Pressan - 07.12.1989, Blaðsíða 15

Pressan - 07.12.1989, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 7. des. 1989 það er nafn söngsveitar úr Austur- bæjarskólanum sem syngur meö þeim Hildi og Barða á hljómplöt- unni. Frændsystkjnin eru bæði í Æf- ingadeild KHI og hafa verið saman í bekk frá átta ára aldri. Þau vissu þó ekki af skyldleika sínum í fyrstu, en vart hafði þeim verið gerð grein fyr- ir honum en þau tróðu upp á ættar- móti, þá tíu ára gömul. Ellefu ára tóku þau málin föstum tökum og sömdu lög og texta þá sem á plöt- unni eru. „Axel nefndi við okkur fyrir tveimur árum að gefa út plötu og síðan hefur þessi plata verið í bí- gerð," segir Hildur. „Við þekktum ekki krakkana sem syngja með okk- ur á plötunni, fyrr en við hittum þau í hljóðverinu. Rakel ^dóMir Axels er ein úr þessum kófí Austurbæjar- skólanum og hún kom með vinkon- ur sínar." Barði segir þau fyrst hafa komið fram á skólaskemmtun hjá Æfinga- deildínni þegar þau voru í tíu ára PRESSU MOL&R I eðal þeirra starfs- manna á Stöð 2 sem fengu upp- sagnarbréf um mánaðamótin var Guðrún Þórðardóttir leikkona. Varð sú uppsögn mörgum undrun- arefni, enda þykir Guðrúnu hafa tekist sérlega vel upp með val á barnaefni Stöðvarinnar. Þá fékk einn starfsmaður Stöðvar 2 upp- sagnarbréf í annað skipti. Ilitt bréfið fékk hann sama dag fyrir ári, en þessi dagur er þó ekki endilega óhappadagur mannsins því hann er einnig afmælisdagur hans... Vflan anskennarinn Hermann Ragnar Stefánsson lætur ekki sitt eftir liggja á jólamarkaðinum í ár. í fyrra sendi Hermann frá sér sam- talsbók, en í ár er það jólaplata, sem hann hefur unnið í samvinnu við hljómplötuútgáfuna Alfa Beta. Hér er á ferðinni barnaplata sem hefur að geyma öll vinsælustu danslðg yngri kynslóðarinnar eins og Skósmiðadansinn, Litlu and- arungana og Óla skans auk fleiri laga. Nú geta sem sé allir dansunn- endur brugðið sér í dans um jólin eða í afmælisveislum og sú tíð er lið- in þegar píanóleikarar sáu um all- an undirleik í danstímum... I jósvakamiðlarnir keppa ekki síð- ur um hlustendur yfir jólin en aðra daga og má búast við ýmsu kræsi- legu útvarps- og sjónvarpsefni yfir hátíðina. Við höfum frétt að Bylgj- an hyggist endurflytja léttgeggjuðu leikþættina um þá Harrý og Heimi, sem frumfluttir voru fyrir tveimur árum. Einnig verður Bylgj- an með langan og mikinn viðtals- þátt á jóladag, en hann verður í umsjón Ómars Valdemarssonar blaðamanns og mun hann hafa boðið til sín fjölmörgu þekktu fólki... bekk: „Upp úr því stofnuðum við hljómsveitina Vandamál, sem tveir aðrir voru í auk okkar." Þegar Barði og Hildur komu við á ritstjórn PRESSUNNAR höfðu þau eintak af plötunni meðferðis, en þar sem enginn plötuspilari var í ná- grenninu bað ég þau að segja mér um hvað textar þeirra fjölluðu: „Á ég að syngja fyrir þig??!" spurði Hildur. „Nei, ég held ég sleppi því nú ...! Ég gerði tvö lög og texta á þessari plötu, „Afmæli" og „Eg vil strák". Textinn við það síðar- nefnda byrjar svona: „Ég er labb- andi um bæinn svo einmana og stúrin ..." „Þú heyrir að þetfa er draumóra- manneskja!" segir Barði, og byrjar á sínum texta, sem heitir „Falskur,": „Einu sinni var ég ásöngskemmtun, og ég söng mjög hátt. En svo kemur lítill drengur og segir við mig: „Þú ert falskur"...!" „Enda er hann falskur" segir frænkan og brosir svolítið illkvittn- islega, sjálfsagt að hefna fyrir yfir- lýsinguna um „draumóramenneskj- una"! Þegar ég spyr hvort þeim frænd- systkinunum semji ekki vel svarar Barði: „Ég er góður vinur hennar en ..." Sennilega sagt í gríni þvi eft- ir smáhvísl ákveða þau að svara: „Nei, nei, við erum mjög góðir vin- ir!" Þau hafa aldrei lært söng, utan tónmenntatímanna í skólanum, en hinsvegar hefur Hildur lært að spila á píanó í sjö ár og Barði í eitt, en