Pressan - 12.01.1989, Blaðsíða 7

Pressan - 12.01.1989, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 12. janúar 1989 „Þaö þarf stóra menn til aö ganga litlum drengjum i fööurstaö," skrifaði As- geir Hannes Eiríksson í minningargrein um stjúp- ^ ^ 'kllÍ J föður sinn. „Mér þótti wjf ■? ■ w 1 uff ■—*' ‘Tk W ákaflega vænt um hann 1 m m ^ f og leitaði mikiö til hans m ét Æ I ^ þótt ég flytti ekki á heim- ili þeirra fyrr en ég var orðinn 18 ára,“ segir | Ásgeir i samtali við Press- H alíI u.i una. Emilía Ágústsdóttir, full- trúi hjá Eimskip: Tvær mömmur, tveir pabbar, þrjár ömmur, þrir afar og tiu ,,systkini“. „Fannst þetta eölilegasti hlutur i heimi!“ sameinist aftur býr iengi i huga barnanna. Þegar samband foreldra er orðið tiltölulega hlutlaust eftir skilnað slaka börnin frekar á gagn- vart þessari ósk, því þau sjá að raunveruleikinn eftir skilnaðinn er oft á tíðum betri en meðan óham- ingjusamt hjónaband varði. Þegar vel tekst til ná börn oft meira sam- bandi við foreldra sína eftir skilnað því það fer svo mikil orka í átök í erfiðu hjónabandi að börnin verða hreinlega útundan. Þegar skilnað- urinn er um garð genginn losnar heilmikil orka úr læðingi. Feður sem hafa haft lítil afskipti af börn- um sínum fá mjög oft nýjan og öðruvísi áhuga á þeim, samanber máltækið „enginn veit hvað átt hef- ur fyrr en misst hefur“. Börn eru í flestum tilvikum eftir hjá móður sinni og faðirinn getur orðið ein- mana eftir skilnaðinn og ræktar þá betur sambandið við börn sín.“ GÓÐAR MINNINGAR UM STJÚPFJÖLSKYLDUNA Eins og áður er getið reyndust aðeins tveir aðilar reiðubúnir að ræða við pkkur um stjúpforeldra sína, þau Ásgeir Hannes Eiríksson verslunarmaður og Emilía Ágúsfs- dóttir, fulltrúi hjá Eimskipafélagi íslands. Þau segjast bæði eiga góð- ar minningar frá æskuárunum. Emilía var tveggja ára þegar for- eldrar hennar skildu og fjögurra ára eignaðist hún fósturforeldra. Eldri bróðir hennar fylgdi föðurnum, en Emilía fór til móðursystur sinnar og manns hennar: „Fljótlega eftir að ég fór að búa þar fór ég að kalla þau „mömmu og pabba“ og geri enn í dag,“ segir hún. Ekki minnist hún þess að sér hafi á nokkurn hátt þótt óeðlilegt að búa hjá stjúpfor- eldrum og halda góðu sambandi við eigin foreldra: „Ég man heldur ekki eftir því að nokkur hafi haft á orði að slíkt væri ekki alveg eðli- iegt,“ segir hún og bætir við að helst hafi hún fengið að heyra það frá jafnöldrum sínum hvað hún ætti gott að eiga tvo pabba og tvær mömmur, þrjár ömmur og þrjá afa: „Stjúpforeldrar mínir ólu mig alveg upp og þótt foreldrar mínir kæmu mikið á heimilið og ég færi til þeirra skiptu þau sér aldrei af uppeldinu og ég var ekkert dekruð meira af þeim en stjúpforeldrunum. Ég fann ekki mikið fyrir því að vera flutt frá mömmu og pabba því ég eignaðist \ nýja mömmu og nýjan pabba sem mér leið vel hjá. í mínum augum var þetta það eðlilegasta í heimi!“ Þegar Émilía var 12 ára skildu stjúpforeldrar hennar og hún segir sér hafa þótt erfitt að missa pabba sinn af heimilinu. „Þau héldu þó áfram að ala mig upp saman, þótt þau byggju hvort á sínu heimilinu. Ég fann aldrei fyrir öðru en það væri góð vinátta á milli þeirra og það var samgangur á milli heimil- anna.