Pressan - 11.05.1989, Blaðsíða 27

Pressan - 11.05.1989, Blaðsíða 27
•cær iem .rr lugebufmmR Fimmtudagur 11. maí 1989 sjónvarp FIMMTUDAGUR 11. maí Stöö 2 kl. 21.30 FLÓTTINN FRÁ SOBIBOR (Escape from Sobibor) Ný bandarísk sjónvarpsmynd. 'Leikstjóri: Jack Goid. Aðalhlut- verk: Alan Arkin, Joanna Pacula, Rutger Hauer. Hér er á ferðinni spennumynd sem segir frá flótta þrjú hundruð gyð- inga úr útrýmirigarbúðum nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Myndin, sem er byggð á sannsögulegum at- burðum, gerist í Póllandi þar sem Þjóðverjar höfðu komið upp út- rýmingarbúðunum Sobibor. Á tæpum átján mánuðum voru um 250 þúsundir manna teknar af lífi í gasklefum búðanna. Nokkrir fang- anna Iögðu drög að flóttaáætlun þar sem öllum ófrjálsum mönnum yrði gert kleift að flýja. Myndin er alls ekki við hæfi barna. Stöö 2 kl. 00.00 GÖTUR OFBELDÍSINS* * * (Violent Streets) Bandarísk spennumynd frá 1981. Leikstjóri: Miclwel Mann. Aðal- hlutverk: James Caan, Tuesday Weld, WiUie Nelson, James Belushi og Robert Prosky. Jantes Caan leikur atvinnuþjóf sem hefur setið inni í ellefu ár. Þegar hann losnar þráir hann að byrja nýtt og glæsilegt líf. Til að láta drauminn rætast er náttúrulega ein- faldast að taka til við fyrri störf. Caan fer hér á kostum í hlutverki manns sem hefur það hlutverk eitt í lífinu að Iifa af. Góð leikstjórn og óvenjuleg kvikmyndataka gera þessa mynd að fyrsta flokks afþrey- ingu. Þess má geta að þýska hljóm- sveitin Tangerine Dream semur tón- Iist við myndina. Ekki við hæfi barna. FÖSTUDAGUR 12. maí Stöð 2 kl. 17.30 í UTANRÍKIS- ÞJÓNUSTUNNI* * (Protocol) Bandarísk mynd frá 1984. Leik- stjóri: Herbert Ross. Aðalhlutverk: Goldie Hawn, Chris Sarandon, Richard Raomanus ogAndre Greg- ory. Gamanmynd þessi getur varla talist til betri mynda Goldie Hawn, til þess er söguþráðurinn of klisju- kenndur og þá sérstaklega endirinn. Ung stúlka ræðst óvænt til starfa hjá bandarísku utanríkisþjónust- unni, þar sem hún lendir í að útkljá samningaviðræður í Mið-Austur- löndum. Goldie Hawn á hér nokk- ur góð atriði, en myndin í heild sinni reynir verulega á áhuga manns á sætu ljóskunni. STROKUBÖRNIN* * (Runners) Ný bresk kvikmynd. Leikstjóri: Charles Slurridge. Aðalhlutverk: James Fox, Kate Hardie, Jane As- h er og Eileen O’Brian. Átakanleg spennumynd sem fjallar um hvarf ungrar stúlku. Reiðhjól hennar finnst liggjandi á götunni en hún er horfin. Faðir hennar leggur allt í sölurnar til að finna hana, en eiginkona hans hefur gefið upp vonina. Hann trúir því hinsvegar að stúlkan sé einhvers staðar viðriðin unglingaglæpastarfsemi, trúarof- stæki eða unglingavændi, og neitar að gefast upp. Þokkaleg sakamála- mynd og óvænt atburðarás. Rikissjónvarpið kl. 22.25 |í NAFNI LAGANNA (I lagens namn) Sœnsk sakamálamynd frá 1986. Leikstjóri: Kjell Sundvall. Aðal- 1 hlutverk: Sven Wolter, Ani'a Wall, : Stefan Sauk og Pia Green. Mynd þessi er að hluta til byggð á sannsögulegum heimildum rithöf- undarins Leifs G.W. Persson, og segir frá rannsókn á óhóflegu of- beldi sænskra lögreglumanna. Lög- regluþjónn grunar félaga sína um að vera of harðhentir við fanga. Hann reynir að fylgjast með þeim en þeir eru varir um sig. Þegar myndin var sýnd í Svíþjóð olli hún nokkrum deilum vegna þess hve hún þótti halla á starfsaðferðir lög- reglunnar. Stöð 2 kl. 23.10 FÖSTUDAGUR TIL FRÆGÐAR* (Thank God It’s Friday) Bandarísk gamanmynd frá 1978. Leikstjóri: Robert Klane. Aðalhlut- verk: Donna Summer, The Commo- dores, Valerie