Pressan - 11.05.1989, Blaðsíða 23

Pressan - 11.05.1989, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 11. maí 1989 því þeir fá ekki að keppa í fótþolta." Skólaganga Jóhanns Péturs hófst ekki fyrr en hann var níu ára. „Ég lærði að lesa, skrifa og reikna hjáafaogömmu,“segirhann. „Afi var mikill reikningsmaður og kenndi mér hugarreikning, sem ég hef því miður glatað á síðustu ár- um. Nú er nefnilega allt í vélum og tölvum! Amma las mikið fyrir mig og kenndi mér að lesa, en þegar ég var níu ára fór ég að fá kennslu inn á barnadeildina. Læknarnir sáu að þetta gat ekki gengið öðruvísi og sú kennsla varð fyrsti vísirinn að því að nú eru kennarar starfandi á barnadeildum sjúkrahúsanna." Hann tók vorprófin sín á sjúkra- húsinu og gekk alltaf vel: „Ég mis- skildi þetta samt eitthvað I upphafi. Mér þótti svo merkilegt að vera kominn í skólanám að ég hélt að maður þyrfti að læra blaðsíðurnar í bókunum orðrétt utan að. Ég man hvað mér þótti erfitt að læra fyrstu tvær blaðsíðurnar í kristinfræð- inni! Mér leist nú ekki meira en svo á þessa aðferð!“ Á sumrin fór hann heim í Skagafjörð með ömmu sinni og afa, og hélt því alltaf góðu og sterku sambandi við foreldra sína og systkini. Dvölin á barnadeildinni leiddi til vinskapar Jóhanns Péturs og Sígur- bjarnar Magnússonar lögfræðings: „Móðir Sigurbjarnar, Áslaug Sig- urbjarnardóttir, fór að starfa á barnadeildinni þegar ég var 14 eða 15 ára. Hún bað son sinn að heim- sækja mig og hann kom aftur með frænda sinn, Ólaf Garðarsson. Við þrír höfum verið góðir vinir frá þeirri stundu og nú rekum við Ólaf- ur lögfræðistofu sarnan." Hann kveikir á rafmagnsstólnum og ekur fram í eldhús. „Sjáðu fyrsta boðskortið okkar ÓIafs!“ segir hann og bendir upp í hillu. Þar gef- ur að líta krukkur með rauðum berjum og merkimiðinn er boðs- kort. „Þetta var fyrsta stofan okk- ar, sem við opnuðum 1986. Svo bauðst okkur að kaupa húsnæði á Austurströnd á Seltjarnarnesi og ákváðum að ráðast frekar í kaup en eyða í leigu. “ Honum er skemmt þegar ég segist furða mig á hvernig hann komist I hjólastólnum -upp á skrifstofuna á annarri hæð. „Ég fer upp í bílageymsluna og þar er slétt inn.“ Hvolfdi nýja bílnum í Hvalfirðinum Hann fékk nýlega nýjan bíl, einn þann fullkomnasta á landinu: „Sá bíll gerir mér kleift að komast inn og út sjálfur,“ segir hann. „Ég er með fjarstýringu sem opnar hurð- ina, þá kemur lyfta út og ég keyri upp á hana, hún lyftist upp, ég ek undir stýrið og stóllinn læsist þar. Þetta kemur sér mjög vel.“ Um- ræddur bíll er hins vegar ónýtur. núna: „Ég velti honum í Hvalfirðin- um nýíega," segir Jóhann Pétur. „Bíllinn er gjörónýtur en ég fékk ekki skrámu.“ Hvernig var þetta með „né ófeigum í hel komið“? Rafmagnsstóllinn sem Jóhann Pétur á núna er líka fullkominn. Hann er þeim eiginleikum búinn að hann er hægt að hækka upp, þann- ig að hægt er að ná í efri hillur, „og komast í augnsamband; við við- mælendur“, segir hann. Bætir svo við: „Fyrir utan það hyað þetta er miklu þægilegra í kokkteilboðum!" Á stólnum er áfastur farsími: „Ég hef verið að berjast fyrir því fyrir Sjálfsbjörg að fá farsímana viður- kennda sem öryggistæki. Eins og er greiðir Tryggingastofnunin tal- stöðvar í bílana en talstöðvar eru ekki aðeins fyrri tíma tækni í þess- um efnum, heldur er það líka verra fyrir fatlaða að þurfa að kalla í ein- hvern og einhvern ef eitthvað kemur fyrir. Farsiminn er ekki aðeins gott öryggistæki fyrir fatlaða, heldur getur hann einnig nýst sem þjón- ustutæki. Ef við þurfum til dæmis að kaupa inn getum við lagt bílun- um fyrir utan og hringt í verslunina og beðið þá að koma út með tiltekn- ar vörur. Við teljum það skamm- sýni að viðurkenna ekki farsímana í stað talstöðvanna. Ég hef nú trú á að það gangi í gegn á endanum þótt menn haldi að sér höndum í dag. