Pressan - 12.01.1989, Blaðsíða 25

Pressan - 12.01.1989, Blaðsíða 25
‘Jfirmmtudagur 12/janúar-1989 &S sjúkdómar og fólk Jónas og streitan Stressaður sölumaður Jónas, vinur minn, var einn af þessum mönnum sem hægt var að kalla stressaða. Hann var alltaf á þönum frá einum stað á annan og gat aldrei setið kyrr. Hann var hug- myndaríkur og fljótur að koma öllu í framkvæmd. Hann vann á tveim- ur stöðum og var í einhverjum einkabissness á kvöldin auk alls kyns félagsmálastúss. Hann átti hraðskreiðan þýskan bíl og ók hon- um eins og fantur um bæinn á eilífu spani milli vinnustaða og funda. Jónas reykti mikið, drakk talsvert um helgar (svona til að slaka á, eins og hann sagði sjálfur), og þambaði svart kaffi allan daginn. Hann var kvæntur og átti 2 börn á skólaaldri, en allt frá menntaskólaárunum hafði Jónas verið djarftækur til kvenna og haldið framhjá konu sinni þegar hann mögulega gat. Hann var framarlega í lífsgæða- kapphlaupinu, átti raðhús á góðum stað i bænum, tvo ágæta bíla, innbú frá Casa og föt frá Sævari Karli. Sölumaður verður veikur Svo var það einu sinni, að Jónas var lagður inn á sjúkrahús vegna gruns um kransæðastíflu. Hann hafði verið í vinnunni og fengið hringingu frá gamalli kærustu og þau ákveðið að hittast. Jónas hringdi heim og sagðist þurfa að fara á fund með strákunum út af samningum við þýska iðnrekendur. Síðan sagði hann i vinnunni, að hann þyrfti að fara út á flugvöll, og þannig tókst honum að stinga af. Þegar Jónas hafði lagt bílnum á af- viknum stað og var á spretti yfir götu og inn í blokkina þar sem kær- astan gamla bjó fékk hann skyndi- lega slæman verk fyrir brjóstið og út í annan handlegginn. Honum tókst að staulast inn í nærliggjandi sjoppu. Búðarstúlkan var upptekin við að Iesa það nýjasta um Isfólkið og tyggja tyggjó, en hætti því þegar hún sá útlitið á Jónasi. Hann var náfölur, löðursveittur og leið greini- lega mjög illa, svo hún hringdi á sjúkrabíl, sem flutti hann beint á spítala. Jónas lá í 6 daga á spítalan- um, hann fór í nokkur hjartarit og einu sinni í áreynsluhjartarit. (Sjúklingurinn er þá látinn hjóla á þrekhjóli og hjartarit tekið á með- an. Þannig er hægt að sjá breyting- ar, sem verða við áreynslu.) Hann var magaspeglaður og teknar voru ótal blóðprufur. En læknarnir fundu ekkert að Jónasi. — Þetta hefur bara verið stress, sagði lækn- ÓTTAR GUÐMUNDSSON irinn þegar Jónas var útskrifaður. — Þú verður að forðast stress á næstunni og reyndu líka að hætta að reykja, og vertu blessaður. Órólegur sö/umaður Næstu daga tók Jónas lífinu með ró. Hann var greinilega dauð- hræddur og vissi ekkert hvernig hann átti að haga sér. En svo kom hann heim til mín einn sunnudag og sagðist ekki halda þetta lengur út. — Hver djöfullinn er eiginlega að mér? spurði hann. — Mér líður ekki nógu vel, ég er kvíðinn og svitna við minnstu áreynslu, mér er flökurt og eiginlega alltaf með hjartslátt. — Þú ert svona stressað- ur, sagði ég. — Já, þetta segið þið allir, sagði Jónas, og svo klykkið þið út með því að segja mér að forð- ast allt stress, en hvernig á ég að fara að því? — Ég ætla ekki að segja það við þig, sagði ég. Við getum aldrei forðast allt stress. Stressið er og verður alltaf í kringum okkur, stress er eins óaðskiljanlegt frá til- veru nútímamannsins og bílaum- ferð og mengun. Við verðum auð- vitað alltaf stressuð svo lengi sem við erum ofanjarðar. Sjáðu til dæmis umferðina, hún kemur alltaf til með að valda okkur streitu. Menn á bílum með