Langburg, Terri Nunn og Chick Vennera. Suntir gagnrýnendur hafa sagt að þessi mynd sé sú lélegasta sem nokkru sinni hafi hlotið Óskars- verðlaun yfirleitt (fyrir besta titil- lag). Hún er gerð á þeim tíma þegar diskóið var alls ráðandi í nætur- klúbbum heims og segir frá einu kvöldi í diskóteki nokkru í Holly- wood. Raunar mætti segja að myndin væri alveg eins og lélegt diskó; langdregin og ófrumleg. Stöð 2 kl. 00.40 BANVÆNN KOSTUR * (Terminal Choice) Kanadísk spennumynd frá 1985. Leikstjóri: Sheldin Larry. Aðalhlut- verk: Joe Spano, Diane Venora og \ David McCaUum. Litlaus saga um dularful! dauðsföll á sjúkrahúsi. Handritið og raunar myndin öll rétt undir meðallagi þótt leikaralið sé í sjálfu sér ágætt. Myndin er alls ekki við hæfi barna. LAUGARDAGUR 13. maí Stöð 2 kl. 21.45 MAÐUR Á MANN*** (One on One) Bandarísk mynd frá árinu 1977. Leikstjóri: Lamont Johnson. Aðal- hlutverk: Robby Benson, Annette O’Toole og G.D. Spradlin. Ungur körfuboltaleikari fær styrk til háskólanáms vegna íþróttahæfi- leika. Hann ætlar sér stóra hluti en kemst fljótt að því að hann á ekki upp á pallborðið hjá skólafélögum sínum og þjálfara liðsins. Hann á ekki bjarta framtíð fyrir sér fyrr en hann kynnist ungri stúlku sent metur hann að verðleikum. Um síð- ir fær hann svo langþráð tækifæri til að sanna getu sína á ieikvellin- um. Hjartnæm og sannfærandi saga um baráttu eins manns við kerfið. Ríkissjónvarpið kl. 22.05 AÐALSKRIFSTOFAN* * (Head Office) Bandarísk mynd frá 1986. Leik- stjóri: Ken Finkleman. Aðalhlul- verk: Judge Reinhold, Eddie Al- bert, Jane Seymour og Danny DeVito. ; Judge Reinhold leikur óreyndan og grænan mann sem fær vinnu hjá voldugu fjölþjóðafyrirtæki, eftir að faðir hans togar í nokkra spotta. Hann fellur fyrir dóttur forstjór- ans, sem reynist ekki öll þar sem hún er séð. Frekar ójöfn grínmynd og góðum leikurum eytt til einskis. Samt sem áður eru góð atriði í myndinni og sumir leikaranna ná sér vel á strik, t.d. Seymour, sem er kynæsandi að vanda. 95 27 Ríkissjónvarpið kl. 23.40 EL CID*** Bandarísk œvintýramynd frá 1961. Leikstjóri: Anthony Mann. Aðal- hlutverk: Charlton Heston, Sophia Loren, Raf Vallone og Herbert Lom. Fyrsta flokks ævintýramynd utn spænsku þjóðhetjuna E1 Cid, sem varuppiá 11. öld. Charlton Heston sýnir snilldarleik í hlutverki hetj- unnar sent bjargar Spáni undan árás Afríkumannad. Afbragðs- handrit prýðir myndina, sem áf- dráttarlaust má mæla nteð. Stöð 2 kl. 00.10 HAMSLAUS HEIFT* * * (The Fury) Bandarísk hrollvekja frá árinu 1978. Leikstjóri: Brian De Palma. Aðalhlutverk: Kirk Douglas, John Cassavetes, Carrie Snodgrass, Charles Durning og Amy Irving. Brian De Palnta hel'ur verið nokkuð mistækur sem hryllingsmyndaleik- stjóri í gegnum árin, en hér er ein al' hans bestu. Myndin fjallar um bar- áttu föður gegn mönnum sem hal’a rænt syni hans í þeini tilgangi að virkja dulræna hæfileika hans. Samkvæmt venju er myndin alls ekki við hæfi barna og raunar ekki þeirra sem ekki líkar blóðugt ol'- beldi. 