hann hefur jafnframt lært á gítar í tjögur ár: „Ég býst við að læra söng," segir Hildur en Barði segist hins vegar ætla að einbeita sér að því að semja lög og texta: „Ég get þá samið lögin sem Hildur syngur!" segir hann. „Hins vegar er ég ákveðinn í að leggja sönginn á hilluna og leyfa honum að rykfatla þar. Þú skilur það þegar þú hlustar á plötuna ...!" Þau segja alveg frábært að sjá plötuna komna á markaðinn og ætla að fylgja kynningu á henni eft- ir: „Við ætlum að kynna plötuna á barnadansleik fyrir 10—12 ára í Tónabæ á laugardaginn," segir Hild- ur. „Hann byrjar klukkan fimm." Hins vegar segja þau að fullorðnir geti alveg eins haft gaman af plöt- unni og börn: „Platan er kannski 15 mest fyrir þá sem eru á aldrinum 0—4 ára" segir Barði, en þau bæta við að hún henti ekkert síður þeim sem eldri eru. Og þeir sem aðstoðuðu við gerð plötunnar eru ekki af verri endan- um. Til dæmis syngur Sverrir Stormsker með Barða í lagi hans Falskur og útsetningar á lögunum ðnnuðust Axel Einarsson, Pétur Kristjánsson, Pálmi Sigurhjartarson og aðrir tónlistarmenn. Hvort þau hafi nokkuð mátt vera að því að læra fyrir skólann og hvort hugurinn hafi ekki allur verið við upptöku plötunnar svara þau: „Við höfum reynt að skipta þessu réttlát- lega á miíli. Annars erum við komin af Hrólfi sterka sein var inikill vits- munamaður...!" og íbúðarkaup _ög um húsbréfaviðskipti gilda um kaup og sölu notaðra íbúða, sem eiga sér stað eftir 15. nóvember 1989. Húsbréf eru skuldabréf sem seljandi íbúðar fær hjá húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkisins, í skiptum fyrir fasteignaveðbréf, sem kaupandi íbúðarinnar gefur út. ^~\Greiðslumat. \ Tilvonandi kaupandi verður að sækja um mat á greiðslugetu sinni til ráðgjafastöðvar Húsnæðisstofnunar. /\ •> \ Skrifleg umsögn. \ \ Að fenginni skriflegri umsögn ráðgjafastöðvarinnar, þar sem m.a. er tilgreint hugsanlegt kaupverð Ibúðar, er tímabært að skoða sig um á fasteignamarkaðnum. /\ ^N^Íbúð fundin - gert kauptilboð. ^-^\_____Ji Þegar seljandi hefur gengið að tilboði, sækir tilvonandi kaupandi um skuldabréfa- skipti við húsbréíadoildina, þ.e. að skipt verði á fasteignaveðbréfi, útgefnu af kaupanda og húsbréfum, sem verða eign seljanda. Fasteigna- veðbréfið getur numið allt að 65% af kaupverði (búðarinnar. ^T\ Afgreiðsla húsbréfadeildarinnar. \ Húsbréfadeild metur veðhæfni ibúðarinnar og matsverð og athugar greiðslugetu væntanlegs íbúðarkaupanda með tilliti til kaupverðs. Samþykki hún kaupin sendir hún væntanlegum kaupanda fasteignaveðbréfið til undirritunar, útgefið á nafni seljanda. \K Kaupsamningur undirritaður - fasteignaveðbréf afhent seljanda. Ibúöarkaupandi og íbúðarseljandi gera með sér kaupsamning og seljandinn fær afhent fasteigna- veðbréfið. Fram að 15. maí 1990 eiga þeir einir aðgang að húsbréfakerfinu sem sóttu um húsnæðislán hjá Húsnæðisstofnun ríkisins fyrir 15. mars sl. og hafa lánsrétt SAMÞYKKI HÚSNÆÐISSTOFNUNAR ER SKILYRÐI. Það er skilyrði fyrlr skuldabréfasklptum, að greiðslugeta hlutaðeigandi íbúðarkaupanda og veðhæfni íbúðar hafi verið athuguð áður en fbúðarkaup eiga sér stað og að húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar samþykki íbúðarkaupin. * HÚSNÆOISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD SUÐURLANDSBRAUT 24 108 REYKJAVÍK SÍMI • 696900 G. \ Kaupandinn lætur þinglýsa v \ kaupsamningnum. ~j~\ Seljandi lætur þinglýsa i——A fasteignaveðbréfinu. /\ q \ Seljandi skiptir á fasteigna- veðbréfi fyrir húsbréf. vGreiðslur kaupanda hefjast. Húsnæðisstofnun innheimtir afborganir af fasteignaveðbréfinu af kaupandanum. Þær hefjast á 2. almennum gjalddaga frá útgáfudegi fasteignaveðbréfsins, en gjalddagar eru 4 á ári. i i 5 U_i tlil *

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.