Pressan - 01.12.1988, Page 5
Fimmtudagur 1. desember 1988
5
nærmynd
VAMMLAUS MAOUR
SEM GERDISKYSSU
Magnus Thoroddsen er í raun embættismaður
langt aftur í ættir. Hann er ósvikinn laukur þeirra
ætta sem hér höfðu öll forráð á 19du öldinni og langt
fram á þá 20tu, afkomandi heldri borgara og aristó-
krata. I frændgarði hans má þekkja ættarnöfnin
Claessen, Sívertsen, Thorsteinsson, Thors, Briem,
Eggerz og Hafstein. Sjálf er Thoroddsen-ættin í raun
sleitulaus upptalning á embættismönnum og stjórn-
málaforingjum: Langafi Magnúsar var Jón Thor-
oddsen, sýslumaður og skáld, föðurafi hans var Sig-
urður Thoroddsen landsverkfræðingur, afabróðir
hans var Skúli Thoroddsen alþingismaður, móðurafi
hans var Magnús Guðmundsson, ráðherra og fram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, föðurbróðir
hans var Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, hæsta-
réttardómari, sendiherra, forsetaframbjóðandi og
ráðherra. Þannig má rekja þvers og kruss; það verður
aldrei sagt að Magnús Thoroddsen sé neinn almúga-
maður.
Afengiskaupin margumtöluðu
eru í raun eini sjáanlegi hnykkur-
inn á ferli sem á yfirborðinu virð-
ist sérdeilis sléttur, felldur og
glæsilegur. Magnús Thoroddsen
fæddist árið 1934 í Reykjavík, en
flutti þriggja ára gamall austur á
Neskaupstað, þar sem Jónas faðir
hans var bæjarfógeti 1937—45.
Við styrjaldarlok flytur fjölskyld-
an aftur til Reykjavíkur, þar sem
Jónas Thoroddsen var fulltrúi
borgarfógeta 1945—63. Magnús
lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík og síðan
lögfræðiprófi úr Háskóla íslands
1959. Að loknu framhaldsnámi í
réttarfari í Kaupmannahöfn gerð-
ist hann fulltrúi hjá borgardóm-
ara og síðan borgardómari 1967.
Árin 1979—82 starfaði -hann hjá
mannréttindanefnd Evrópu í
Strasbourg, en var þá skipaður
hæstaréttardómari — í forsætis-
ráðherratíð Gunnars Thor-
oddsen.
FARSÆLL DÓMARI -
GÓÐUR VERKSTJÓRI
Sé sú kenning rétt sem oft er
haldið á loft að Sjálfstæðisflokk-
ur og Framsóknarflokkur hafi
lengstum skipt bróðurlega með
sér sætum í hæstarétti verður að
telja að Magnús sé hluti af
„kvóta“ sjálfstæðismanna. En
þrátt fyrir að pólitísk hrossakaup
hafi stundum þótt einkenna skip-
anir í hæstarétt er engin leið að
fullyrða að Magnús komi þar inn
sem óverðugur flokksmaður.
Þvert á móti. Hann hefur alla tíð
haft sáralítil afskipti af stjórn-
málum. Hann státar af prýðilegu
lögfræðiprófi, þykir hafa skrifað
ágætar greinar um lögfræði og er
almennt talinn hafa verið farsæll
dómari.
„Það er engin spurning að
Magnús hefur verið í miklu áliti
og notið mikillar virðingar," segir
hæstaréttarlögmaður í samtali við
Pressuna. „Ég hef flutt hjá hon-
um mörg mál og hefur fundist
Magnús vera flinkur og góður
dómari. Menn eru þar að auki
sammála um að sem forseti hafi
hann verið einhver allra besti
verkstjóri sem Hæstiréttur hefur
haft. Hinn langi hali óafgreiddra
mála hefur þannig styst verulega
undir hans stjórn og mál flest tek-
ið skemmri tíma. Það er verulegur
missir að Magnúsi úr dómnum og
slæmt fyrir Hæstarétt að missa
svo röskan mann,“ segir annar
gamalreyndur hæstaréttarlög-
maður. „Hann er í fremstu röð
lögfræðinga landsins og hefur
sýnt að hann hefur heilbrigðar
skoðanir í flestum málum,“ segir
einn hæstaréttarlögmaðurinn til.
