Pressan - 11.05.1989, Blaðsíða 10

Pressan - 11.05.1989, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 11. maí 1989 OPIÐ BRÉF FRÁ FANGA ÓSÓMIÁ HRAUNINU Fangi á Litla-Hrauni gefur ófagra lýsingu á lífi og að- búnaði fanga í opnu bréfi til PRESSUNNAR. Litla-Hrauni 18/4 ’89 z/Bréf þetta sendir núverandi fangi í fangelsinu á Litla-Hrauni fyrir hönd fanga sem þar dvelja. Ekki alls fyrir löngu hringdi maour sem nýlega hafði dvalist í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg 9 í Þjóðarsólina ó rós 2 og sagði ófagra sögu um að- búnað fanga og fleira. Kveikjan að þessu bréfi var meðal annars samtal við þennan mann, því það er ekki vanþörf ó að mól- efnum þeirra ógæfumanna sem í fangelsi dvelja sé gaumur gefinn. Þar sem ekki eru tök ó að hringja héðan verður þetta fótæklega bréf að nægja um aðbúnað og að- stæður fanga ó Litla-Hrauni. Einnig þykir það lík- legt að fangelsisvfirvöld hér séu ekki beint spennt fyrir að fleiri en þurfa þykir viti um margan þann ósómann er hér ríkir. Þetta bréf er því ritað ón vit- undar róðamanna og sentfram hjó ritskoðun þeirri sem hér ríkir, að öðrgm kosti kæmist það aldrei til viðtakf''J' Þegar fangi' kemur hingað til Litla-Hrauns, eftir þá oftast ein- hverja veru á Skólavörðustíg 9, er hann settur í klefa sem kallaðir eru skápar vegna stærðar. Þessir klefar eru 2x 1,5 m eða 3 m2 að flatarmáli. Inni í þessum klefum er ekkert nema steinsteypt rúm, enda ekki hægt að koma þar miklu fyrir. Ofan á „rúrninu” er eldgömul, illa lykt- andi og oft rifin dýna og eins er um sængur. Þegar sá er þetta ritar kom hér var honum vísað í slíkan skáp þar sem dýnan var alveg lögst sam- an og veitti lítið viðnám hörðum bálkinum, og má nærri geta hvort það var þægilegt að liggja í. Sængin var rifin hálf eftir endilöngu og hékk saman á því að vera í sængur- veri. Þegar beðið var um ný rúmföt var svarið að þau væru ekki til. Þessir klefar eru að engu leyti íverustaður fyrir menn, jafnvel þótt um dæmda menn sé að ræða. Gluggar í þessum klefum eru svo óþéttir að í vatnsveðrum fara þeir á flot. Það verða menn að láta sér lynda. Það hefur oft komið fyrir að menn hafi þurft að dvelja i þessum klefum mánuðum saman þar til þeir fengu skárri klefa. Það má nærri geta hvort ekki verður þröng á þingi þegar viðkom- andi fær heimsóknargesti. Heyrst hefur að heilbrigðiseftirlitið hafi á sínum tíma lokað þessum klefum en einhverra hluta vegna hafa þeir verið opnaðir aftur. 75 kr. á tímann Hér hefur það tíðkast að fangar vinni, enda hét þetta vinnuhæli áð- ur en nýju fangelsislögin tóku gildi um síðustu áramót. Hér hefur und- anfarin ár verið stunduð vinna af föngum og er svo enn. Um 10—12 menn vinna við hellusteypu og milliveggjaplötugerð. 4 eru í bíl- númeragerð, 2—3 eru í gróðurhúsi sem hér er, sem reyndar er aðeins unnið í á sumrin. 2—4 eru á járn- verkstæði en afgangurinn vinnur svokallaða fokkvinnu. Á vetrum er rekinn hér skóli og þar eru um 5—10 menn. Föngum er greitt kaup fyrir vinnu sína til kaupa á nauð- þurftum, því fangar þurfa að sjá fyrir öllum þörfum sjálfir nema hvað mat og húsnæði snertir. Fangi hefur í dag 75 kr. á tímann fyrir vinnu sína auk 80 króna dagpen- inga pr. dag. Þessar 80 krónur eiga að duga fanga fyrir tóbaki, hrein- lætisvörum, klippingu, læknis- þjónustu, lyfjakostnaði, fötum og öllu því sem fangi þarf á meðan hann er hér, og er þá miðað við að hann vinni ekki. Nokkrir eru hér sem ekki vinna og sumir af