Pressan - 12.01.1989, Blaðsíða 8

Pressan - 12.01.1989, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 12. janúar 1989 PRESSAN _______VIKUBLAÐ Á FIMMTUDÖGUM__________ Útgefandi Blað hf. Framkvæmdastjóri Hákon Hákonanson Ritstjóri Jónína Leósdóttir Fréttastjóri Ómar Friðriksson Auglýsingastjóri Hinrik Gunnar Hilmarsson Ritstjóm og skrifstofur: Ármúla 38, sími: 68 18 66. Auglýsingasími: 68 18 66. Áskrift og dreifing: Ármúla 38, sími 68 18 66. Setning og umbrot: Filmurog prent. Prentun: ESIaðaprent hf. Áskriftargjald: 400 kr. á mánuði. Áskriftargjald: Pressan og Alþýðu- blaðið: 800 kr. á mánuði. Verð i lausasölu: 100 kr. eintakið. Andlegt hjálparstarf Fréttir tengdar hinum hræðilega jarðskjálfta í Armeníu hafa yfirleitt ekki verið sérlega gleðilegar. Þó mátti finna mjög jákvæðan neista í einni þeirra. Það var fregn um að fyrirhugað væri að veita eftirlifandi fólki á jarðskjálftasvæðinu sálfræðilega aðstoð. í umræðum um hjálparstarf af ýmsu tagi er nær ein- göngu talað um líkamlegar þarfir þeirra, sem starfsins eiga að njóta. Það er rætt um skort á ákveðnum fæðu- tegundum, fatnaði, lyfjum og læknum, en sjaldan eða aldrei vikið að andlegu ástandi hins bágstadda fólks. Auðvitað á þetta sér sínar skýringar. Augljósust er sú, að það er frumskilyrði að halda lífi í vesalings manneskjun- um til þess að þær eigi yfir höfuð möguleika á að lifa einhverju sálarlífi. Það þýðir lítið að senda fyrst af öllu flokk sálfræðinga á þurrka- eða jarðskjálftasvæði og láta matar- og meðalasendingar mæta afgangi! Það er hins vegar örugglega nauðsynlegt að huga mun betur en gert hefur verið að andlegri iíðan fórnarlamba ýmiss konar hörmunga. Oft hefur þetta fólk horft upp á eitt eða fleiri af sínum nánustu skyldmennum deyja. Jafnvel orðið vitni að því að fjölskyldumeðlimir eru myrtir, þegar um stríð eða aðrar slíkar aðstæður er að ræða. Og síðan ætlast heimurinn til að þessu fólki finnist það „heppið“ að vera lifandi. „Heppið“ að hafa fengið mat, lyf, læknishjálp eða klæði — þó margir eftirlifendur óski þess kannski heitast á erfiðustu stund- unum að vera horfnir úr þessum heimi. Það gefur því tilefni til bjartsýni, þegar fréttist af auknum skilningi manna á hinni andlegu hlið verald- legra hörmunga, eins og fregnirnar frá Armeníu fyrir skemmstu. Og það var ekki eina dæmið. Yfirvöld í Bret- landi brugðust t.d. mjög skynsamlega við, þegar morð- óður maður tók að herma eftir Rambó og æddi með byssu um lítið sveitaþorp þar í landi. Hann myrti fjölda fólks á einum eftirmiðdegi og særði aðra. Auðvitað var hinum særðu veitt besta læknishjálp, en það gleymdist ekki að sinna þeim „heppnu“, sem ekki hlutu líkamleg sár. Sálfræðingar og geðlæknar voru fengnir til að opna sérstakt neyðarathvarf á staðnum og þar var þeim þorps- búum, sem kærðu sig um það, boðið upp á sálræna með- ferð í margar vikur. Jakkafatamanían Hrafn Gunnlaugsson fékk sex íslendinga í sjónvarps- sal síðastliðið þriðjudagskvöld til að rabba um framtíð- arhorfurnar. Tvær konur og fjóra karla. Ýmislegt mis- merkilegt var spjallað í þættinum, en hann var líka athyglisverður fyrir augað. Þarna sátu nefnilega allir karlarnir í þessum stöðluðu grásvartbrúnu jakkafötum, í skyrtu og með bindi, og voru svo hræðilega grámyglu- legir að annað eins sér maður ekki nema á hópmyndum frá Kína. (Það skal tekið fram að stjórnandi umræðn- anna var ekki í jakkafataliðinu. Hann klæddist ljósleitri peysu.) Konurnar voru hins vegar klæddar skærum litum, önnur hárauðu en hin gulu, og lífguðu því hressi- lega upp á myndina á skerminum. Þessi sjón er alveg ógleymanleg... En hver er ástæða hins ófrumlega klæða- burðar íslenskra karlmanna? Skortir þá gjörsamlega ímyndunarafl, eru þeir hræddir við að íklæðast sterkum litum eða halda menn bara að jakkaföt séu eini „við- eigandi“ klæðnaðurinn í alvarlegum sjónvarpsþáttum og þeir séu ekki teknir alvarlega í óformlegri fötum? I STOLALEIK Verður minn ráðherrastó/l ekki örugglega jafnmjúkur og þinn, Júlli? hin pressan „Hann skal vera greinilega rit- aður og engar skammstafanir viö- hafðar, er valdið geta misskiln- ingi.“ — Úr Læknablaðinu, þar sem greint er frá nýrri reglugerð um gerð lyfseðla og fleira. „íslenskir skátar lifa lifinu hratt... en því miður hefur drótt- skátastarfið mikinn værðarblæ á sér.“ — Helgi Grímsson i Skátaforingjan- um, fréttabréfi eldri skáta. „Það heyrist oft að 13—14 ára skátar séu farnir að kalla sig drótt- skáta eða þá „hálfdrættingadrótt- skáta" ...“ — Sama og að ofan. „Flestir deyja á stofnunum." — Úr Gjallarhorni, málgagni Sam- vinnutryggingamanna. „Það er viðar draugagangur en i þjóðsögunum." — Vikverji Morgunblaðsins um fram- göngu þeirra sem stjórna landinu. „Ég held ég vilji engan skamma. Ég kenni frekar í brjósti um þá.“ — Sigurður Blöndal skógræktarstjóri um stjórnmálamenn í Þjóðviljanum. „Þetta var kannski svolítil hag- ræöing fyrir Val en ööruvísi var þetta nú ekki.“ — Jóhannes Sigvaldason, stjórnar- formaóur KEA, um kaup fyrirtækisJns á húsi Vals Arnþórssonar. „Valur er ekki bankastjóri." — DV segir frá úrskurði bankaráös Landsbankans. „Það er hrikaleg ringulreið í dagskrárstefnu beggja stöðv- anna.“ — Ólafur Hauksson, fyrrum útvarps- stjóri Stjörnunnar, um hana og Bylgj- una. „Veggjatítla grandar húsi á Eskifirði." — Fyrirsögn i DV. „Fjallalömbin komast ekki strax í radíósamband... sendarnir límdir í ul/ina. “ — Úr landbúnaðarritinu Timanum. „Ég er þeirrar skoðunar að tryggingafélögin séu of mörg í landinu á sama hátt og bankarnir eru of margir." — Halldór Ásgrimsson, sjávarútvegs- dóms- og kirkjumálaráðherra, i DV. „Auglýst er efftir hugmynda- rikri og námffúsri mannesícju sem er tilbúin til að kasta sér út í hringiðu almenningsálitsins.y/ — Eystra-horn auglýsir eftir ritstjóra i hálft starf.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.