Pressan - 01.12.1988, Síða 16

Pressan - 01.12.1988, Síða 16
16 i ' n Fimmtudagur 1. desember 1988 úr hæstaréttardómwm ÓFORSVARANLEG MEÐFERÐ Á STÚLKUBARNI í dómi hæstaréttar uppkveðnum 28. apríl árið 1933 var dæmt í máli réttvísinnar á hendur manni nokkr- um sem gefið var það að sök að hafa ekkí sýnt stúlku, sem hreppsnefnd ráðstafaði til hans, næga umhirðu og að hafa ekki gefið henni nægan mat. „Heffir hinn ákærði, og sömu- íeiðis kona hans, stöðugt neitað því að stúlkan hafi verio bundin i f jósinu, heldur aðeins lokuð • • æ a Forsendur málsins voru þær aö sumarið 1929 kom hreppsnefnd Eskifjarðarhrepps barninu fyrir hjá ákærða og konu hans. Stúlk- an var tíu ára göniul og vangefin. Oddviti Eskifjarðarhrepps gerði samning við ákærða þann 7. nóvember sama ár um að ákærði tæki að sér framfærslu barnsins frá 29. júlí 1929 til 29. júlí 1930. Dvaldi stúlkan á bæ þeirra hjóna santningsárið en að þeint tíma liðnum var engin ráðstöfun gerð um framfærslu hennar og dvaldist hún áfram hjá ákærða óumsamið. Um hvítasunnuleytið 1930 lór móðir stúlkunnar i kynnisför á bæinn, þar scm stúlkan dvaldi. Lét hún þess getið við oddvita hreppsnefndar, er hún kom heim, að ekki færi vel unt stúlkuna. Náði ntóðirin santkomulagi við oddvitann unt að fá stúlkuna til sín og í ntars árið 1931 var hún send heim. Maður sá er sótti stúlkuna sagði, að hún hefði verið mjög máttfarin og virst mjög svöng, því hún borðaði mcð ntik- illi áfergju þann mat sem henni var gefinn á lciðinni heint. Samkvæmt vottorði héraðs- læknisins á Eskifirði, sem skoð- aði stúlkuna, var hún mjög mögur útlits; handleggir og fætur grann- ir, lítil fita undir húð. Var hún töluvert undir meðalþyngd eftir aldri og hæð. í báðum hnésbótum voru 5—6 cm_ breiðir harðir, grunnir marblettir, sem læknir taldi líkleg för eftir hönd. Fætur voru báðir bláir að lit, sérstaklega tær, og nokkur bjúgur um ökkla. Á lendum og baki hafði hún út- brot, talsvert útbreidd, meðgraft- arbólum sumstaðar. Hún var mjög máttlítil, þurfti stuðning er hún steig í fæturna, lá með kreppta fætur og virtist mjög hrædd er komið var nálægt þeini. Tæpunt 4 vikum síðar skoðaði sami læknir hana aftur og hafði hún þá m.a. þyngst um 2,6 kg. Máttur hennar hal'ði aukist og hún gat staðið stundarkorn óstudd. Ákærði sagði að hann hefði haft vinnumann og vinnukonu til að sinna þörl'um barnsins á santn- ingsárinu 1929—1930, en sumarið 1930 og veturinn áeftir hefðu ekki aðrir verið á bænum, auk stúlk- unnar, en hann og kona hans. Var stúlkan að sögn þeirra hjóna höfð í baðstofunni um sumarið en er kólna tók í veðri var hún flutt út í l'jós og höfð þar síð- an dag og nótt þar til hún var sótt samkvæmt ákvörðun oddvita. Rúmi hafði verið slegið upp fyrir hana á tröðinni í fjósinu og tjaldað í kring með striga. Pallur var fyrir framan rúmið og tré- bekkur til að sitja á. í rúminu var heydýna, þar á ofan segldúk- spjatla og línbrigði, yfirsæng og koddi. í forsendum dóms aukaréttar segir: „Hefir ákærði, og sömu- leiðis kona hans, stöðugt neitað því að stúlkan hal'i verið bundin í fjósinu, heldur aðeins lokuð inni, og hal'i hún getað hreyl't sig um fjósið en hún hal'i mest hafst við á pallinum fyrir l'raman rúmið, þegar hún ekki lá í rúntinu. Dimmt virðist hal'a verið í fjósinu og þungt loft, en hiti sæmilegur.“ Ákærði neitaði stöðugt að stúlkunni hel’ði ekki verið gefið nóg að borða. Við rannsókn máls- ins kom í ljós að hún gat ekki borðað allan mat hjálparlaust og átti það til að fleygja matnum. Ákærði gætti þess ekki að hún borðaði þann mat sem fyrir hana var borinn. Hann gaf þá skýringu á holdafari stúlkunnar að hún hefði verið lasin í nokkra dagaáð- ur en hún fór og þess vegna hefði hún lagt af. Ekki sá hann ástæðu til að kalla á lækni þrátt fyrir þau veikindi. Varðandi marbletti í hnésbót- um stúlkunnar þóttust hjónin ekkert við þá kannasl. Konan sagðist ekki hafa tekið eftir þeim þar sem dimmt hefði verið i fjós- inu. Þeint var þó kunnugt um að stúlkan hafði bjúg á fótum og sögðu það stafa af því að hún hefði alltaf verið blaut í fæturna. Konan viðurkenndi að hún hefði ekki getað sinnt stúlkunni, þar sem hún hefði veriðein á bænum. Hún var vanfær um þær mundir og ól barn í janúarmánuði og var