Pressan - 12.01.1989, Blaðsíða 17

Pressan - 12.01.1989, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 12. janúar 1989 17 Kokkarnir í Múlakaffi leggja síðustu hönd á þorraundirbúninginn Með þorramat í aldarf jórðung I aldarfjórdung er veitingahúsið Múlakaffi búið að bjóða borgarbúum upp á þorramatinn svonefnda. Hann verður vinsælli með hverjú árinu sem líður, að sögn Stefáns Ólafssonar veitingamanns, og ungt fólk verður sífellt stærri hluti viðskiptavinanna. EFTIR ÁSGEIR TÓMASSON MYNDIR MAGNÓS REYNIR „Þetta er nú orðið nokkuð staðl- að hjá okkur,“ sagði Stelan Ólafs- son þegar Pressan leit inn og f'ékk að kikja i súrtunnurnar í Múla- kal'fi. „Við byrjum um sláturtíðina að verða okkur úti um hráefni. Um mánaðamótin október/nóvember er allt komið á sinn stað. Þá lokum við geymslunni og þangað l'ær eng- inn að fara inn nema til að snúa bit- unum oggcra eitt og annað smáveg- is sem flokkast undir framleiðslu- leyndarmál og við segjum engum frá.“ Uppskriftirnar sem unnið er eftir i Múlakaffi lærði Stelan af móður sinni vestur á Dýrafirði. Sömu menn hafa unnið hjá honum í á annah áratug. Þeir eru því orðnir vanir að lást við þorramatinn og kemur fátt á óvart í þeim efnum. „Við erum með þetta allt saman nákvæmlega eins og þegar við byrj- uðum l'yrir 25 árum," sagði Stefán. „Það eina sem við höfum gert til- raunir mcð voru selshreifar. Þeir seldust frekar illa svo að við hætt- um við þá aftur. En ég vissi að hre.if- arnir urðu þokkalega vinsælir í Naustinu. Menn hal'a verið að pról'a sig áfram með eitt og annað á liðnum árum en við viljum ekki lauma inn á milli einhverju sem verður kannski vinsælt annars staðar lield- ur halda okkur við ekta þorramal 'eins og hann þekktist á árum áður. Við súrsum til dæmis allt í mjólkur- mysu eins og ávallt var gert til sveita í gamla daga. Edik kemur ekki ná- lægt okkar mat.“ Aá sögn Stefáns cru það nokk- urn veginn sömu viðskiptavinirnir sem kaupa þorramat af Múlakaffi ár eftir ár. En það er vissast að vera tímanlega á ferðinni því stundum er alit upppantað um eöa upp úr miðj- um þorra. „Við ráðurn ágætlega við þetta eins og það er núna og viljum ekk- ert vera að gína yfir markaðinum," sagði hann. „Við erum líklega þeir einu sem eru sjálfum sér nógir og þurfaekki að kaupa neitt aföðrum. Naustið var lengi vel með sambæri- legan mat við okkar, cn á síðustu árum hefur það hætt eigin fram- leiðslu. I'yrir fimm árum létum við smíða okkar eigin trog sem við sendum matinn út í. Þau liafa náð gifurlcg- um vinsæjdum bæði i vcislum og á vinnustöðum. I þcssum trogum sendum við út mat l'yrir allt frá l'imm manns upp i þrjátiu. Því stærri hópar þeim mun flciri trog. Á þessum fimm árum liel' ég cinnig orðið var við að aðdáendur súrmatarins verða sifellt yngri og yngri,“ hélt Stel'án ál'ram. „Fyrr á árum voru viðskiptavinirnir að tals- verðu leyti eldra lölk sem hafði kynnst þorramatnuni i sveitum. Nú orðið fáum við l'ólk á öllum aldri sem borðar hjá okkur súrmat á þorranum.“ Það er sem sagt á föstudaginn cftir viku sem Múlakaffi og ýmis önnur veitingahús og verslanir byrja að selja þorramat. En lcr eng- inn biti út úr húsinu lyrir bónda- daginn? „Jú,“ svaraði Stelan Ólafsson. „Viku áður l'er ég með vinum og kunningjum að Elúðum og prófa l'ramleiðslufia á þeim. Einnig scnd- um við sýnishorn á rannsóknastolu Háskólans. Súrmaturinn er mjög viðkvæmur þegar hann er súrsaður i mysu og við viljum vera hundrað prósent vissir um að allt sé i lagi þegar við byrjum að selja hann.“ Það getur verið dýrkeypt fyrir fræga fólkið aö losna við makann. Þetta fékk leikstjórinn Steven Spielberg að reyna á siðasta ári. Samkvæmt erlendum blaðafregnum þurfti hann að greiða eiginkonu sinni, leikkon- unni Amy Irving, tæpa fimm millj- arða við skilnaðinn og hefur maka aldrei veriö greidd hærri upphæð að hjónabandslokum. Bekanntmachung fiir Deutsche zur Wahl zum Europáischen Parlament Am 18. Juni 1989 findet die Wahl der Abgeordneten des Europáischen Parlaments aus der Bundesrepublik Deutsch- land statt. Deutsche, die ausserhalb der Bundesrepublik Deutschland einschliesslich des Landes Berlin leben und dort keine Wohnung mehr innehaben, können bei Vorliegen der sons- tigen wahlrechtlichen Voraussetzungen an der Wahl teilneh- men, wenn sie 1.1. seit mindestens drei Monaten in den europáischen Gebieten der ubrigen Mitgliedstaaten der Europáischen Gemeinschaften eine Wohnung innehaben oder sich mindestens seit dieser Zeit dort gewöhnlich aufhalten (auf die Dreimonatsfrist wird ein unmittelbar voraus- gehender Aufenhalt in der Bundesrepublik Deutschland angerechnet) oder 1.2. — in den Gebieten der ubrigen Mitgliedstaaten des Europarates leben oder — in anderen Gebieten leben, sofern seit ihrem Fortzug aus der Bundesrepublik Deutschland und bis zum Wahl- tag nicht mehr als zehn Jahre verstrichen sind, und vor ihrem Fortzug nach dem 23. Mai 1949 mindest- ens drei Monate ununterbrochen in der Bundesrepublik Deutschland einschliesslich des Landes Berlin gewohnt oder sich sonst gewöhnlich aufgehalten haben; 2. in ein Wáhlerverzeichnis in der Bundesrepublik Deutschland eingetragen sind. Diese Eintragung erfolgt nur auf Antrag. Der Antrag ist auf einem Formblatt zu stellen; er soll bald nach dieser Bekanntmachung abges- andt werden. Einem Antrag, der erst am 29. Mai 1989 oder spáter bei der zustándigen Gemeindebehörde eingeht, kann nicht mehr entsprochen werden (§ 17 Abs. 1 der Europawahlordnung). Antragsvordrucke (Formblátter) sowie informierende Merkblátter können — bei den diplomatischen und berufskonsularischen Ver- tretungen der Bundesrepublik Deutschland, — beim Bundeswahlleiter, Postfach 55 28, D-6200 Wies- baden 1, — bei den Kreis- und Stadtwahlleitern in der Bundesrepublik Deutschland angefordert werden. Weitere Auskunfte erteilen die Botschaften und berufskon- sularischen Vertretungen der Bundesrepublik Deutschland. Reykjavík, den 15. Januar 1989 Botschaft der Bundesrepublik Deutschland Túngata 18 101 Reykjavík Tel. (91) 19535/6 Besucherstunden: Mo — Fr von 9 -- 12 Uhr.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.