Pressan - 11.05.1989, Blaðsíða 6

Pressan - 11.05.1989, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 11. maí 1989 150 frá Filippseyjum og Thailandi til Islands í ár: Íslenskir karlmenn i konuleit i Asiu Hver "--iks |................................... urtö nd íslenskir karlmenn leita i auknum mæli til Thai- lands og Filippseyja eftir kvonfangi. I hverjum món- uði koma milli 10 og 20 einstaklingar til landsins með filippískt eða thailenskt vegabréf. Hluti þessa hóps er konur sem koma hingað með væntanlegum íslenskum eiginmönnum, ef þau hafa ekki þegar verið pússuð saman a Filippseyjum eða í Thailandi. Á síðasta óri komu 150 einstaklingar fró þessum tveim löndum til íslands og dvöldu hér í lengri eða skemmri tíma. EFTIR PÁL VILHJÁLMSSON Þeir sem þekkja til segja ekki meira en tvö eða þrjú ár síðan ís- lendingar hófu að stunda þessar ferðir til Filippseyja og Thailands. Algengast er að menn fari með ís- lensku flugfélögunum til Amster- dam eða Kaupmannahafnar og þaðan til Asíu. Á Norðurlöndum eru skipulagð- ar hópferðir til Filippseyja og Thai- lands sem beinlíns hafa það að markmiði að efna til kynna milii ferðalanganna og innfæddra stúlkna. Þessar ferðir mælast mis- vel fyrir. Kvenréttindahópar á Norðurlöndum beita sér gegn þeim og komið hefur til mótmæla á flug- völlum við brottför slíkra hópferða. Andófið gegn hópferðum karl- manna til þessara Ianda byggist á þeirri afstöðu að hér sé um vændi að ræða. Víst er að sumir karl- mannanna fara til Filippseyja og Thailands með það fyrir augum að kaupa sér blíðu kvenna og njóta hennar á staðnum. Það er hinsvegar ekki hægt að útiloka það að aðrir fari með frómum ásetningi um að leita sér að lífsförunaut. „Uppáferðir" Það loðir samt sem áður við þessi ferðalög að karlmenn séu fremur á höttunum eftir þeirri ást sem er föl fyrir peninga. Slanguryrðið yfir þessi ferðalög er „uppáferðir”. Fyrir fáum árum var hægt að panta sér stúlku frá Asíu sam- kvæmt pöntunarlista og flytja hana inn til Norðurlanda. Viðskiptin urðu til þess að tollyfirvöld á Norð- urlöndum ákváðu að taka fyrir þennan innflutning, að sögn Karls Jóhannssonar hjá útlendingaeftir- litinu. Innflutningsbannið jók eft- irspurnina eftir ferðum til Filipps- eyja og Thailands. Starfsfólk á ferðaskrifstofum kannast við íslenska karlmenn sem biðja um ferð til Filippseyja eða Thailands. Lausleg athugun leiddi í ljós að gjarnan eru það eldri menn sem sækja í þessar ferðir, oft komn- ir á sextugsaldur. Fléðan eru ekki skipulagðar hópferðir, heldur fara menn á eigin vegum til Kaup- mannahafnar eða Amsterdam og þaðan til Asíu. Stúlkurnar helmingi yngri Það er algengt að þeir karlmenn sem sækjast eftir kvonfangi frá As- íu fari tvær ferðir. Fyrri ferðin er notuð til vettvangsathugunar. Ef rétta stúikan finnst er vanalega samið við fjölskyldu hennar um hvernig skuli staðið að málum. Þeg- ar og ef komist er að samkomulagi fer maðurinn heim og undirbýr komu eiginkonunnar. Hann kaupir farseðla og gerir þær ráðstafanir sem þarf. Ætli ma^urinn sér að kvænast á íslandi verður hann að sækja um innflutningsleyfi fyrir konuna. Að afloknum undirbúningi fer brúðguminn í annað sinn til heima- lands stúlkunnar og sækir hana. Sé brúðkaupið haldið í Asíu fer mað- urinn með Iögleg vottorð til ræðis- manns íslands i Manila eða Bang- kok. Ræðismaðurinn staðfestir að pappírarnir séu ekta og sendir sím- skeyti til útlendingaeftirlitsins á ís- landi. Eftir því sem Pressan kemst næst eru stúlkurnar sem koma hingað frá Filippseyjum