heilsu- farsástæðum má þar nefna geð- veika menn sem hér eru vistaðir og er þjóðfélaginu til skammar hvernig komið er fram við. Það er varla til í veröldinni það þjóðfélag nema hér þar sem geðsjúklingar eru vistaðir í fangelsi. Vinnutími fanga er 3 tímar á dag og þeir sem vinna hina svokölluðu fokkvinnu hafa yfir vikuna í ráð- stöfunarpeninga kr. 1.525. Hér er rekin svokölluð fanga- verslun, sem nýbúið er að koma á, en áður versluðu fangar gegnum pöntunarlista frá Kaupfélaginu á Selfossi. Vörur þær sem seldar eru í fangaversluninni eru á fullu verði, eins og úr búð í Reykjavík. Hingað kemur hárskeri annað slagið frá Selfossi og klippir menn og kostar venjuleg klipping 11—1.200 kr. En fæstir hafa efni á að Iáta rakarann klippa sig og klippa sig því sjálfir eða hver annan. Öll lyf sem fangar þurfa að nota hér eða tannlæknis- aðstoð sem og sérfræðingsaðstoð þurfa þeir að borga sama verði og þeir sem frjálsir eru. Kaup fanga hækkaði fyrir skömmu úr 50 kr. í 75 kr. en hafði verið 50 kr. á tímann í ein 4—5 ár. Hér hefur verið mikil óánægja hjá mönnum vegna hins smánarlega kaups sem þeir fá og vonuðust þeir til að eitthvað yrði gert í því máli þegar heyrðist að til stæði að hækka það, því að í hinum nýju fangelsislögum segir svo í 13. grein: „Fanga skal greiða laun fyrir vinnuna og skal tekið tillit til arð- semi vinnunnar og launa á almenn- um vinnumarkaði við ákvörðun launa.“ Þeir sem vinna hér við að steypa hellur og milliveggjapiötur hafa að engu leyti laun miðað við arðsemi þess sem þeir gera né þeir sem vinna við bílnúmeragerð, og svo mætti lengi telja. Fyrir mann sem hér þarf að dvelja árum saman og ekki hefur aðrar tekjur en þær sem hann vinn- ur sér hér inn eru 1.525 kr. á viku engan veginn nóg fyrir nauðþurft- um hvað þá meir. Ef viðkomandi reykir sígarettur, og þá pakka á dag, er það u.þ.b. 1.050 á viku. Þurfi hann að fá lyf hjá lækni er það minnst 440 kr. Tannkrem, sápa, sjampó og slíkt um 2—300 kr. Varla er hægt að komast af með minna, en þó eru þetta 1.790—2.800 kr. í hverri viku. Ekki er meiningin með því sem sagt er hér að framan að fangar eigi að vera hátekjumenn, heldur að föngum sé af sanngirni borgað fyrir þá vinnu sem þeir inna hér af hendi. Meginþorri þeirra sem hér þurfa að dvelja er að eðlisfari duglegur til vinnu og setur ekki fyrir sig þó hún sé erfið eða sóðaleg ef sómasam- lega er greitt fyrir. Þeir sem vinna við hellusteypu vinna þar í akkorði og eru stans- laust að, þá þrjá tíma sem unnið er, til að geta haft meira upp úr því en fokkvinnunni. Það er ekki beint hægt að hrópa húrra fyrir vinnuað- stöðu þeirra. Þegar þeir eru að eru þeir allir útataðir olíu, sementi og öðrum þeim skít sem tilheyrir steypuvinnu. Einu hlífðarfötin sem fangelsið sér þeim fyrir eru gúmmí- galli og vettlingar, annan fatnað þurfa menn að kaupa sjálfir. í þess- ari vinnu er mikið slit á fötum, bæði af oliu og sementi. Menn eru því margir hverjir eins og umrenn- ingar til fara, þar sem auraráð þeirra leyfa ekki mikil fatakaup. Sýklar og óþverri Eitt er hér til háborinnar skamm- ar fyrir fangelsisyfirvöld, en það er hreinlætisaðstaða fanga. í stærra húsinu hérna eru 46 fangar en að- eins tvö böð. Á öðru er einn sturtu- haus en tveir tveir á hinu. Þegar menn vilja fara í bað verða þeir að fara einn og einn, þar sem vatn er ekki meira en það að ef skrúfað er frá einni sturtunni kemur ekkert í hinar. Þegar byggt var við gamla húsið bættust við 22 klefar og var