Pressan - 12.01.1989, Blaðsíða 11

Pressan - 12.01.1989, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 12. janúar 1989 11 Vegna umfjöllunar í Pressunni Matarverð á Islandi og erlendis Vafasöm aöferð í Pressunni 5. janúar sl. er reynt að gera, eins og blaðið segir, „rétt- mætan og áreiðanlegan sainan- burð“ á verði á „nauðsynjum“ hér og erlendis. Útkoman er villandi og íslandi i óhagumfram það sem rétt- mætt er. Heppilegt væri að íslenskir fjölmiðlar tækju upp agaðri vinnu- brögð í svona samanburði. Þessi þjónusta, sem Pressan er góðu heilli að reyna að veita, er nefnilega dýr- mæt. Á pistil þennan ber samt fyrst og fremst að líta sem tillögur að bætt- um vinnubrögðum almennt, en ekki sem kvörtun við blaðið eða starfsmenn þess, enda bar greinin með sér að vera skyndigaman blaðamanns en ekki fræðileg út- tekt. Matvara Pressunnar vegur níð- þungt Matvaran í samanburðarfræðum Pressunnar nemur um 90% ís- lenska verðsins. (Matvara í neyslu- grunni Hagstofu íslands er 20,6% af heildarútgjöldum fjölskyldunn- ar.) Algengt er að neytendur fussi og sveii yfir háu verði á íslenskum landbúnaðarvörum og kenni háum framleiðslukostnaði og slæmu kerfi um, þegar þeim eru bornar hráar tölur um matarverð í fjöl- miðlum, líkt og í verðkönnun Press- unnar 5. janúar sl. Ég mun því staldra við matvæla- þáttinn. í Pressunni var því m.a. slegið föstu að verðlag á nauðsynja- vöru væri tvöfalt hærra á íslandi en í Englandi og Frakklandi. Ekki skal hér efast um að hægt sé að fá svo- leiðis tölur, en íhugum nokkur grunsamleg atriði: „Algengustu nauðsynjavörur"? Pressan athugar aðrar „nauð- synjavörur" en Hagstofa íslands og hagstofur nágrannalandanna nota ævinlega í neyslugrunni sínum og vísitölum. Hjá Pressunni sjást ekki heiðarlegar alþýðuvörur eins og kjöt, fiskur, grænmeti og garð- ávextir á listanum yfir nauðsynja- vörur, en Kelloggs Corn Flakes, camembertostur, klósettpappír og djús eru leidd til hásætis „í mjög sennilegri og í hóf stilltri innkaupa- körfu“. SöhiskaJturimi breytir útkoinunni Smásöluverð reynist í könnun Pressunnar í flestum tilvikum hærra á íslandi en í útlöndum, og munar mestu í samanburði við Eng- land, en minnstu í samanburði við Svíþjóð. Nú er það einmitt svo að sölu- skattur á mat í Evrópu er hæstur á íslandi og í Svíþjóð en enginn í Bretlandi. Matur nemur 90% af verði innkaupakörfu Pressunnar. Samhengið kemur fram í töflunni, hár söluskattur þýðir hátt verð svona lagaðrar innkaupakörfu. Þjónustan Sumar þjóðir hafa langan af- greiðslutíma verslana, eins og ís- Iendingar, og mikið vöruúrval og þjónustu í hverri verslun. Aðrar hafa stuttan afgreiðslutíma, eins og Hollendingar (þar er söluskattur á mat 4%), og gjarnan minna vöruval í hverri verslun, skv. sænskri rann- sókn 1987. Afleiðingin: Hærra smásöluverð á íslandi en í löndum sem hafa styttri afgreiðslutima og minna vöruval. Niðurgreiðslur Niðurgreiðslur eru misháar eftir löndum og koma þar að auki á mis- jöfnum stöðum inn í framleiðslu- ferlið. íslendingar greiða niður kindakjöt og