Pressan - 11.05.1989, Blaðsíða 8
,-PPPi . :PiTt t - T-JncmiOiCU
Fimmtudagur H. mai 1989
PRESSAN
_______VIKUBLAP Á FIMMTUDOGUM_____________
Útgefandi Blað hf.
Framkvæmdastjóri Hákon Hákonarson
Ritstjórar Jónína Leósdóttir
Ómar Friðriksson
Auglýsingastjóri Hinrik Gunnar Hilmarsson
Ritstjórn (?g skrifstofur: Ármúla 38, sími: 68 18 66. Auglýsingasími:
68 18 66. Áskrift og dreifing: Ármúla 38, sími 68 18 66. Setning og
umbrot: Filmurog prent. Prentun: Blaöaprent hf.
Áskriftargjald: 400 kr. á mánuöi. Áskriftargjald: Pressan og Alþýðu-.
blaðið: 900 kr. á mánuði. Verð í lausasölu: 125 kr. eintakið.
ÓFÖGUR LÝSING
ÚR FANGELSI
í PRESSUNNI í dag er birt bréf frá manni sem afplánar refsivist í
fangelsinu á Litla-Hrauni. Þargreinir hann fráaðbúnaði fangaog líf'inu
á bak við rimlana og er það um margt ófögur lýsing.
Um síðustu áramót tóku gildi ný lög um fangelsi og fangavist þar sem
ýmsar brýnar úrbætur í málefnum fanga voru Iögfestar. Þar er m.a. að
finna ákvæði um vinnu fanga og segir þar að við ákvörðun launa skuli
taka tillit til arðsemi vinnunnar og launa á almennum vinnumarkaði.
Þá var ákveðið að gefa föngum kost á að stunda tómstundir og líkams-
rækt svo dæmi séu nefnd. En ef marka má lýsingu fangans í bréfinu til
PRESSUNNAR vantar mikið á að úrbætur alþingis í löggjöf hafi kom-
ist til framkvæmda.
í bréfinu kemur fram að kaup fanga hefur nýlega hækkað úr 50 krón-
um á klukkustund í 75 krónur. Fanginn segir: „Fyrir mann sem þarf að
dvelja hér árum saman og ekki hefur aðrar tekjur en þær sem hann
vinnur sér hér inn eru 1.525 krónur á viku engan veginn nóg fyrir nauð-
þurftum hvað þá meira.“
Hann greinir einnig frá því að hreinlætisaðstaða fanganna sé fyrir
neðan allar hellur. Fæðið einhæft „og gluggar svo óþéttir að sandur og
mold smjúga inn“.
í lok bréfsins segir fanginn orðrétt: „Úti í þjóðfélaginu eru án efa til
þeir einstaklingar sem hafa ekki hugmynd um það sem er að gerast í ís-
lenskum fangelsum eða hvaða aðbúnað þeir menn búa við sem hafa af
einhverjum ástæðum lent uppá kant við þjóðfélagið. Þessar fátæklegu
linur geta kannski opnað augu einhverra.“
PRESSAN tekur undir þessi orð fangans, því af lýsingu hans að
dæma er greinilegt að mikið bjátar á í íslenskum fangelsum. Nýlega
vakti athygli þegar fyrrverandi fangi, sem afplánað hafði dóm i fanga-
húsinu við Skólavörðustíg, hringdi í beina útsendingu á rás 2 og sagði
miður fagra sögu af aðbúnaði þar. Það er því brýnt að ráðamenn taki
af fullri alvöru á þessum málum og færi aðbúnað i fangelsum í nútíma-
legt horf.
Hjá Helvetum
„Ættum við kannski að gá hvort þeim líkar betur við íslenska Lands-
lagið, Valgeir?“
pressupostur
Hvað er að vera „sexý“?
