Pressan - 11.05.1989, Blaðsíða 18

Pressan - 11.05.1989, Blaðsíða 18
18 Fimmtudagur 11. maí 1989 Um miðjan maímánuð hefst áætlunarflug Flugleiða til Parísar. verður allt að 4 sinnum í viku yfir sumarmánuðina. Með þessum aukna sveigjanleika hefurðu því frjálsari hendur en áður. í París er tiiveran engu lík: kaffihúsin, götulífið, stórkostleg söfnin og veitingastaðirnir gera dvöl þína að einstakri upplifun. Flugleiðir bjóða mörg góð og ódýr hótel, vel staðsett í borginni, svo og bílaleigubíla fyrir þá sem þess óska. Frakkland, með París í fararbroddi, er í einu orði sagt ómótstæðilegt. Verð frá kr. 21.130* * Súper-Apex fargjald. BON VOYAGE! Viltu vita meira um París? Náðu þér í nýja sumarbæklinginn okkar á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. FLUGLEIÐIR Söluskrifstofur: Lækjargötu 2, Hótel Esju, Kringlunni og Leifsstöð. Upplýsingar og farpantanir: Sími 25 100. PRESSU k H^Ék.eppnin um Fegurðardrottn- ingu íslands 1989 fer fram á Hótel íslandi á mánudaginn kemur. Eins og undanfarin ár gefa fjölmörg fyr- irtæki verðlaun til keppninnar. Meðal þeirra er Eggert feldskeri, sem gefur fegurðardrottningunni loðfeld likt og undanfarin ár, og Gull og silfur, sem færir henni dem- antshring. í auglýsingu um keppn- ina, sem gaf að líta í Morgunblað- inu, eru nöfn nokkurra fyrirtækja og verslana skráð. Þeirra á meða! er snyrtivörufyrirtækið Elizabeth Ar- den, sem var einnig skráð sem aðili að keppninni um Ungfrú Reykja- vík. Aðild að keppni sem þessari hefur ótvírætt auglýsingagildi fyrir þá sem að henni standa og því kom mönnum á óvart hver verðlaunin voru sem Elizabeth Arden veitti keppendum um Ungfrú Reykjavík. Keppendurnir fengu einn varalit og eitt glas af naglalakki. Fegurðar- drottning Reykjavíkur fékk örlitlu meira, eða eitt glas af Chloé-ilm- vatni. Gárungarnir segja því að nú sé ekki mesti spenningurinn að sjá hver verður valin fegursta stúlkan, heldur miklu fremur hver verðlaun- in verða frá þessu stóra snyrtivöru- fyrirtæki... m daginn mátti sjá skara af strákum við bakdyrainngang Þjóð- leikhússins. Þessir ungu herrar voru alls um fimmtíu talsins og allir með leikarabakteríu. Það hafði nefnilega verið auglýst eftir drengj- um til að leika í söngleiknum Ólíver eftir Bretann Lionel Barst, sem sýndur verður í leikhúsinu í haust. Til stendur að ráða fimmtán stráka, svo einhverjir af þessum áhuga- sömu piltum verða óhjákvæmilega fyrir vonbrigðum... ^dlómnefndin í Fegurðarsam- keppninni verður nánast sú sama núna og í fyrra, að undanskildu því að tveir dómarar hætta og tveir nýir bætast við. Þá verður tekinn upp svipaður siður og tíðkast víða er- lendis, að bjóða tveimur gestadóm- urum til landsins. Annar þeirra er framkvæmdastjóri keppninnar Ungfrú írland, Chris Naidoo, en hinn kemur frá Lúxemborg, starf- andi lögfræðingur og mikill áhuga- maður um íslenska fegurð, og heitir Lorei Mosar. íslensku dómararnir verða Ólafur Laufdal formaður, Frioþjófur Helgason ljósmyndari, danskennararnir Erla Haraldsdótt-- ir og Sóley Jóhannsdóttir, Sigtrygg- ur Sigtryggsson, fréttastjóri Morg- unblaðsins, Anna Margrét Jóns- dóttir, Ungfrú ísland 1987, og Ingi Björn Albertsson alþingismaður. Tvö þau síðasttöldu koma inn i dómnefndina í staðinn fyrir Örn Guðmundsson dansara og Maríu Baldursdóttur söngkonu. Þá verða tveir heiðursgestir á keppninni, Guðni Bergsson, knattspyrnumað- ur með Tottenham, og Hólmfríður Karlsdóttir, hin eina, sanna...

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.