Pressan - 11.05.1989, Blaðsíða 5

Pressan - 11.05.1989, Blaðsíða 5
5 ' '^immtúdágúr ÍVmaí'f989 Útlendingur þarf ekki nema tveggja sólarhringa viðdvöl hér ó landi til að komast inn i íslenska heil- brigðiskerf ið. Útlendingur þarf hvorki að framvísa dvalar- né atvinnuleyf i til að fé sjúkrasamlagsskír- teini og þar með óvísun ó ókeypis læknisþjónustu. Vitað er að útlendingar misnota kerfið en enginn veit í hve miklum mæli. EFTIR: PÁL VILHJÁLMSSON — MYND: EINAR ÓLASON Útlendingar sækja í auknum mæli hingað til að fá læknisþjón- ustu sem þeir eiga ekki kost á í heimalandi sínu. Starfsmenn í út- lendingaeftirliti og sjúkrasamlagi segja íslenska heilbrigðiskerfið gal- opið og hvergi á byggðu bóli eins auðvelt að komast inn í kerfið. „Eg hef spurst fyrir um hvernig þessu er háttað í nágrannaríkjum okkar og fengið þann grun minn staðfestan að það sé sérstaklega auðvelt fyrir útlendinga að komast inn í heilbrigðiskerfið á íslandij’ segir Karl Jóhannsson, lögreglu- fulltrúi í útlendingaeftirlitinu. Athugun Pressunnar leiddi í ljós að það tekur útlending ekki nema tvo daga að fá sjúkrasamlagsskír- teini hér á landi. Maður sem kemur með flugvél að morgni að utan get- ur farið rakleiðis niður á Hagstofu íslands og fyllt út aðseturstilkynn- ingu. Það tekur einn dag að af- greiða málið og með útskrift frá þjóðskrá fer viðkomandi niður í sjúkrasamlag og fær skírteini sam- dægurs. Lára Hansdóttir, deildarstjóri i Sjúkrasamlagi Reykjavíkur, stað- festir að þessi ieið sé fær og tekur undir með Karli að sáraeinfalt sé fyrir utanaðkomandi að komast inn í kerfið. SJÁLFVIRKT KERFI „Þeir erlendir kollegar sem ég hef talað við um þetta mál segja mér að í öðrum löndum þurfi útlendingar annaðhvort atvinnuleyfi eða dval- arleyfi til að komast inn í trygginga- kerfið. I sumum tilfellum þarf hvorttveggja atvinnu- og dvalar- leyfi. Hér á landi fá venjulegir túr- istar aðgang að kerfinu," segir Karl. Reglum um greiðslu til sjúkra- samlags var breytt árið 1973. Fyrir þann tíma var innheimtur sérstakur skattur til sjúkrasamlagsins og gat hver og einn séð hversu mikið af kaupinu fór til sjúkrasamlagsins. Þá var einnig nokkur biðtími eftir un á því sé útbreidd. Island er úr al- faraleið og það kostar útlendinga töluvert ómak að koma hingað. Einnig kemur það til að ísland er óþekkt úti í hinum stóra heimi og fæstir vita af þeim möguleikum sem hér bjóðast. Þeir læknar sem Pressan ræddi við bentu á að langur biðtími væri í flestar stærri aðgerðir á sjúkrahús- um og ekki trúlegt að það borgaði sig fyrir útlendinga að bíða vikum og mánuðum saman eftir því að fá sjúkrahúspláss. Á hinn bóginn er mjög greiður aðgangur að ýmissi sérfræðiþjónustu hér á landi. Það er tiltölulega einfalt mál að fá gerða á sér rándýra rannsókn og þarf ekki einu sinni tilvísun heimilislæknis til að sjúkrasamlagið borgi. „Við vitum að heilbrigðiskerfið er misnotað,” segir Lára Hansdóttir, „en við vitum ekki umfangið á mis- notkuninni!’ Karl Jóhannsson tek- ur í sama streng. Karl þekkir þessi mál vegna starfa síns við útlend- ingaeftirlitið. „Við sjáum ekki nema brotabrot af misnotkuninni og mér þykir sennilegt að hún hafi aukist síðustu ár,” er hans skoðun. UTLENDINGUM FJÖLGAR Hvorki Lára né Karl vita fyrir víst hversu margir útlendingar ganga inn í íslenska tryggingakerfið til þess eins að þiggja læknisþjónustu. Eftir að útlendingar eru komnir til landsins og skráðir í sjúkrasamlag er ekkert fylgst með þeim. En bæði hafa þau fylgst með þeirri þróun undanfarinna ára að íslenskir karlmenn koma með kvon- fang sitt frá löndum eins og Fil- ippseyjum og Thailandi. Fjöl- skyldubönd hjá þessum þjóðum eru mjög sterk og ekki óalgengt að skyldmenni heimsæki stúlkur sem setjast hér að. Það sem af er árinu hafa komið til íslands 55 einstaklingar með vegabréf frá Filippseyjum og Thai- landi og dvalið hér í lengri eða skemmri tíma. Læknar og hjúkrunarfólk sem HEILBRIGÐISKERFI Utlendingarsækja í ókeypis