að sjálfsögðu gert ráð fyrir þriðja baðinu. Það var hinsvegar aldrei tekið i notkun heldur notað sem geymsla fyrir fangaverði. hjá honum. Matsalur fanga, sem er á undan- þágu frá heilbrigðiseftirliti, er það lítill að hann þarf að tvísitja. Gluggar eru þar svo óþéttir að þeg- ar eitthvað er af vindi úti fyllast öll borð af sandi og mold, sem smýgur inn um glugga. Matardiskar fara ekki varhluta af því frekar en ann- að. Komið hefur fyrir að vatn hafi flætt inn í matsal svo menn hafi þurft að koma í stígvélum í mat. Er það einkum í miklum vatnavöxtum á vorin. Pakkasúpur og bjúgu Mataræði fanga hefur stundum verið gert að umræðuefni þeirra sem ekkert þekkja til þess og margir vilja meina að fæði hér sé eitthvert hótelfæði. Ansi er hætt við að sá er Ekki er nóg með að aðstaða til hreinlætis sé fyrir neðan allar hellur heldur er hreinlæti á böðum einnig stórlega ábótavant. Það er nefni- lega svo að þar grassera allskonar sýklar og óþverri. Nálægt því hver einasti maður hefur fótasveppi sem stöðugt klæjar undan og þeir lykta illa. Yfirmönnum hér og læknum hefur verið bent á þetta og þess ósk- að að bætt verði úr, en einu svörin sem fást er að ekkert sé hægt að gera, þetta komi bara aftur. Þeir sem vinna við að þrífa böðin þrífa þau upp úr klór en það dugar engan veginn. Þetta þarf að drepa -niður með sterkum efnum, í hvert skipti sem það kann að koma upp. Að vera sífellt með kláða og sár á fótum ásamt illum þef er ekki sérlega spennandi. Það er eins og ekkert sé of slæmt fyrir dæmda menn. Það væri einhver búinn að lagfæra slíkt ef þetta kæmi upp í sturtunni heima héldi því fram myndi fljótt skipta um skoðun þyrfti hann að dvelja hér einhvern tíma. Hann kæmist fljótt að því að kjötfars, hakk, af- gangskássur, sem hér nefnast „sýn- ishorn síðustu viku“, pakkasúpur, bjúgu með yfir 50% fitu, bragð- lausar pylsur og álíka matur, unn- inn úr furðulegasta kjöti, er ekki beint hótelfæði. Hann kæmist einnig að því að nýir ávextir eru aldrei á borðum nema á jólum. Nýtt grænmeti er álíka sjaldséður mun- aður. Hann myndi líka komast að því að gróft brauð er ekki vinsælt að hafa á borðum fyrir fanga, nema þá í þurrara lagi og helst tveggja til þriggja daga gamalt. Hinsvegar er nóg af hveitibrauði. Enda kæmist hinn sami að því að fljótlega færi að bera á hægðatregðu hjá honum, þar sem allan grófleika vantaði í matinn. Hann yrði líka hissa á því að fá morgunmat um hádegi á sunnudög- um. Matur hér er einhæfur og alltof margar fæðutegundir sem aldrei sjást hér á borðum. Þetta væri bærilegt ef menn ættu kost á að borða annars staðar annað slagið, en því er nú ekki að heilsa. Menn verða að gera sér það að góðu sem á boðstólum er hér. í 15. gr. nýju fangelsislaganna frá áramótum segir svo: „Fanga skal séð fyrir aðstöðu til tómstundaiðk- unar og líkamsþjálfunar." Hér er þessi aðstaða ósköp fátækleg. Æfingasalur er hér með ýmsum æfingatækjum en þegar mönnum gefst kostur á að þjálfa sig þar og liðka er svoleiðis þröng þar á þingi að færri komast að en vilja. Salur þessi er alltof lítill og þyrfti, ef vel ætti að vera, að vera minnst helm- ingi stærri. Öllum er jú ljóst að holl og góð hreyfing er öllum nauðsynleg, sér í lagi á stað eins og hér, þar sem menn þurfa að dvelja innan girð- ingar og hafa ekki alltof mikið svig- rúm. Tæki þau sem í salnum eru hafa fangar ýmist keypt sjálfir eða smíðað og hefur fangelsið ekki

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.