Pressan - 12.01.1989, Blaðsíða 21

Pressan - 12.01.1989, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 12. janúar 1989 21 Ekki þarf að tíunda það að handboltaliðið „Strákarnir okk- ar“ liefur rækilega sannað getu sína fyrir þjóðinni. Og nú er fram- undan B-keppnin með viðeigandi taugatitringi og eftirvæntingu meðal handknattleiksunnenda. En margir horfa með ekki minni eftirvæntingu til þeirrar framtíð- ar sem liggur eins og þokuhulinn vegur handan B-keppninnar: Hverjir eiga að verða „Strákarnir okkar“ í framtíðinni? Verða þeir jafngóðir og „Strákarnir okkar" núna? Munu þeir fá fólk sem ekki þekkir leikreglur í íþróttinni til að vaka næturlangt yfir beinum út'- sendingum í sjnvarpinu? Og hver á að taka við starfi landsliðsþjálf- ara eftir að merkasti Pólverji nú- tímans (að dómi íbúa handbolta- eyjunnar eins og sumir kalla okk- ur i útlöndum) ásamt verkalýðs- hetjunni Walesa, Bogdan Kowalj- zik, hefur kvatt okkur? Landsliðsmálin eru vissulega óráðin en fáir munu þó kvíða framtiðinni i þessum efnum. Sumir telja að byggja eigi nýtt Iandslið frá grunni, aðrir benda á að margir núverandi landsliðs- manna séu enn á besta íþrótta- aldri. Hvað sem því líður stöðvar enginn rás tímans og fyrr eða síð- ar mun enginn Ieikmaður sem lék í Seoul vera ennþá í landsliðinu. Það er því síður en svo léttvæg spurning, hvort verðugir arftakar þeirra muni finnast, ekki síst þar sent núverandi landsliðsmenn og þjálfari þeirra hafa gjörbreytt stöðu íslands i handboltaheimin- um svo vakið liel'ur undrun og aðdáun þeirra tiltölulega fáu út- lendinga sem bæði þekkja íþrótt- ina sjáll'a og íbúatölu þjóðarinn- ar. Eftir slaka byrjun í íslandsmót- inu höfum við nú síðustu vikur fengið að sjá sífellt betri leiki og hægt er að nefna ótal ástæður til bjartsýni um framtið íslensks handbolta: Skytturnar Jón Krist- jánsson Val, Stefán Kristjánsson FH, Gylfi Birgisson Stjörnunni, línumaðurinn Birgir Sigurðsson Fram, hornamennirnir Konráð Ólafsson og Sigurður Sveinsson KR og Gunnar Beinteinsson FH, markverðirnir Leifur Dagfinns- son KR og Hrafn Margeirsson ÍR o.n. o.fl. FH-Iiðið er nú í 4. sæti I. deild- arinnar og hefur staða þess oftast verið betri í deildinni. Engu að síður vekur FH-liðið síst minni forvitni nú en áður; liðið hefur verið að sækja sig í deildakeppn- inni og staðið sig frábærlega í Evrópukeppninni með aðeins einn af „gömlu“ landsliðsmönn- unum innanborðs, Þorgils Óttar Mathiesen. í ógleymanlegum Evrópuleik gegn rúmenska liðinu Baja Mare fyrir skömmu kom í ljós að gríðarlegur efniviður er í Hafnarfjarðarliðinu. Tveir af þessum leikmönnum voru síðan valdir í landsliðið rétt fyrir ára- mót, í leiki gegn Dönum og Sví- um, og stóðu sig báðir með prýði. Pressan lékk þessa nýbökuðu landsliðsmenn í kunnuglegan og vinsælan spurningaleik. Ekki er ólíklcgt að annar hvor þeirra eða báðir eigi í framtíðinni eftir að skipa sama sess í huga handbolta- unnenda og kappar