Pressan - 11.05.1989, Blaðsíða 22

Pressan - 11.05.1989, Blaðsíða 22
22 Fimmtudagur 11. maí 1989 Jóhann Pétur Sveinsson, formaður Sjálfsbjargar, á tímamótum Á lögfræðistofunni á Seltjarnarnesi sem hann rekur með vini sínum, Úlafi Garðarssyni. Þeir opnuðu fyrst stofu saman 1986 en þegar þeim bauðst að kaupa nýtt húsnæði við Austurströnd slógu þeir til. „Úli, Björg og Þórleif eru óþreytandi við að aðstoða mig í vinnunni/' segir Jóhann Pétur um samstarfsfélaga sína. Jóhann Pétur var ekki að fara í sitt fyrsta viðtal. Síður en svo. Hann hefur verið meira og minna í sviðsljósinu und- anfarin ár. Þegar hann lauk lögfræðiprófi frá Háskóla íslands voru ljósmyndarar dagblaðanna viðstaddir og ruku upp þegar Jó- hann Pétur tók við sínu skjali. Síð- an hefur kastljósið beinst að honum með reglulegu millibili fyrir ótrúlegan dugnað á öllum sviðum. Maðurinn sem bundinn hefur verið við hjólastól í hartnær þrjátíu ár hefur vakið athygli fyrir seiglu og kraft. Þegar hann gifti sig í septem- ber að viðstöddum nær tvö hundr- uð gestum mættu ljósmyndarar i kirkjuna, Iíkt og við útskriftina. Jó- hann Pétur hafði einu sinni enn sannað að ekkert er ómögulegt. Óvenjuleg æskuár Með þetta í huga sá ég að Jóhann Pétur hefði ekki hætt við viðtalið. Hann hefði heldur ekki gleymt því. Þess vegna ákvað ég að hringja á bjöllunni niðri til öryggis. Hann svaraði. Sagðist hafaskroppið fram í fimmtán mínútur, ég hefði bara komið upp einmitt á meðan. Þegar ég var komin upp aftur kom hann á móti mér. Inni í borðstofu sat gest- ur, ung stúlka sem Jóhann Pétur kynnti sem nágranna sinn. Hann HJÓNABANDIÐ EKKERT TAKMARK Það svaraði enginn bjöllunni hjá Jóhanni Pétri Sveinssyni lögfræð- ingi á heimili hans í Hátúni 12. „Varla hefur hann skipt um skoðun?/# Ég hringdi á bjöllunni í næstu íbúð og spurði húsráðanda þar hvort hann vissi hvort Jóhann Pétur væri kominn úr vinnunni. „Já, það er hann ör- ugglega. En hann er ábyggilega farinn út aftur, hann er alltaf á ferð og flugi.#/ VIPTAL: ANNA KRISTINE MAGNÚSDÓTTIR — MYNDIR: EINAR ÓLASON sagðist vera að fá sér bjór og spurði hvað ég vildi drekka: „Bjór? Kók? Appelsín? Malt eða kaffi? Ef þig langar í kaffi verðurðu að hella upp á það sjálf.“ Þegar hann hafði sótt kókflösk- una í ísskápinn var hringt á bjöll- unni. Inn komu tvær ungar stúlkur og ráku upp stór augu: „Ha, ætl- arðu ekki að koma í billiard?" „Jú, jú, ég kem á eftir. Viltu rétta mér glas úr skápnum?“ Hann býr í tveggja herbergja íbúð uppi á þriðju hæð. Þar er allt búið nýtísku húsgögnum, bjart og fallegt heimili. Reyndar fyrsta heimilið sem Jóhann Pétur eignast í mörg ár. Allt frá þeint degi sem hann fór frá heimili sínu á Varma- læk í Skagafirði til lækninga í Reykjavík, 5 ára gamall, hefur hann þurft að treysta á umönnun ann- arra. Hann flutti inn í þessa íbúð með eiginkonu sinni eftir brúð- kaupið 18. september síðastliðinn. Núna býr hann þar einn. Lífshlaup Jóhanns Péturs hefur verið rakið áður. Við ákveðum eigi að síður að ganga út frá því að ekki þekki það allir lesendur Pressunnar og rifjum því upp þau tæpu þrjátíu ár sem hann hefur lifað. Jóhann Pétur fæddist á Varma- Iæk í Lýtingsstaðahreppi, Skaga- firði, 18. september 1959. Hann er miðbarnið i sex systkina hópi eða eins og hann segir: „Ég gæti ekki verið nær miðju því af þremur yngri systkinum mínum eru tvíburar!" Fyrstu fjögur árin liðu jafnátaka- laust og æskuár annarra en þegar Jóhann Pétur var fjögurra ára fékk hann barnaliðagigt, sjúkdóm sem ágerðist svo að hann hefur verið bundinn við hjólastól síðan. „Ég datt og lærbrotnaði á þessum tíma með þeim afleiðingum að ég þurfti að liggja lengi hreyfingarlaus og sjúkdómurinn fékk að grassera í friði á meðan.“ Foreldrar hans fóru með hann til Reykjavíkur þar sem gengið var á milli Iækna án þess að nokkur fyndi skýringu. Það var ekki fyrr en hann fór á Landspítalann að ljóst varð að hér væri um liðagigt að ræða: „Þótt það sé ekki lengra síðan en 25 ár var barnaliðagigt ekki algeng. Liðagigt var fremur eldri manna sjúkdómur." Barnaspítali Hrings- ins varð heimili Jóhanns Péturs næsta áratuginn: „Afi og amma bjuggu hérna í Reykjavík svo ég var hjá þeim milli sjúkrahússvistar. Barnadeildin varð mitt annað heimili.“ Hann segist ekki geta skil- greint hvernig hann hafi upplifað æskuna, því ekki hafi hann saman- burðinn: „Líf mitt hlýtur samt að hafa verið öðruvísi en annarra barna!“ segir hann og brosir örlítið. „Ég ól mig upp sjálfur á köflum og svo voru ýmsar góðar konur að segja mér til líka. Þetta varð því öðruvísi uppeldi en tíðkast í fjöl- skyldum, en ég held að þetta hafi bara haft góð áhrif á mig. Ég varð aldrei ofverndaður eins og sum fötl- uð börn verða gjarnan." Verða ófötluð börn ekki líka þunglynd? Hann brosir þegar ég spyr hann hvernig hann hafi upplifað að sjá jafnaldra sína sparka bolta og hlaupa um: „Á þessum árum fékk maður stundum þunglyndisköst út af þessum ósköpum öllum — en yfirleitt vörðu þau frekar stutt. Maður velti fyrir sér hvers vegna hlutirnir væru svona en ekki hins- egin. Ég held að fötluð börn verði að yfirvinna það að líða illa af að sjá ófatlaða. Þótt manni líði illa í einhvern tíma verður maður að tak- ast á við lífið. Það þýðir ekkert að stinga höfðinu i sandinn. Þó svo ég hafi orðið þunglyndur af og til, þá held ég að ófötluð börn verði það líka, bara út af öðrum hlutum. Það eru svona geðsveiflur í fólki al- mennt, mismiklar eins og gengur. Unglingsstúlkur geta lagst í þung- lyndi út af nefinu á sér og strákar af

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.