Pressan - 11.05.1989, Blaðsíða 19

Pressan - 11.05.1989, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 11. maí 1989' 19 segja þér. Það er besta leiðin til skilnings á sjálfum sér og öðrum. FJÓLUBLÁR Tignarleguiy andlega þenkjandi, býr.yfir innsæi. Fjólublár er sá litur, sem býr yfir mestu innsæi. Þú ert andlega sinn- uð/aður og gerir miklar kröfur til sjálfrar/sjálfs þín og annarra. Þú ert mjög tilfinninganæm/ur og sá hæfileiki nýtist vel. Næmi þitt gerir það hins vegar að verkum að þú átt erfitt með að treysta öðrum full- komlega. Trú þín fleytir þér yfir ýmsa erfiðleika. Láttu meðfætt innsæi vísa þér veginn. BRÚNN Heiðarlegur, jarðbund- inn, stoð og stytta annarra. Þú ert staðföst/fastur eins og klettur, enda stoð og stytta fólksins í kringum þig. Þú býrð yfir innri styrk og hefur þann hæfileika að geta komið öllu í röð og reglu. Heiðarleiki er einkenni þitt, enda fyrirlítur þú ýkjur og dylgjur. Þér finnst afar erfitt að mega ekki tjá þig, því þú vilt láta heyra í þér. SVARTUR Agaður, viljasterkur, sjálfstæður. Þú ert agaður persónuleiki, sem teflir ekki í neina tvísýnu. Svarti lit- urinn getur gefið styrk, en hann get- ur Iíka verið eins og varnarveggur á milli þín og annars fólks. Kannski viltu ekki opna þig fyrir öðrum, heldur vera einn í eigin hugarheimi. Eða ertu að leita skjóls í svarta litn- um? Ef svo er skaltu reyna að opna örlitla glufu á dyrnar og gá hvort þú ert ekki að missa af einhverju skemmtilegu, sem er að gerast fyrir utan. HVÍTUR Einmana, býr yfir lítilli sjálfsvirðingu, sjálrselskur. Ef þú velur hvíta litinn ertu að öllum líkindum í einhverju milli- bilsástandi eða að taka ákveðnum breytingum. Þú ert sjálfið, einstakl- ingurinn, flakkarinn, en alltaf einn !á ferð. Þú valdir einfaldan og hrein- an lit, sem þráir viðurkenningu. Ekki flýja, heídur taktu þátt í því að búa til marglitan heim með öllum regnbogans litum. í raun og veru þráirðu fjölskyldu og að eiga vissan bás í þjóðfélaginu. GRÁR Hlutlaus, stressaður, þjakaður, skoðanalaus. Þú hefur valið hlutlausan lit, sem býr yfir fremur lítilli orku. Kannski eru þreytt/ur, stressuð/aður og orkulítil/1. Þér finnst mest gaman að leika þér og þarft ef til vill að komast í frí. Sláðu öllu upp í kæru- Ieysi og dekraðu svolítið við þig til tilbreytingar. Þú hefðir gott af því að hlæja og skemmta þér. APPELSÍNUGULUR Hæfur, skipulagður, óþolinmóður, fram- kvæmdasamur. Appelsínugulur er litur forms og hönnunar. Þú býrð yfir gífurlegri orku og hlýju, en ert stundum eirð- arlaus. Samt hefurðu mjög mikla skipulagshæfileika og ættir að njóta þín sérstaklega vel sem arki- tekt, hönnuður eða verkfræðingur. Þú þolir ekki óreiðu og skipulags- leysi. Langar þig að verða betri mannþekkjari? Þú þarft engin röntg- enauqu til þess. Kann- aðu bara hvaða liti fólk heldur upp ó, því litavalið gefur ýmis- legt til kynna um per- sónuleikann. GREIN: JÓNÍNA LEÓSDÓTTIR Þeir eru fyrir löngu orðnir heims- frægir fyrir það vestur í Ameríku að „greina“ allt milli himins og jarðar. Þar er t.d. landlæg tíska að láta greina í sér sálina, en það getur víst tekið fjölda ára, þó farið sé til „sála“ þrisvar í viku. En það er fleira greint þarna fyrir vestan en sálir manna. Kona nokk- ur tók sig t.d. til í fyrra og gaf út bók, sem fjallar m.a. um það hvern- ig Iitaval fólks kemur upp um per- sónuleika þess. Hún