og Thailandi iðu- lega á aldrinum 20 til 25 ára, eða helmingi yngri en eiginmennirnir. Flýja fótæktina Á Filippseyjum og í Thailandi er mikil fátækt og sennilega er það hluti skýringarinnar á því að stúlk- ur þaðan hætta á ferð út í óvissuna með karlmönnum sem koma frá velmegunarríkjum Vestur-Evrópu. Það er reynsla tollyfirvalda á Norð- urlöndum að ættingjar stúlkna frá þessum löndum sæki í að komast tii þeirra og setjast að í viðkomandi landi. Karl Jóhannsson segir það sama upp á teningnum hér á landi og að ásókn Asíubúa í að koma hingað fari vaxandi. Hlustaði á simtal Kvennalistakvenna Óþekktur maður hlustaði á tvœr Kvennalistakonur rœða viðkvœmt pólitískt mál í síma. „Atvik undanfarið sýna að öryggi símans er ekki tryggt, “ segir Kristín Halldórsdóttir, þingkona Kvennalistans, sem hefur lagt fram fyrirspurn til ráðherra um símhleranir. — Hversu oft hefur símhlerunum verið beitt hér á síðustu 10 árum, sundurliðað eftir árum? — Telur ráðherra tryagt að alltaf sé farið að lögum og reglum varðandi símhleranir? Þessum og fleiri spurningum beinir Kristín Halldórsdóttir, þingkona Kvennalistans, að dómsmálaráðherra í fyrirspurn sem lögð hef- ur verið fram á alþingi. EFTIR: ÓMAR FRIÐRIKSSON — MYND: EINAR ÓLASON „Það hefur öðru hvoru komið upp umræða um að síminn sé ekki eins öruggt tæki og menn vilja vera láta. Það hafa komið upp atvik sem sanna að öryggið er ekki gull- tryggt,“ segir Kristín í samtali við PRESSUNA og nefnir m.a. frétt PRESSUNNAR fyrir skömmu þar sem greint var frá því þegar Magnús Skarphéðinsson kom í tvígang inn í einkasímtöl Þorsteins Pálssonar, al- þingismanns og fyrrverandi forsæt- isráðherra. En að sögn Kristínar hafa fleiri óútskýrð atvik átt sér stað: „Dropinn sem fyllti mælinn var þegar tvær Kvennalistakonur urðu KOMTVIVEGIS IHNIEINKA- SmOL ÞOfíSTEIN Túam ÞCTTA HJÍE AimUBA Fyrri veturgreindi PRESSAN fráþví að Magnús Skarphéðinsson hefði i tvigang komið inn i einkasímtöl Þorsteins Pálssonar. Enn eitt atvik- ið hefur nú komið upp þar sem þriðji aðili kemur inn á simtal á milli stjórnmálamanna. í tilefni af því hefur Kristin Halldórsdóttir lagt fram fyrirspurn á alþingi í fjórum liðum sem snerta öryggi símans og símhleranir hins opinbera. fyrir því að þriðja manneskjan kom inn í símtal þeirra. Þær voru að ræða mjög viðkvæm pólitísk mál og urðu allt í einu varar við að það var einhver á línunni. Það leyndi sér ekki. Þær spurðu hvort það væri einhver að hlusta og þá gaf sig fram ónefndur maður sem kvaðst hafa hlustað á símtalið frá upphafi til enda. Við tókum þetta mál mjög al- varlega og það má segja að það hafi orðið til þess að þessi fyrirspurn er nú lögð fram á alþingi," segir Krist- ín. Auk fyrrnefndra spurninga ósk- ar Kristín eftir upplýsingum um hvaða reglur gildi um símhleranir hér á landi, hverjir hafi beðið leyfis til hlerana í umgetnum tilvikum, hverjir framkvæmdu þær og í hvaða tilgangi. Þá spyr hún hvort ráðherra telji tryggt að alltaf sé far- ið að lögum og reglum varðandi símhleranir. „Það er nauðsynlegt að þessi mál verði skoðuð og skýrð og menn haldi vöku sinni gagnvart þessari tækni sem er greinilega ekki skot- held,“ segir Kristín. Kvaðst hún eiga von á svari frá ráðherra fyrir þinglausnir og ætlaði að ýta á eftir því að skrifleg svör bærust. „Það er nauðsynlegt að þessi mál verði skoðuð og skýrð og að menn haldi vöku sinni gagnvart þessari tækni, sem er greinilega ekki skot- held.“ Kristin Halldórsdóttir.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.