Pressan - 12.01.1989, Blaðsíða 23

Pressan - 12.01.1989, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 12. janúar 1989 23 Þegar fariö er aö spá í tísku næstu árstíðar líta menn gjarnan til tískuhúsanna í París, London og New York og bíöa eftir „línunni" aö utan. Hvaða liti skyldu tískukóng- arnir nú innleiöa í sumar? Ætli pilsin veröi stutt eða síð? Buxurnar víöar eöa þröngar? Háriö hrokkið eöa slétt? En þaö er auðvitað tómt rugl aö láta einhverja milljóna- mæringa úti í fjarlægum stórborgum segja sér hverju maður á aö klæðast. Suma klæöir alls ekki aö vera meö permanent, aöra klæðir ekki aö ganga í tískulitnum í ár eöa vera í stuttum pilsum. Aö endingu lögum viö líka flest tískuna að okkar eigin smekk og sérþörfum. Og auövitaö blessuöu veöurfarinu... Fötin, sem við göngum í hér heima á Fróni, líkjast því harla lítiö þeim flikum, sem sýningarstúlkur tískukónga og fyrirsætur tímarita spóka sig i. Sem betur fer. Þaö væri eflaust ekki heiglum hent aö reyna aö halda þeim módel- fatnaöi í réttum skorðum í noröangarra eöa úrhellisrign- ingu og roki. Einar Ólason, Ijósmyndari Pressunnar, skrapp niöur i miöbæ Reykjavikur í vikunni og festi á filmu „tísku götunnar“. Hina raunverulegu, hagsýnu íslensku tísku. Hér er hún!

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.