Pressan - 11.05.1989, Blaðsíða 24

Pressan - 11.05.1989, Blaðsíða 24
24 Jóhann Pétur á heimili sínu í Hátúni. í þessa íbúð flutti hann í september síðastliðnum ásamt þáverandi eig- inkonu sinni. Nú býr hann þar einn. Við bílinn sem hann hvolfdi í Hvalfirðinum fyrir skömmu. Bíllinn er gjörónýtur, en Jóhann Pétur fékk ekki skrámu. Farsíminn, sem ævinlega er fastur við stólinn, kom að góðum notum í þetta sinn sem oftar. .< r.-i r ■ -ii'ps1 ■ ^r.i;t i - Fimmtudagur 1T. máí 1989 Með kímnigáfu og bjartsýni að vopni hefur Jóhann Pétur orðið mörgum viðmiðun. „Fólk heldur að það sé aldrei hægt að taka mig alvarlega!" segir hann. leita að ástæðu er alveg eins auðvelt að setja fötlunina sem eina.“ En er það ekki svolítið langsótt? „Jú, það finnst mér. Það fór aldrei á milli mála að ég er fatlaður. Ef það stóð eitthvað í veginum hefði betur aldr- ei verið farið af stað. En ég er ekkert viss um að þetta hafi verið mér að kenna!“ segir hann og skellihlær. Upplifðirðu mikinn sársauka við skilnaðinn? „Já, að sjálfsögðu var þettaerfitt,“ svarar hann alvarlegur í bragði. „Þetta hafði verið svolítið að þróast, en samt sem áður kom það flatt upp á mig að þetta væri orðið svona alvarlegt. Ég var í viku að ná mér á strik...“ Hann brosir allt í einu, bandar frá sér með hend- inni og bætir við: „Nei þetta eru nú ýkjur! Fjóra, fimm daga!“ Alvaran tekur aftur við: „Þetta er að sjálf- sögðu erfitt. Maður reynir að leita skýringa, hvað maður hafi gert rangt. Ég held að allir séu í dálítinn tíma að jafna sig eftir skilnað. Til- finningamál eru alltaf erfiðari við- fangs en önnur mál.“ Gálgahúmor eða raunverulega gott skap? Hann virkar óskaplega hress og húmorinn er alltaf nálægur. Ertu svona í alvöru eða beitirðu gálga- húmor til að verja þig? „Nei, ég er kátur og hress að eðlisfari,“ svarar hann án umhugsunar. „En sjálfsagt hef ég byggt upp einhverja brynju þegar ég var yngri. Þetta er mögu- lega ákveðin varnartaktík. Einn af mínum stærstu göllum er kannski sá hvað ég er hress og gengur mikið á fyrir mér. Fólk heldur að það sé aldrei hægt að taka mig alvarlega og ég sé alltaf að gera grín.“ Jóhann Pétur segist í rauninni aldrei vera aleinn: „Ég held að minn mesti styrkur í gegnum tíðina sé sá að ég á alveg ótrúlega mikið af góð- um vinum sem koma til aðstoðar þegar á þarf að halda. Þeir hafa veitt mér mest og best brautargengi í lífinu. “ Hann segist stundum fara á dansleiki, en hafi ekki haft tíma til slíks eftir skilnaðinn: „Ég hef haft svo mikið að gera allan aprílmánuð að skemmtanir hafa ekki komist að. Ég hef verið á fundum fyrir Sjálfs- björg fyrir norðan, sótti stjórnar- fund Bandalags fatlaðra á Norðurlöndum sem haldinn var í Svíþjóð, var með opna skrifstofu á Sauðárkróki þar sem ég hef viðtals- tíma á 4—6 vikna fresti yfir vetur- inn og svo syng ég með Skagfirsku söngsveitinni og við sungum á Sæluvikunni. Fjórðu helgina var sambandsstjórnarfundur á ísafirði og um síðustu helgi var konsert hjá Skagfirsku söngsveitinni.“ Hann segist í seinni tíð sækja mest Hótel ísland, „enda læt ég dansgólfið þar ekki stoppa mig“. Öllum markmiðum er hægt að ná Ekki frekar en hann lét ekki stoppa sig í að sjá bannaða mynd í Hafnarbíói þegar hann var fimm- tán ára, en söguna af því sagði Sig- urbjörn vinur hans á brúðkaupsdaginn og við látum hana fylgja hér með: Þeir vinirnir voru ákveðnir í að sjá myndina, þótt hún væri bönnuð innan sextán. Sigurbjörn ók Jóhanni í hjólastóln- um frá Landspítalanum og þegar í kvikmyndahúsið var komið bað hann um tvo miða. „Myndin er bönnuð innan sextán,“ svaraði konan í afgreiðslunni. Þá reis Jó- hann Pétur upp í stólnum, hvessti sig og sagði: „Ég er 32 ára gamall dvergur og þetta er sonur minn. Við ætlum að fá tvo miða. “ Og inn fóru þeir. Það er ekki að ástæðulausu að Jóhann Pétur er viðmiðun margra fatlaðra barna. Hann hefur sýnt með verkum sínum og léttu skapi að öllum markmiðum er hægt að ná. Hann virðist ekki horfa mikið til fortíðar og það sem hæst ber í minningunni er ekki það að hafa farið frá heimilinu fimm ára til ára- tugar sjúkrahússdvalar. Heldur ekki árin fimmtán sem hann lifði ekki einn dag án verkja um líkam- ann. Heldur ekki skilnaðurinn eða