Pressan - 12.01.1989, Blaðsíða 9

Pressan - 12.01.1989, Blaðsíða 9
9 Fimmtudagur 12. janúar 1989 Veðbókarvottorð nýja DV-hússins sýnir að tvö lán hvíla á eigninni upp á 25 milljónir kr., sem teknar voru að láni hjá Framkvœmdasjóði íslands og notaðar til að auka hlutafé Arnarflugs. Húseign Dagblaösins hf. viö Þverholt 11. Þar fer öll starfsemi Frjálsrar fjöl- miðlunar fram og þar er ennfremur prentsmiðja fyrirtækisins. D V-HUSIÐ VEDSETT FYRIR ARNARFLUG Lífróður Arnarflugs getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir DV. Hin nýja húseign sem DV er í við Þverholt er veðsett fyrir lánum upp á 25 milljónir kr. sem notaðar voru til að auka hlutafjáreign Arnarflugs hf. á árunum 1987 og 1988. Á árunum 1987 og 1988 veilti rík- isstjórnin Frainkvœmdasjóði /s- lands heimild til að hafa milligöngu um lán til hluthafa í Arnarflugi. Þetta var enn einn liðurinn í björg- unaraðgerðum ríkisins fyrir flugfér lagið. Að þessu sinni var fjármagn- inu ekki beint að Arnarflugi heldur var gert að skilyrði að hluthafarnir tœkju lánið í eigin nafni og settu nauðsynlegar tryggingar. Heildar- upphœð kr. 116 milljónir í fyrra skiptið. Á síðasta ári varsvo veitt viðbót- arheimild upp á 2,6 milljónir doll- ara eða um 127 milljónir kr. Hlut- hafarnir hafa þegar nýtt sér þessi lán framkvæmdasjóðs: Að sögn Guðmundar B. Olafssonar, for- stjóra framkvœmdasjóðs, hafa hluthafarnir verið að nýta sér þess- ar heimildir í skrefum allt frá vori 87 og fram á þennan dag. Af við- bótarheimildinni hafa þegar farið út 28 milljónir. Á síðustu tveimur árum hefur hluthafahópurinn lagt 240 milljón- ir ífyrirtœkið á þágildandi verðlagi. Meðal hluthafa í Arnarflugi eru sem kunnugt erþeir Hörður Einars- son, stjórnarformaður Arnarflugs, og Sveinn R. Eyjólfsson. Báðir eru þeir, eins og menn þekkja, aðaleig- endur og œðstu ráðendur Dag- blaðsins. Sveinn er stjórnarfor- maður og útgáfustjóri blaðsins og framkvæmdastjóri Dagblaðsins hf. Hörður er framkvœmdastjóri og útgáfustjóri Frjálsrar fjölmiðlunar sem annast útgáfu DV. Þeir Hörður og Sveinn lögðu fram húseign DV í Þverholti II til tryggingar lánum úr framkvæmda- sjóði til að styrkja eiginfjúrstöðu Arnarflugs. Þannig var Iníseign hins frjálsa og óháða DV lagt að veði fyrir Arnarflug. TVÖ LÁN Það er Frjáls fjölmiðlun hf. sem gefur út DV, en aðaleigandi þess er Dagblaðið hf. Stærstu eigendur Dagblaðsins hf. eru þeir Sveinn R. Eyjólfsson og Hörður Einarsson, en Sveinn mun hafa aukið hlut sinn mjög á síðustu árum og er sagður eiga meirihluta í fyrirtækinu. Þver- holt 11, nýbygging DV, er í eigu þriggja fyrirtækja sem öll eru undir handarjaðri Sveins og Harðar. Þetta er Dagblaðið hf., sem á allt eldra hús í Þverholtinu auk 66% af nýbyggingunni, Hilmir hf., sem á 18% nýbyggingarinnar, ogsvosam- eignarfélagið Bakhjarl, sem er skráð fyrir 16% eignarhluta í ný- byggingu. Skv. veðbókarvottorði varðandi Þverholt 11 hvílir samtals um 25 milljóna kr. lán, sem tekið hefur verið hjá framkvæmdastjóði, á 9. veðrétti í byggingunni. Þann fjórða maí árið 1987 er fyrri hluta lánsins þinglýst, en það hljóðar upp á 400.332 dollara. Síðari hluti lánsins er tekinn í júní á síðasta ári. Það lán hljóðar upp á samt. 122.887 doll- ara. Brunabótamatsverð hússins er í dag um 176 milljónir króna, en heildarskuldir sem hvíla á eigninni um 125 milljónir kr. skv. veðbókar- vottorði. Þar af eru greinilega um 25 milljónir sem hafa farið i hluta- fjáraukningu Arnarflugs hf. Fram- kvæmdasjóður setti það að skilyrði fyrir lánveitingunni að hún rynni beint til Arnarflugs. FÉLAGINU BJARGAD FRÁ GJALDÞROTI? Tapið á rekstri Arnarflugs fyrstu níu mánuði ársins var 130 milljónir og heildarskuldir eru sagðar nema 800 milljónum. Ríkisstjórnin hefur skipað ráðherranefnd til bjargar félaginu og Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra var á l'erð í Hollandi í byrjun vikunnar þar sem hann var í viðræðum við forsvarsmenn ríkisflugfélágsins KLM, en ríkisstjórnin reynir nú af mætti að bjarga félaginu l'rá gjald- þroti nteð þvi að finna nýtt fjár- magn í fyrirtækið og sterkasti möguleikinn í stöðunni er sagður vera sá, að KLM konti inn sem lilut- hal'i. VELDUR HAGSMUNA- ÁREKSTRUM? Að sögn Guðmundar B. Ólafs- sonar, forstjóra framkvæmdasjóðs, fóru allar lántökur sjóðsins vegna Arnarflugs fram í dollurum. Lánin eru afborgunarlaus fyrstu tvö árin en sjóðstjórnin setti sér strangar reglur um tryggingar hluthafanna fyrir lánunum. Eina skilyrðið af hálfu ríkisstjórnarinnar var að hluthafarnir legðu peningana fram sem hlutafé í Arnarflugi til að tryggja eiginfjárstöðu þess. Fari nú svo að Arnarflugsaðgerð- ir gangi ekki upp og félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta lendir þetta því ekki á ríkissjóði lieldur standa veðsettar eignir hluthafanna sem trygging og þ.á m. er DV-lnisið við Þverholtið. Þessi tengsl DV við Arnarl'Iug geta ekki aðeins verið óþægileg blaðinu vegna hinnar ótryggu og umdeildu stöðu flugfé- lagsins, heldur einnig i Ijósi þess að ríkisstjórnin hefur nú „Arnarflugs- rnálið" á sinni könnu. Það kann að þrengja að óháðu ritstjórnarhlut- verki Dagblaðsins gagnvart ríkis- stjórninni sjálfri. /2/3 VeðbókarvoUorð. ^ rAmlUhókum Rc>kjd\ikurN>rgnr n rð lilhcyrandi að cifandi cr , . // Múy*. á j/aJUitipi, tuin *- rAkm'vj-J i'mC -5' í- C th Vo 'rHykfcfiúv.*.) cngar aArar þinglýuar tcðvkuldir n lOO.oco - /trO .CCú- - -C46- - /Mmc. - 5 vcör. ki h/ÝD.Ort ' G/.yie.- ,..K 2V.M>. - ‘éo 'iy/ci, „Æt Mfev. - /ov.we. - ,:J&'j.3O0.. IFb.Sce- - ObfA A .30 cr/1 Ó.^.U5p / 1.1 .ctJaI ^ 1.1 I '33/^///2(?o ... . * ^J1/. -- fcy ,n /IOmo, 'wít _ ,i, p * r/i ’/y, ,„ _ ef ,i, ÖíarH,KV. fij. cúaf . V/ JV Aa/. h rioa+vdlO ./s^' Dal. Zj 'c , V2>3- m /O.JtlAJ. ,r-#A Veöbókarvott- oröiö sýnir aö tvivegis hefur framkvæmda- sjóður veitt lán með veði i hinni nýju húseign Dagblaösins hf. í fyrra skiptið voriö 1987, þegar hlutafjárheimild- in var veitt, og hið siðara um mitt siðasta ár. Hörður Einarsson stjórnarfonnaður og fram- kvæmdastjóri Staðfestir veðsetninguna Hörður Einarsson, stjórnar- formaður Arnarflugs og fram- kvæmda- og útgáfustjóri Frjálsrar fjölmiðlunar hf., stað- festi i samtali við PRESSUNA að meðal trygginga fyrir lánum framkvæmdasjóðs væri hús- eign Dagblaðsins hf. i Þverholti 11. „Allir hluthafarnir hafa átt kost á því aó fá lán i gegnum framkvæmdasjóö, sem er erlent lán. Þessi lán, sem voru fengin til hlutafjárkaupa í Arnarflugi, hafagengið inn í fyrirtækið til að greiða niður erlendar skuldir þess,“ segir Hörður. — Eru þessi lán tekin í nafni fyrirtækja ykkar eöa tekin persónulega? „Ég sé ekki ástæðu til að fara út i það hvernig þetta er hjá ein- stökum aðilum. Það er allur gangur á því.“ — En nú er mikil óvissa um framtíð Arnarflugs. Er ekki áhyggjuefni fyrir dagblaö að tengja&t þvi með þessum hætti? „Það er áhyggjuefni fyrir alla ef framtíð Arnarflugs er i hættu.“ Jónas Kristjánsson ritstjóri Get ekki tjáð mig um málið Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV, á sæti í stjórn Frjálsrar fjöl- miðlunar hf. og kveðst einnig eiga sæti i stjórn Dagblaðsins hf. „Aö minnsta kosti aö nafninu til,“ segir hann. — Nú hefur hús fyrirtækis- ins verið veðsett fyrir lánum sem gengu til Arnarflugs. Telur þú það eðlilegt þegar dagblað á í hlut? „Ég get ekkert tjáö mig um þaö núna.“ — Var þetta samþykkt i stjórn Dagblaðsins hf.? „Ég get ekkert tjáð mig um það.“ — En er þér kunnugt um þetta? „Ég get ekkert sagt um það heldur." — Viltu þá ékkert segja um þetta mál? ,,Nei.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.