Pressan - 01.12.1988, Síða 26

Pressan - 01.12.1988, Síða 26
26 '-FÍHnrfttUdag&l' 1.r dtís,enib!éif':Í988 Bitlavinir sveiflast til i óstjórnlegri gleði. Frá vinstri: Haraldur Þorsteinsson, Stefán Hjörleifsson, Eyjólfur Kristjánsson, Rafn Jónsson og Jón Ólafs- son (hvers andlit er óskýrt vegna hláturs!) Pressumynd: Gunnar H. Arsælsson. BÍTLAVINIR ALLTAF 6AMAN HJÁ OKKUR Hinir ungu, eiturhressu og kátu piltar í Bítlavinafélag- inu láta sitt ekki eftir liggja í plötuútgáfu núna fyrir há- tíð barnanna. í síðustu viku kom út hljómplatan 12 ís- lensk bítlalög, óður Bítlavinafélagsins til bítlapoppsins, lakkrísbindisins og túberaða hársins. Platan rauk beint í toppsæti vinsældalista PRESSUNNAR og segir það meira en mörg orð um vinsældir hljómsveitarinnar. Sumir segja að það sé peningalykt af þessari plötu en aðrir láta sem þeir hafi himin höndum tekið. Rokkpress- an mælti sér mót við Bítlavinafélagið á einu kaffihúsa borgarinnar. Þeir félagar voru mættir „med fulde fem“ og fyrsta spurningin var hvernig hljómsveitin hefði orð- ið til. Palli: Ja, mér finnst þú bara ekki líta vel út. Beta: Meinaröu heilsufars- lega eöa ertu aö meina klæöa- burðinn? Palli: Ja, þessi blússa er t.d. alveg ferleg. Beta: Hvaö er þaö viö blúss- una, sem gerir það að verkum að ég lít svona illa út? Palli: Ja, hún passar bara ekki. Beta: Finnst þér hún of víð? Palli: Þaö getur verió. Beta: Hvaö meö litinn á henni. Fer hann mér eitthvaó illa? Palli: Þetta er nú svolitið furóulegur litur. ... og svo framvegis og svo framvegis. Síöasta aðferöin, sem sagt verður frá hér, er kennd viö bil- aöa grammófónplötu. Hún felst í því aö endurtaka alltaf sömu oröin og er t.d. tilvalin í viðureign viö ýtiö afgreiöslu- fólk eða þegar maöur þarf aö kvarta undan lélegri þjónustu eöa skila gallaöri vöru. Tökum líka dæmi um þetta: Sölumaður: Ég veit að þú vilt eignast þessa bók, því hún er bæöi fræöandi og bráð- skemmtileg. Viðskiptavinur: Ég get vel skilið aö þú sért á þeirri skoö- un, en ég hef ekki áhuga á bókinni. Sölumaður: Þú ættir aö leiöa hugann aö því hvaö þú styrkir gott málefni með því aö kaupa hana. Hugsaöu um fötl- uöu börnin, sem ágóöinn renn- ur til! Viðskiptavinur: Málefnió er vissulega gott, en ég hef ekki áhuga á henni. Söiumaður: Ef nógu margir kaupa eintak getur ágóðinn gert kraftaverk fyrir þessi vesalings börn. Viðskiptavinurinn: Það er eflaust hárrétt, en ég hef ekki áhuga. Sölumaðurinn: Ég trúi bara ómögulega að þú ætlir ekki að Margir eiga erfitt með að stofna til sambands við manneskju, sem þeir laðast að. rétta þessum aumingjum hjálparhönd. Viðskiptavinurinn: Þaó er greinilegt, en ég hef því miður engan áhuga á bókinni. Sama og þegið. HÆTTU AD VERA FÓTAÞURRKA Dæmin hér aö framan virö- ast kannski einföld og jafnvel einfeldningsleg, en þaö getur verið ótrúlega erfitt fyrir sumt fólk að tileinka sér þessar aö- ferðir. Mörgum finnst þetta svo hræðilega kjánalegt aö þeir koma sér ekki einu sinni til aö reyna aö fara eftir þessu. En þaö er ekkert grín aö láta annað fólk leika á sig eins og hljóðfæri og skorti þig ákveöni áttu í raun fárra kosta völ. Annaðhvort heldurðu áfram aö vera fótaþurrka fyrir alla í kringum þig (eöa einhverja ákveðna aðila, sem hafa sér- stakt tangarhald á þér) eöa gerir eitthvað í málinu. Þaó er sæmilegasta byrjun aö tileinka sér aðferðirnar, sem hér hafa verið nefndar. Þær eru þó ein- ungis toppurinn á ísjakanum, því þaö