Það virðist einnig samdóma álit
að í persónulegum samskiptum
hafi Magnús verið hvað þægileg-
astur hæstaréttardómara. „Hann
er þægilegur maður og dagfars-
prúður, þótt kannski hafi borið
svolítið meira á dramblæti í fari
hans eftir að hann varð forseti
Hæstaréttar. En það heyrir
kannski embættinu til,“ segir
kunnur hæstaréttarlögmaður.
Fæstir kannast við að hafa greint
í fari Magnúsar þann hroka og
þótta sem þótti einkenna viðmót
hans eftir að áfengiskaupin urðu
uppvís. Öðru nær. Hann fær þá
einkunn að hann sé „bráð-
skemmtilegur maður“, „glöggur“,
„frísklegur" og að hann „hafi
húmor“ og sé „með albestu
mönnum í Hæstarétti".
Það.er kannski ekki fráleitt að
segja að hér hafi vammlausum
manni orðið á í messunni, að
skriðan hafi fallið þaðan sem
hennar var síst von.
FRJÁLSLYNDUR HELDRI
BORGARI
Menn sem rýna í hæstaréttar-
fræði hafa þóst greina að Magnús
Thoroddsen væri með „frjáls-
lyndari“ dómurum á þeim bæ,
hann hafi verið einna síst kerfis-
hlýðinn og gjarnan skilað séráliti
einstaklingum í vil. Sérálitin eru
að því leyti táknræn, að þá hafa
dómararnir sömu forsendur, en
túlka lögin misjafniega vítt eða
þröngt eftir atvikum. Helgarpóst-
urinn fór á sínum tíma yfir hæsta-
réttardóma frá árunum 1985—86
og komst að þeirri niðurstöðu að
Magnús hefði ósjaldan skilað sér-
áliti þar sem hann tók upp hansk-
ann fyrir einstaklinga. Þar var til
dæmis nefnt bankarán þar sem
Magnús vildi að þáttur föður
bankaræningjans yrði refsilaus,
en meirihluti Hæstaréttar dæmdi
hann í sex mánaða skilorðsbund-
ið fangelsi fyrir yfirhylmingu. Af
öðrum dæmum mátti ráða að
Magnús vildi taka tillit til
aðstæðna á borð við þær að sak-
borningur hefði gengið í hjóna-
band eða verið sérstaklega ungur.
í bókinni „Deilt á dómarana"
gagnrýnir Jón Steinar Gunn-
laugsson Hæstarétt harðlega fyrir
að dæma ríkiskerfinu í vil. Þar til-
tekur hann sex dæmi um kerfis-
hlýðni réttarins. Ef marka má Jón
er Magnús þó réttum megin í
tveimur þessara tilvika. í einu til-
viki, Spegilsmálinu, var Magnús
ekki dómari, en þar vitnar Jón í
fyrri dóm hans þar sem tjáningar-
frelsið varð ofan á. Á hinn bóginn
telur Jón að Magnús hafi dæmt
kerfinu í vil í hinum tilvikunum
þremur.
„Það er kannski ofmælt að
Magnús sé yfirmáta frjálslynd-
ur,“ segir hæstaréttarlögmaður.
„Hins vegar hefur hann sýnt tals-
verðan skilning á réttindum hins
einstaka borgara, frelsi einstakl-
ingsins gagnvart ríkisvaldinu, sem
kannski stafar að einhverju leyti
af veru hans í Strasbourg.“
Annar lögmaður er ekki alveg á
sama máli: „Mér finnst ég hafa
séð í Magnúsi ákveðna samúð
með heldri borgurum, en síður
með sauðsvörtum almúganum.
Að mínu viti skein þetta í gegn í
máli Kristjáns Torfasonar, bæjar-
fógeta 1 Vestmannaeyjum. Ösku-
kall hefði ekki hlotið svo nær-
færnislega meðferð. Magnús er
auðvitað sjálfur af embættis-
mannaættum, alinn upp í ákveðn-
um fórréttindahugsunarhætti og
lítur býsna stórt á sig. Hann er
sjálfur heldri borgari og finnur til
vissrar samkenndar með sínum
líkum.“
ÓGURLEG MEINLOKA
Allir viðmælendur Pressunnar
eru sammála um að viðbrögð
Magnúsar Thoroddsen við frétt-
inni um áfengiskaupin hafi bætt
gráu ofan á svart. Viðbrögð hans
séu jafnvel ennþá verri en áfengis-
kaupin sjálf. „Framkoma hans
var mjög skrítin, það var líkt og
hann vissi ekki hvað hann væri að
segja. Ég kann ekki aðra skýringu
en að hann hafi farið í baklás, að
har.n hafi gripið einhver ógurleg
meinloka. Annars hefði hann
varla farið að rifja upp eitthvert
samtal sitt við Steingrím og við
starfsfólk ÁTVR,“ segir hæsta-
réttarlögmaður.