mjólkurvörur, aðrar þjóðir, eins og Norðmenn, greiða Iíka niður egg, allt kjöt o.fl. Víða eru samanlagðar niðurgreiðslur og styrkir til landbúnaðarframleiðslu hærri en þekkist á íslandi. Afleiðingin: Hærra smásöluverð á íslandi en í löndum sem styrkja landbúnað sinn meira en við. Stærð borga Vöruverð er að jafnaði hærra í þorpum og smærri borgum en í stórborgum. í verðsamanburði er- Iendis er þess jafnan gætt að bera saman vöruverð í borgum af sam- bærilegri stærð. Afleiðingin: Hærra smásöluverð á íslandi, þegar borið er saman við verð í milljónaborgum eins og London, París, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. Gengi Gengi gjaldmiðla er oft reiknað með öðrum hætti í samanburði á vöruverði fram til ákveðins tíma. Blaðamaður Pressunnar miðar í greininni frá 5. jan. sennilega við gengi dagsins sem greinin er skrif- uð, að íslenskum fjölmiðlahætti. Odýr matur og gróóurvernd Hver var svo raunverulegur kostnaður við framleiðslu „ódýra“ útlenska matarins sem hlaðist hefur upp í birgðageymslum og er skellt á útsölur öðru hvoru? Mengun jarð- vegs og vatnasvæða? Sjúkdómar? Skaðlegar afleiðingar hormóna, eiturefnanotkunar á ökrum og rot- varnarefna í matvælum? Skógar- dauði? Svarið er: Allt þetta og meira til. Mönnum er nú Ijóst að þessi „ódýru" matvæli hafa víða tollað orkulindir og jarðargæði óhóflega undanfarna áratugi. Staðreyndir þessar þekkjum við mætavel vegna umræðna um gróð- urlendi íslands og rýrnun þess. Við sem nú lifum þurfum að borga hluta af matarreikningi forfeðr- anna. Við þurfuni að endurgreiða landinu þann hluta af skóginum og kjarrinu sem eyddist undanfarnar aldir af vetrarbeit og eldsneytisöfl- un, eða með álagi búfjár á afrétt- um, meðan þjóðin átti ekki annars úrkosta til að skrimta. Evrópa er að sjá sinn reikning núna. En hún berst við atvinnuleys- ið og telur betra að niðurgreiða bú- vörur stórkostlega til að halda uppi vinnu í sveitum. Hvað segir smásöluverðið? Smásöluverð á matvælum getur sagt hitt og þetta um skattastefnu, niðurgreiðslur og aðferðir ríkis- stjórna, þjónustu verslana, neyslu- mynstur og fleira, en þarf skýringa við ef raunhæfur samanburður á að nást milli landa. Á íslandi ríkir frjáls álagning á flestar vörur og oft hefur komið fram hjá Verðlagsstofnun hve mikill verðmunur er milli verslana. Verð- könnun er flókið mál og í niðu-r- stöðum hennar þarf að gera skýra grein fyrir aðferðum. Því miður er ísland ekki aðili að umfangsmikilli alþjóðakönnun OECD á vöruverði og kaupmætti ráðstöfunartekna, en niðurstöður er meðal annars að finna á norsku í 25. vikuhefti Statistisk Sentralbyrá 1988. Niðurstaða Hér hefur verið reynt að girða fyrir þann hugsanlega en eðlilega misskilning lesenda Pressunnar, að íslenskur matur sé óeðlilega dýr, þótt smásöluverð „nauðsynjavöru“ sé hærra en erlendis. Gæði eru dýr, fullkomin þjónusta kostar sitt, rík- issjóðir innheimta skatta sína með ólíkum hætti eftir löndum. Rikis- sjóður íslands endurgreiðir sölu- skatt á ákveðin matvæli með aukn- um niðurgreiðslum. Búvörufram- leiðslan