“ Stjúpforeldrar Emilíu giftu sig báðir aftur, en þótt hún hafi bú- ið síðar hjá pabba sínum og konu hans kallaði hún hana ekki mömmu: „Við urðum strax góðar vinkonur, en það var nógu ruglandi að kalla tvær konur „mömmu“.“ segir hún. Emilía segist fyrst og fremst þakka stjúpföður sínum hversu eðlilega hún hafi tekið umskiptun- um sem urðu í lífi hennar: „Pabbi er mjög raunsær og skynsamur mað- ur,“ segir hún. „Hann kenndi mér að dæma aldrei neinn og ég heyrði aldrei nokkurn í fjölskyldunni hall- mæla öðrum. Það var gott sam- band milli allra og kannski auðveld- aði það líka hlutina að stjúp- mamma mín, eða „mamma“ eins og ég kalla hana alltaf, er móður- systir mín, þannig að sama fjöl- skyldan var alltaf í myndinni. “ Það er nokkuð kómískt að Emilía skyldi velja sér japanskan eiginmar.n. Ogino kemur frá samheldinni fjöl- skyldu, frá landi þar sem hjóna- skilnaðir eru næsta óþekktir: „Jú, honum fannst svolítið furðulegt að kynnast mér og minni fjölskyldu!“ segir Emilía hlæjandi. „Þetta voru tvær mömmur og tveir pabbar, og þótt ég eigi bara einn albróður kalla ég tvo stjúpbræður mína „bræður" og stjúpsystur mína „systur". Að auki átti seinni maður mömmu minnar sex börn, sem ég kalla fóst- ursystkini. Það var heilmikið mál fyrir Ogino að setja sig inn í þetta í byrjun, en núna finnst honum þetta jafneðlilegt og öðrum sem þekkja mig!“ Hún segir að sjálfri hafi sér alltaf fundist fjölskyldumálin eðli- leg og hafi ekki fundið fyrir því í æsku að alast ekki upp í dæmi- gerðri kjarnafjölskyldu: „Mér hef- ur alltaf þótt þetta einfalt og þegar fólk hefur einu sinni fengið skýr- ingu á þessari fjölskyldu er það sama sinnis. Nema,“ bætir hún við, „að einstaka sinnum segir fólk: „Um hvaða pabba ertu nú að tala?!““ EINA FJÖLSKYLDU- MYNSTRIÐ SEM ÉG ÞEKKTI „Það þarf stóra menn til að ganga litlum drengjum í föður- stað,“ skrifaði Ásgeir Hannes Ei- ríksson í minningargrein um stjúp- föður sinn í haust. Ásgeir Hannes var sjö ára þegar móðir hans giftfst, en fram að þeiin tíma höfðu þau mæðgin búið hjá móðurforeldrum Ásgeirs. „Þegar mamma giftist var strax um það talað að ég kæmi til hennar og manns hennar. Hins veg- ar höguðu atvikin því þannig að á þeim árum sem ég sótti skóla á Skóiavörðuholtinu bjuggu þau vestur á Seltjarnarnesi og í Hafnar- firði þannig að ég llutti ekki til þeirra fyrr en 18 ára,“ segir Ásgeir. „Ég hélt áfram að búa hjá ömmu og afa og átti alla mína vini í hverfinu. Ég flutti því ekkert til þeirra fyrr en þau fluttu á Fjölnisveginn, þremur húsum frá ömmu og afa. Mér þótti ákaflega vænt um stjúpföður minn og leitaði mikið til hans.“ Ásgeir segir að sér hafi aldrei þótt neitt óeðlilegt við að alast upp hjá ömmu sinni og afa og eiga stjúp- föður: „Mér var alveg sama og eig- inlega vorkenndi ég þessum greyj- um sem áttu pabba sem ráku þá inn á kvöldin! Ég fékk að hafa mína hentisemi og naut góðs af. Maður þekkir auðvitað bara það sem mað- ur elst upp við og mér þótti þetta ekkert skrýtið. Krakkar spurðu mig þó stundum hvers vegna ég ætti fleiri afa og ömmur en almennt tíðkaðist! Fyrir mér var þetta alltaf hið eina fjölskyldumynstur sem kom til greina. Afi minn og amma voru sérstakt öðlingsfólk og kannski öðruvísi tekið á málum á þeirra heimili en algengt var og það held ég að flest börn þekki sem hafa búið hjá ömmu sinni og afa. Þau eru auðvitað heilli kynslóð þrosk- aðri en foreldrarnir og hafa kannski tilhneiginu til að taka málin ekki eins föstum tökum.