Pressan - 11.05.1989, Blaðsíða 11

Pressan - 11.05.1989, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 11. maí 1989 11 komið þar nærri nema þá með því að veita mönnum aðstöðu til smíð- anna. Spilað og teflt Nú er það svo, að í fangelsi eyða fangar mestum tíma innan dyra, sem eðlilegt er. Þar er ekki um auð- ugan garð að gresja hvað tóm- stundaaðstöðu snertir. Fangar keyptu sjálfir fyrir nokkrum árum billjard-borð til að spila á og er það eina tómstundaiðkunin sem hægt er að dvelja við innan dyra, fyrir utan hina hefðbundnu spila- mennsku og tafliðkun. Fangelsið færi, sé ekki „réttur“ maður í for- svari fyrir þá. í skuld við fangelsið Einn er sá hlutur er til batnaðar hefur breyst, leyfismál fanga. í dag gefst föngum kostur á að fá dags- leyfi frá fangelsinu til að heimsækja ættingja sína eða til annarra þeirra hluta sem þörf er talin á. í 21. gr. laga um fangelsi og fangavist segir svo: „Veita má fanga leyfi til skammrar dvalar utan fangelsis ef slíkt telst heppilegt sem þáttur í refsifullnustu eða til að búa hann undir að afplánun ljúki.“ hefur ekki, þrátt fyrir ítrekaða beiðni, aðstoðað fanga við að út- vega spil, töfl og slíkt. Það verða þeir að sjá sjálfir um. Jafnvel ösku- bakka þurfa fangar að hafa með sér, því þá sér fangelsið ekki um að útvega frekar en svo margt annað. Frá árinu 1981 hefur hér verið starfrækt trúnaðarráð svokallað. Því er ætlað að gæta hagsmuna fanga sem og að sjá þeim fyrir af- þreyingu ýmiss konar, útvega hing- að skemmtikrafta og fleira. Fyrstu árin einskorðuðust störf trúnaðarráðsins við að fá ýmsa að- stöðu fanga bætta, með samvinnu við fangelsisyfirvöld hér, sem og að koma fram fyrir hönd fanga, teldu þeir að þeir væru einhverjum órétti beittir af yfirmönnum. Árangur starfs trúnaðarráðs á fyrstu árum þess var mjög góður og mörg mál til lykta leidd á sanngjarnan hátt. Einnig komu fangar fram ýmsum baráttumálum og þeim var breytt til betri vegar. Því það er eins hér og annars staðar að samtakamáttur- inn er alltaf sterkari en einstakling- urinn. Hin fyrstu ár var samstarf forystumanna trúnaðarráðs og yfirmanna hér með miklum ágæt- um og gott starf unnið. Það hlýtur hverjum manni að vera ljóst að til að sá maður, sem dæmdur hefur verið í fangelsi, geti haft sem eðlilegust tengsl við þjóð- félagið verður hann sem oftast að fá að hverfa til samfélagsins í stuttan tíma í senn. Hlutverk fangelsis er jú einnig að bæta menn, ekki síður en refsa þeim. Og nauðsynlegur þáttur í að bæta menn er að þeir haldi tengslum við fjölskyldu sína og þjóðfélag. Ekki að þeir gleymist og vistist sem lengst bak við lás og slá en séu svo, þegar afplánun lýkur, sendir sömu menn og þeir komu aftur út í þjóðfélagið, tengslalausir við allt og alla. Því hafa dagsleyfi miklu hlutverki að gegna, eins og hefur sýnt sig í nágrannalöndum okkar. Eitt setur þó strik í reikninginn. Menn sem dvalið hafa árum saman í fangelsi og ekki haft meiri laun en þar er að hafa veigra sér við að þiggja þessi leyfi vegna féskorts. Komið hefur fyrir að menn hafi ekki einu sinni átt fyrir rútunni í bæinn, hvað þá meir. Og ekki eru allir svo lánsamir að geta leitað til ættingja um fjárað- stoð, annaðhvort vegna þess að ætt- ingjar eru ekki aflögufærir eða að L //uMo* /v&Lu ar LJj En hin síðari ár hefur starfsemi trúnaðarráðs breyst mikið og þá í þá átt sem yfirvöld hér vilja. Því er þannig komið fyrir þessu starfi að ef yfirmönnum líkar ekki sá sem er í forsvari fyrir fanga, þá er einfaldlega ekkert gert í þeim mál- um er viðkomandi kann að bera upp við yfirmenn. Þá er til í dæm- inu að yfirmenn neiti að ræða ýmis mál eða yfirleitt ræði ekki við for- svarsmenn. Þau skilaboð hafa komið frá yfirmönnum að ef fangar kjósi ekki „rétta“ menn til að gegna störfum í trúnaðarráði hafi yfir- menn ekkert við þá að tala. Þessu má einna helst likja við rússneska leppstjórnarríkið. Af þessu leiðir að fangar eiga erfitt með að koma málum sínum á fram- viðkomandi fangi getur ekki „mór- alskt“ séð, miðað við það sem á undan er gengið, beðið nokkurn um aðstoð. Þetta mættu yfirvöld fang- elsismála taka til athugunar. Mönn- um þykir jú alltaf gaman, eftir langa fangelsisveru, að skreppa á kaffihús, kaupa sér hljómplötu eða fatnað, en málið versnar þegar aur- inn er enginn til. Ekki er hér átt við að fangar fari með fullar hendur fjár, heldur að þeim sé séð fyrir við- unandi launum fyrir vinnu sína svo þeir þurfi ekki að vera upp á aðra komnir fjárhagslega eða í skuld við fangelsið, eins og alltof margir eru hér. Það er, eins og allir vita, gott að geta gleymt vandamálum sem ekki snerta mann sjálfan eða leiða þau hjá sér. Úti í þjóðfélaginu eru án efa til einstaklingar sem hafa ekki hug- mynd um þá hluti sem gerast í ís- lenskum fangelsismálum eða hvernig aðbúnaður þeirra manná, sem einhverra hluta vegna hafa lent upp á kant við þjóðfélagið, er. Samt sem áður vilja margir þessara ein- staklinga mynda sér skoðanir þar um út frá fölskum forsendum. Þessar fátæklegu línur, beint úr fremstu víglínu fangelsis, geta kannski opnað augu sumra fyrir því að fangelsi á íslandi eru engin para- dísarlönd og að enginn sækist eftir því að dvelja bak við rimla. Sá er undirritar þetta bréf vill af augljós- um ástæðum ekki undir neinum kringurhstæðum að nafn hans komi fram. Refsifangi fangelsinu Litla-Hrauni V FJOLBREYTT ÚRVAL POKKUNARVÉLA • LOFTTÆMINGARVELAR OG -POKAR | TOLEDO VOGIR FRÁ TOLEDO-USA GETUR PLASTOS HF BOÐIÐ VOGIR FRÁ LITLUM RANNSÓKNARVOGUM í STÓRAR BÍLVOGIR OG NÁNAST ALLT ÞAR Á MILLI. TOLEDO-6400 U-pallur vogarþol að 3 tonnum Með heilum palli Fyrir sekki og kassa Með brettastækkun fyrir bretti stærri en Euro Með uppkeyrslu braut Meðal stórir vagnar Hæð upp á vogina aðeins 30mm Með uppkeyrslubraut Stórir vagnar fOeos&as KRÓKHÁLSI 6 SÍMI 671900 I .BAR-CODE" STRIKAMERKIVELAR • KASSABINDIVELAR • KASSALIMBANDSVELAR I born °í ongJin^rir i sumar? Nú stendur yfir dreifing á sumarstarfs- bæklingi íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Að vanda er í bæklingnum að finna upplýsingar um nánast alla þá starfsemi sem félög, samtök og stofnanir í Reykjavik gangast fyrir nú í sumar. Bæklingnum er dreift til allra nemenda grunnskólanna í borginni og eru foreldrar hvattir til að kynna sér vel ásamt börnum sínum þá möguleika sem þar er að finna. Innritun í starf á vegum íþrótta- og tómstundaráðs hefst á sérstakri innritunarhátíð í Laugardalshöll laugardaginn 20. maí kl. 13.00-17.00.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.