Pressan - 11.05.1989, Blaðsíða 25

Pressan - 11.05.1989, Blaðsíða 25
 ur 11. maí ^nr.nntrisn .1^89 spam vikuna 11. mai—18. mai. (21. mars — 20. apríl) Listamenn, rithöfundar og annaö list- rænt fólk í hrútsmerkinu á góða daga í vændum. Sköpunargáfan verður öflugri en nokkru sinni fyrr, og núna er rétti tim- inn til að segja skilið við hefðbundnari starfsaðferðir. Reyndu eitthvað bylting- arkennt, það mun örugglega færa þér mikla ánægju. (21. apríl — 20. mai) Næstu dagar eru tilvaldir í smáendur- bætur á heimilinu. Ný húsgögn gætu verið kærkomin búbót, eða þá smámáln- ingarvinna hérog þar. Reyndu að skreyta íbúðina eins og þér finnst fallegast. Láttu alla tískustrauma i þeim efnum eiga sig algjörlega. r\ (21. maí — 21. júni) Þessa dagana er heilbrigðast fyrir þig að vera á ferð og flugi um bæinn. Ef þú eyðir of miklum tíma á bak við skrifborð- ið verður þú bara pirraður og uppstökkur. Fólk mun í auknum mæli leitatii þin eftir svörum um persónuleg vandamál. Börn munu leita til þin og trúa því algjörlega sem þú segir. Vertu heiðarlegur ieinkalíf- inu. (22. jiíní — 22. júlí) Vinslit eru i uppsiglingu. Ástarsam- band sem þú hefurátt i mun faraí súginn og þú verður mjög særður ef að líkum lætur. Reyndu að takaþettaekki of nærri þér. Drifðu þig bara út á lífiö og blandaðu geði við gagnstæða kynið. Þá eru góðar líkuráað þér takist að gleymavandamái- unum. iTt'- (23. júlí — 22. ágúst) Þú getur átt von á auknum tekjum um helgina ef þú leggur á þig smáyfirvinnu. Þú gætir jafnvel lent i þeirri stöðu að hagnast á frumiegum hugmyndum sem tengjast vinnunni. Varaöu þig á ráðum vina þinna. Það er mjög líklegt að þeir segi þéreinungis það sem þeir halda að þú viljir heyra. Farðu frekareftireigin inn- (23. ágúst — 23. sepl.) Ekki láta tækifæri til að auka álit yfir- manna á þér sleppa úr hendi þér. Láttu jafnvel sem þú hafirmikið aðgeraþótt sú sé alls ekki raunin. Sjáðu til þess að þú fáir viðurkenningu fyrir þá vinnu sem þú innir af hendi. Varaöu þig á því að láta kræsilegar kjaftasögur berast frá þér. (24. sepl. — 23. okl.) Einhversem þú hefurekki séð i langan tima, og bjóst alls ekki við að hitta, gæti komið inn i líf þitt á ný. Hér er komið frá- bært tækifæri til aö endurnýja gömul kynni, jafnvel af rómantískum toga. í vinnunni skaltu nýta þér óvenjulegar að- stæður til að reka áróður fyrir eigin hug- myndum. Vertu samt hógvær í alla staði. (24. okl. — 22. nóv.) Helgin sem fer i hönd er gagnslaus til annars en hvildar og afþreyingar. Gerðu þér glaðan dag i góðra vina hópi. Sérlega góð helgi fyrir rómantiska eltingaleiki. Þaðgæti líkakomiðsérvel aðkomasam- an tveimur vinum þínum. Ekki taka á þig neinar auknar skyldur i sambandi við vinnuna. (23. nóv. — 21. des.) Þú getur átt von á vænlegu atvinnutil- boði yfir helgina. Ekki gleyma samt möguleikanum á sjálfstæðum atvinnu- rekstri, sem gæti byrjað í smáum stil en vaxiö ört. Hjálp frá einhverjum fjölskyldu- meðlimi er likleg, sérstaklega ef þú lend- ir í fjárhagsiegum vandræðum. (22. des. — 20. janúar) Óvæntir gestir munu verða þér til mik- illar gleði á næstu dögum. Hafðu nóg af mat við höndina til að geta slegið upp veislu meó stuttum fyrirvara. Fréttir frá fjarlægum stöðum gefatilefni til mikillar gleði af þinni hálfu. 