A-númeri að þvælast um bæinn á vitlausum ak- reinum leitandi að einhverjum hús- um, skimandi í allar áttir, auðvitað verðum við stressuð af þessu þegar okkur sjálfum Iiggur á. Verðtryggð lán og óöryggið sem ríkir í íslensk- um efnahagsmálum valda okkur stressi, svo það er ómögulegt að segja einhverjum að forðast allt stress, þá er alveg eins hægt að segja viðkomandi að hætta að anda. Þú verður að læra að lifa með stress- inu. — Hvernig þá? spurði Jónas. Skipulagt líf — Þú verður að skipuleggja líf þitt upp á nýtt. — Mér finnst ég vera vel skipulagður, sagði Jónas, ég' er í „3 vinnum" og anna því nokkuð vel. — Já, það er rétt, sagði ég, en það er ekki nóg. Þúverður að læra að búa ekki til kringumstæður sem eru streituvaldandi. — Eins og hvernig? spurði Jónas kindarlega. — Eins og þessi eilífu kvennamál þín, sagði ég. Þú ert kvæntur og þú getur ekki haldið áfram að halda við allar þessar konur úti í bæ, það veldur þér mikilli streitu. Þú ræður bara ekki við alla lygina og óheiðar- leikann lengur. Ef þú vilt halda áfram að leika Casanova verðurðu að skilja við kellinguna og krakk- ana og fara síðan á fullt. Þessi eilífi feluleikur er orðinn þér um megn. Svo verðurðu að skipuleggja vinnu- tímann þinn og taka þá ákvörðun, hvort þú ræður við að vera í allri þessari vinnu og aka eins og kapp- aksturshetja á milli. — Ég verð að vinna, sagði Jónas. — Veit ég það, en það má kannski eitthvað á milli vera. Svo verðurðu að forðast það sem eykur streituna eins og kaffi, sígareltur og áfengi. Auk þess verð- urðu að hugsa vel um matartíma og næringu og hætta þessu sífellda sælgætisáti. — Nú fórstu alveg með það, sagði Jónas. — Já, sagði ég, en það sem veldur streituvið- bragðinu hjá þér og skapar þessa miklu spennu sem þú upplifir er hormón sem heitir adrenalin. Lík- aminn framleiðir þetta hormón sem svar við ákveðnu áreiti. Þetta horm- ón er stundum kallað flótta- og bar- dagahormónið og veldur því að vöðvarnir spennast upp, hjartað herðirásér og augun stækka. Kaffi, sígarettur og mikið áfengi valda þvi að framleiðsla þessa hormóns eykst, svo þú upplifir streituna enn sterkar. Mikið sykurát skapar sveiflur i blóðsykri sem veldur adrenalínlosun. Streitulosun Svo verðurðu að koma þér upp einhverri streitulosun svo þú getir lifað með allri þessari streitu sem herjar á þig. — Streitulosun, hvað er nú það? spurði Jnas. — Streitu- losun er eitthvað sem þú gerir lyrir likamann 3—4 sinnum í viku til að láta þér liða vel. — Eins og hvað? spurði Jónas. — Góður streitulos- ari er líkamshreyfing eins og sund, hlaup, göngur, lyftingar og þess háttar. Þú verður að stunda ein- hverja slika íþrótt nokkrum sinnum í viku, að minnsta kosti 20 mín. í hvert sinn. Slíkt gegnir fjölþættu hlutverki. Þú færð losun fyrir alla spennuna sem byggist upp inni í þér og auk þess eykurðu framleiðslu ákveðinna boðefna sem myndast i heilanum, þegar reynt er á líkam- ann á þennan hátt. Þessi boðefni heita endorfín og valda mikilli vel- líðan. Þú verður að gcra allt þetta fyrir þig, ef þú ætlar þér að losna við stressáhrifin: Hætta að reykja, borða á reglulegum tiriium og forð- ast mikið sælgætisát, minnka áfengisdrykkju. Svó verðurðu að koma þér uppeinhverri streitulosun eins og hlaupum eða þess liaítar. Þá lér þér að líða miklu betur, sannaðu til. Hann horfði á mig með tor- tryggnisaugnaráði og sagði svo: — Djöfull hlýtur þetta að • vera erfitt. — Það er erfitt að vera manneskja, sagði ég spckingslega. Þegar við skildum