flokkar sem sagt persónur eftir því hvernig fötin þeirra eru á litinn. Ekki þorum við nú að ábyrgjast hversu vísindalegar rannsóknir liggja að baki þessari Iitgreiningu, en birtum hér sýnishorn af því sem fram kemur í bókinni The Langu- age of Color (Tungumál litanna) eftir hina bandarísku Dorothee L. Mella. Hún heldur því fram — og er raunar alls ekki ein um það — að litir hafi mismunandi áhrif á okkur. Sumir séu róandi á meðan aðrir virka örvandi, o.s.frv. Samkvæmt kenningu Dorothee hefur það því mikið með persónuleika okkar að gera hvaða litir heilla okkur helst. Spurðu sjálfa/n þig eftirfarandi spurningar, áður en þú lest listann yfir litina: Ef ég væri litur, hvaða lit- ur vildi ég þá vera? Hugsaðu þig um eitt andartak, en alls ekki of lengi. Athugaðu síðan hvað sagt er um viðkomandi lit. Getur verið að þetta sé ekki svo galin greiningarað- ferð? RAUÐUR Metnaðarfullur, kraftmik- huarakkur, opinn per- ' IIKÍ. sónulei Þú hefur valið þann lit, sem er mest áberandi, kynæsandi og dramatískastur allra lita. Um þig má því segja að þú sért afar mann- leg/ur! Þú hefur sterkan persónu- leika, nýtur þess að hafa nóg að, gera og hefur keppnisskap. Þú veistj hvað þú vilt og oftast færðu þaðj sem hugurinn girnist. Þú hefur hins vegar tilhneigingu til að bregðast umhugsunarlítið við og á tilfinn- ingaiegum nótum, en ekki af nægi- legri yfirvegun. BLEIKUR Þú berð persónuleikann utan ó þér, því uppóhaldsliturinn þinn segir heilmikið um hvernig manngerð þú ert UTURINN " upp wm þig Blíður, ástríkur, samúðar- fullur, skilningsríkur. Þú hefur valið kvenlegasta og blíðasta litinn. Styrkur þinn liggur í hjartahlýjunni og tilfinningunum og þú ert afar ljúfur persónuleiki. Veikleiki þinn kemur einungis í Ijós, þegar þú gefur of mikið af sjálfri/um þér, því fólk hefur til- hneigingu tii að taka frá þér orku. GULUR Félagslyndur, mann- eskjulegur, tjáir sig opin- skátt og vel. Þú hefur valið lit mannlegra sam- skipta. Stundum talarðu helst til mikið, en fólk hlustar á það, sem þú vilt tjá. Það hentar þér vel að starfa við sölumennsku, en þegar þú lærir að hlusta ættirðu ekki síður erindi í ráðgjafastarf. Þú geislar af hlýju og ert oftast hrókur alls fagnaðar. GRÆNN Manneskjulegur, vísinda- legur, býr yfir þjónustulund og manngæsku. Þú hefur áhuga á hvers kyns lækningum og „heilun“, enda þjón- arðu gjarnan öðrum eða aðstoðar þá á manneskjulegan hátt. Þú sýnir fólki mikla samúð, ef það á um sárt að binda. Oftast ertu fljót/ur að skilgreina hlutina. Þú ert lítið fyrir óvæntar uppákomur, því svona yfirvegað fólk vill halda ákveðnu jafnvægi. LJÓSBLÁR Skapandi, glögqur, hefur frjótt ímyndunarafl. Þú hefur valið þann lit, sem er mest skapandi og listrænastur af öllum. Frjótt ímyndunarafl er ein- kennandi fyrir þig og þér finnst öll list örvandi. Þegar þú þarft að leysa úr einhverri flækju ertu bæði frum- leg/ur og hagsýn/n. Þú hefur einn- ig ákveðna þörf fyrir að láta gott af þér leiða. DÖKKBLÁR Greindur, framkvæmda- samur, ábyrgur, sjálfum sér nógur. Þú hefur valið lit viskunnar. Þú ert mikill mannþekkjari og fólk ber virðingu fyrir greind þinni. Þú þekkir líka sjálfa/n þig og veist hvað þú vilt fá út úr lífinu, en hefur tilhneigingu til að sýna of mikla stjórnsemi. Láttu hjartað ráða og farðu eftir því, sem tilfinningarnar

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.