14. maí Ríkissjónvarpið kl. 23.10 KAIRÓRÓSIN**** (The Purple Rose of Cairo) Leikstjóri: Woody Allen. Aðalhlut- verk: Mia Farrow, Jeff Daniels, Danny Aiello og Irving Metzman. Hér er kontin perla helgarinnar fyr- ir sjónvarpsáhorfendur. Ein af bestu myndum Woody Allen til þessa fjallar um unga stúlku á krepputímanum í Bandaríkjunum, sem er mikill kvikmyndaunnandi. Líf hennar tekur óvænta stefnu þegar átrúnargoð hennar úr kvik- myndununt stígur beint út úr tjald- inu og inn í líf hennar. Bitur en jafn- framt falleg gamanmynd, sem hlýt- ur að teljast til bestu mynda síðustu ára. Mia Farrow og Jeff Daniels skila fullkomnum leik sem fellur fullkomlega að meinfyndnu hand- riti Woody Allen. Endirinn er svo einn sá sorglegasti sem sögur fara > af. Stöð 2 kl. 23.15 ÚTLAGABLÚS* * * (Outlaw Blues) Bandarísk mynd frá 1977. Leik- j stjóri: Richard T. Heffron. Aðal- ’ hlutverk: Peter Fonda, Susan Saint James, John Crawford og James ; Callahan. Peter Fonda leikur tugthúslim sem þráir það heitast að verða »,,kántrý“-stjarna. Hann verðursár- lega móðgaður þegar frægur sveita- söngvari rænir einu laga hans og slær í gegn. Hann nær þó að lokum fram hefndum með því að slá sjálf- ur í gegn. Þetta er meinfyndinn 'farsi, sem skýtur þó yfir markið stöku sinnum. dagbókin hennar -J> Við erum alveg í vandræðum nteð hana ömmu á Einimefnúm. Hún er svo brjáluð út al' þessu með Eurovision að það liggur við að pabbi þurfi að Iæsa hana inni svo hún geri ekki eitthvað, sem hún sér æðislega eftir. (Hún ntyndi kannski ekki sjá neitt voða mikið eftir því, en familíau ntyndi sko þurfa að flytjast til Nýja-Sjálands eða Hjalt- lands eða eitthvað langt Iangt.) Amma er alveg tryllt keppnis- manneskja og ég þekki heldur erig- an sem tekur tapi jafnilla eða er jafnfrekur. Hún tekur akkúráfeng- um sönsum (eins og mamma segir alltaf), ef allt er ekki eins og henni þóknast. Þannig er það t.d. þegar hún heldur boð og vill að ég „uff- arti“ (ég held að það þýði „að ganga um beina" á dönsku) kelling- arnar með sérrí og svoleiðis svo hún geti sjálf „mínglað". (Það þýðir víst „að ganga um á milli gestanna" á ensku. Hún amma talar nefnilega sjúklega heimsborgaralegt hrogna- mál...) En sem sagt: Þegar amma vill fá ntig fyrir þjónustustúlku og ég er upptekin, þá missir hún bók- staflega heyrn. Og auðvitað þori ég aldrei annað en að mæta. Það gera alltaf allir það sem antina á Eini- melnum vill. Núna er amma sem sagt obboðs- lega „deprimeruð" (ég held, að það þýði trylltur á skosku cða írsku) út al' neðsta sætinu í Eurovision. Henni finnst bara verst að vita ekki almennilega út i hvern hún á að vera mest reið. Hún er náttúrulega sjúk- Iega sár út í Markús Örn útvarps- stjóra fyrir að Iáta einhverja khku 'velja höfunda til að semja lögin. Svo er hún tjúlluð út í tónlistar- mennina fyriraðsentja þessi leiðin- legu lög og þrælfúl út í þjóðina fyrir að velja lagið, sem var valið. Henni finnst líka söngvarinn allrasíðasta sort og búningarnir á undir- söngs-gellurnar svoleiðis algjörlega „sjarm-forlatt“. (Það þýðir víst ósjarmerandi á sænsku.) Og smekk- lausa lýðinn í Evrópu minnist amnta nú ekki á ógrátandi. Henni finnst íslendingar eiga að hegna þessu pakki með því að neita bara að taka þátt í söngvakeppninni næst og láta það finna virkilega hvar Davíð keypti ölið. Það er reyndar soldið ólógískt hjá henni að hatast svona út í Evrópubúa fyrir að gefa ekki laginu okkar stig fyrst henni finnst það sjálfri vonlaust. En amma á Einimelnum hefur nú aldrei verið sérlega Iógísk... (Mamma segir, að það sé auðveld- ara að diskútera við dáið lík en hana ömmu.) Ég vona barasta til Guðs að hún amma geri ekkert alvarlegra en að röfla um þetta. Maður getur aldrei verið viss, þegar hún er annars veg-, ar. Hann Valgeir Guðjóns býr t.d. rétt hjá henni og ég er í flækju af áhyggjum yfir því að hún æði heim. til hans og taki hann i gegn eða eitt-’ hvað. Það væri nú meiri bömmer- inti.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.