Mannvalsstefna
Nýverið skrifar frú Ingibjörg
Sólrún í Pressupenna um fóstureyð-
ingar og nefnir grein sína Ríkisrek-
in mannvalsstefna. Ingibjörg talar
um hópa, sem beini spjótum sínum
að fóstureyðingum af félagslegum
ástæðum, og segir að þessir hópar
séu ekki sjálfum sér samkvæmir því
þeir ættu að berjast fyrir að fóstur-
eyðingar væru bannaðar með öllu
ásamt lykkjunni og heldur síðan
áfram: „...en svo langt þora þeir
ekki að ganga“. Og áfram segir orð-
rétt: „...svo þeir fara yfir garðinn
þar sem hann er lægstur“. Tilvitnun
lýkur. Ingibjörg heldur enn áfram
og talar um „ríkisrekna embættis-
menn“ með umboð til að „deila
lífsréttinum til þeirra sem eiga upp-
runa sinn í nauðgun" eða „fóstur
með litningagalla hafi minni lífsrétt
en önnur“. Þegar ég las þessa grein
laugardaginn 29. apríl sl. spurði ég
sjálfa mig hvernig hægt væri að
bera á borð svo óvandaðar fullyrð-
ingar. Ég sat lengi og reyndi að
skilja hugsanagang konunnar og
setja mig í spor hennar. Ég komst
að þeirri niðurstöðu að þarna væri
ómeðvituð blinda í réttmætri
baráttu fyrir frelsi kvenna og sann-
arlega veitir ekki af þeirri baráttu,
en varla er það réttmætt að hún sé
á kostnað annarra og úr hörðustu
átt að gleyma kjarna baráttunnar
þ.e. jafnréttinu.
Það hlýtur að vera framtíðarsýn
okkar allra að við hér á paradísar-
eyjunni við ystu höf bjóðum öll
börn velkomin og viðurkennum að
barnsvísirinn í móðurlífi getur
aldrei verið né orðið neitt annað en
manneskja sem okkur ber að taka á
móti í fyllingu tímans í auðmýkt og
elsku, um leið og við leysum vanda
þeirra sem hafa orðið fyrir ótíma-
bærri þungun, hvort sem sá vandi er
á andlega, líkamlega eða félagslega
sviðinu. Um þetta ber okkur að
sameinast.
Þegar Ingibjörg Sólrún segir „Sá
einstaklingur, sem á mest undir til-
tekinni ákvörðun, verður að taka
hana“ er greinilegt að eitthvað skol-
ast til. lngibjörg virðist ekki skilja
að sá einstaklingur „sem á mest
undir tiltekinni ákvörðun“ fær
enga ákvörðun að taka. Hann er
ekki spurður. Hann tapar lífi sínu
vegna ákvörðunartöku annarra.
Þegar Ingibjörg Sólrún talar um
að lífsverndarsinnar „ÞORI“ ekki
og séu ekki heilir í afstöðu sinni af
því þeir banni ekki fóstureyðingar
með öllu, og nefnir í því sambandi
litningagalla og nauðgun, færist
skörin heldur betur upp í bekkinn.
Að alþingismenn reyni að fara milli-
veg og bjarga þannig mörg hundruð
íslendingum hvert einasta ár hlýtur
að teljast spor í rétta átt, en Ingi-
björg Sólrún veit vel að það þýðir
ekki að Iífsverndarsinnar samþykki
að börn með litningagalla séu
dæmd úr leik. Þau börn eiga sann-
arlega rétt á því að lifa og fá sín
tækifæri rétt eins og við hin, auk
þess sem oft hefur sýnt sig að alheil-
brigð börn í móðurkviði hafa tapað
lífi vegna rangrar greiningar. Og
mér er spurn: Hver tekur á sig
ábyrgðina af slíkum mistökum? Þá
eins og alltaf stendur konan ein,
alein. Þeir sem ráðlögðu og þrýstu
á með öllum sínum „skynsamlegu
rökum“ gufa þá oftast upp, hverfa
út úr myndinni, því það var konan
sem ákvörðunina tók, ekki þeir.
Málið kemur þeim ekki við. Þannig
er réttlætið gagnvart konunt í dag.
Væri ekki verðugt verkefni að tak-
ast á við þetta og annað þessu líkt í
stað þess að berjast í raun gegn
varnarlausum börnum í móðurlífi,
sem geta enga vörn sér veitt? Sú að-
för er að fara yfir garðinn þar sem
hann er lægstur en ekki það sem
Ingibjörg Sólrún talar um í nefndri
grein. Að konum sé nauðgað er
hræðilegt, hreint hryllilegt, verður
aldrei nóg undirstrikað, en eins og
Ingibjörg Sólrún veit er þungun af
völdum nauðgunar afar sjaldgæf,
sem betur fer, og mér er spurn:
Hvers vegna er reynt að gera okkur
lífsverndarsinna að skrímslum í
augum fólks, hvaða tilgangi þjónar
það?
