Pressan - 07.12.1989, Blaðsíða 12

Pressan - 07.12.1989, Blaðsíða 12
12 Under the Patronage of His Excettency ~t The Ambassador of lcetand SlRRY EL%MAGNUS mezzosoprano Geoffrey Parsons piano Mondayr: ;ember V WÍGMORE HALL 36 VVJgmWStreet, ^'^ZZ. City <* WestminSter ManaRcr^Williaml-yne.MBE lesstts Sponsored býr T*wH ¦Jpjalt.imtted ^gg^^^^^^- ¦ . skvötd.. Forsíöa - Henni var vel tekiö Sigríöur Ella Magnúsdóttir mezzósópransöngköna: Vel tekið í WÍgmore Hall Siðastliðið mánudagskvöid hélt Sigríður Ella Magn- úsdóttir mezzósópran tónleika í Wigmore H all i Lond- on. Wigmore Hall er eitt þekktasta eg virtasta tén- leikahús borgarinnar og hef ur verið það allar götur síðan 1901. Hafcs margir heimsfrægir söngvarar haldið þar tónleika og geffur augaleið að það ffœr ekki hver sem er að syngja i Wigmore Hall. Það ertil marks um veruleg- an árangur Sigiíðar F.llu að húti'syngurhd f Wigmore Hall, Hún er orðin nokkuð vel þekkt hér á Bretlandi og hefur unnið til verðlauria, ,m,a. á Áldé- 'burg-sönghátíðinni, óg kornið fram í B8C—bæði 1 útvarpi og sjónvarpi, Framkvæmdastjóri . Wig- more Hall sagði í samtali vió fréttaritara PRESSUNNAR að hann ræki ekki minni tii að ís- lendingur hefð'i áður komið fram í húsinu. Á tónleikunum söng Sigríður Ella, eða Sirry Ella Magnus eins og hún kallar sig hér, íslensk og erlend ein- söngsiög. Á sðngskrá voru m,a. Draumalandið eftir Sigfús Ejnarsson, Vorvindur efti'r Sig- yalda Kaida1ó*ns, Vöggukvæði 'eftir Ernil Tho,roddsen og verk eftjr Háydn.'Schubért.'Freder- ick Delius og Sibelius. ' ' .'. Undirietkari' Sigrfðar 'ÉJÍu ' var engínn arinar en Geoffrey Parsqns, sem er aðflestra dómi'. einn'mestí núlifandi undirleik- . ari f törilistarheiminum. Héfur hann ma. leikíð undir hjá Vic- toriu de los Angeles, Elisabeth Schwarzkopf, Birgit Nilsson, Nicolai Gedda, Jessye Norman og Peter Schreier. Söng Sigríðar EIlu var vei tekið og voru þau klöppuð upp í tvígang. Söng hún þá aukalag eftir Mendelssohn. Góð aðsókn var að tónleik- unum en vérndari þeirra var ís ienski serjdiherrann, Ólsffur Egilsson. Tonleikarnir voru styrktir af Goldman Sachs, al- þjóðlegu verð'bréfafyrirtækí. Nokkrir íslendingar voru meðai áheyrenda og mát^i þar mia. þekkja Guðmund Bene- diktsson. ráðuneytisstjóra í for- sætisráðuneytinu, Sverr't Her- mannsson Landsbankastjóra, Sverri Guðjónsson sörigvara, sem stundar nám á Bretiandi um þessar mundir, Helgá Ág- ústsson, sem tekur við sendi- herrastarfinu af Ólafi Egils- syní, og sendiráðsritarann Tómas Karlsson og eiginkonu hans, Ásu Jónsdóttur. EINAR GUDJÓNSSON, LONDON PRESSU MOJUAR I ljótlega kemur út jólablað Gestgjafans sem eðlilega verður proppfullt af jólaefni. Að vanda er farið í heimsókn til myndarlegs fólks og í jólablaðinu verða það Stefanía Stefánsdóttir og Skúli Johnsen borgarlæknir sem kenna lesendum að útbúa julefro- kost.. . vo ólíkir aðilar sem Iðntækni- stofnun og íslandsbanki samein- ast um útgáfu bókarinnar I mörg horn að líta, sem kemur út um þessar mundir. Bókin er ætluð sem handbók fyrir atvinnulífið og er meðal annars að finna í henni 17 greinar um rekstur og stjórnun fyr- irtækja... leira af bókmenntaútnefn- ingu Félags bókaútgefenda. Til- kynning dómnefndar í afmælishóf- inu á Hótel Sögu fór fram um hálf- níuleytið sl. þriðjudagskvöld. At- hygli vekur að í Morgunblaðinu daginn eftir birtir Forlagið heilsíðu- auglýsingu um bók Svövu Jakobs- dóttur Undir eldfjalli og tekur fram að hún sé meðal þeirra tíu bóka sem tilnefndar voru kvöldið áður til íslensku bókmenntayerð- launanna. Auglýsingin er unnin á auglýsingastofu og