Pressan - 07.12.1989, Blaðsíða 20

Pressan - 07.12.1989, Blaðsíða 20
20 Fimmtudagur 7. des. 1989 luknar kröfur í þeim náms- greinum háskólans þar sem sam- keppni er hvað hörðust, til dæmis í tannlækningum, valda tauga- spennu og vanlíðan hjá sumum nemendum. Til að bregðast við þessum aðstæðum býður háskólinn upp á námskeið vegna prófkvíða. Fyrsta námskeiðið fór af stað í síð- asta mánuði og komust færri að en vildu. Þegar er farið að skrá í næsta námskeið... ¦ bók Þóru Einarsdóttur í Vernd lýsir höfundurinn m.a. spjalli, sem hún átti við Indíru heitna Gandhi á Indlandi. Segir Þóra að forsætisráðherrann ind- verski hafHýst mikilli löngun til að komast til Islands. Sérstaklega mun Indíru hafa langað til að upplifa það að setjast út í heitan nuddpott, sem er við heimili Þóru í Hveragerði.. . rins og við sögðum frá í siðasta blaði var allt eins búist við því að reynt yrði að setja lögbann á bók Hebu Jónsdóttur, Sendiherra- frúin segir frá, sem Skjaldborg gefur út. Þegar síðast fréttist hafði þó engin tilraun verið gerð til þess að stöðva sölu bókarinnar. Þar sem henni hefur nú verið dreift í stóru upplagi um allt land er ólíklegt að það verði gert úr þessu. . . rkki alls fyrir löngu var opnað- ur nýr veitingastaður við Lauga- veginn, Asía. Staður þessi er í eigu tveggja útlendinga, þeirra Kára frá Víetnam og Gilberts frá Hong Kong, en þeir félagar reka einnig veitingahúsið Sjanghæ við Lauga- veginn. Eftir því sem okkar heimild- ir herma þurftu veitingamennirnir ekki að taka lán til að kaupa hús sem Útvegsbankinn átti á horni Laugavegar og Bergstaðastrætis, heldur hafi ein milljón í yfirdráttar- heimild nægt þeim... Þ að vekur athygli að flest af vinsælustu veitingahúsum borgar- innar eru í eigu útlendinga. Á móti Asíu við Laugaveg stendur ítalía sem er í eigu Önnu Peggy Frið- riksdóttur sem er kínversk/ind- versk, örlitlu ofar er Sjanghœ í eigu Kára Víetnama og Gilberts frá Hong Kong og nokkru ofar eru Sushi-barinn og Taj Mahal sem Peggy á einnig. Pá á Peggy veitinga- staðinn Bandidos, mexíkanskan stað viö Hverfisgðtuna. Þess má geta í framhjáhlaupi að sárafáir ís- lendingar starfa á þessum stöðum og útlendingarnir munu verða sér úti um fjánnuiii með góðum rekstri... K.. dómsfullar þessa dagana. Þær hafa boðað til jólafundar á Hallveigar- stöðum næstkomandi mánudags- kvöld og látið þau boð út ganga að von sé á leynigesti. Það eina, sem þær vilja segja um gestinn, er að hann sé karlkyns og einn sá ólíkleg- asti, sem nokkrum dytti í hug að hitta á fundi hjá KRFI... f ramkvæmdastjóm Listahátíð- ar mun vera langt komin með samninga við erlendar listastjörnur fyrir listahátíð næsta sumar. Meðal þeirra sem talið er öruggt að komi eru sovéski píanósnillingurinn Andrej Gavrilov sem vakiö hefur heimsathygli. Þá mun Vínar- drengjakórinn koma á listahátíð og nú fá djassunnendur glaðning úr austri því rússneski djasspíanistinn Leonid Chizhik mun leika með ís- lenskum djassistum á djasskonsert listahátíðar. Búist er við að bráða- birgðadagskrá hátíðarinnar verði kynnt fljótlega upp úr áramótun- um... SENDUM DAUÐVONA DRENG PÓSTKORT! í sjúkrahúsi á Englandi bíð- ur sjö ára drengur þess að deyja. Hann er meðal annars með æxli við heila og á skammt eftir ólifad. Heitasta ósk h'ans er sú að nafn hans komist í Heimsmetabók Gu- inness og til að ná því marki langar hann að verða sá sem fær flest póstkort. Við Islendingar skulum ekki láta okkar eftir liggja. Sendum þessum litla dreng póstkort og leggjum okkar af mörkum til þess að nafn hans Hfi áfram. Kortin sendist til: Craig Shergold 56 Selby Road Carshalton Surrey United Kingdom. Hreinsið teppin sjálf á ódýran og auðveldan hátt. Nýjar og liprar vélar. Opið alla daga 10—22. Pantanir í síma 612269. Teppavélaleiga Kristínar Nesbala 92a, Seltjarnarnesi. nurnar í Kvenréttindafé- lagi íslands eru mjög leyndar- Jólatilboð Húsasrmðjunnar Peugeot borvél kr. 5.653,- Makita slípirokkur kr. 12.950,- Expressó kafflvél kr. 5.963,- í verslun Húsasmiðjunnar fást nytsamar jólagjafir við allra hæfi og á jóiamarkaði á 2. hæð er mikið úrval skrauts og gjafavara. í Húsasmiðjunni fæst einnig allur húsbúnaður og heimilistæki, öll áhöld og efni sem þarf til að fegra og prýða heimilið fyrir jólin. Kryddhilla. kr. 2.804, Útvarp/kassettutaeki kr. 5.800,- Piparkökuhús kr. 717, SKIJTUVOG116 SÍMI 687700

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.