Pressan - 07.12.1989, Blaðsíða 9

Pressan - 07.12.1989, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 7. des. 1989 WttVi Jbf^ Fyrirbærið er kallað „svörtu salirnir" og sagt er að þar sé boðin ódýr en ólögleg þjónusta; söluskattur er ekki innheintt- ur, starfsleyfi er ekki ffyrir hendi og launatengd gjöld starffsntanna ekki greidd. Veitingamenn i Santbandi veit- inga- og gistihúsa vilja „svörtu salina" ffeiga. EFTIR PÁL VILHJÁLMSSON MYND: EINAR ÓLA „Svörtu salina" er oftast að finna í félagsheimilum átthagafélaga, íþróttasamtaka og starfsmannafé- laga. Reksturinn er gjarnan í hönd- um annarra aðila en eigenda. Sal- irnir eru leigðir út við ýmis tæki- færi, svo sem afmælisveislur, erfi- drykkjur, brúðkaupsveislur og ekki síst árshátíðir. í Reykjavík og nágrenni er fjöldi félagsheimila á bilinu 80 til 100. Hvergi nærri öll félagsheimilin eru í samkeppni við veitingahúsin. Pau eru samt of mörg á þeim vettvangi, er álit veitingamanna, sem kalla þetta hluta af „neðanjarðarhagkerf- inu". „Við missum gífurlega mikil við- skipti til þessara félagsheimila," seg- ir Wilhelm Wessman, hótelstjóri á Holiday Inn og formaður Sambands veitinga- og gistihúsa. Skoðun Wil- helms er að rekstraraðilar félags- heimila notfæri sér margir hverjir aðstöðuna til að komast hjá því að borga skatta og skyldur sem al- mennum veitingahúsum er gert að standa skil á. Undanskotin geri vafagemsum kleift að undirbjóða veitingamenn á almennum mark- aði. Svo dæmi sé tekið af 100 manna árshátíð, en það er algengur fjöldi, þá kostar þríréttuð máltíð (tónlist og leiga á sal innifalin) á bilinu 3000 til 3500 krónur á mann hjá venjulegu veitingahúsi. Wessman segir veit- ingamenn ekki geta farið lengra niður, þá sé komið tap á útgerðina. Þegar venjuleg árshátíð kostar um 300—350 þúsund krónur er aug- Ijóst að það borgar sig að leita til- boða. Hvort sem það eru gestirnir sjálfir sem borga beint eða starfs- mannasjóðir skiptir máli hvort há- tíðin kostar eitt hundrað þúsundum króna meira eða minna. Það eru nefnilega sumir sem bjóða lægra verð. Undirboð? Nei, góður rekstur Eitt þessara félagsheimila er Ak- oges í Sigtúni. í hópi veitingahúsa- manna er talað um óeðlileg undir- boð, að staðurinn sé leyfislaus og ætti ekki að starfa á núverandi grundvelli. Benedikt Bachmann hefur í tvö ár rekið Akoges. Hann vísar því alfarið á bug að reksturinn sé óeðlilegur. „Ég stend skil á söluskatti jafnt sem öðrum gjöldum. Og mér finnst það gróft af veitingamönnum í SVG að kalla aðra staði svarta en þá sem eru í Sambandinu." Benedikt leigir húsnæðí Akoges ýmist eitt sér eða með veitingum. Það kostar á bilinu 2500 til 2800 krónur á mann að halda 100 manna veislu með þríréttaðri máltíð, tónlist og leiga innifalin. Nú er þetta þó

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.