina um íslands- mótið í vetur enn meiri eftirvæntingu en ella. Stundum er þó best að leggja til hliðar allar „spekúlasjónir“ og ganga á vit íþróttanna að hætti barnshugans, sem einu sinni fann skrýtnu lyktina í Laugardalshöllinni í fyrsta sinn og kynntist nýjum og spennandi leik. Hvort sem vonbrigði eða sigurgleði verða yfirsterkari í huga handknattleiksunnenda í vetur er hitt víst að við eigum margar spenn- andi ferðir í Laugardalshöllina í vændum (sem og önnur íþróttahús) — þessa stærstu félagsmiðstöð landsins og ólgandi suðupott t'riðsamlegrar þjóðrembu.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.