Pressan - 12.01.1989, Blaðsíða 16

Pressan - 12.01.1989, Blaðsíða 16
16 Fimmtudagur 12. janúar 1989 plötur BUBBI Spor í rétta átt l’ó lalsverl sé liöið síðan plalan Serbian Flower með Bubba Morthcns kom úl er það ekki l'yrr en nú sem ég kem mér til að skrila hér nokkrar línur um plötuna. Hvers vegna ég hel'ekki skril'að utn hana fyrr er mér ennþá hulin ráð- gáta og sennilegast rannsóknarel'ni l'yrir sáll'ræðinga. En nóg er komið al' kjal'tæði og ómerkilegu hjali. Á Serbneska blóminu er úrval þekktustu laga Bubba l'rá siðast- iiðnum tvcimur árum og er megin- uppistaðan al' Frelsi til sölu, scm kom út árið 1986, og plötunni 56, sem kom út siðasta sumar. Aðeins eitt lag er al' Dögun, lagið Voiecs ol' Freedom (Frelsarans slóð), og eitt lag l'rá MX-2l-timabilinu, lagið Moon in thc Gutter (Skapaði l'eg- urðin hamingjuna?). Öll lög Serbian Flower eru í nýj- um útsctningum sem þó eru byggð- ar á þeim eldri. Sama er um textana að segja, grunnhugmyndir þeirra l’á að standa ál’ram. Sá maður sem á hvað mestan heiðurinn al' þcssari plötu, l'yrtr utan Bubba að sjáll'sögðu, cr sænski þúsundþjalasmiöurinn Christian Falk, sem ásanit þvi að taka plötuna upp og útsetja lögin spilar á l'jölda hljóðl'æra og syngur að auki. Annar Svíi kemur einnig talsvert við sögu sem aðstoðarmað- ur Falks, lelagi hans Stel'an Glau- mann, sem þó er einungis í upp- tökustjórn. En hvernjg skyldi svo Bubba tak- ast upp? Ég held að þrenningin Bubbi-Falk-Glaumann hal'i leyst þetta verkel'ni ágætlega al' hendi. Það hlýtur að vera ansi strembið að varpa islenskum textum yl'ir á ensku og endurútsetja lögin þannig að vel sé. Eti markmiðið með þess- ari plötu er að sjáll'sögðu að koma Bubba á l'ramfæri erlendis, þ.e.a.s. á enskum markaði. Eað er svo nátt- úrlega stóra spurningin hvernig til tekst með markaðssetninguna, en í Skandinavíu hefur þessi plata l'eng- ið jákvæða umfjöllun og smáskíl'an Moon in tli'e Gutter fékk frábæra dónia þegar hún kom út um mitt síðasta sumar. Að niínu áliti er lagið lika það lag sem ris hvað hæst á Serbian Flower, en að auki eru lögin Battlefield ol' Sex (Sársauki — af 56), Six o’clock in thc Morning (Sex að morgni — af Frelsitiu) og Whale- song (Er nauðsynlegt að skjóta þá? — einnig af Frelsinu) í l'ínu „l'ormi" á Serbian Flower. Það verður fróð- legt að fylgjast með því hvernig tekst að markaðssetja rokkarann Bubba Morthens erlendis, eins rammíslenskur og hann er i raun og veru. Serbian Flower er fyrsta spor- ið í þá átt og svei mér þá ef það spor er bara ekki í rétta átt. ■ Margt af þvi, sem lesa má um t vis- indaskáldsögum, gæti brátt orðið að veruleika. Svo er fyrir að þakka merkilegri uppgötvun fimmtugs Skota, sem heitir Sandy Kidd. Auðvitað hvílir mikil leynd yfir mál- inu, en uppgötvunin tengist ferða- lögum á milli staða. Maðurinn er nefnilega sagður hafa fundið aðferð til að yfirvinna þyngdarlögmálið. Sagt er, að fyrir tilstilli Kidds munum við í náinni framtið geta skotist í dagsferðir til Ástraliu, þar sem flug þangað muni einungis taka örfáar minútur, og í helgarferðir um Vetrar- brautina. Það mun t.d. einungis taka Sandy Kidd laetur ekki mikid yfir sér, en virtir vísindamenn segja hann hafa fundið upp leið til að yfir- vinna þyngdarlögmálið. 34 klukkustundir að „fljúga“ til mars, ef einhver hefði áhuga á slikri ferð. Kidd vann að þessu verkefni i fimm ár i garðskúrnum sínum, en nú hefur hann fengið aðstöðu i Kali- forníu til að halda því áfram. Vísinda- menn, sem fengið hafa að fylgjast með rannsóknunum, segja uppgötv- unina ganga kraftaverki næst og að þeir myndu ekki hafa trúað þessu, nema af því að þeir sáu það með eig- in augum. Við hin verðum víst að bíöa enn um sinn, áður en við fáum að vita um hvað málið snýst ná- kvæmlega. En lokaáfanginn ku eiga að vera smíði afar nýstárlegs farar- tækis. Enn viröast menn fikta viö svartagaldur, ef marka má frásögn konu, sem seg- ist vera fyrrverandi galdra- norn. Konan heitir Jacquie Balodis og segist m.a. hafa séd mannfórnir, bæöi i Bandarikjunum og Bretlandi — og samkvæmt lygamæli var hún ekki aö fara med ósannindi. Jacquie sagði, að konur innan slikra „safn- aða“ gengju með börn i þeim eina tilgangi að útvega lifandi mannverur fyrir fórn- arathafnir. Sjálf ól hún tvö börn, sem hlutu þessi örlög, en núna hefur hún stofnað samtök til að berjast á móti djöfladýrkendum. Allir þeir\ sem greitthafa laun á árinu 1988, skuiu skila launamiðum vegna greiddra launa á þar tilgerðum eyðu- blöðum til skattstjóra. Frestur tii að skiia launamiðum rennurút20.janúar. RÍKISSKATTSTJÓRI 5. i

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.