Pressan - 12.01.1989, Blaðsíða 20

Pressan - 12.01.1989, Blaðsíða 20
20 Fimmtudagur 12. janúar 1989 v bridqe Varhugaverðasti lokasamningur í er efalaust 5 í hálit, það er erfitt að meta það að nákvæmlega II slagir séu fyrir hendi: Slagur til eða frá og þú hefur misst slemmu eða kastað frá þér geimi. En stundum er fárra kosta völ eins og í spili vikunnar. ♦ D98753 V - ♦ AG53 4» A63 ♦ 4 V AKDG8 72 ♦ 2 4» D972 N * *2 A V 10953 _S____ ♦ D10987 * KG10 ♦ AKG106 ¥ 64 ♦ K64 4» 854 S gefur, NS á hættu og vekur á 1- spaða. Eftir mikla sagnbaráttu doblar suður loks 5-hjörtu and- stöðunnar, en norður mat bæturnar of litlar og tók út í 5-spaða (5- hjörtu eru aðeins 1 niður). Vestur spilar út tígul-2. Suður taldi hættulítið að prófa þar svín- ingu, drottning og kóngur. Eftir að hafa tekið trompin fórsagnhafi aft- ur í tígulinn cn spilið var dauða- dæmt. Einn niður. Það er fullmikil einfeldni að spila uppá 3-3 tígullegu. Útspilið líkist einspili og það á suður að hagnýta sér. El' hann sparar gosann og trompar hjörtun tvö í blindum og tekur trompin í Ieiðinni er sviðið sett: Laufás og meira laul'og vörnin getur cnga björg sér veitt. AV fá tvo laufslagi en livor þeirra sem endar inni er endaspilaður. Tígull upp í gaffalinn eða að spila í tvöfalda eyðu með trompum og niðurkasti gel'ur alltai' II. slaginn. skák 20 taflmeistarar og œvintýramenn Á ol'anverðri 16. öld l'luttisl lor- ystan í skákheintinum l'rá Spáni til Italíu eins og sagt var l'rá í síðasla þætti. Sú þróun var cðlileg, ítalir höfðu ávallt lagt áherslu á létllcika, hraða hervæðingu, fléttur og brögð, cnda er orðið gambítur — bragð — Irá Ítalíu runnið. ítalir nutu því góðs al' breytingunum á manngangi sent juku hraðann í tal'l- inu og hleyptu nýju lífi í skákina. Tveir fremstu taflmeistarar Itala á þessum tíma vortt Leonardo da Cutri, sem sagt var frá í síðasta þætti, og Paolo liois, sem þar var einnig nelndur en nú verður sagt nánar frá. Samtímamenn hal'a látið eftir sig margar frásagnir af þessum tveimur snillingum. Þær eru fjör- ugar og skemmtilegar, en kannski varlegra að trúa ekki hverju orði sem í þeim stendur. Paolo Bois (1528-98) var fæddur í Sýrakúsu á Sikiley og því stundúm kallaður II Siraeusano. Hann þótti glæsilegur fléttuskákmaður og gat teflt þjrjár blindskákir samtímis án þess að taka það nærri sér. Hann var larandriddari alla ævi og átti vísan stuðning ráðamanna víða. Sagt er að Píus pál'i V. hal'i boðið honum gott brauð el' hann vildi ganga i þjónustu kirkjunnar og taka vígslu. Hann l'erðaðist til Spánar skömmu eftir að Leonardo og félagar hans höl'ðu verið þar, og liann sigraði bæði Ruy Lopez og Allönso Ceron eins og þeir höfðu gert. Og Filippus konungur leysti hann út með gjöl'um eins og þá. Á heimleiðinni rændu sjóræningjar Irá Alsír honum, en honum tókst að vinna sér frelsi með taflsnilld sinni. Sú saga minnir óneitanlega á söguna af Leonardo og bróður hans en getur verið jafnsönn l'yrir því, ræningjar óðu víða uppi á þessum tímum. Eftir heimkomuna ferðaðist Paolo Bois víða, nteðal annars um norður-ítaliu Irá Genúa til Feneyja. Hann konist einnig til Ungverja- lands að því er sögur herma og tefldi þar við Tyrki. Um leiðarlok hans er til minnisverð saga: Flann var að tefla við miklu yngri mann, Alessandro Salvio, cn hann var einnig kunnur táflmeistari og höf- undur. Bois lagði l'imm leikja djúpa fallega fléttu og vann drottningu andstæðings síns. En Saivio hafði séð Iengra og vann drottninguna aftur tveim leikjum síðar og þar með skákina. „Æskan sér Iengra en GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON ellin, þú ert i blóma lífsins en ég er sjötugur," sagði Bois um leið og hann gaf skákina. Prem dögum síð- ar fannst hann látinn i íbúðsinni og var talið að honum hefði verið byrl- að eitur. ítalskur höfundur, Carrera, liel'- ur lýst Bois á lifandi hátl: „Eg þekkti liann þegar ég var ungur. Þegar ég var í Palet mo 1597 var hann gráhærður, hárið var reyndar snjóhvítt. Hann var sterk- legur á velli og andlega var hann ern. Hann klæddi sig eins og ungur maður, samkvæmt tísku, var duttl- ungafullur en hafði marga góða kosti. Hann var siðsamur og hóg- vær, hann giftist al.drei, hann sótti messu á hverjum degi. Hann var fremur hár vexti og svaraði sér vel, l'allegur og fjörlcgur, skemmtilegur í viöræðum og þægilegur í við- móti.“ Carrera áleit Bois mesta skák- ntann síns tíma, en almennt mun hal'a verið talið að hann og Leon- ardo væru jafningjar og fremstu taflmeistarar Ítalíu á síðari hluta 16. aldar. Eins og l'yrr er sagt hefur lítið sem ekkert varðveist af tefldum skákuni frá þessum tima, en byrj- anir og taflþrautir eru til. Elsta heimild um kæfingarmát er Lueena (1497). Myndin sýnir það á hreinu formi. Hvítur á leik og vinnur á þennan eftirminnilega liátt: 1 RI7+ Kj>8 2 RI16+ Kli8 3 l)g8+ Hx8 4 Rf7 mát. krossaátan PRESS UKROSSGÁTA NR. 16 Skilafrestur er til 1. febrúar og utanáskriftin er: PRESSAN, Ármúla 36, 108 Reykjavík, krossgáta nr. 16. Verðlaunin fyrir 16. krossgátuna eru bókin „Berthold Brecht, kvœði og söngvar 1917—56“, setn Forlagið gefur út. Dregið hefur verið úr innsendum lausnum fyrir 14. krossgátuna og upp kom nafn Björgvins Sighvatssonar, Engjaseli 65, 109 Reykjavík. Björgvin fœr senda bókina „Lán í óláni“, sem er sjálfsœvisaga hins frábœra leikara Alec Guinness og gefin út af bókaútgáfunni TAKN.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.