er flókið aö breyta gamalgrónu hegóunarmunstri og viðbrögöum. Hvernig væri að lesa aftur boðoróin, sem sérstaklega eru samin fyrir fólk, sem skortir ákveóni? Þú átt nefnilega líka rétt á aö vera til — og njóta þess! Jón Ólafsson tók til máls: „Það var þannig að ég var stjórnandi kórs Verslunarskólans og við vorum að setja upp sýningu með bítlatónlist. Það vantaði hljómsveit til að spila undir og þessi mannskapur var fenginn til þess á einn eða annan I hátt. Við æfðum 14—15 bítlalög og eftir þetta vorum við beðnir að spila á skólaballi og þá bættust 10 lög við. Svo bar það við að Eyjólfur var beðinn að sjá um Lennon-kvöld á Gauknum. Hann hóaði í okkur og þessi kvöld urðu geysilega vinsæl. Svona hlóð þetta smám saman utan á sig og þar sem við höfðum ekkert sérstakt að gera á þessum tíma (1986, innsk. GHÁ) ákváðum við að skella okkur í dansleikjabrans- ann, enda komnir með 30—40 bítlalög á prógramm. Og hér erum við í dag.“ AURAR, BERKLAR DGLOPAR — Þannig að það lá beinast við að skíra hljómsveitina Bítlavinafé- lagið? „Já, það var hann Haraldur bassaleikari sem kom með nafnið. En það komu mörg önnur til greina, s.s. Aurar, Berklar og Lopar. Við vildum hafa nafnið sem hallær- islegast, okkur finnst Bítlavinafé- lagið ágætlega halló. “ — Segjam sem svo að þið hefð- uð kallað ykkitr Dýravinafélagið eða einhvað slíkt, værnð þið þá jafnvinsœlir og rattn ber vitni? „Kannski hjá dýrum, ha, ha, ha. Nafnið er sennilega komið út frá kattavinafélaginu, en það myndi sennilega engu breyta hvað hljóm- sveitin héti. Málið er að þegar við vorum með Lennon-kvöldin urðum við að kalla okkur eitthvað í sam- ræmi við það.“ — Á hverju byggjast hinar miklu vinsœldir ykkar? „Við erum mjög duglegir við að spila og fólki líkar það. Við tökum lítið af „pásurn" á böllum og förum mjög víða um landið að spila. Bubbi og Megas hafa nú farið ansi víða líka með gítarinn og þénað ágætlega á þvi. En við erum alltaf með allt okkar kerfi og það sýnir sig sjálft að þegar við erum kannski að spila fyrir 20—30 manns á Raufar- höfn á þriðjudagskvöldi þá græð- um við akkúrat ekkert á því. Sanrt virðist þetta skila sér i vinsældum hljómsveitarinnar og plötusölu.“ ENGIN YFIRBORÐSMENNSKA — Imynd hljómsveitarinnar finnst mér vera sá að þið séuð alltaf fyndnir, kátir og skemmtilegir. Er þetta alltaf svona hjá ykkttr, aldrei dauður punktur? „Voðalega sjaldan. Það er alltaf mjög gaman hjá okkur þegar við er- um að ferðast á milli staða í rútunni okkar og svoleiðis. En við gerum ekkert í því að vera með einhverja grínímynd, við erum bara eins og við erum, persónuieiki tónlistar- manna endurspeglast í framkomu þeirra í fjölmiðlum, ha, ha, ha. Þetta finnst okkur æðislega góð setning!! f“ — Það myndi nú vœntanlega sjást áykkar ef þið væruð að retnb- ast daginn út og inn við að vera fyndnir. „Já, það er rétt, það sést nú yfir- leitt á mönnum. Hluti vinsældanna er kannski líka sá að fólk finnur sig í hljómsveit eins og okkur, þvi það hrjáir okkur ekki nein yfirborðs- mennska, við erum hallærislegir ef við erum það og töff ef einhverjum finnst það líka. Við reynum ekki að vera neitt annað en við erum, mæt- um ekki með blásið hárið og glimmer í andlitinu í sjónvarpið. Bítlavinafélagið samanstendur af hallærislegum ungum mönnum!