Pressan - 12.01.1989, Blaðsíða 19

Pressan - 12.01.1989, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 12. janúar 1989 19 spain vikuna 12. jan. — 19. jan. (21. mars — 20. aprilj Það verður öllu léttara yfir þér næstu daga en veriö hefur um langan tima. Þér fellur ekki framkoma náins ættingja I þinn garð og skalt ekki hugsa þig tvisvar um að segja álit þitt. Slíkt verður þér til góðs síöar meir. Umfram allt verðurðu að varast að láta skapið hlaupa með þig i gönur þótt einhverjir aðrir séu með leió-’ indi. (21. apríl — 20. niaí) Þú hefur óvenjumikið að gera í næstu viku og eyðir mestum fritima þínum meö einhverjum sem þú hefurekki séð lengi. Reyndu að hressa þig við og eyða deyfð- inni sem hefur umlukið þig. Er ekki orðiö timabært að hreinsa til á heimilinu eða taka til hendinni á öórum vettvangi? 'i (21. mai — 21. jiini) Einhver sem þu hefur aldrei getað fellt þig við sýnir á sér nýja hlið. Það kemur þér á óvart hversu langan tíma það tók viðkomandi að sýna sinn rétta mann, en ef þu hefur biðlund færðu skýringarnar. Reyndu ekki að ganga eftir þeim of snemma. (22. júní — 22. jiilí) Þú hefur átt óvenjunáðuga daga uþp á siðkastiö, en nú tekur alvara lifsins aftur við. Láttu skemmtanalifið eiga sig um helgina og byggóu þig fremur upþ fyrir átökin sem framundan eru. Þú þarft á allri starfsorku þinni að halda. Peninga- áhyggjur verða brátt úr sögunni og þú sérð fram á bjartari daga en gerst hefur um mánaða skeió. (23. jlili — 22. ágiisl) Þérverður boðiðað hitta persónu sem þig hefur lengi langað til að kynnast. Varastu að gera of miklar kröfur svo þú verðir ekki fyrir vonbrigðum. Mundu að láta engan bilbug á þér finna og láttu ekki traöka á skoðunum þínum. Ef þér finnst svartsýnin vera að ná tökum á þér llttu þá I kringum þig og sjáðu hversu margir hafa það mun verra en þú. 3$ (23. ágúsl — 23. sepl.) Samkvæmi sem þér hefur verið boðiö i um helgina freistar þln litið. Reyndu aó ýta frá þér sektarkenndinni sem nagar þig og mundu að hver hefur rétt á að lifa lífinu eins og hann sjálfur kýs. Eldri þersóna þarf á þér að halda núna, meira en nokkru sinni fyrr. (24. sepl. — 23. okt.) Nú er rétti timinn til að gera upp málin við mann sem kom illa fram við þig fyrir skömmu. Stattu á rétti þínum og gefðu ekkert eftir. Fjármálin virðast vera að lagast að nýju eftir lægð I þeim málum en varastu að eyða um efni fram, peningar vaxa ekki á trjánum eins og þér ætti löngu að vera orðið Ijóst. Eyddu meiri tíma með maka þínum. (24. okt. — 22. nóv.) Þótt þú sért ekki alls kostar sáttur við málalok I ákveönu máli, sem hvilt hefur á þér I langan tíma, veróurðu þó öllu léttari þegar þú sérð hvaða stefnu það tók. Þú þarft að taka þig áog veraduglegri heima fyrir. Mundu að taka tillit til þeirra sem þurfa að umgangast þig mikið. (23. náv. — 2!. des.) Þér veitir ekki af svolitilli hvild um helgina eftir amstur síðustu daga. Taktu ekki meiri vinnu að þér en þú ræður við með góðu móti og gættu þess að lofa ekki upp (ermina á þér. Einhver á heimil- inu er oröinn svekktur út í þig svo þú skalt vera eins mikið heima við og þér er unnt. (22. des. — 20. janúar) Miklaðu ekki fyrir þér samkvæmi sem þú þarft að halda. Það leysist allt ein- hvern veginn og óþarfi að missa svefn að ástæðulausu. Þér berst liösauki úr óvæntri átt. (21. janiiar — 19. febrúar) Skapofsi þinn hefuroftaren einu sinni komið þér i vond mál. Reyndu nú að telja uþþ að tíu áður en þú rýkur upp svo þú missir ekki allt út úr höndunum. Einhver þérnákominn erfarinn aðþreytast ákröf- unum sem þú gerir til hans og þið þurfið að leysa málin áður en þau lenda i óleys- anlegri flækju. (20. febráar — 20. mars) Nú þarftu að taka á honum stóra þinum til að hlutirnir gangi upp. Gættu þess að fá nægan svefn, þvl án hvildar- innar miðar þér hægar en ella. Þú lætur fjölskyldumeðlimi fara i taugarnar á þér að óþörfu og þarft að læra meiri tillits- semi. lófalestur í þessari viku: Forvitin (kona, fædd 11.10. 