Við skulum ekki gleyma að börn
í móðurlífi eru talin lifvænleg 22
viknaog jafnvel fyrr, mörkin lækka
stöðugt, en fóstUreyðingar eru
sannarlega leyfðar á þeim tíma og
þó seinna væri. Barn sem fæðist 40
vikna — fullburða — getur ekki lif-
að fremur en 22 vikna barnið ef það
fær ekki rétta umönnun. Er ekki
kominn tími til að hætta að þrátta
um keisarans skegg og viðurkenna
að barnið í móðurlífi, hvers hjarta
er farið að slá 3ja vikna, er mann-
eskja og getur aldrei orðið neitt
annað? Ég vona sá tími sé á allra
næstu grösum að við sjáunt í smá-
atriðum hvaða leið er færust og að
við þorum að fara þá leið. Mann-
valsstefna hlýtur það að vera að
velja börn í móðurlífi, hver á að
lifa, hver á að deyja, þótt hún sé
ekki ríkisrekin.
Með þökk fyrir birtinguna.
Hulda Jensdúttir
Um síðustu helgi lagði PRESS-
AN þá spurningu fyrir nokkra karl-
menn, hvað þeim fyndist „sexý“, í
þeim tilgangi að vita hvort hægt
væri að finna einhvern samnefnara
yfir það, sem telst „sexý“ eða kyn-
þokkafullt.
Það merkilega við þessa könnun
var að enginn hinna aðspurðu gat
svarað spurningunni rétt, annað-
hvort vegna þess að þeir þekktu
ekki merkingu þessa enska orðs,
eða þeir af einhverjum ástæðum
hafa viljað hliðra sér hjá að svara
henni beint. Fyrst hér var um enskt
orð að ræða, sem þeir auðsjáanlega
ekki vissu hvað þýddi, hefði að
sjálfsögðu verið eðlilegast fyrir þá
að fletta upp í enskum orðabókum
um merkingu þessa orðs: „sexually
suggesting", „sexually stimulat-
ing“, sem útleggst „kynferðislega
örvandi“, „kynæsandi“.
Þegar þessi merking orðsins er
fundin, er spurningin bara sú, hvað
það er í fari kvenna, sem gerir þær
„kynferðislega örvandi“ eða „kyn-
æsandi“. Það er auðvitað rétt sem
PRESSAN segir, að smekkur
manna er mismunandi í þessu sem
öðru. Á hér við hinn gamli róm-
verski málsháttur „De gustibus non
est disputandi", þ.e. að um smekk
manna sé ekki hægt að ræða. Hins-
‘vegar getur það varla staðist að
kona sé tæpast áhugaverð kynferð-
islega, ef það er ekkert í höfðinu á
henni, eins og einn hinna aðspurðu
sagði. Ekki get ég með nokkru móti
skilið að heilabú konu geti haft
nokkur „kynferðislega örvandi"
áhrif á nokkurn mann. Kynæsandi
kona getur meira að segja verið
nautheimsk og hver fer að rannsaka
heilabú konu í sambandi við þau
kynáhrif, sem hún kann að hafa á
hann?
Það er auðvitað hinn líkamlegi
vöxtur og útlit konunnar, sem gera
hana „kynferðislega örvandi“,
hvort sem hún er „í fjarska" eða
þegar „nær dregur". Þetta kemur
og fram í svari Sveins Garðarssonar
hjá Alla Rúts, þar sem hann segir,
að fegurðin, andlitið og vöxturinn
séu hér í fyrirrúmi. Þá segir hann
einnig að þegar hann hitti konu í
fyrsta sinn horfi hann fyrst á and-
Iitssvipinn og svo færi hann sig neð-
ar (?) og að vel vaxnar konur séu
fallegri í buxum. Þar er ég honum
ekki sammála. Mér finnst þær
fallegastar buxnalausar. Venjulega
hljóta það að vera hinir ýmsu
likamshlutar konunnar, sem hér
skipta mestu ntáli; almennt vaxtar-
lag, fótleggir, brjóst, augu og
kannski sjálfur „bossinn", að
göngulagi ógleymdu.
Einn „svaka sexý“
myndabrengl
I síðasta tölublaði PRESSUNN-
AR spurðum við nokkra karlmenn
hvað þeim þætti „sexý“ i fari
kvenna. Því miður víxluðust mynd-
ir þannig að Örn Steinsen hjá Sögu
var kallaður Sigfús Jóhannesson —
og öfugt. Biðjum við þá að sjálf-
sögðu afsökunar á þessum leiðu
mistökum.