Pressan - 12.01.1989, Blaðsíða 5

Pressan - 12.01.1989, Blaðsíða 5
PÍmmtúdágur'121. janúút 1ð89 6 Heildarskuldir! taldar nema o um 2,5 milljörðum. Þarf að minnka skuldir niður r a.mdc. milljarð til að rekstur standi undir’ f jármágnsköstnáði.° Tap Álafoss á síðasta ári kann að verða yfir 400 millj- ónir króna. Fyrri hluta ársins nam tapið um 250 millj- ónum. Þá er talið að heildarskuldir fyrirtækisins, án til- lits til eigna, nemi um 2,5 milljörðum króna. Talið er að lækka þurfi skuldir niður í milljarð svo reksturinn standi undir fjármagnskostnaði. Jón Sigurðarson, for- stjóri Álafoss, vildi ekki staðfesta neinar tölur í samtali við PRESSUNA, þar sem reikningar liggja ekki fyrir fyrr en undir lok mánaðarins. Hann sagði þó fjarri lagi að heildartap yrði jafnmikið og yfirlit fyrri hluta ársins gaf til kynna, auk þess sem inni í taptölunum væru veru- legar afskriftir. Ennfremur sagði hann að tekist hefði að selja eignir sem gerði að verkum að heildarskuldirnar næmu töluvert undir 2 milljörðum. Hlutafé í Álafossi er 840 millj- ónir króna og skiptist jafnt á milli Framkvæmdasjóðs Islands og Sambands íslenskra samvinnufé- laga. Meðal eigenda er mikill uggur um að ekki takist nægilega að selja eignir og létta skuldirnar. I.OKUN BLASTI VIÐ Álafoss var stofnað i desember 1987 og tók til starfa í byrjun síð- asta árs. Fyrirtækið var stofnað eft- ir að framkvæmdasjóður, eigandi gamla Álafoss, og sambandið sátu frammi fyrii- hallarekstri sem í lok árs ’87 var samanlagður um 20% af veltu fyrir fjármagnsliðina. Um var að ræða dauðasiglingu, bæði hjá Álafossi og ullariðnaðardeild sam- bandsins. Aðeins tvennt þótti blasa við: Að loka báðum fyrirtækjunum og Ieggja nið-»ir ullariðnað á íslandi eða sameina fyrirtækin og ráðast i uppstokkun ullariðnaðarins í land- inu. Siðari kosturinn var valinn m.a. eftir úttekt ráðgjafarfyrirtæk- isins Boston Consulting Group, sem fengið var til að meta framtíð- armöguleika íslensks ullariðnaðar með hliðsjón af sameiningunni. BJARTSÝNI UM FRAMHALDIÐ Meginverkefni og markmið voru: 1) Rekstrarkostnaður yrði skorinn niður þatinig að fyrirtækin færu að skila viðunandi arði fyrir efnahags- Iiðina, afskriftirnar og vextina. Þessu verkefni þykir hafa miðað vel áfram. 2) Skipulagi yrði komið á markaðsmálin. Ekki er séð hvort það hefur tekist, en ýmislegt bendir til aukinnar sölu á þessu ári. 3) Efnahagur fyrirtækisins yrði end- urskipulagður. í þetta verkefni átti ekki að ráðast nema menn tryðu á áframhaldandi rekstur. Þess vegna tók fyrirtækið yfir allar eignir og skuldir gamla Álafoss og ullariðn- aðar SÍS. í dag eru menn nokkuð bjartsýnir og hafa því ráðist I þetta verkefni. Nefnd skipuð fulltrúum Iðnað- arbanka, Landsbanka og iðnlána- sjóðs fjallar um hvernig hægt verð- ur að standa að frekari hagræðingu í utlariðnaðinum. Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR hefur verið áætlun í gangi hjá Álafossi um að minnka skuldastöðuna niður í 700 milljónir, en talið er að það sé engan veginn nægilegt. SKULDIR ÞURFA NIDUR í 1 MILLJARD Bókhaldslega á fyrirtækið fyrir skuldum, en ekki hefur reynt á hve mikið fæst fyrir eignirnar. Þannig er t.d. ekki vitað hverjum húsin og vélarnar koma til með að nýtast. Ólíklegt að húsnæði ullariðnaðar- ins verði notað af nýjum aðilum i greininni. Stóra spurningin er því hvort tekst að selja og hve mikið fæst fyrir eignirnar. Til að rekstur- inn standi undir fjármagnskostnaði er talið að fyrirtækið þurfi að selja eignir og losa skuldir, þannig að heildarskuldir nemi ekki meira en milljarði. Fleiri áform eru uppi varðandi hagræðingu. Þannig hefur m.a. ver- ið rætt um sameiningu við Hildu vestanhafs. Með í því myndu fylgja verslanir Hildu I Bandaríkjunum. Markaðslega er talinn ávinningur I þessu, en ákvarðanir hafa ekki ver- ið teknar. FftAMTÍÐIN RÆDST AF SÖLU EIGNA Heimildamönnum blaðsins ber saman um að Jón Sigurðarson, l'or- stjóri Álafoss, hafi staðið sig mjög vel i erfiðu verkefni, sem og stjórn fyrirtækisins, sem er skipuð þeim Sigurði Helgasyni formanni, Guð- jóni B. Ólafssyni, Brynjólfi Bjarna- syni og Gylfa Þ. Gíslasyni. Fram að þessu hafa stjórn og framkvæmda- stjórn verið sammála um allar meiriháttar aðgerðir. Framtíð Álafoss-risans ræðst ekki fyrr en séð verður hvort fyrir- tækinu tekst að losa eignir og þar með hluta af þeim gífurlegu skuld- um sem á hvíla. Ef ekki verður lítið annað að gera en loka og leggja nið- ur ullariðnað sem veigamikla starfsgrein á íslandi. Eitt er víst að eigendurnír, ríkið og sambandið, mega ekki við miklum áföllum um þessar mundir. KRISTJÁN ÞORVALDSSON

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.