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég velti bilnum var að teygja mig í far- símann til að hringja eftir hjálp." 23 heimahjúkrun," segir hann. „Hér í húsinu er mötuneyti sem við í leigu- íbúðunum getum keypt heitan mat í og ég borða yfirleitt þar á kvöldin. í hádeginu er ég hvort sem er í vinn- unni.“ Hann segist þurfa töluverða aðstoð við daglegar athafnir „þótt það sé ekki oft á dag. Heimahjúkr- unin kemur um sjö á morgnana og hjálpar mér fram úr og að klæða mig, og svo kemur hún aftur milli sjö og hálfátta á kvöldin. í vinnunni á daginn eru Óli, Björg og Þórleif óþreytandi við að aðstoða mig þeg- ar þarf. Svo fæ ég aðstoð við að komast í svefninn því það þarf að setja stólinn í hleðslu á hverri nóttu. Heimilishjálpin tekur til hjá mér öðru hverju, svona þrisvar, fjórum sinnum í viku“. Hann segist fá aðstoð við stærri innkaup, en bjargi sér sjálfur ef eitt- hvað tilfallandi kemur upp á: „Annars hefur svo lítið reynt á það ennþá, því ég hef ekki verið skilinn nema í mánuð." Skilnaðurinn Hjónabandið, sem svo margir fylgdust með, tók enda eftir hálft ár. Jóhann Pétur kynntist konunni sinni á dvalarheimilinu í Hátúni þar sem hún starfaði. Þar var sólar- hringsvakt og hann fékk alla aðstoð sem hann þurfti. Viðbrigðin eru því mikil. Hann býr ekki aðeins einn I íbúð í fyrsta skipti á ævinni, heldur þart' hann að treysta enn meira á sjálfan sig en áður. En það er bjart- sýnin númer eitt sem ríkir hjá Jó- hanni, eins og endranær þegar skilnaðurinn berst í tal: „Hjóna- bandið hafði margt gott í för með sér,“ segir liann. „Það hafði til dæmis í för með sér að ég flutti úr dvalarheimilinu. Ég hafði velt þvi fyrir mér í nokkurn tíma, en vant- aði áherslupunktinn til að koma mér af stað. Þótt dvalarheimilið sé út af fyrir sig ágætur staður er lífið þar auðvitað með allt öðrum hætti en í eigin íbúð. Einkalif þar er allt öðruvísi, þar er hvert herbergi 13 fermetrar og maður býður ekki neinum fjölda vina þangað í heim- sókn. Ég er frekar félagslyndur og vil gjarnan vera umkringdur vinum sem oftast. Það er þægilegt á köfl- um að láta aðra hugsa fyrir sig, en maður má ekki verða háður því að treysta á aðra. “ Það verður þögn smástund og Jóhann virðist hugsi. Ég ákveð að varpa næstu spurningu á hann: Hélst þú sjálfur alltaf að þú ættir eftiraðgiftast? Hannbrosir: „Öðru hvoru hélt ég það og öðru hvoru hélt ég það ekki. Það fór eftir því í hvernig ástandi ég var. Ég var þó satt að segja alltaf nokkuð viss um að ég ætti eftir að giftast og stofna heimili. Það var í sjálfu sér ekkert tákmark, en ég held nú að þeir sem eru einhleypir stefni margir að því leynt eða ljóst að finna sér lífsföru- naut. Annar jákvæður punktur við mitt hjónaband er að það var reynsla sem mig tilfinnanlega vantaði.“ Þau giftu sig í Hallgrímskirkju að viðstöddu fjölmenni: „Kirkjan var vandlega valin,“ segir hann. „Við vildum leggja áherslu á hversu óaðgengilegt það er að komast að altari kirkjunnar, en upp að því liggja nokkrar tröppur.“ Þögn. Meira að segja svolítið löng þögn þegar tekið er tillit til Iétta skapsins hans Jóhanns Péturs. „Við skildum í lok mars og málið er hjá dóms- málaráðuneytinu núna en ég á von á svari á hverjum degi.“ Af hverju gengur skilnaðurinn svona hratt fyrir sig? „Af hverju ekki?“ spyr hann leiftursnöggt á móti. Gengur skilnaður svona hratt fyrir sig? „Ef aðilar eru sammála um hlutina þá getur hann gengið svona hratt og það var fullt samkomulag milli okkar að ganga frá þessu.“ Trúi ekki að fötlun mín hafi verið úrslitaatriði Kom skilnaðurinn fötlun þinni við? „Ég held ekki, “ svarar hann að bragði og bætir við: „Ég efast hins vegar ekki um að fjöldi fólks heldur að svo sé. Ég hef heyrt þau sjónar- mið: „Já, ég vissi að þetta gæti aldr- ei gengið.