Pressan - 01.12.1988, Page 12

Pressan - 01.12.1988, Page 12
12 Fimmtudagur 1. desember 1988 FIMM ÁR ERU LIÐIN FRÁ ÞVÍ EINOKUN GUFUÚT VARPSINS VAR ROFIN gerð. En við fluttum með okkur helgisiði frá rás 1 og héldum að þeir væru grundvallaratriði í dagskrár- gerð. A rás 1 og 2 var frábært starfs- lið, en við vorum svo bundin í gaml- ar hugmyndir. Það brast önnur stífla þegar ofurhugar fóru af stað með Bylgjuna, sem var ekki spáð nema fáum mánuðum. Páll hopp- aði yfir þegar Einar Sigurðsson bauð honum vinnu, pakksaddur af rás 2.“ Páll: „Hugmynd Einars var að starfrækja útvarp sem væri laust við nefndarstörf. Bylgjan fór af stað með ákveðnum tæknilegum fæðingarhríðum í ágúst 1986, en velgengni hennar síðan kveikti í öðrum. Þorgeir hoppaði á síðustu stundu yfir til Stjörnunnar áður en hún fór í loftið í júní 1987. Stjarnan gat ekki leyft sér að sýna á sér byrjendasnið, heldur var eins og þar nýttist reynsla Bylgjunnar. Menn vissu nú að fenginni reynslu að þetta var hægt. Frjálsar útvarps- stöðvar voru veruleiki. Við höfðum nú útvarpsstöðvar sem ekki þurfti að taka eins rosalega hátíðlega og verið hafði áður.“ — Hver er að ykkar mati staða ríkisútvarpsins nú á þessum Ijós- vakatímum? Páll: Eg vil hafa ríkisútvarp. Það er eign okkar allra, það er öryggis- atriði og menningarleg nauðsyn. En það verður að endurskoða hlut- verk sitt. Það á að okkar mati ekki að vera markaðsútvarp, það á að fá sitt rekstrarfé á fjárlögum. Það er fáránlegt að það skuli vera að keppa við frjálsar útvarpsstöðvar um aug- lýsingar. Við getum aldrei haft sér- hæfingu, okkur er sniðinn þröngur stakkur vegna markaðarins. Staða ríkisútvarpsins er þar allt önnur. Við erum enn að móta okkar dag- skráruppbyggingu, þar sem við erum að reyna að ná til sem flestra, til þess að lifa þetta af. Og þar má segja að Stjarnan og Bylgjan starfi á svipaðan hátt, þó að vissulega sé áherslumunur.“ Þorgeir: „Það er kominn tími til að aðilar innan ríkisútvarpsins hætti að bera okkur það á brýn að við séum að eyðileggja íslenska menningu og tungu, við erum hluti menningarinnar. En hlutverka- skiptin verða að vera Ijósari í þess- ari ljósvakaleiksýningu.“ — Hverju spáið þið um framtíð- ina? „Viss þróun hefur átt sér stað. Stíflan er brostin, og hefur flætt yfir. Tækniþróunin hefur verið gífurleg. Nú væri óhugsandi að fara af stað með útvarpsstöð jafntækni- lega frumstæða og gert var í upp- hafi. Fleira og fleira fólk hefur öðlast reynslu af starfi á frjálsum útvarpsstöðvum, fólk sem hefur nýjar hugmundir og framkvæmir þær og tekur sjálft ábyrgð á þeim.“ Páll: „Menn eru að jafna sig, átta sig. Ef til vill er þörf á vissri endur- skoðun, við erum enn að þreifa fyrir okkur og leita okkur að far- vegi. Á sama hátt á ríkisútvarpið vonandi eftir að móta sinn farveg skýrar. En frjálsar útvarpsstöðvar eru komnar til að vera,“ segja þeir Þorgeir Ástvaldsson og Páll Þor- steinsson'. VID ERUHI hugmyndina um frjálsa útvarps- stöð, en það var ekki í byrjun.