1959) ALMENNT: Þessi unga kona hefur mjög blandaða hönd. Hún hefur fremur heimspekilegan hugsunarhátt og það bendirýmislegt til þess að hún hafi afarsterka réttlætiskennd. Hún geturveriðmjögskörp. Þaðværit.d. hægt að lýsa henni sem raunsærri hugsjónamanneskju. Það hafa orðið verulegar breyt- ingar í lífi hennar (tengdar fram- kvæmdum hennar og jafnvel fjöl- skyldunni), þegar hún var 18—25 ára gömul. TILFINNINGALÍNAN (1); Þetta er hlýleg og fjölhæf per- sóna, sem getur auðveldlega farið af einu sviði yfir i annað. Hún hefur ákveðna hæfileika til þess að leið- beinaog hjálpa öðru fólki og hún er fórnfús I eðli sínu. Hún er næm fyrir tónlist og hljómfalli. Það má eiginlega segja að hún sé mjög hrifnæm mann- eskja. Kannski lika svolitið óróleg. ERT ÞÚ FORVITIN/N? Ef þú vill lálu lesa úr lófanum þínum skuliu senda TVÖ LJÓS- RITaJ hœgri hendinni (nema þú sérl örvhenl/ur) og skrifa aftan á blöðin lykilorð, ásaml upplýsing- um um kyn og fœðingardag. Hver veii netna þinn lófi verði nœsturl- ur! i framhiáhlaupi Björgvin Halldórsson er kominn á sviö aö nýju. Hann hefur endurreist þá fornfrægu Brimkló meö nokkrum göml- um félögum sínum. Hljóm- sveitin leikur fyrir dansi í veit- ingahúsinu Broadway og verö- ur þar fram á vor. Jafnframt hafa Björgvin og félagar fullan hug á aö hljóörita nýja plötu þegar líður að vori. Þá fyrstu í tæp átta ár sem kemur út meó Brimkló. — Viö lögðum nokkr- ar spurningar fyrir Björgvin Halldórsson. í framhjáhlaupi. Persória sem hefur haft mest áhrif á þig? „Þær eru nú svo margar persónurnar sem á einn eóa annan hátt hafa haft áhrif á mann, svo að það er erfitt að taka eina fram yfir aóra. En á tónlistarsviðinu og sérstak- lega á söngsviðinu gæti ég nefnt Elvis, John Lennon og svo auðvitað Cole Porter og George Gershwin.“ Hvenær hefurðu orðið hræddastur á ævinni? „Það held ég að sé í flugferð einni sem ég fór um árið. Það var flogið á Akureyri, þar sem ég átti að spila með HLH- flokknum. Flugvélin lét svo illa að ég hélt að hún væri aiör- samlega á siðasta snúningi. Ég var veikur í heilan dag eftir sjóferð þá. Eftir þessa flugferð höfum við félagarnir í gamni kallað Flugleiðir „Þrym hf.““ Hvenær hefur þú oröiö glað- astur á ævinni? „Ætli það sé ekki þegar börnin mín fæddust." Hvers gætirðu síst veriö án? „Það væri nú lítið varið í lífið ef ástin, tónlistin og listin yfir-' leitt væru ekki til.“ Hvað finnst þér krydda til- veruna mest? „Kvikmyndir, tónlist, lestur bóka, matur og ferðalög. En ekkert endilega í þessari röð.“ Hvað fer mest i taugarnar á þér? „Það eru einna helst rolur í umferðinni og fólk sem kemur of seint i bíó eða sýnir óstund- vísi almennt." Hvað finnst þér leiöinlegast að gera? „Maður gæti svo sem tint margt til, en ég held ég sleppi því. Ég reyni nefnilega af fremsta megni að hafa allt skemmtilegt sem ég fæst við. Stundum tekst það, stundum ekki.“ Hvaö finnst þér skemmti- legast aö gerá? „Ef ég er heppinn er það hvert það verkefni sem ég fæst við hverju sinni.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.