mjög lasburða eftir barnsburð- inn. Sagði hún þetta allt hafa dregið úr vinnukröftum og starfs- þreki sínu, Ákærði viðurkenndi að ekkert vit hefði verið að hafa stúlkuna á bænum við þær aðstæður sem þau hjón gátu boðið henni upp á. Hann færði sér það til málsbóta að stúlkan hefði verið hjá sér ósamið og í reiðuleysi og hann reiknað með, að hún yrði sótt á hverri stundu. í forsendum dóms aukaréttar segir: „Þykir alveg vafalaust, að skortur á nægilegri fæðu, léleg aðbúð og vanhirða hafi verið orsök þessa eyndarástands, er hún var í, er hún var tekin af bænum og, að hún hafi í raun réttri verið að veslast upp fyrir vöntun á hin- um sjálfsögðustu lífsskilyrðum: Svo sem nægilegri fæðu, Ijósi og lofti. Þess ber þó að gæta, að gegn neitun ákærða er það ekki sann- að, að barnið hafi, vísvitandi, ver- ið svelt, heldur mun um að kenna, að þess hafi ekki verið gætt sem skyldi, að hún borðaði þann mat, sem fyrir hana var borinn. Hins vegar verður það að teljast alveg óforsvaranleg meðferð á stúlkunni, að hafa hana innilok- aða dag og nótt í loftlitlu og dimmu fjósi vetrarmánuðina 1930—’31, sem hún dvaldi á bæn- um. Ákærði hefur að vísu borið það fyrir, að ekki séu einsdæmi að fávitar hafi verið hafðir í fjósum og þó rétt muni vera, að slíkt hafi áður komið fyrir á landi hér, þá er það síst til eftirbreytni og alveg óafsakanlegt að beita svo misk- unnarlausri meðferð við barn á aldur við l..“ í forsendum dómsins segir: ...En þótt hreppsnefndin hafi sýnt lítt skiljanlegt tómlæti í öllu þessu máli, bæði nteð þvi að ráð- stafa ekki barninu strax og samn- ingstími var útrunninn og eins með þvi að ganga ekki miklu fyrr úr skugga um, hvernig henni liði á bænum, þrátt fyrir ítrekaðar umkvartanir yfir meðferðinni, þá losar þetta ekki út af fyrir sig ákærða við ábyrgð. Því honum bar, að sjálfsögðu, að tilkynna hreppsnefndinni, ef hann Ieit svo á, að barnið væri í reiðuleysi hjá sér, að hann gæti ekki haft það lengur, þegar hann sá fram á, að hann gat ekki látið því líða sóma- samlega vegna erfiðra heimilis- ástæðna." Við ákvörðun refsingar í auka- rétti var tekið tillit til heimilis- ástæðna þeirra hjóna um þær mundir er stúlkan dvaldi á heimili þeira og með hliðsjón af því, að mjög ógreinilega var gengið frá samningum við ákærða, þótti refsing hæfilega ákveðin fangelsi við venjulegt fangaviðurværi i einn mánuð auk alls kostnaðar sakarinnar. Dómur þessi var síðan staðfest- ur í hæstarétti. ■ Regnboginn frumsýndi um síðustu helgi dönsku kvikmyndina Babbettes Gæstebud, en hún hlaut Óskarsverölaunin sem besta er- lenda myndin viö síðustu úthlutun þeirra verðlauna, sem sumir halda aö sé gæðastimpill. Þetta er unaös- leg mynd, gerö af Gabriel Áxel, sem mörgum er I fersku minni hér á landi, því hingað kom hann fyrirein- hverjum árum og geröi hér kvik- mynd sem kallaðist Rauöa skikkj- an. Síðan þáhefurmikiö vatn runniö til sjávar og mörg vor tekið viö af vetri. Gabriel þessi lengstum veriö búsettur I Frakklandi, enda kemur. það land og menning þess mjög viö sögu myndarinnar! Myndin er gerö eftir samnefndri sögu dönsku skáldkonunnar Karenar Blixen og segir frá frönskum meistarakokki sem flýr París og sest að hjá tveim- ur öldruöum piparjómfrúm á Jót- landi, I afar smáu þorpi. Konur þess- ar, reyndar systur, eru dætur predik- arans á staðnum og hafa helgað llf mm mm Æ 1 iglpp: ■*-JL, « sitt guöi og andlegum efnum — matur er þeim ekki nautn heldur næring og allt líf þeirra einkennist af afneitun. Einkum þó holdsins, I hvaöa mynd sem það birtist. Mynd- in er sem fyrr segir unaðsleg, þetta er ekta bíó meö persónum, sögu- þræði, dýpt og hugsun — listaverk. Ekkert bla bla hér á ferö frá frænd- um okkar Dönum. Ljósmyndari PRESSUNNAR, Helga Vilhelmsdóttir, var viðstödd frum- sýninguna og festi þar á filmu nokkra gesti. Vala Thoroddsen og dóttlr hennar María voru meðal gesta, en sú siðar- nefnda fæst m.a. við að uppfræða unga íslendinga um Dani og danska tungu. Danski sendiherr- ann var að sjálf- sögðu viðstaddur herlegheitin og sést hér (t.v.) á tali við Friðbert Páls- son, forstjóra Há- skólabíós. Og hér sjást sömu herrar á tali við forseta vorn, frú Vigdisi Finnbogadóttur.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.