var Jónas þungt hugsi en virtist þó eitthvað vera að átta sig á eigin ábyrgð á ástandi sinu. ■ ÁHUGASAMUR BLAÐAMAÐUR Ákveðið hefur verið að fjölga stöðum á ritstjórn PRESSUNNAR og leitum við því að áhuga- sömum hlaðamanni, sem gœti hafið störf hjá okkur sem allra fyrst. Reynsla af hlaðamennsku œskileg, en ekki skilyrði. Mjög góð íslensku- kunnátta er hins vegar alveg nauðsynleg. Skriflegar umsóknir veróa að berast blaöinu (Ármúla 36 Rvk.) fyrir 20. januar næstkomandi. PRCSSAN dagbókin hennar dúllu // j.j, Kœm daglxík. Mikiö rosalega er ég fegin að það er hælt að sýna þessa Nonna og Manna-þætti. Það var sko ekki horlándi á sjónvarpið i fleiri, l’Ieiri daga fyrir þessu. Pabbi og Addi bróðir sátu alveg límdir við tækið og ætluðu aö kolbrjálast, ef maöur siakk upp á að skipta um stöð, en mér tókst aldrei að latta fídusinn við þetta. Pabbi sagði, að ég væri ómenningarleg og spillt af amerisk- um glamorþáttum, en ef Nonni og Manni voru menning er ég sko guðsfegin að vera ekki með þá bakteríu. Ég meina það... Hvað er svona spes við tvo sveitalúðagæja i vaðmálsfötum og væmna peysu- faiakellingu, sem tveir áslsjúkir kallar slási iim!? Það vaniaði lika algjörlega alla axjón í þelta. Það er aldeilis eillhvað annað aö horla á Dallas, maður. Sue Ellen er nýbúin að spæla J.R. gjörsamlega í spað. Þetta var frábærl plolt. Hún léi klína hálfberum auglýsinga- myndum af viðhaldinu hans um all- ar irissur, þannig að fulll af köllum gælu glápt slefandi á Itana (þ.e.a.s. viðhaldið og þá fór J.R. auðvitað i lerlegan minus) og siðan keypli Sue Ellen kvikmynd handa stelpunni, sem auöviiað álli að búa til langt, langt i burtu. Og þá var viðhaldið afgreiil og kallinn eins og kleina! Það er bara versi að það liefði eng- inn gelað gerl þetta ncma svona milli eins og Sue Ellen, þvi þetta koslaði hana Iteilan helling. Ég lalta saml ekki hvað fólki linnsi floil við nærlöiin, sem við- lutldið var að auglýsa. Þetla var alll úr einhverjum óþægilega sleipum nælon- eða silkiefnum nicð blúnduveseni úl uin alli, sem sling- ur mann örugglega. Sumi af þessu dóii var iíka meira en lílið furöulegl í laginu og greinilega eitlhvaö van- hugsað — eða a.m.k. hannað af köllum, sem þurfa ekki að nota þetta sjálfir. T.d. var fullt af silki- nærbuxum og boluin, sem voru cin flík. Hvernig gengur það nú eigin- lega upp, þegar maður þarf að lára á klósettið? Ég bara spyr... Þá þarf manneskjan að klæða sig gjörsam- lega úr öllu, sem er auðvilað klárl klúður! (Neina það séu smcllur i klofinu, eins og á bleyjubörnum, en ég held að þaö sé mjög óliklegt.) Vááá... Ég er annars greinilega alveg að tapa mér. Farin að skrila mn úllenskar silkinærbuxur í dag- bókina mina! Þetia er ekki normall. /Etli ég cndi ekki eins og annna á Einimelnum, sem getur æst sig úl af nákvæmlega öllum sköp- uðum hlutum, þó þeir komi henni ckkert við. I lún er t.d. alveg tryllt al' illsku vegna þess livað margir setja svona jólaljós mcð sjö kertum út í glugga hjá sér í desember. Hún segir að þetta sé dæmigerð islensk della. l ólk lai alliafæði í sömu hlutinaog það endi ekki fyrr en hvert einasta mannsbarn „involverist". Amma segir lika, að það sé aldrei nein tíska á íslandi. Bara „júníform" (svona einkennisföt eða svoleiðis). Ef hvítt sé i tisku, þá sjáist ekki kjaftur á götum úti nema í hvítum fötum. (Ilún segist sko hafa sinn eigin „stil“ og ekki taka þátt i þessu sjói!) Illess. bless. Diílla.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.