sársaukinn. Hann hefur aldrei leyft bjartsýninni og kímnigáfunni að yfirgefa sig, þrátt fyrir allt. Og það er nokkuð sem ófatlaðir ættu ekki síður að taka sér til fyrirmyndar. kynlifsdálkurinn TITRARAR Bréf til kynlífsdálksins má skrifa undir dulnefni. Utanáskriftin er: PRESSAN— kynlífsdálkurinn, Ár- múla 36, 108 Reykjavík. Kæra Jóna Ingibjörg Ég á „titrara“ (víbra- tor) sem kærastinn minn gaf mér einu sinni þegar hann kom frá útlöndum. Fyrir nokkrum mánuðum hættum við að vera sam- an og ég hef notað „titr- arann“ töluvert síðan. Fullnægingin sem ég fæ með honum er mjög kröftug og góð, en ég hef áhyggjur af því að mér finnist ekki lengur jafn- gott og áður að sofa hjá. Getur maður farið illa með snípinn með því að nota „titrara“ of oft? Með fyrirfram þakk- læti, ein áhyggjufull. Svar: Takk fyrir bréfið. Þú segist hafa áhyggjur af þvi að þér finnist ekki lengur jafngott að sofa hjá. Ef þú ert sjálfri þér nóg þessa dagana er ekkert að því þó þér finnist gott að nota titrarann. Það er lítil hætta á að rafmagnstæki úr plasti komi algjörlega í staðinn fyr- ir lifandi mannveru. Að hafa sam- farir við annan einstakling og að nota titrara við sjálfsfróun er tvennt ólíkt. Þetta virðast sumir ekki skilja, en sjálfri finnst mér skrýtið að jafna innilegum ástaleik með maka við kynferðislega örvun sem fæst með titrara. Haltu bara áfram að njóta þín kynferðislega. Það að fá „kröftuga og góða“ fullnægingu með aðstoð titrara er bara gott og kennir þér meira um þína eigin kyn-’ svörun. Ef þú byrjar aftur í sam- bandi með aðila sem þú ert hrifin af kemstu að því að áhyggjur þínar voru óþarfar. Krydd í ástalífinu Þegar ég las bréfið yfir velti ég því fyrir mér hvort þú hefðir nokk- urn tímann notað titrarann á með- an þið voruð saman. Titrari er nefnilegaekki bara „varadekk“ sem kemur í staðinn fyrir makann, eins og margir halda, heldur krydd í ástalífið. Mörg pör nota hann sam- an og ekki endilega bara konur heldur líka karlar. Sumum körlum stendur stuggur af titrurum enda líta þeir sömu á titrara sem eins- konar „rafriðla“. Orðið rafriðill lýsir líka skoðun þeirra; að titrari sé eftirlíking af tippi (og þess vegna ,,varadekk“) og notist inni i leg- göngunum. Hvort tveggja er rangt. Til eru margar gerðir titrara, mis- munandi að stærð og lögun. Mikið er selt af þeirri gerð sem er sívaln- ingslaga, en sjaldnast fylgja leið- beiningar með þeim titrurum. Þess vegna halda sumar konur að það eigi að setja þá inn í leggöngin. Staðreyndin er hins vegar sú, eins og þú veist, að aðalörvunarsvæðið er snípurinn og þar í kring. Lang- flestar konur þurfa örvun á snípinn til að fá fullnægingu — hvort sem það er gert með hendi, titrara, vatnsbunu eða á óbeinan hátt með samfarahreyfingunum. Ég veit ekki til þess að notkun titrara geti skað- að sælublettinn hjá konum (sníp- inn) né taugabrautir sem liggja frá honum. Stundum verður snípurinn ofurviðkvæmur við beina kynferð- islega örvun, en þá er hægt að stoppa í smástund og halda svo aftur áfram að örva sig eða snerta frekar svæðið í kringum snípinn. Uppbygging heilbrigðis Fyrir u.þ.b. hundrað árum voru fyrstu nuddtækin framleidd. Þau voru auglýst sem algjör galdratæki og áttu að lækna mörg mein. Eng- inn veit nákvæmlega hvernig það gerðist, en konur (og karlar) upp- götvuðu brátt að þessi nuddtæki var líka hægt að brúka á kynfærin. í dag er selt gífurlegt magn af titrur- um erlendis — oft undir feluorðinu „massager“ eða nuddtæki, í stór- um póstverslunum, án þess að minnst sé einu orði á kynferðislegt gildi þeirra. Að sögn Joani Blank í bókinni „Good Vibrations: The Complete Guide to Vibrators“ (Down There Press, U.S.A. 1982) má líkja þeirri söluaðferð við að selja brauðrist með því að segja bara að það sé málmkassi sem verð- ur mjög heitur þegar hann er settur í samband! Titrara er líka hægt að nota við ýmsum heilsufarslegum vanda- málum, s.s. hjá sykursjúkum sem hafa skaddaðar taugar, hjá heyrn- arskertum og blindum til að víkka skynupplifun, við að þjálfa vöðva i kringum munn hjá talskertum og svona mætti lengi telja. Titrarar eru sjálfsögð hjálpartæki við að byggja upp heilbrigði á öllum sviðum!

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.