Pressan - 12.01.1989, Blaðsíða 2

Pressan - 12.01.1989, Blaðsíða 2
2 y'itíl ‘t’i'i’íi A! iuytoti.-(rirPi*í Fimmtudagur 12. jánúar 1989 PRESSU ASGEIR TÓMASSON Reynir Jónasson harmónikkuieikari tók lagiö með gest- um. Ekki bar á öðru en þeir skemmtu sér hiö besta. Pressumyndir: Helga Vilhelms- dóttir. Þretíándagleði við Tjörnina Gestir veitingahússins Við Tjörnina gerðu sér glaðan dug á þrettánd- anum. Valgeir Guðjóns- son tónlistarmaður kom í heimsókn og tók lagið. Svo og Reynir Jónasson harmónikkuleikari sem fékk fólk til að taka lag- ið með sér og lék síðan fyrir dansi fram eftir nóttu. Matseðillinn var sexréttaður. Þegar Jólk var svo se/n hálfnað með það sem á borðum var efndu húsráðendur fyrirvaralaust til flug- eldasýningar. Hópurinn brá sér út á hlað og horfði á dýrðina, snar- aðist síðan inn og hélt áfram aö snæöa og skemmta sér. Að sögn Helgu Vilhehnsdóltur Ijósmyndara, sem tók myndirnar hér á síðunni, var fjörið mikið. Þegar hún hélt heim á leið undir tnorgun var síður en svo fararsnið ú mörg- uin hinna. Það fer vel á meö veitingamönnunum i Við Tjörnina, þeim Rúnari Marvinssyni og Sig- riði Auðunsdóttur. Meðan á borðhaldi stóð buðu húsráðendur veitingastaðarins upþ á flugeldasýningu. Hér er hluti gesta aö virða hana fyrir sér. velkomin i heiminn! 1. „Mikið „obboslega" liður mér vel! Eg kom i heiminn á þrettánd- anum, sonur Ingibjargar Magnús- dóttur og Hjartar Hjartarsonar. Vitiði hvað ég var stór? 13 merkur og 50 sm!“ 2. „Er þessi svipur ekki góður? Ég er að horfa á hana mömmu mina og nenni ekkert aö lita inn í einhverja linsu!“SonurllnnarÓla- dóttur og Jóns Aðalbjörns Kratcsh fæddist á þrettándanum, 6. janúar, eins og félagi hans á myndinni hér við hliðina. Jafn- langur, jafnþungur og hann: 13 merkur, 50 sm. « Áður en sest var til borðs dreyptu gestir veitingahússins við Tjörnina á fordrykk. Hér sjáum við fjóra þeirra. Ekki bar á öðru en tekiö væri undir við raust er nikka Reynis Jónassonar var þanin. Síamstviburarnir Sjang og Eng kvæntust systrum og eignuðust með þeim 21 bam. Myndin er úr uppfærslu Leik tolonr D/Mil/imnl/aar félags Reykjavíkur. Fjör á f jölunum um Tvö leikrit verða frumsýnd um helgina. Sjang-Eng eftir Göran Tunström hefur göngu sina á fjölum Iðnós á föstu- dagskvöldið. Þar segir frá tvi- burum frá Síam sem voru samvaxnir á brjóstinu. Þeir fluttust til Bandarikjanna og urðu frægir skemmtikraftar. Lánaðist meira að segja að giftast — systrum reyndar — og eignuðust alls 21 barn, samvaxnir allan timann. Á laugardaginn frumsýnir Leikfélag Hafnarfjarðar i Bæjarbíói Allt í misgripum eftir Shakespeare. Þar er reyndar einnig fjallað um tvi- bura, tvenna meira að segja, þótt ekki séu þeir síamstvi- helgina burar. Allt i misgripum er sagt eitt af fyrstu verkum Shakespeares, ærslafullur gamanleikur um það þegar sífellt er verið að villast á tví- burum og þeir meira aö segja hvor á öðrum. Sannkallað tvi- burafjör á fjölunum um helg- ina. 3. Þessi dama nennir nú ekkert að opna augun. „Eins og það sé ekki búið að trufla mann nóg, blossar af einhverju flassi ofan i rúmið hjá strákunum. Nei, ég ætla að sofa áfram.“ Stúlkan fæddist 8. janúar, dóttir Erlu Birgisdóttur og Eriings Magnússonar. Hún vó 3.600 grömm og var 50 sm löng. 4. „Oh, hvað ég er sybbinn. Ég bara verð að geispa. Afsakiði." Þessi ungi herra fæddist á laugar- daginn, 7. janúar, sonur Hafdisar Þorsteinsdóttur og Róberts Júli- ussonar. Hann var 52 sm langur við fæðingu og vó 3.760 grömm. 5. „Ég ætla að vera mannalegur á myndinni þótt ég sé alveg nýr.“ Sonur Hlífar Halldórsdóttur og Sigurgeirs Grimssonar fæddist laugardaginn 7. janúar. Hann var 49 sm langur og 2.700 g að þyngd. 6. Þessi dökkhærða prinsessa þarf ekki að kvarta yfir að hún sé ekki hárprúö. „Ég er fædd 5. janú- ar svo að þegar Pressan kemur út verð ég orðin vikugömul. Mamma mín heitir Ásta Ólafsdóttir og pabbi minn Gisli Sveinsson. Þeg- ar ég fæddist var ég 50 sm löng og vigtin sýndi 3.600 grömm og, æ ég nenni ekki að segja meira, ég er svo þreytt!“ 7. „Hvað er alltaf verið að trufla mann? Sko. Nú er ég næstum aiveg glaðvaknaður, allt út af ykk- ur.“ Þessi herramaður fæddist 6. janúar og er sonur Sveinbjargar Pálmarsdóttur og Hreins Stefáns- sonar. Hann vó 3.120 grömm og var 51 sm langur. (Pressumyndir: Helga Vilhelmsd.)

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.