morgunljóst að þaö eru snögg handbrögð á þeim. bæ — eða hvað?... ¦ I • ¦•¦ rátf fyrir áróðurinn fýrir notkun smokksins síðustu árin er ekkert eftirlit haft með inriflutnirigi á smokkum hérlendis r og engár kröfur gerðar tií þeirra- tegunda smokka sem hér-eru.seldar. Nýlega fékk Dagbladef í Osló norska lyfjaeftirlitið til að gæðakanna smokkategundir í Noregi og kom í Ijós að. öryggið er ekki alltaf gull- tryggt. F|estar smokkategundanna sem kannaðar voru í Noregi fást einnig á Islandi... t I ilnefning tíu bóka í úrslit fyrir bókmenntaverðlaun Félags ís- lenskra bókaútgefenda hefur vakið mikla athygli og velta menn því nú fyrir sér hver áhrifin kunni að Fimmtudagur 7. des. 1989 verða á jólabókasöluna. Þarna sé verið að búa til gæðastimpil og raunar einskonar topp 10-lista fyr- ir kaupendur. Þá hafa ýmsir velt fyr- ir sér hvernig dómnefnd mátti koma því við að lesa allar nýjustu bækurnar, sem sumar hverjar eru ekki einu sinni komnar út. Skýring- in er sú að forlögin sjálf tilnefna bækur til dómnefndarOg greiða 30 þúsund krónur með hverjum titli en þeim er í sjálfsvald sett hversu marg- ar bækur þau vilja tilnefna í úrslit um athyglisverðustu bækur árs- I lólafagnaður Gigtarfélags ís- lands verður haldinn bráðlega og verður þar ýmislegt til skemmtunar. M.a. ætlar Eiríkur Jónsson frétta- maður að lesa upp úr bók sinni um Davíð Oddsson, en menn hafa svo- lítið velt því fyrir sér hvers vegna bókin um borgarstjórann varð fyrir valinu fremur en einhver önnur. Ein tilgátan er sú, að það tengist þeirri staðreynd að Eiríkur er sonur Jóns Þorsteinssonar gigtarlæknis, sem er formaður félagsins... 'ignarhlutdeild Landsbank- ans í Scandinavian Bank mun styrkjast á næstunni þegar bankinn verður gerður að lokuðu hlutafélagi eða fara úr 2,5% í .'^8%. Því hefur verið fleygt að Sverrir Hermanns- son bankastjóri muni innan tíðar taka sæti í stjórn bankans en Helgi Bergs, fyrrv. bankastjóri, hefur ver- ið fulltrúi Landsbankans hjá Scand- inavian Bank undanfarin ár.. . t I ímaritið Mannlíf kemur í versl- anir á morgun, en í því er langt við- tal við Björgólf Guðmundsson fyrrum forstjóra Hafskips. í viðtal- inu segir hann m.a. að Eimskip hafi spilað afar stóra rullu í gjaldþroti Hafskips. Einnig gagnrýnir Björgólf- ur harðlega vinnubrögð skiptaráð- enda, þeirra Ragnars Hall og Markúsar Sigurbjörnssonar, sem hann telur ekki hafa verið fag- leg og bendir t.d. á tengsl þeirra beggja við Eimskipafélagið. . . h leyrst héfur að nokkur hreins- un hafi átt sér stað innan Fram- sóknarflokksins á Vesturlandi að undanförnu. Á þingi framsóknar- manna á Vesturlandi 4. nóv. sl. var prófastur þeirra Borgfirðinga, sr. Jón Einarsson í Saurbæ, felldur úr miðstjórn flokksins, þar sem' hann hefur átt sæti undanfarin ár. Séra Jón þykir skeleggur mála' fylgjumaður sem hefur starfað mik- ið fyrir flokkinn en stundumbaldið uppi gagnrýni á forystuna. Á þing- iriu' var Valgeir Guðmundsson á Akranesi'einnig feildur úr mið- stjorninhí,. en hánn hefur unnið mikjo fyrir flokkinn á Akranesi og verið fórrriaður félagsins þar. Val- geir.er b.róðursónur Stefáps Val- geirssonar og é.r því fleygt að sá skyldleiki hafi átt sinn þátt í því að Valgeir var felldur. Þá er það rifjað upp að Leifur Kr. Jóhannesson, fyrrv. ráðunautur í Stykkishólmi, var felldur úr miðstjórn flokksins fyrir fáum árum sem talið er að muni geta spillt fyrir flokknum í kjördæminu og að hreinsun þessi muni koma niður á fylgi flokksins við næstu kosningar þar sem allir þessir menn eiga fylgi að fagna vestra. . .

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.