Pressan - 12.01.1989, Blaðsíða 14

Pressan - 12.01.1989, Blaðsíða 14
14 Fimmtudagur 12. janúar 1989 /. ' r' Sannir séntilmenn kyssa hendur kvenna. Það þykir ekki lengur hallærislegt að fylgja ákveðnum reglum ■ mannlegum samskiptum, en mannasiðir breytast i takt við tímann. Meö breyttum viðhorfum síðustu áratuga varð mikil um- breyting á því sem kallað er „mannasiðir". Mikið af þeim þótti úrelt, sérstaklega vegna allra þeirra breytinga sem urðu á högum kvenna. En núna, þegar allir eru að jafna sig á fyrstu bylgju kvenréttindabar- áttunnar, virðast mannasiðir vera að komast í tísku aftur. Þeir eru þó ekki eins og áður, heldur er búið að endurskoða þá og færa nær okkar tíma. Mannasiðir eru „litlir hlutir" sem við framkvæmum til að sýna öðrum að við séum vel upp alin. En þeir eru líka leið til að ná sambandi við aðra á þægilegan hátt og geta aukið sjálfsvirðingu okkar og kjark undir ólíklegustu kringum- stæðum. Mjög misjafnar skoðanir eru á ágæti mannasiða; sumir kalla þá hræsni á meðan aðrir segja þá undirstöðu siðmenn- ingarinnar. Flestir eru þó sam- mála um að betra sé að kunna þá en ekki og ágætt sé að geta gripið til þeirra. Svo eru mannasiðir ókeypis og kalla yfirleitt fram það besta í með- bræðrum og -systrum. Best er að læra þá á unga aldri, því þá verða þeir fólki eðlilegir. Ein- hver fullyrti kaldranalega að þar kæmi fram munurinn á uppeldi og því aó hafa verið naerður. í Frakklandi kom nýlega út bók um mannasiði sem hefur selst ótrúlega vel. í henni er ekki aðeins greint frá manna- siðum, heldur líka öllu þvi sem fólk þarf aó gera til að koma vel fyrir. Sem dæmi má nefna að dökkblátt er litur fágunar, gömul húsgögn bera vott um fágaðan smekk, handarkoss sýnir að þú sért séntilmaður, svo og bresk föt, það að spila tennis, vera í Weston-mokka- síum, skíra börnin gamaldags nöfnum úr fjölskyldunni og ganga með einfalda perlufesti úr ekta perlum. Einnig er í bók- inni sagt frá einföldustu hlut- um, svo sem að setja ekki oln- bogana á matarborðið eða hafa lúkurnar í vösum í tíma og ótíma, hleypa konum fram fyrir sig, borða ávexti með hníf og gaffli o.s.frv. Vissulega ætlast enginn til að fólk geti hegðað sér eins og lýst er í mannasiðabókum frá síðustu öld. Þá þarf að end- urskoða siðina og færa nær okkar tíma. Sambönd manna á meðal hafa tekið svo miklum breytingum, t.d. milli kynja og milli barna og foreldra, að þau eru nú á allt öðrum forsend- um. Því eru mannasiðirnir ekki eins strangir og áður. T.d. er ekki lengur nauðsynlegt að senda skrautritaö boðskort til að bjóða vinum í mat, en okkur finnst samt sjálfsögð kurteisi að hringja tímanlega í þá. Einu sinni skipti máli að setja elsta og/eöa virtasta gestinn við hægri hönd húsmóður við matarborðið, en það er núna yfirleitt sæti þess sem er í mestum metum hjá henni — eða háð algjörri tilviljun! íslendingar hafa ekki þótt manna formfastastir í manna- siðum. Við vorum eiginlega bara rétt að læra þá þegar þeir duttu aftur úr tísku. Fjölmörg smáatriði, sem kannski eru ekki stórvægileg, gera að verk- um að útlendingar hlæja sig máttlausa yfir undarlegri fram- komu okkar. Hver kannast t.d. ekki við að einhver rekist á hann i mannþröng, án þess að viðkomandi segi orö, þó af- sökunarbeiðni og fallegt bros hafi fengið mann til að gleyma öllu? Hvenær hélst þú opinni hurð fyrir einhvern síðast, með bros á vör? Ert þú í hópi þeirra sem standa og tala við kunn- ingja í lengri tíma, en kynna ekki maka sinn eða annan vin, sem stendur álappalega og fylgist með? íslendingar hafa lært margt af kynnum sínum við aðrar þjóðir, mannasiðir eru meðal þess besta. Tíu spurningar til aö sjá hve vel þú ert að þér í „nýju“ kurt- eisinni! 1. Á að segja „Góðan dag, Gunnlaugur" og „Vertu sæl, Hrafnhildur", eða má sleppa nöfnunum? 2. Á karlmaður að hleypa konu á undan séf niður stiga? 3. Á að koma með blóm eða gjöf i fyrsta skipti, sem manni er boðið heim til einhvers? 4. Ef þú ert kona, áttu þá að standa upp þegar einhver er kynntur fyrir þér i veislu? 5. En ef þú ert ungur maður? 6. Á karlmaður að láta konu ganga á undan sér inn á veit- ingahús? 7. Má tala við konu með hend- ur í vösum? 8. Má setjast viö matarborðið á undan húsmóðurinni í veisl- um? 9. Þegar þú opnar bílhurð fyrir einhvern, áttu þá fara fram fyrir eða aftur fyrir bílinn? 10. Á að nota hníf og gaffal til að borða ost á veitingahúsi? Svör: 1. Best er að sleppa nöfnum. Hitt minnir á Dale Carnegie- eða JC-námskeið og maður fær á tilfinninguna að verið sé að selja manni eitthvað. 2. Karlmaður fer á undan konu niður stiga, en hleypir henni upp á undan sér. 3. Maður á að fara tómhentur, þegar manni er í fyrsta skipti boðið í heimsókn til einhvers. 4. Kona stendur aðeins upp, ef hún er kynnt fyrir presti, fræg- um persónuleika eða eldri manneskju. 5. Ungur maður stendur upp fyrir öllum, sem hann er kynnt- ur fyrir. 6. Nei, Hann fer á undan inn og kallar til þjóninn, sem vísar þeim til borðs — jafnvel þótt konan bjóði! 7. Nei. 8. Aldrei. Eins er ekki byrjað að boröa fyrr en hún segir „gjörið þið svo vel“. 9. Afturfyrir. 10. Aðeins hnífinn. Osturinn er lagöur á brauðsneið og hún borðuð með höndunum. ■ Ný og létftari askja iýrir litla ísskápa Nú geturðu fengið Létt og laggott í nýjum 250 g öskjum. Það hentar stórvel fyrir litlar fjölskyldur - og það er alltaf ferskt og símjúkt úr ísskápnum. Lagaðu línurnar, settu Létt og laggott á brauðið! i Þýtt og endursagt: SMV

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.