Pressan - 11.05.1989, Blaðsíða 13

Pressan - 11.05.1989, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 11. maí 1989 13 Sex íslendingar íara í ráðherraleik og setja saman óskaríkisstjórnina Þeir eru margir sem óska þess þegar líður að kosningum að þeir gætu kosið fólk, ekki flokka. Þeir hinir sömu eru ekki í nokkrum vafa um hvaða fólk væri best fallið til þess að stjórna landinu. „Ef ég mætti ráðaþá . . /'segja þeirogþyljauppnöfnþeirrasemþeirtreystafyrir embættunum. PRESSAN ákvað að bregða á leik með lesendum sinum og fá að vita hvaða fólki hinn almenni borgari treystir best til að stjórna landinu, leysa efnahagsvandann og öll hin vandamálin. Að vísu svolítið „al- vöruþrunginn leikur/#, eins og einn viðmælenda okkar komst að orði, enda voru ekki alveg allir til i að taka þátt í honum. Spurningin var þessi: Ef ÞÚ værir forsætisráðherra, hvaða fólk myndirðu velja til að stjórna landinu með þér? HANNES HÖLMSTEINN GISSURARSON: „Ég myndi að vísu helst vilja vera fjármálaráðherra. Það starf held ég að sé ögrandi og erfitt. Aðrir í ríkisstjórninni yrðu þeir sem ég treysti fyllilega til að gegna þeim embættum.“ Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður, dómsmálaráðherra. Þorsteinn Pálsson, fjármálaráðherra. Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra. Vilhjálmur Egilsson, félagsmála-, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Granda, iðnaðar-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. „Ég myndiekki velja neina konu. Ég hef ekki orðið var viðað landinu sé betur stjórnað eftir að hlutdeild kvenna á þingi jókst. Það er sama með konur og hagfræðinga. Eftir því sem hagfræðingum hefur fjölgað hefur hagstjórnin ekkert batnað. Það er bara ekki nein fylgni milli þessa. Kannski er ég að gera þessum mönnum óleik að orða þá við þessa „hryllilegu frjálshyggju"! En þetta yrði mín óskaríkisstjórn.“ RÍKISSTJÓRN HANNESAR HÓLMSTEINS GISSURARSONAR Dómsmálaráðherra: JÓN STEINAR GUNNLAUGSSON Félagsmála- heil- brigðis- og trygginga- málaráðherra: VILHJÁLMUR EGILSSON Menntamálaráðherra: BIRGIR ÍSLEIFUR GUNNARSSON Iðnaðar-, sjávarút- vegs- og landbúnað- arráðherra: BRYNJÓLFUR BJARNASON Fjármálaráðherra: ÞORSTEINN PÁLSSON Utanrikisráðherra: DAVÍÐ ODDSSON BIRNA ÞÓRÐARDÖTTIR, ritstjóri Fréttabréfs lækna: „Þær grundvallarbreytingar sem ég vil sjá í þjóðfélaginu verða ekki í höfn með því að skipta um fólk í þessum stólum sem eru fyrir hendi. Ég vil miklu frekar virkja alþingi götunnar til að hafa einhver tök á að koma nálægt stjórntaumunum, þess vegna alþingi vinnustaðanna líka. Þá vildi ég frekar sjá fólk inni í stjórnarráði og annars staðar þar sem þessar ákvarðanir eru teknar. Það fólk væri þá fulltrúar ákveðinna hópa launamanna og væru sem slíkir ábyrgir gagnvart umbjóðendum sínum en ekki ábyrgðarlausir eins og þetta lið er i dag. Þá kæmu menn þangað inn með reynslu sína sem er oft ólygnust. Svo er auðvitað hægt að setja upp einhver stjórnarandlit og þá væri gaman að sjá eftirtalda í þeirri stjórn: Sigríður Kristinsdóttir sjúkraliði. Guðrún Kr. Óladóttir Sóknarkona. Guðlaug Teitsdóttir kennafi. Ragnar Stefánsson jarðskjalftafræðingur. Rúnar Sveinbjörnsson ráfvirki. María Kristjánsdóttir leikstjóri. Guðbergur Bergsson rithöfundur, sem yrði heiðursfélagi í stjórninni. RÍKISSTJÓRN BIRNU ÞÓRÐARDÓTTUR RAGNAR STEFÁNSSON GUÐLAUG TEITSDÓTTIR „Eina ráðuneytið sem ég vildi úthluta er sjávarútvegsráðuneytið sem kæmi í hlut Jóns bróður míns. Ég treysti honum fyrir þeim rnálurn." JÓN ÞÓRÐARSON

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.