á borð við þá Alfreð, Kristján Arason, Þorgils Óttar o.fl. gera núna. Nafn: Guðjón Árnason. Fæðingardagur og -ár: 5.2. ’63. Hæð og þyngd: 190 sm/90 kg. Atvinna/skóli: Verkamaður hjá Isal. „Er á leiðinni í skóla, eins og sagt er. Hef stúdentspróf og er að spá i Tækniskólann. Satt að segja hef ég ekki efni á að fara í nám núna þar sem ég er að kaupa mér íbúð. “ Áhugamál: „Það gefst lítill tími fyrir annað en handboltann. Skrepp stundum i billjarð. Auk þess grípur mig alvarleg goflbakt- ería á sumrin. Golf er stórkostleg afslöppun og verður sífellt vin- sælla „hobbí“ meðal bolta- íþróttamanna." Iþróttaferill: „Hef alltaf verið í FH. Æfði knattspyrnu samhliða handknattleiknum og er nýhætt- ur því fyrrnefnda. Lék eitt ár með meistaraflokki FH i 2. deildinni í knattspyrnu.“ (Jppáhaldshandknattleiksmaður: „Margir koma upp í hugann. Á æskuárunum var Geir Hallsteins- son ígífurlegu uppáháldi. — Held mest upp á Kristján Arason í seinni tiö. Þá hef ég gaman af langskotum Þorgils Óltars!" Uppáhaldsíþróttamaður: „Tug- þrautarkappinn Daley Tliontp- son.“ Frfiðustu andstæðingar: Valslið- ið er ákaflega erfiður andstæð- ingur, þá hafa KA-menn rcynst okkur FH-ingum skæðir. Geir Sveinsson Val er erfiðasti varnar- maðurinn að kljást við.“ Hvaða sæli spáirðu íslenska landsliðinu í Seoul? „Vil ekki nefna neitt sæti. Spái þvi að liðið vinni sér þátttökurétt í næstu A- keppni." Fftirminnilcgustu leikir: „Leikur- inn við Baja Mare er mjög el'tir- minnilegur. Þá gleymi ég seint sig- urleiknum gegn Honved l'rá Ung- verjalandi fyrir nokkrum árum.“ Framtíðaráform/framtíðarvonir: „Drífa sig í skóla. Halda ál'ram að gera sitt besta í handboltanum og vonandi vinn ég mér einhvern tíma fast sæti í landsliðinu. Ég stefni að þvi.“ Nafn: Héðinn Gilsson. Fæðingardagur og -ár: 27.9. ’68. Hæð og þyngd: 201 sm/94 kg. „Mér finnst ég alltof léttur. Þyrfti að verða minnst 100 kg.“ Atvinna/skóli: „Er að læra húsa- sntíði. Hálfnaður með námið.“ Áhugamál: „Enginn tími fyrir annað en íþróttir. “ íþróttaferill: „Hef alltaf verið í FH, fyrir utan eitt tímaþiLí körfu- bolta mcð Haukum. Æfði jal'n- hliða fótbolta og handbolla með FH í yngri flokkunum." Uppáhaldshandknaltleiksmaður: „All'reð Gislason og Júgóslavinn Vjuiovits.” Uppáhaldsíþróltamaður: „Tenn- isleikarinn John MacEnroe og v-þýski knattspyrnumaðurinn Lothar Matthaus.” Frfiðustu andstæðingar: „Þorgils Óttar í fótbolta! Auk þess er Vals- vörnin ansi strcmbin.” Hvaða sæti spáirðu íslenska landsliðinu í b-keppninni? „2.-— 3. sæti.“ Fftirminnileguslu leikir: „Úrslita- leikir í yngri flokkum. Leikirnir við Val í l'yrra. Evrópuleikurinn við Baja Mare.“ Framtiðaróform/framtíðarvonir: „Stefni að því að spila með erlendu liði í framtíðinni. Fer út innan tveggja ára. Mér líst einna best á V-Þýskaland. Handknatt- leikurinn er afar sterkur þar og þjóðfélagið ekki ósvipað því sem gerist hér.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.