“ — Nú voruð þið báðir starfs- menn á rás 1, Þorgeir fráþví 1977 og Páltfrá 1980, þegar veður skipuðust í lofti. Páll: „Við vorum saman með syrpu á rás 1 1980, og eftir á að hyggja er hún eiginlega fyrsti vísir- inn að rás 2. Það sáum við ekki þá. Við fórum svo báðir yfir á rás 2, sem fór í loftið 1. desember 1983. Við tókum að fullu þátt í þessu ævintýri og trúðum á það, en auð- vitað var ríkisútvarpið að bregðast við eins og markaðsútvarp, ætlaði að vera á undan frjálsu stöðvun- um.“ Þorgcir: „Við trúðum að við vær- um að móta nýtt útvarp, sem yrði ekki eins og rás 1. Vonbrigðin urðu því gífurleg. Við fengum aldrei að vera fullorðinsútvarp. Fengum af- markaðan útsendingartíma frá 10—12 og 2—6. Við máttum ekki trufla auglýsingatíma rásar 1. Átt- um að spila tónlist, vera undirspil í amstri dagsins, en um leið og við færðum okkur út fyrir það rákumst við á vegg dagskrárdeildar. Það var þessi langa leið frá hugmynd til framkvæmdar sem erfitt var að sætta sig við. Páll rakst bara á veggi er hann kom méð nýjar hugmyndir og ég, sem var i forsvari, týndist í þrasi um stjórnunaratriði. Þetta var náttúrlega bara ríkisútvarp. Það var auðvitað stórt skref sem tekið var þegar rás 2 var stofnuð og þá brast stífla. Það varð auðvitað viss bylting í dagskrár- Fyrir fimm árum fór rás 2 í fyrsta skipti í loftið og rauf þar með einokun gömlu gufunnar eða Ríkisútvarpsins eða rásar 1 eins og hún er kölluð í dag. Rás 2 var eign Ríkisútvarpsins, en engu að síður bylting; nú kváðu við nýir tónar sem yngri kynslóðir höfðu þráð svo sáran. Það einkennilega er, að upphaflega, eða árið 1926, var útvarpsrekstur í höndum einkaaðila. En það leið ekki á löngu uns ríkisvaldið lagði hönd einokunar yfir útvarps- sendingar. Frá árinu 1930 hét útvarp á íslandi Ríkis- útvarpið og ekkert haggaði einveldi þess fyrr en risinn fæddi afkvæmi í árslok 1983 sem skýrt var rás 2. Meðal fyrstu starfsmanna rásar 2 voru þeir Páll Þorsteinsson, nú útvarpsstjóri Bylgjunnar, og Þorgeir Ástvaldsson, dagskrárstjóri Stjörnunnar. Þegar PRESSÁN bað þá að líta yfir farinn veg frjálsra útvarpssendinga á íslandi voru þeir strax sammála um eitt: Við erum komnir til að vera! TEXTI: HALLA JÓNSDÓTTIR MYND: MAGNÚS REYNIR — Áttuð þið ykkur gamlan draum um frjálsan útvarpsrekstur? Páll: „Nei, af og frá. Við störfuð- um hjá Ríkisútvarpinu og vorum einfaldlega trúir því starfi. Hug- myndir okkar um útvarp voru mót- aðar af Ríkisútvarpinu og við héld- um einfaldlega að svona ætti útvarp að vera. Maður hlustaði á Jón Múla og svo stalst maður til að hlusta á kanann.“ — Hvar fœddist hugmyndin að annars konar útvarpsrekstri? Þorgeir: „Ja, það var þingnefnd sem skilaði áliti um einkarétt ríkis- útvarpsins. Hjá útvarpinu sjálfu gerðist ekki mikið. Það var í mjög fastmótuðum skorðum. Óskráðar reglur þess voru einna líkastar helgisiðum sem alls ekki var hrófl- að við, nei engum datt það í hug. En breytingarnar í þjóðfélaginu hafa orðið svo miklar. Stóra verkfallið hjá BSRB í Iok áttunda áratugarins skerpti andstæður og hleypti af stokkunum umræðum. Síðan var það annað verkfall sem hafði afger- andi áhrif, árið 1984, þegar út- varpssendingar lögðust niður um tíma. Þá urðu kröfurnar um aðra útvarpsstöð háværar. Og þá, 1984, höfðum við báðir fyrir löngu keypt KOMNIR TIL AÐ VERA!

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.