læknisþjónustu hérlendis að sótt var um inngöngu í sjúkra- samlagið, eða þrír til sex mánuðir. Eftir breytingarnar 1973 voru sjúkrasamlagsgreiðslur innifaldar I almennum skattgreiðslum. Sú breyting og afnám daggjaldafyrir- komulagsins á sjúkrahúsum gera að verkum að mun erfiðara er að fylgj- ast með þeirri þjónustu sem sjúkl- ingum er veitt hér á Iandi. Þegar fólk er á annað borð komið inn í sjúkrasamlagið verður kerfjð sjálf- virkt: vSjúkrahúsin eru á föstum fjárlögum og Iæknar fá greitt gegn framvísun reiknings. Enginn fylgist með hverjir komast inn í þetta sjálf- virka kerfi. EKKERT EFTIRLIT „Það er í raun ekkert eftirlit með skráningu í sjúkrasamlag hérlend- is,” segir Lára Hansdóttir. Þó að heilbrigðiskerfið sé galop- ið er ekki þar með sagt að misnotk- Pressan ræddi við vissu fæst af mögulegri misnotkun útlendinga á heilbrigðiskerfinu. Það kemur heldur ekki til þeirra kasta að ákveða hvort handhafar sjúkra- samlagsskírteina greiði skatta og skyldur á íslandi. ÓDÝRT AÐ EIGNAST BARN Á ÍSLANDI Aftur á móti er það vel þekkt í kerfinu að islenskar konur búsettar erlendjs, í flestum tilfellum í Banda- ríkjunum, komi til íslands að fæða börn sín. Það er nánast hefð fyrir því að íslenskar konur búsettar í Bandaríkjunum fæði börn sin hér- lendis. Rakel Valdimarsdóttir, hjúkrun- arframkvæmdastjóri á Landakoti, bjó í Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna fyrir meira en ára- tug. Hún segist oh hafa heyrt það á tali íslenskra kvenna að ódýrt væri að fara til íslands og eignast börnin þar. Ókeypis læknisþjónusta gerði meira en borga flugfargjaldið. Yfirljósmóðirin á Landspítalan- um, Kristín Tómasdóttir, segir nokkuð um það að íslenskar konur komi frá Bandaríkjunum á sína deild. „Oftast eru þetta konur sem eru aðeins tímabundið búsettar í Bandaríkjunum, til dæmis vegna náms. Það er samt ein og ein kona sem á heimili í Bandaríkjunum en kemur hingað til að fæða barn sitt,” segir Kristín. Sólveig Þórðardóttir, yfirljós- móðir á Sjúkrahúsinu í Keflavík, hefur svipaða sögu að segja. „Það er alltaf eitthvað um að konur giftar Bandaríkjamönnum komi hingað. Þær fá bæði ódýrari og betri þjón- ustu hér en í Bandaríkjunum” Sól- veig sagði sængurkonur oftast flytja lögheimili til landsins. Starfsfólk sjúkrasamlagsins í Reykjavík tók til skamms tíma eftir því að íslenskar konur búsettar er- lendis fluttu Iögheimili sitt til lands- ins og aftur úr landi áður en árið var liðið. Lára Hansdóttir telur einsýnt að ástæðan fyrir þessum flutning- um hafi verið að konurnar komu til landsins og lögðust inn á fæðingar- deildir. Með lögheimili hér á landi var konunum tryggður ókeypis að- gangur að fæðingarhjálp. Með breyttu skráningarkerfi hætti starfsfólk sjúkrasamlagsins að reka augun i þessa kyndugu búferla- flutninga. Það er hinsvegar ólíklegt að þeir hafi lagst af. ÞRÓUNARHJÁLP? Meira en tíunda hver króna sem íslendingar borga í skatt fer til heil- brigðisþjónustunnar. Á móti miklu og dýru heilbrigðiskerfi kemur að sérhver landsmaður fær svo gott sem ókeypis læknisþjónustu. Eng- inn þarf að neita sér um lækningu sakir efnaleysis. Öflugt heilbrigðiskerfi er ekki sjálfsagður hlutur. Fyrir utan lönd Vestur-Evrópu eru fá þjóðríki sem geta státaó af jafngóðri heilbrigðis- þjónustu og Island. Þegar metið er hvort og í hve ríkum mæli á að leyfa útlendingum að njóta íslensku heilbrigðisþjón- ustunnar koma aðallega til rök af tvennum toga. Annarsvegar að út- lendingar borgi ekki til heilbrigðis- þjónustunnar og því eigi þeir ekki rétt á henni. Hinsvegar að íslend- ingar hafi vel efni á því að veita út- lendingum aðgang að heilbrigðis- kerfinu, sérstaklega þar sem útlend- ingarnir koma í flestum tilvikum frá löndum fátæktar og eymdar. Sennilegt er að öðrum augum sé litið á íslenskar konur sem giftar eru útlendingum og koma heim til að fæða börn sín. Þær eru, þrátt fyrir allt, íslenskar.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.