“ Sjálfsagt hefur fötlun mín eitthvað spilað inn í, maður getur alveg ímyndað sér það. Samt held ég að það hafi ekki verið neitt úrslitaatriði. Þegar maður fer að Jóhann Pétur er sjaldnast heima, og í þau skipti sem næði gefst situr hann ekki auðum höndum. í húsinu þar sem hann býr er billiardherbergi og þar leikur Jóhann billiard með vinum sínum og vinkonum. Allt annað líf Meðan Jóhann Pétur bíður nýja bílsins ferðast hann með leigubílum frá Bæjarlerðum og Ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík: „Meðan ég var í menntaskóla gat ég aldrei farið með rafmagnsstól með mér, þvi enginn bíll gat rúmað hann svo vel væri. Þá var vistmaður hér á heimil- inu, Gunnar Sigurjónsson, áem keyrði mig í og úr skóla. Mér \;ar hjálpað inn í og út úr bílnum og í handknúinn hjólastól. Svo kom Ferðaþjónusta fatlaðra til sögunnar og þá bíla þurfti að panta með dags fyrirvara. Á laugardagskvöldurri óku þeir til hálftólf og þá hljóp lög- reglan undir bagga og kom mér heim ef ég var á skemmtistöðum. Það er mjög stutt síðan hingað til lands komu leigubílar sem geta tek- ið hjólastóla. Fyrsti bíllinn þeirrar tegundar var pantaður af Vilhjálmi Þórðarsyni, leigubílstjóra á Hreyfli. Hann barðist mikið fyrir því að fá þannig bíl fyrir fatlaða. En þá var svo „skemmtilegt" hjá þess- ari stóru leigubílastöð, að þeir sem þar réðu ríkjum sögðu sem svo að svona bílar væru ekki leigubílar og því neituðu þeir að taka þá í sína þjónustu. Núna eru Bæjarleiðir eina stöðin sem býður leigubíla- þjónustu fyrir fatlaða og þeir hafa sex bifreiðir af þessari tegund. Þetta er allt annað líf.“ Við ferðumst aftur í tímann, aft- ur að skólanáminu. Jóhann Pétur lauk landsprófi úr Vörðuskóla með næstsíðasta árganginum á landinu: „Ég var ekkert viss um hvað ég vildi læra fyrr en eftir að ég var vel kom- inn á veg í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Síðasta árið ákvað ég endanlega að fara í lögfræðina. Þetta.var fyrst og fremst spurning um ástundun og að fylgja sínum máljun' eftir. Jú, jú, námið var strembið á köflum, en ekki svo neinu næmi.“ Vinir hans, Sigurbjörn og Ólaf- ur, voru samferða honum í gegnum lögfræðjna, „en við höfðum allir ~verið"nver í sínum framhaldsskól- anum. Óli var í Verzlunarskólanum og Sigurbjörn í Menntaskólanum í Reykjavík. Auðvitað voru eilífar deilur um hvaða skóli væri bestur“! segir hann og kímir. Góðkunningi lögreglunnar á menntaskólaórunum Alla æskuna og fram að tvítugs- aldri háði liðagigtin honum og hann var aldrei verkjalaus. Hann leiddi verkina hjá sér eftir mætti og skemmti sér á menntaskólaárunum líkt og aðrir. Hann segir dansleikja- ferðirnar ekki hafa verið neinum erfiðleikum bundnar nema „hvað ég þurfti alltaf að fara út með rusl- inu og heim með löggunni! Það má segja með sanni að ég hafi verið „góðkunningi lögreglunnar" á þessum árum“, segir hann hlæj- andi. „Þetta voru indælismenn." Hann segir litla breytingu hafa orðið til batnaðar á skemmtistöð- um borgarinnar: „Það hafa ekki bæst mjög margir skemmtistaðir við. Sjaldnast kemst maður inn um aðaldyrnar, ég þarf að fara inn bak- dyramegin með eldhúslyftum, en það sem er kannski gremjulegast við skemmtistaðina er sú árátta þeirra sem byggja þessa staði að hafa dansgólfið upphækkað, helst með nokkrum tröppum upp. Menn gera greinilega ekki ráð fyrir að fólk í hjólastólum vilji dansa, en það er algjör misskilningur. “ Hann segir tröppurnar þó koma „verst og mest niður á dyravörðunum, sem þurfa að rogast með hjólastólana upp á gólfið. Þeir gera þa.ð alltaf þótt stóllinn minn sé 120 kíló og þurfi fjóra til að lyfta honum með mér í“. Húmorinn upp: „En ég slepp alltaf við biðraðir...“ Bætir svo við alvörugefinn: „Ekki þar fyrir, við viljum frekar biða í bið- röðum en að það sé óaðgengilegt að komast á staðina." Daglegt líf Hjá Jóhanni er allt hreint og þrifalegt og hann segist fá húshjálp: „Ég fæ bæði heimilishjálp og

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.