Pressan - 01.12.1988, Side 11

Pressan - 01.12.1988, Side 11
Fimmtudagur 1. desember 1988 11 NIEIRIHÁTTAR UNGLINCARðKI Meiriháttar stefnumót er um Svenna, 15 ára Akurnesing. Hann er hrifinn af tveimur stelpum, sem báðar sýna h'onum áhuga. Hvora þeirra á hann að velja? Meiriháttar stefnumót er 7. unglingabók metsöluhöfundarins Eðvarðs Ingólfssonar, höfundar „Fimmtán ára á föstu“, „Sextán ára í sambúð“, „Pottþétts vinar“ o.fl. pottþéttra unglingabóka. Meiriháttar stefnumót er fjörlega sögð og skemmtileg saga, sem vekur lesandann jafnframt til umhugsunar um lífið og tilveruna. Meiriháttar stefnumót — Meiriháttar ungiingabók! Í LIÐ MEÐ ÁSMUII qtarmc*Vn Ntarga v miðstiorn ÞUNGAVIKTARMENN Viö fyrstu sýn myndi maóur ætla að oröiö þungaviktarmað- ur væri eingöngu notaö um íþróttamenn sem eru meira en hundrað kíló — boxara, glímu- menn og kraftatröll. En sú er ekki raunin. Oröiö hefur öölast nýjaog miklu útbreiddari merk- ingu: Þaö er notað um foringja í verkalýðsfélögum. Þannig erGuðmundur J. Guö- mundsson oft kallaður þunga- viktarmaöur. Og líka Karvel Pálmason. En af einhverjum ástæöum er Ásmundur Stefánsson sjaldnar kallaöur þungaviktarmaöur. Og enn síö- ur Þröstur Ólafsson. Er þaö kannski vegna þess aö þeir Ásmundur og Þröstur hafa há- skólapróf, en Guðmundur J. og Karvel ekki? Því lætur nærri aö hin nýja merking orósins sé á þessa leið: Þungaviktarmaður = karlkyns verkalýösforingi sem á mikið undir sér en hefur ekki háskóla- próf. Hvaó veldur? Er ástæöan sú aó óháskólagengnir karlmenn í stétt verkalýðsforingja eru svona feitir? Eöa svona sterkir? Kappsamir? Glímnir? Eöa er kannski verið aö klappa þeim á bakið? Gefa þeim dúsu? Láta þá halda aö þeir séu meiri, stærri og sterkari en þeir i rauninni eru? Er þetta enn ein lævísleg aöferöin til aö reyna aó plata verkalýðinn og foringja hans? Verkalýösfrömuóur sem hefur hlotió nafnbótina þunga- viktarmaður hlýtur aö finna svo- lítiö til sín. Þaö er tekiö mark á slíkum manni, eöa aö minnsta kosti heldur hann aö það sé tek- iö mark á sér. í anda sér maður Þórarin V. Þórarinsson, kúguppgefinn eft- ir slímusetu á samningafundi, tilbúinn aö fórna öllum hags- munum atvinnuveganna fyrir klukkutíma svefn; þarna situr Þórarinn meö uppbrettar skyrtuermar, tekurofan gleraug- un, lygnirafturaugunum, dæsir, ákveöur loks aö spila út síöasta trompi Vinnuveitendasam- bandsins og segir: „Ja, þaö er ekki heiglum hent aó eiga viö ykkur, þungaviktar- mennina..." — EH ■ Stórt úrval rókókó-stóla Mjög gott verð Húsgagnasýning um helgina TMHÚSGÖGN o SÍÐUMÚLA 30 SÍMÍ 686822

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.