“ — Hvað réð lagavali á plötuna? „Það réð því nú svolítið sú stað- reynd að tónlistarmenn eins og Gunni Þórðar og Rúni Júl eru búnir að taka upp töluvert af gömlum lögum. Við vildum ekki taka lög sem aðrir voru búnir að setja á plöt- ur. Fyrir okkur vakti líka að koma með lög sem ekki eru „til“, þ.e.a.s. í endurútgáfum. Þetta eru lög sem ungt fólk þekkir ekki mjög vel og m.a. þess vegna héldum við okkur sem mest við upprunalegar útsetn- ingar laganna. Sumir eru fúlir út í okkur fyrir að vera með því sem næst upprunalegar útsetningar, aðrir fúlir vegna þess að við dirfð- umst að snerta þessi lög yfirhöf- uð.“ — Má þá kannski segja að þessi plata sé framleidd af liugsjón? „Þessi plata er hugsjón. Sumt fólk finnur peningalykt af henni af þvi hún selst vel, en svo myndi sanra fólkið kannski segja að þetta væri hugsjónaplata ef hún seldist illa.“ — Hvenœr kom frant sú hug- mynd að gera þessa plötu? „Bara einhvern tímann í rútunni. Við vorum að hlusta á þessi lög og einhvern veginn barst það í tal að gera svona plötu. Okkur fannst þetta heillandi hugmynd. Við frarn- kvæmdum húgmyndina og hér er platan. En í vor kemur svo væntan- lega plata með frumsömdu efni, það er aldeilis kominn tínri á það. Við eigum orðið haug af lögum sem við eigum eftir að sýna hver öðrum og rífast síðan um hvaða lög fara á plötuna,“ segja þeir bítlavinir og hlæja allir í einurn kór. LOFORÐ í 33 ÞÚSUND FETUM — 77/ hvaða hlustendahóps höfðar platan? „Hann er ákaflega breiður. Það sést best á því að um daginn vorum við að árita plötuna uppi í Kaup- stað og ætli meðalaldur kaupend- anna hafi ekki verið um og yfir fer- tugt !! Svo um síðustu helgi vorum við að spila á balli í Stapanum og þar var náttúrlega mestmegnis ungt fólk. Þannig að hlustendahópur okkar er stór og breiður.“ — Fyrir utan ykkur syngur Jón- as R. Jónsson, sem hér í den var meðlimur í Náttúru og Flowers. Hvers vegna syngur ekki einhver af ykkur þetta lag, Gluggann? Við treystum okkur eiginlega ekki i það. Jónas var líka búinn að syngja lagið með okkur á tónleik- um og eftir það kom ekki annað til greina en að hann syngi lagið inn á plötuna.“ — Stefán Eggertsson syngur svo lagið Dimmar rósir. Hver er þessi náungi? „Þetta er söngvari úr hljómsveit sem kallaði sig Tatara. Hann söng þetta lag og annað til sem heitir Aldrei meir, síðan hætti hann bara í Töturum. Þetta er í fyrsta skipti síðan hann hætti sem hann syngur inn á plötu. Við tókum af honum loforð í 33ja þús. feta hæð á Saga Class á leiðinni til New York ein- hvern tímann að hann syngi þetta lag inn á plötuna. Stefán var að fara á þing háls-, nef- og eyrnalækna í milljónaborginni. Hann stoppaði blóðnasir sem Eyjólfur fékk á leið- inni, rnikill heiðursmaður." NÖGL í HÁLSTÖFLUBOXI — Það er lag á 12 íslenskum bítlalögum sem heitir Skuldir. Finnst ykkur þetta viðeigandi ef miðað er við þjóðfélagsástandið í dag? „Já, nrjög, og við höfum kannski verið mjög hittnir þarna. En við skuldunr svo mikið sjálfir, erum skuldum vafin hljómsveit! Bítla- vinafélagið er búið að fjárfesta svo mikið að það er alveg hræðilegt!!“ — Er fjárfestingarœvintýri í gangi Itjá ykkur? „Ja, svona eitt litið og nett! En við erum ekkert öðruvísi en aðrir ís- lendingar. Allt leit æðislega vel út fyrir hálfu ári og þá var rokið til og keyptar græjur. Tveimur mánuðum síðar var allt komið á kúpuna!!!!! Við ættunr að taka Harald bassa- leikara til fyrirmyndar því hann er t.d. búinn að vera með sömu nögl- ina síðan 1971, geymir hana í gömlu hálstöfluboxi.“ ■

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.