2!. janúar — 19. febrúar) Gamla máltækið um að heima sé best á einkar vel við núna. I vinnunni geturðu átt von á óþægilegri mótstöðu, jafnvel fráyfirmönnum þínum. Þeirgætu krafist þess að þú endurynnir verkefni sem þú hefur lagt mikið i. Haltu metnaði í skefj- um. Ekki gorta af því sem þú átt enn eftir að framkvæma. (20. febrúar — 20. mars) Helgin verður róleg og tíðindalaus hjá ■ þér. Astvinur gæti verið upptekinn í vinnu. Notaöu tímann til að vinna upp bréfaskriftir sem hafa setið á hakanum i langan tima. Smálikamsrækt gæti hresst verulega upp á skapið. Sýndu til- litssemi i samskiptum við vini og kunn- ingja. i frqmhjjáhlaupi Þorgrímur Þráinsson ritstjóri og fyrirliöi Pínlegast þegar ég var spurður: ,/Jngfrú, viltu dSrísa?!" — Hvaða persóna hefur haft mest áhrif á þig? „Vitaskuld hafa foreldrar mínir haft mest áhrif á mig, enda var ég alinn upp í örmum þeirra. Amma mín heitin, Ás- laug Guömundsdóttir, var líka mikill áhrifavaldur í lífi mínu, en kærastan mín hefur mest áhrif á mig í dag. Vinur minn, Þórhallur Guömundsson, er hins vegar sá persónuleiki sem helst hefur opnaö augu mín fyrir nýjum straumum I líf- inu.“ — Hvenær varðstu hrædd- astur á ævinni? „Ætli það hafi ekki verið þegar vinur minn, Helgi Krist- jánsson frá Ólafsvík, reyndi aö drekkja mér, sjálfum sér og bróöur sínum meö því aö velta bílnum sínum út í vatn. Þegar okkur tókst — nær dauöa en lífi — að skríöa út úr bílnum kvartaði hann undan því aö all- arnýju golfkúlurnarhans væru týndar!“ — Hvenær varðstu glað- astur? „Ein af mínum glöðustu stundum var þegar ég fékk upphringingu þess efnis aö ég hefði veriö valinn í landsliðið í knattspyrnu í fyrsta skipti. Einnig var ég ákaflega glaöur aö lifa af „sjóferöina" meö Helga.“ — Hvers gætirðu sist verið án? „Ragnhildar minnar. Þaö er engin spurning. Hamingjan er líka alveg bráönauósynleg og þaö aö hafa eitthvað fyrir stafni.“ — Hvað finnst þér leiðin- legast að gera? „Mér finnst ákaflega leiöin- legt aö bíða. Gamla þolin- mæöin er ekki til staðar. Ann- ars finnst mér fátt leiðinlegt. Maöur á víst aö líta á björtu hliðarnar á öllu sem maður tekur sér fyrir hendur." — Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? „Það er svo margt; útivera, íþróttir og að vera innan um skemmtilegt fólk. Aö sitja á kaffihúsi í París og fylgjast meö mannfólkinu er líka alveg „de la“. — Hvað fer mest í taugarn- ar á þér? „Sjálfumgleöi, frekjuhund- ar, köld kók og Baldur Braga- son þegar hann byrjar að tuöa á knattspyrnuæfingum." — Manstu eftir pínlegri stöðu sem þú hefur lent í? „Ég er alltaf aö koma mér í einhverja pínlega stöóu. Mér leið ekkert ofsalega vel þegar ég var búinn aö vera að brjót- ast inn í bíl i drykklanga stund og var loksins kominn inn i hann þegar ég uppgötvaöi aö minn bíll var aöeins neðar í götunni — vitaskuld alveg eins á litinn! Þaö var líka dálít- iö pínlegt aö vera ávarpaður „ungfrú, viltu dansa“? Það geröist á „síöhæröatískutíma- bilinu“, þegar ég var meö hár niður á bak og gasalega stelpulega sætur.“ í þessari viku: „Saphir“ (kona, fædd 21.01.1966) Þessi kona er mjög trygglynd aö eölisfari og mjög dagfars- lófalestur prúö og jafnlynd. Henni liggur á aö veröa sjálfstæö, eins og mörgum af hennar kynslóó, og er fremur raunsæ. Þaö veröa miklar breytingar á tilfinningalífi þessarar konu, þegarhún eráaldrinum 21 til 23 ára, en þær eru ekkert til aö kvíðafyrir! Þegarhún er23 til 25 ára fer hún inn í tímabil, sem gefur til kynna góöa undirstööu — annaöhvort tengdastarfi eða námi. Á þessum árum hefur konan góöa möguleika á að komast áfram í lífinu. Þettaverö- ur nokkurs konar undirbúnings- timi fyrir tímabiliö 1991—1998. Þessi kona gæti notið sín á sviðum, sem t.d. tengjast stæró- fræöi, tækni, Ijósmyndun og hvers kyns nýjungum. Hún er kannski ekki beinlínis listræn, en hefur næmt feguröarskyn. Einnig hefur hún danshæfi- leika. Þaö eru líkur á aö hún eignist tvö börn. VILTU LÁTA LESA ÚR ÞÍNUM LÓFA? Sendu þá TVÖ GÓÐ LJÓSRIT af hægri lófa (nema þú sért örv- hent/ur) og skrifaðu eitthvert lykilorð aftan á Ijósritin, ásamt pplýsingum um kyn og fæö- ingardag. . PRESSAN — lófalestur, Ar- múla 36, 108 Reykjavík. AMY ENGILBERTS

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.