„Viðbrögð hans eru náttúrlega
mjög ráðleysisleg. Enda hefur'
maður í hans stöðu enga ráðgjafa,
hann getur ekki kallað saman ein-
hvern hóp úti í bæ til að hjálpa sér.
Menn á borð við forseta Hæsta-
réttar róa aleinir og út af fyrir
sig,“ segir annar hæstaréttarlög-
maður.
Og sá þriðji: „Magnús spillti
mikið fyrir sér með þessum yfir-
lýsingum. Hann fellur í raun á því
að verja sjálfur sitt eigið mál í stað
þess að fá til þess reyndan lög-
mann. Þetta er eiginlega mesta
reginskyssa sem hægt er að gera.
Bestu lögfræðingar eru blindir
eins og kettlingar þegar þeirra eig-
in mál eru annars vegar, þá fer allt
í rugl. Af því sem ég hef séð um
þetta mál í erlendum blöðum hef-
ur mér líka virst að menn einblíni
meira á viðbrögð Magnúsar en
málið sjálft. “
„Annars finnst mér refsigleði
almennings hvað skelfilegust í
þessu máli, þessi blóðþorsti," seg-
ir margreyndur málaflutnings-
maður. „Lætin eru eins og það
hefði orðið Suðurlandsskjálfti.
Ég spyr mig að því hvað fólki þyki
verst og illþolanlegast — brenni-
— Áður en
áfengiskaupin
urðu uppvis
átti Magnús
Thoroddsen að
baki sléttan,
felldan og
glæsilegan
feril. Hann er
laukur helstu
embættis-
mannaætta á
Íslandi og
almennt talinn
með hæfustu
mönnum sem
Hæstarétt
sitja. Þeim
mun nöturlegri
telja lögfræð-
ingar þær
ávirðingar sem
honum eru
bornar á
brýn.
Pressumynd:
Helga Vilhelmsdóttir
vínskaupin sjálf, þessi misnotkun
á aðstöðu eða álitshnekkir dóms-
kerfisins? Reiðin út í Magnús er
svo mikil að menn eiga varla neina
reiði aflögu handa manni á borð
við Þorvald Garðar. Það er þó
bara bitamunur en ekki kjafts á
máli hans og máli Magnúsar.
Kannski hugsa menn bara að
hann sé einn af pólitikusunum og
að það sé ekki von á betra úr
þeirra átt.“
í DÓMARASÆTID Á NÝ
Þegar þetta er skrifað hefur
Magnús Thoroddsen neitað að
segja af sér embætti hæstaréttar-
dómara. Það bendir flest til þess
að áfengiskaup hans verði lögð
fyrir dómstóla. Lögfræðingar
sem Pressan ræddi við telja alls
ekki loku fyrir það skotið að
Magnús vinni málið, að áfengis-
kaup hans standist fullkomlega
fyrir lögum. Slíkur málarekstur,
þar sem dómarar dæma dómara,
kemur varla til með að auka hróð-
ur Hæstaréttar. „Magnús hefur
gert Hæstarétti mikinn grikk og
hann verður lengi að jafna sig sem
stofnun,“ segir einn viðmælaridi
Pressunnar úr stétt lögmanna.
Annar lögmaður telur þetta „áfall
fyrir íslenskt ríkisvald og þjóðfé-
lagið í heild“.
Og hvað gerist þá ef áfengis-
kaup Magnúsar Thoroddsen telj-
ast ekki vera brot í starfi?
„Ja, þá er vandséð hvernig er
hægt að koma í veg fyrir að hann
fari aftur niðureftir og setjist í
dómarasæti,“ er svar margsjóaðs
hæstaréttarlögmanns.