Pressan - 12.01.1989, Blaðsíða 3

Pressan - 12.01.1989, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 12. janúar 1989 Ómar Ragnarsson trettamaður er einnig gamaireyndur í skemmtana- lífinu. Þrjátíu ára afmælið i þvi fagi nálgast. „Þetta verður ekki beinlínis annáll heldur ætla ég að fjalla um eitt og annað sem þjóðin hefur verið að aðhafast síðastliðin þrjátíu ár,“ sagði Ómar Ragnarsson er hann var spurður um nýja skemmt- un sem hann hleypir af stokkunum innan skamms. Skemmtidagskrá Ómars verður á Hótel Sögu í vetur. Og hann verður aldeilis ekki einn síns iiðs á sviðinu. Hermann Gunnarsson Valsari hef- ur verið kvaddur gamla Frammar- anum til liðsinnis. Helga Möller söngkona verður einnig með í sprellinu, Jón bróðir Ómars verður til staðar, leynigestir koma í heim- sókn og sex manna hljómsveit húss- ins sér um tónlistina auk Hauks Heiðars Ingólfssonar. „Dagskráin er sett saman i tilefni þess að ég hef fengist við að skemmta fólki i þrjátíu ár,“ sagði Ómar. „Þarna er þó ekki um upp- rifjun á gömlu efni að ræða. Margt hef ég verið að setja saman að und- anförnu. Þá verður dagskráin ekki fastmótuð frá viku til viku. Ég ætla að breyta henni svolítið í samræmi við það hvaða fólk er að skemmta sér á Sögu hverju sinni.“ Þjóðin í þrjátíu ár nefnist, skemmtidagskrá Ómars. Hún verður flutt fyrsta sinni þann 4. febrúar. Einar Már Guðmundsson er aldeilis ekki að lesa upp í fyrsta skipti i Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á sunnudaginn. Hann heimsótti safn- ið fyrir jól og las þá úr smásagna- safni sínu, Leitinni að dýragarðin- um. Pressumynd: Helga Vilhelmsdóttir. Þýðendur á Lauaamestanga ÞýÖendur nokkurra erlendra úrvalsbóka ætla að koma sam- an ( Listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar á sunnudaginn og lesa upp fyrir sjálfa sig og gesti safnsins. Aöur en lesturinn hefst veröur rætt um vanda þýð- enda hér á landi. Þeir sem lesa upp í listasafn- inu eru Siguröur G. Tómasson, Álfheiður Kjartansdóttir, Berg- lind Gunnarsdóttir, Ingibjörg Haraldsdóttirog EinarMárGuð- mundsson. Ingibjörg heldur að auki tölu um þýðingu sína á Fá- vitanum eftir Dostojevskí. Dag- skráin hefst klukkan hálfþrjú. A BIFREIÐA HLUNNINDI Endurgjaldslaus afnot launamanns af bifreið launagreiðanda eru staðgreiðsluskyld og skulu þau metin honum til tekna þannig: Af bifreið sem tekin var í notkun á árunum 1987 og 1988 eðatekin verður í notkun á árinu 1989 skal meta 20% af kostnaðarverði bifreiðarinnar sem hlunnindi til tekna. Af eldri bifreið skal meta 15% af kostnaðarverði sem hlunnindi til tekna. Kostnaðarverð er skilgreint sem staðgreiðsluverð sam- kvæmt verðlista á sams konar bifreið nýrri af árgerð 1989, að meðtöldum kostnaði vegna hvers konar auka- og sérbúnaðar. Verðlisti fæst hjáskattstjór- um og RSK. Hafi launamaður greitt hluta af verði bifreiðar skal lækka verð bifreiðarinnar til hlunnindamats um þá fjárhæð sem launamaðurinn sjálfur greiddi. Mánaðarleg hlunnindi teljast 1/12 af hlunnindamati bifreiðar. Ef afnot launamanns eru takmörkuð við hluta af mánuði skal meta bifreiðahlunnindi hans í réttu hlutfalli við þann dagafjölda í mánuðinum sem hann hefur afnot af bifreiðinni. Greiði launamaður eldsneyt- iskostnað (og smurningu) skal lækka hlunnindamat um 4 prósentustig, þ.e. í 16% eða 11 % eftir aldri bifreiða. Heimilt er að lækka hlunnindamat ef launamaður greiðir annan rekstrar- kostnað enda afhendi launamaður launagreiðanda sínum kvittanir frá þriðja aðila fyrir slíkum kostnaði og fái hann ekki endurgreiddan. Greiði launamaður launagreið- anda sínum fyrir afnot af bifreið endur- gjald sem er lægra en hlunnindamat, skal mismunurinn teljast launamanni til tekna. Launamanni, sem hefur takmörk- uð not af bifreið launagreiðenda, skal meta til hlunninda 10 kr. per ekinn km. Þetta á þó ekki við akstur milli heimilis og vinnustaðar ef slíkur akstur er hon- um ekkitil hagsbóta. Endurgreiddur kostnaður til launamanns vegna afnota launagreiðanda af bifreið hans, sem halda má utan staðgreiðslu, er metinn þannig: Kílómetragjald undir viðmiðunarmörkum: Fyrir 1- 10.000km 16.85 pr. km. Fyrir 10.001-20.000km 15.10pr.km. Fyrir 20.001 km. -> 13.30pr.km. Þar sem kílómetragjald er lægrafyrir akstur umfram 10.000 km þarf launagreiðandi aðfylgjast með heildarakstri launamanna í hans þágu. Fái launamaður greitt kílómetragjald frá opinberum aðilum vegna aksturs í þágu þeirra, sem miðast við „sérstakt gjald" eða „torfærugjald" sem Ferðakostnaðarnefnd ákveður, má hækka viðmiðunarfjárhæðir sem hér segir: Fyrir 1-10.000km akstur - sérstakt gjald hœkkun um 2.60 kr. pr. km. — torfœrugjald hœkkun um 7.00 kr. pr. km. Fyrir 10.001-20.000km akstur-sérstaktgjald hœkkun um 2.30 kr. pr. km. — torfœrugjaid hœkkun um 6.25 kr. pr. km. Umfram 20.000km akstur - sérstakt gjald hœkkun um 2.05 kr. pr. km. — torfœrugjald hœkkun um 5.55 kr. pr. km. Skilyrði fyrir niðurfellingu staðgreiðslu vegna kílómetragjalds er að færð sé reglulega akstursdagbók eða akstursskýrsla þar sem skráð er hver ferð, dagsetning, ekin vegalengd, aksturserindi, kílómetragjald greitt launamanni, nafn og kennitala launamanns og einkennisnúmerökutækis. RSK RIKISSKATTSTJÓRI

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.