“ Ásgeir hafði alltaf samband við föður sinn og föðurömmu en segist aldrei hafa haft þá von að foreldrar hans myndu giftast. „Slíkt hvarfl- aði aldrei að mér. Málin voru bara svona og það var einfalt.“ Hann eignaðist tvær fjölskyldur og báðir foreldrar hans eignuðust börn með nýjum mökum. Ásgeir segir að þótt alltaf hafi verið góð vinátta milli hans og hálfsystkinanna fari ekki hjá þvi að sá sem er alinn upp milli tveggja fjölskyldna verði að vissu leyti utangátta í systkinahópnum: „Það er ekkert endilega verra að vera ekki alinn upp með hálfsyst- kinum sinum, en það er öðruvísi. Samband þeirra systkina sem alast upp á sama heimili verður auðvitað nánara. Krakkar sem vaxa úr grasi í sama húsi, þar sem söniu lögmál gilda, verða miklu nánari liver öðr- um en töluvert eldri bróðir sem kemur i heimsókn. Hann verður síður einn af hópnum þótt vinátta og væntumþykja séu fyrir hendi.“ Af samtölunum við Emiliu og Ásgeir Hannes væri luegt að draga þá ályktun að því yngri sem börn eru því auðveldara reyndist þeim að aðlagast nýju fjölskyldumynstri. Sigrún Júlíusdóttir segist ekki telja að einn aldurshópur sé betri en ann- ar: „Það virðist ekki tengt aldri hvernig börn taka stjúpforeldrum," segir hún. „Það er ákaflega per- sónubundið og fjölskyldubundið hvernig úr þessum málum vinnst, en þó má auðvitað segja að við vit- um að á ákveðnum aldri eru börn í meiri þörf fyrir báða foreldra sína. Unglingaskeiðið er oft erfitt. Þá eru börnin sjálf á umbrotaskeiði, þau eru að glíma við eigin kynímynd og sjálfsmynd og þeim finnst óþægi- legt að vita af foreldrum sínum að brölta i ástarsamböndum. Þeim finnst erfitt þegar mamman tekur upp á því að fara á böll eða þegar pabbi hagar sér eins og unglingur með nýja konu. Þau eru líka orðin það stór að samstöðukenndin með foreldrunum er orðin sterk og oft setja þau það foreldri sem komið er út úr sinu dags daglega hlutverki á stall. Það foreldri verður góði aðil- inn, en stjúpforeldrið sá vondi. Til þess að koma á sem hlutlaustustu sambandi þarf fólk oft að leita sér hjálpar, því við notum svo oft reið- ina og vondar tilfinningar til að geta staðið við ýmsar ákvarðanir sem skilnaði fylgja. Ég held engan veginn að erfiðleikar sem upp koma hjá stjúpfjölskyldum séu óleysan- legir. Við höfum haldið námskeið hjá Tengslum fyrir stjúpfjölskyldur og það hefur sýnt sig að fólki þykir gott að leita sér aðstoðar, læra af reynslu annarra og fræðast um þau vandamá! sem upp geta komið, áð- ur en sársauki hefur orðið. Við höf- um einnig hug á að þátttakendur geti komið sér upp stuðningshóp- um svo þeir gefi hist áfram og stutt hver annan. Það má margt læra af reynslu annarra. Þumalfingursregla númer eitt er að ræða málin í stað þess að beita reiðinni og þögninni." en gengur dæmío upp? Rannsóknir sýna að skiln- aðartiðni er mun hærri i öðru hjóna- bandi en því ffyrsta. Emn hluti erfiðleik- anna er vanda- mál þau sem koma upp hjá stjúpfjölskyld- unni

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.