okkar hefur sem betur fer orðið æ hagkvæmari undanfarið. Eitt dæmi í viðbót: Japanir eru eyþjóð eins og við. Þeir greiða bændum sínum fjórtánfalt heims- markaðsverð á hrísgrjónum, því þeim dettur ekki í hug að hætta ræktun heimafyrir, þótt tímabund- ið lægra verð sé á erlendum grjón- um. Undirboðin á heimsmarkaði matvæla snerta þá ekki, þeir eru að hugsa um öryggismál þjóðar sinn- ar. Það gæti reynst þeim æði dýrt þegar upp er staðið að kaupa ódýr hrísgrjón. Ættum við ekki að taka þetta með í matarreikninginn? Ólufur H. Torlason, forstöðumaður Upplýsingaþjónustu bænda. „heiðarlegar ALÞÝÐUVÖRUR“ Ólafur H. Torfason þiggur laun fyrir að skapa íslenskum landbún- aðarvörum góða „ímynd“ og því koma viðbrögð hans við óhag- stæðri útkomu íslensku innkaupa- körfunnar svo sem ekkert á óvart. Það er hins vegar ekki í hans verka- hring að segja blaðamönnum hvaða vörutegundir þeir eigi að kanna, þegar samanburður er gerður á verði i ýmsum Iöndum. Það er hlægilegt að ýja að því að PRESSAN hafi eitthvað á móti „heiðarlegum alþýðuvörum" eins og kjöti, fiski o.s.frv.. Þær voru bara alls ekki til umræðu í þetta sinn. Hver veit nema síðar komi að þeim, Ólafur! Verðsamanburður okkar fólst einfaldlega í því að við fórum út i búð og keyptum tíu algengar neysluvörur, sem vel getur verið að Ólafi þyki ónauðsynlegar, en flokk- ast eigi að síður sem slíkar á býsna mörgum heimilum. (Mjólk, smjör, egg, ostur, brauð, klósettpappir, kornflögur, dagblað, djús og kaffi.) Við báðum kunningja okkar á fjór- um stöðum í Evrópu — Kantara- borg, Árósum, Örnsköldsvik og París — að gera hið sama og bárum siðan saman hvað hver þurfti að borga fyrir vörurnar. Einfalt mál. Og við vorum að kaupa ákveðinn varning þann 4. janúar, á því verði sem vörurnar kostuðu nákvæmlega þá — ekki einhverju meðalgengi heils árs! Þess má geta, að um sl. áramót hækkuðu matvörur mjög í Svíþjóð. Hefði könnunin farið fram í desem- ber hefði samanburðurinn þar og á íslandi því orðið enn óhagstæðari. Ritstj. Tafla Pressunnar endurbætt: Verð á innkaupakörfu Söluskattur á helstu Röð landa Pressunnar matvælum í viðkomandi eftir verði (90% matvæli) löndum 1. ísland 1425,30 25% 2. Svíþjóð 1104,00 23,5% 3. Danmörk 829,30 22% 4. Frakkland 804,35 5,5% 5. England 711,55 0,0% Hér sést að hátt verð körfunnar fylgir háum söluskatti á matvælum. ö 68 5168. Hvalrengi 515,- Bringukollar 295,- Hrútspungar 590,- Lundabaggi 570,- Sviöasulta súr 695,- Sviðasulta ný 821.- Pressuö sviö 720,- Svínasulta 379,- Eistnavefjur 490,- Hákarl 1.590,- Hangilæri soöiö 1.555,- Hangiframpartur soöinn “f .'t 5 5 j" Úrb. hangilæri 965.- Úrb. hangiframpartur 721.- Haröfiskur 2.194,- Flatkökur 43,- Rófnastappa 130,- Sviöakjammar 420,- Marineruö síld 45 j” Í l^lCÍd Reykt síld 45,- stk. Hverabrauö 78,- pk. Seytt rúgbrauö 41,- pk. Lifrarpylsa 507,- Blóömör 427,- Blandaöur súrmatur 389,- Smjör 15 g í fötu n. Opiö alla virka daga Föstudaga Laugardaga 9—18.30 9— 19.30 10— 16.00

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.